Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 15 Hreppsnefnd og íbúar Gnúpverjahrepps undrandi á Skógræktinni Ábúandinn á Skriðufelli dæmdur í varðhald og sekt ÁBÚANDINN á Skriðufelli í Gnúpveija- hreppi, Björn Jóhannsson, sem nýlega var bor- inn út af jörðinni, var á mánudaginn dæmdur í tveggja mánaða varðhald skilorðsbundið til tveggja ára og til greiðslu sektar að fjárhæð 70 þúsund krónur, auk málskostnaðar. Dómur- inn var byggður á 3. málsgrein> 257. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um eigna- spjöll sem framin eru af gáleysi. Áður hafði Skógrækt ríkisins, sem er eigandi jarðarinnar, höfðað skaðabótamál upp á rúmar fimm milljón- ir króna á hendur ábúandanum vegna sinu- bruna af hans völdum þar sem skógarreitur brann. Á fundi hreppsnefndar Gnúpveijahrepps 3. október sl. voru ræddar deilur ábúandans og Skógræktarinnar. Einnig sendu 142 íbúar í Gnúpveijahreppi landbúnaðarráðherra, sem æðsta yfirmanni Skógræktar ríkisins, áskorun þess efnis að hann hlutaðist til um að frekari málarekstur vegna þessa verði látinn niður falla. Ekki deilt um lagaleg rök í bókun hreppsnefndar kemur fram að hún lýsi undrun sinni og vonbrigðum með þá hörku og óbilgimi sem fram komi hjá forsvarsmönnum Skógræktar ríkisins við útburð ábúenda Skriðu- fells. „Ekki er umdeilt að Skógrækt ríkisins hafi lagaleg rök fyrir þeim aðgerðum sem hún stóð fyrir en hreppsnefnd telur að útlátalítið hefði verið fyrir hana að verða við málaleitan hrepps- nefndar um tímabundna leigu á íbúðarhús- næðinu sem hefði gefið málsaðilum svigrúm til að leysa þetta viðkvæma mál þannig að allir mættu betur við una. Hreppsnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum ef þetta eru þær umgengnisreglur sem Skógrækt ríkisins ætlar að beita í samskiptum sínum við sveitarstjórn og íbúa hreppsins," segir enn fremur í bókun hreppsnefndar. Undir áskorunina til landbúnaðarráðherra skrifuðu 142 íbúar í Gnúpveijahreppi en þar eru alls 220 manns á kjörskrá. 97-98% þeirra íbúa sem til náðist skrifuðu undir. í áskoruninni segja Gnúpveijar meðal ann- ars: „Við undirrituð deilum ekki við dómar- ann. Vafalítið hefur Björn Jóhannsson brotið samninga og ekki farið að lögum. Hitt hefur ekki komið fram í þessu máli að Skógrækt ríkisins hefur margbrotið byggingarreglugerð varðandi tjald- og hjólhýsasvæði þrátt fyrir afdráttarlaus tilmæli hreppsnefndar Gnúp- veijahrepps um að Skógrækt ríkisins fari að lögum.“ Alfarið málefni Skógræktarinnar Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra segist allan tímann hafa viljað að ráðuneytið héldi sér utan við málið þar sem það væri alfar- ið málefni Skógræktarinnar. „Þetta er mál sem er búið að eiga langan aðdraganda og þess vegna vildi ég ekki vera að grípa inn í það ferli, mér þótti eðlilegt að Skógræktin héldi því áfram,“ segir hann. „I öðru lagi vissi ég ekki hvort ég sem hand- hafi framkvæmdavalds gæti verið að blanda mér inn í mál sem komið væri langleiðina á vegum dómsvaldsins. Svo kom það í ljós að ég hafði ekki einu sinni tíma til að skoða málið, hvað þá að grípa inn í það,“ segir Guðmundur en hann fékk áskorunina frá íbúum Gnúpveija- hrepps eftir hádegi á þriðjudag og dómur í málinu var kveðinn upp síðdegis sama dag. í þriðja lagi segir ráðherrann að eftir sé að taka afstöðu til skaðabótakröfu Skógræktarinn- ar. Hann hafi þegar rætt það mál við skógrækt- arstjóra og þeir vilji sjá hvernig málið lítur út í heild sinni áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar um framhald málsins. Grundaskóli á Akranesi verður brátt einsetinn ■ . ■■ • ■ '\ I \ 4 !M —° \ j ftl Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Nýbygging tekin í notkun AKUREYRI Brúður, tónlist og hið óvænta BRESKI brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik heldur leikbrúðu- sýningu í Deiglunni, Kaupvangs- stræti 23 á Akureyri, á morgun, sunnudag, 13. október kl. 17. Bernd bjó á íslandi í 5 ár en hef- ur dvalið í New York síðastliðin 5 ár þar sem hann hefur starfrækt brúðuleikhús, auk þess að ferðast með sýningar um Bandaríkin og Evrópu og taka þátt í brúðuleikhús- hátíðum og halda námskeið. Hann smíðar allar sínar brúður, leikmynd og leikmuni sjálfur. Þegar hann bjó hér á landi bjó hann til brúðuna Pappírs-Pésa, stjómaði henni í samnefndri kvikmynd og myndskreytti bók um brúðuna. Fjölskyldusýningin sem Bernd býður Akureyringum upp á heitir „Brúður, tónlist og hið óvænta". Margs konar brúður koma fram og kynna sig og hæfileikana fyrir áhorf- endum í stuttu leikatriði. -----♦ ♦ ♦----- Fræðslusam- vera í Lax- dalshúsi FRÆÐSLUSAMVERA fyrir ungt fólk hefst í Laxdalshúsi næstkom- andi þriðjudag, 15. október. Þessar stundir eru ætlaðar ungu fólki og verður Markúsarguðspjall lesið. Stuðst er við efni sem Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir guðfræðing- ur hefur tekið saman. Samvera þessi mun verða hálfsmánaðarlega í vetur og mun Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi kirkjunnar á Norður- landi, hafa umsjón með þeim. Sam- veran hefst kl. 17.30. Þess má geta að Leikfélag Akur- eyrar mun færa Markúsarguðspjall upp á kirkjulistaviku á næsta ári. -----------♦ ♦ ♦----- Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14. Prédikun- artexti: Matteus 9, 1.-8. Molasopi í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu og rætt um prédikun dagsins. Æsku- lýðsfundur í kapellu kirkjunnar kl. 17. Undirbúningur fyrir landsmót æskulýðsfélaga á Dalvík helgina 18. -20. október. Biblíulestur í safn- aðarheimilinu kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 11 í dag, laugardag. Lesið verður úr Markús- arguðspjalli. Þátttakendur fá afhent stuðningsrit sér að kostnaðarlausu. Barnasamkoma verður kl. 11 á sunnudag, foreldrar hvattir til að fjölmenna með börnum sínum. Guðs- þjónusta kl. 14 í kirkjunni og kl. 16 á Seli. Fundur æskulýðsfélagsins í kirkjunni kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kvöld- vaka með kaffiveitingum í kvöld kl. 20.30. Kynning á líknarstarfi Hjálp- ræðishersins í Noregi. Sunnudaga- skóli kl. 11 á morgun, bænastund kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20. Sérstakir gestir helgarinnar eru Inger og Einar Hoyland, yfirmenn líknarstarfs Hjálpræðishersins í Nor- egi. Heimilasamband á mánudag kl. 16, Inger og Einar syngja og tala. Krakkaklúbbur á miðvikudag kl. 17, biblíulestur kl. 20.30 sama dag. Unglingakór og unglingaklúbbur á föstudagskvöldum. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá Rúnars Guðnasonar kl. 14 á morgun, sunnudag. Beðið fyrir þörfum fólks og Guð svarar. KK fyrir 10 til 13 ára á þriðjudag, biblíulestur og bænasamkoma kl. 20 á miðvikudagskvöld, unglingasam- koma kl. 20.30 á föstudagskvöld. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Messa kl. 14. Sr. Guðmundur Guð- mundsson héraðsprestur messar. KAÞÓLSKA KIRKJAN; Eyrar- landsvegi 26, Akureyri. Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. Akranesi - Tekin hefur verið í notkun ný og glæsileg viðbygging við Grundaskóla á Akranesi og með tilkomu hennar er bætt úr brýnni þörf skólans á meira húsnæði og stórt skref stigið í að gera skólann þannig úr garði að hann verði ein- setinn í náinni framtíð. Hin nýja bygging er 1241 m2 og 6300 m3 að stærð og að mestu á einni hæð. í henni er skrifstofuálma skólans, bókasafn, aðstaða starfs- fólks, stór og rúmgóður samkomu- salur og félagsrými nemenda svo nokkuð sé nefnt. Byggingarfram- kvæmdir stóðu yfír í rösk tvö ár. Áhersla var lögð á að nýta starfs- krafta iðnaðarmanna á Akranesi við bygginguna og svo sannarlega lofar verkið meistara sinn. Aðalverktaki var Tréiðja Akraness hf. Grund - Guðmundur Bjarnason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra, var viðstaddur þegar brotið var blað í sögu landnýtingar á íslandi þegar rutt var ofan í framræsluskurði í Mávahlíð í Lundarreykjadal. Mýr- lendi það sem nú skal endurheimta er á milli Götuáss og Mávahlíðar- mela. Undanfari þessara athafna er að 28. febrúar sl. skipaði landbúnaðar- ráðherra, Guðmundur Bjarnason, nefnd sem átti að kanna möguleika á endurheimt á framræstu votlendi á ríkisjörðum með því að stífla eða fylla upp í skurði þannig að vatns- búskapur kæmist í því sem næst Þegar skólinn var settur á stofn haustið 1981 var hluti 2000 m2 byggingar tekinn í notkun. Endan- legum frágangi þeirrar byggingu lauk á næstu fjórum árum. Haustið 1987 var síðan tekin í notkun ný 800 m2 bygging og síðan bættist við nú í haust 1200 m2 nýbygging. Þá á aðeins eftir að byggja einn áfanga svo hægt verði að einsetja upprunalegt horf. I nefndinni voru skipaðir: Níels Árni Lund formaður, skrifstofustjóri landbúnaðarráðherra, Arnþór Garð- asson, Náttúruverndarráði, Bergþór Magnússon, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Einar Ó. Þorleifs- son, Fuglaverndarfélagi íslands, Erl- ing Ólafsson, Náttúruverndarstofn- un, og Sigmundur Einarsson, um- hverfisráðuneyti. í máli Guðmundar Bjamasonar kom fram að ekki væri ætlunin að endurheimta með offorsi mikla mýr- arfláka heldur fara sér hægt og sjá til hvort vistkerfi þessarar mýrar verði endurheimt en það vildi svo vel skólann en áætlanir em um að það verði ekki síðar en árið 2002. Til að svo megi verða þarf átta kennslustofur til viðbótar en önnur aðstaða er að mestu fyrir hendi nú. Ekki liggur fyrir hvenær þessi áfangi verður tilbúinn en ráðist verður í þá framkvæmd fljótlega. Grundaskóli fagnar um þessar mundir 15 ára starfsafmæli en til að nákvæm rannsókn var gerð á mýrinni bæði fyrir og eftir fram- ræslu. hann tók til starfa 6. október 1981. Þá voru í skólanum 166 nemend- ur, 7-9 ára í sjö bekkjardeildum. Ári síðar bættist 6 ára deildin við og þannig fjölgaði í skólanum þar til fyrstu nemendur 459 í 22 bekkjardeildum. Við skólann er starfrækt skóladagvist fyrir nem- endur í yngstu deildum skólans. Starfslið skólans er um 60 manns þar af eru 35 kennarar. Skóla- stjóri Grundaskóla er Guðbjartur Hannesson og yfirkennari Ólína Jónsdóttir. Bæði hafa þau gegnt þessum stöðum frá stofnun skól- ans. Haldið verður upp á afmælið í dag, laugardaginn 12. október. Opið hús verður í skólanum milli kl. 15 og 20 og eru allir bæjarbúar velkomnir. Fjölmennt var við athöfnina og voru ekki allir viðstaddir sammála um gagnsemi aðgerðanna. Endurheimt votlendis hafin Morgunblaðið/Davíð Pétursson VINNUVÉLAR sáu um að fylla upp í skurði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.