Morgunblaðið - 12.10.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.10.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 21 Ráðist aftan að Talebönum Andstæðingar Talebana beita sömu brögðum og gegn Sovétmönnum Kabúl. Reuter, The Daily Telegraph. ANDSTÆÐINGUM Talebana, sem lögðu undir sig Kabúl, höfuð- borg Afganistans, fyrir tveimur vikum, tókst í gær að loka stærsta veginum norður af Kabúl og ein- angra herflugvöll Talebana, að því er haft var eftir sjónarvottum. Hermenn, sem sennilega eru á bandi Ahmads Shahs Masoods, fyrrverandi yfirmanns afganska hersins, vörpuðu sprengjum á Bagram-flugvöllinn, sem er 50 km norður af Kabúl. Þegar dimma tók virtist aðeins flugstöðin vera í höndum Talebana. Gæti gert Talebönum erfitt fyrir Ferðamenn sögðu að tveimur vegum norður af Kabúl hefði verið lokað og gæti það gert Talebönum erfítt fyrir því að þeir hafa verið að sækja að Masood, sem hefur hreiðrað um sig í Panjsherdal, norður af höfuðborginni. „Það ríkir ringulreið á þjóð- veginum milli [Salang-skarðs] og Kabúl,“ sagði Abdul Bashir Sa- langhi, einn af herstjórum Maso- ods, við blaðamenn skammt frá Salang-skarði. „Sumir hlutar eru á þeirra valdi, aðrir á okkar.“ Útsendarar eggja til andstöðu Talebanar hafa verið að reyna að sækja að Masood gegnum Sal- ang-skarð, sem liggur inn í Panjs- her-dal og er víglína þeirra þar. Hermt er að útsendarar Masoods hafi farið um svæðið milli Panjs- her-dals og Kabúl og eggjað fólk til að beijast gegn Talebönum. Kunnugir segja að Masood sé nú farinn að beita svipuðum brögðum og hann beitti gegn Sov- étmönnum á síðasta áratug þegar þeir studdu kommúnistastjórn landsins. Masood og menn hans stóðu þá af sér árásir í Panjsher- dal, réðust á þá í Salang-skarði og beittu þá skæruhernaði aftan frá. Talebanar gerðu árás á Masood í Panjsher-dal fyrir viku. Eftir íjögurra daga bardaga hafði þeim aðeins tekist að sækja 500 metra. Á miðvikudag var skyndilega ráð- ist á Talebana í Salang-skarði og er hermt að þeir hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Talebanar tilheyra að mestu leyti þjóðarbroti Pushtuna, sem búa flestir í suðurhluta landsins (og einnig í Pakistan) og skýrir það að nokkru hve auðvelt Tale- banar áttu með að ná völdum á þeim slóðum. Masood tilheyrir hins vegar þjóðarbroti Tadzhíka, sem eru fleiri í norðri. íranar fagna hernaðarsamningi Á fimmtudag gerðu þrír stríðs- herrar, þar á meðal Masood, samn- ing um hernaðarsamstarf gegn Talebönum. íranar fögnuðu þess- um samningi í gær og lýstu yfir von um að þetta samstarf mundi leiða til ósigurs Talebana, sem stjóma samkvæmt strangri bók- stafstrú á þeim svæðum, sem þeir ráða yfir. íranar viðurkenna stjórn Burha- nuddins Rabbanis, sem Talebanar steyptu af stóli, sem löglega stjórn landsins og Ayatollah Ali Kahme- nei, leiðtogi írans, hefur gagnrýnt Talebana fyrir að vera „ekki ísl- amskir". Sendinefnd Afganistans hjá Sameinuðu þjóðunum er enn skip- uð fulltrúum stjórnar Rabbanis. Talebanar hafa sent bréf frá utan- ríkisráðuneyti Afganistans þar sem lýst er yfír því að sendinefnd- in sé „ekki lögmætur fulltrúi hins íslamska ríkis Afganistans og megi ekki fá að tala á fundum allsheijarþingsins". Sérstök nefnd allsheijarþings- ins tók í gær fyrir hvort svipta ætti núverandi sendinefnd leyfí til að starfa innan Sameinuðu þjóð- anna, en frestaði ákvarðanatöku. ATOK I AFGANISTAN Fyrrverandi yfirmaður afganska hersins, Ahmad Shah Masood, gerði árás á hversveitir Talebana, sem lögðu Kabúl undir sig fyrir hálfum mánuði. Réðust þeir á stóran hluta sveita Talebana og gerðu skyndi- árásir á þær fyrir aftan fremstu víglínu. Salang-skarð Gagnárás sveita gömlu stjórn- arinnarloka afstóran hluta sveita Talebana, sem urðu fyrir miklu ( mannfalli á miðvikudag M Masood hefur höfuðstöðvar í Panjsher-dal Barist er um Jabal os-Siraj Bagram flugstöðin Liðsmenn Masoods vörpuðu f gærspreng- jum á flugstöðina Saray Khoeja Sveitir Masoods réðust á Talebana um 15 km suður af Bagram-flugstöðinm j§ igær ERLEIMT LEIÐTOGAR aðildarríkja Eystrasaltsráðsins á fundinum í Visby í vor. í efri röð frá vinstri eru Wlodzimierz Cimoszewicz, Póllandi; Tiit Vahi, Eistlandi; Mindaugas Laurinas Stankevicius, Lithá- en; Paavo Lipponen, Finnlandi; Lena Hjelm-Wallen, forseti Eystrasaltsráðsins; Davíð Oddsson, íslandi; Andris Skele, Lettlandi. í fremri röð eru Lamberto Dini, fulltrúi ESB; Víktor Tsjemomyrd- ín, Rússlandi; Helmut Kohl, Þýskalandi; Göran Persson, Svíþjóð; Gro Harlem Brundtland, Nor- egi; Poul Nyrup Rasmussen, Danmörku, og Jacques Santer, forseti framkvæmdasfjórnar ESB. Vilji er allt sem þarf EYSTRASALTSRAÐIÐ var stofn- að 1992 og nú eiga 11 ríki aðild að því, Danmörk, Eistland, Finn- land, ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Rússland, Sví- þjóð og Þýskaland auk Evrópusam- bandsins, ESB. Hefur ísland verið aðili að ráðinu í rúmt ár og fínnst mér það sérstakt fagnaðarefni og stjórnvöld í Lettlandi beittu sér fyrir því frá byijun. Er aðild ís- lands ekki síst mikilvæg vegna þess, að með henni eru öll Norður- lönd innan ráðsins. Þjóðimar, sem búa við Eystra- salt, eiga sér allar sína sögu og sinn uppruna og þær tala hver sitt tungumál. Samt eiga þær margt sameiginlegt. Að því viljum við vinna, að samvinna, lýðræði og fijáls markaður einkenni þetta svæði öðru fremur og þótt ekki komi annað til, mun það verða til að færa okkur nær hvert öðru og efla samstarf okkar á öllum svið- um. Gildir það jafnt um einstak- linga sem stofnanir og ég er viss um, að Eystrasaltsráðið muni gegna lykilhlutverki að þessu leyti. Þetta ár hefur verið mjög sögu- legt hvað Eystrasaltsráðið varðar. Eru merkustu viðburðimir fundur ráðamanna ríkjanna í Visby á Got- landi; stefnumótun ESB í málefn- um Eystrasaltsríkja, sem samþykkt var í Flórens, og loks árlegur ráð- herrafundur Eystrasaltsráðsins í Kalmar í Svíþjóð. Þar var sam- starfsáætlun aðildarríkjanna sam- þykkt og Lettland tók við for- mennsku í ráðinu. Þessir þrír atburðir staðfesta nauðsynina á því að hefjast handa. Stefnumótun ESB og samstarfs- áætlunin sýna, að rétt sé að skoða innihald en ekki orðin ein í þessum mikilvægu samþykktum og það hefur nú komið í hlut Letta að hrinda þessum markmiðum í fram- kvæmd. Almennar stefnuyfirlýs- ingar verður að skilgreina og koma fyrir innan ákveðins samstarfs- ramma. Áætlun og aðgerðir eru tvær hliðar á sama peningi. Til að unnt sé að láta hendur standa fram úr ermum, verða menn að vita hvernig haga skuli vinnunni. I þessu starfi mun Eystrasaltsráðið treysta á ijölda stofnana og ann- arra samtaka, á einkafyrirtæki og einstaklinga og því hlýtur það að verða upphafsverkið okkar að leggja línumar og skipuleggja starfíð með það í huga, að sem mestur árangur náist. Að því er unnið, að samstarf aðildarríkja Eystrasaltsráðsins verði með nýju sniði þar sem áherslan er á raun- sæi og aðgerðir. Það er gamalt mál, að -hálfnað sé verk þá hafíð er og það sýnir um leið hvað fyrstu skrefín eru mikilvæg. Því ríður á, að menn beri saman bækurnar vel og vendilega og allir leggi eitthvað til málanna. Að því vilja þjóðimar við Eystrasalt vinna, skrifar Valdis Birkavs, að samvinna, lýðræði og fijáls mark- aður einkenni þetta svæði öðru fremur. Samkvæmt samstarfsáætluninni verður starfíð á þremur meginsvið- um: Almenn samskipti og kynni milli einstaklinga; samstarf í efna- hagsmálum og umhverfísvernd. Rétt er að víkja nokkrum orðum að hveiju þessara sviða. Eystrasaltsráðið vill auka sam- skipti fólks í aðildarríkjunum og hlúa að lýðræðislegri uppbyggingu, sem aftur mun tryggja stöðugleika og eðlilega stjórnmálaþróun á svæðinu. Það þýðir, að mikilvægi samstarfs einstakra ríkja innan ráðsins á eftir að aukast og má í því sambandi nefna það samstarf, sem nú þegar er með Eystrasalts- ríkjunum þremur. Aðildarríki Eystrasaltsráðsins verða að leggja harðar að sér í baráttunni við skipulögð glæpa- samtök og lettneska stjómin leggur áherslu á þá ákvörðun Visbyfund- arins að koma á fót sérstökum sveitum í þessu skyni. Mun Eystra- saltsráðið gera betri grein fyrir hvað felst í orðunum öryggi borgar- anna og grípa til nauðsynlegra ráð- stafana til að tryggja það. Lýðræðislegar hugsjónir eru grundvöllur Eystrasaltsráðsins og í fyrstu yfírlýsingu utanríkisráð- herra Eystrasaltsríkjanna sagði, að ráðið myndi hafa í heiðri meg- inreglur stofnskrár Sameinuðu þjóðanna og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. í því sambandi er rétt að nefna, að full- trúi ÖSE í málefnum, sem varða lýðræðislegar stofnanir og mann- réttindi, þar með talin réttindi minnihluta, hefur mikilvægu hlut- verki að gegna við að fyigjast með þessum málum á svæðinu. í öðrum kafla samstarfsáætl- unarinnar er nefnt hvað gera skuli til að greiða fyrir efnahagslegu samstarfi, framföram og heil- brigðri þróun á svæðinu. Auk sam- starfsáætlunarinnar er í því efni rétt að líta til stefnumótunar ESB varðandi svæðið og Stokkhólmsyf- irlýsingarinnar um hagvöxt og þró- un, sem samþykkt var á ráðstefnu um viðskipti og atvinnulíf í Eystra- saltsríkjunum (24.-25. aprfl, 1996). Þar segir, að nánari samvinna verði að vera með ráðinu, ESB og alþjóð- legum fjármálastofnunum og við hvetjum einnig viðskipta- og at- vinnulífið til að taka virkan þátt í samstarfinu. An þátttöku þess mun það skorta nauðsynlegan kraft. í þriðrja hluta samstarfsáætlun- arinnar er kveðið á um umhverfís- mál og endurheimt náttúralegs jafnvægis. Mengun og önnur um- hverfísógn þekkir engin landa- mæri. Loftið, sem við öndum að okkur, vatnið, sem við drekkum — af þessu höfum við áhyggjur, Letti, sem kemur til íslands, og Islend- ingur, sem kemur til Lettlands. Þetta varðar okkur öll og að þessu skulum við starfa. Mun samstarf Eystrasaltsráðsins og Helsinki- nefndarinnar skipta hér miklu máli. Af þessu má sjá, að við höfum verk að vinna og hvert eitt skref, sem við stígum á þessari leið, er mjög mikilvægt. Mig langar að þakka Halldóri Ásgrímssyni, ut- anríkisráðherra íslands, sem lýsti því yfír á fimmta ráðherrafundi ráðsins, að Islendingar væru reiðu- búnir að leggja sitt af mörkum á þeim sviðum, sem þeir hefðu nokkra sérþekkingu. Vonandi verð- ur samstarf allra ríkjanna við Eyst- rasalt í þeim anda. Samvinna mun aldrei bera neinn árangur ef áhugann vantar. Það á einnig við um aukið tvíhliða sam- starf milli einstakra aðildarríkja ráðsins. í því sambandi er ekki úr vegi að minna á einstaklega góð samskipti Lettlands og Islands, sem nú era komin á nýtt stig. Fyrir skömmu kom Andris Skele, forsætisráðherra Lettlands, í opin- bera heimsókn til íslands og var það jafnframt fyrsta ferð lettnesks forsætisráðherra til lands ykkar. Var þá rætt um samstarf ríkjanna, jafnt þeirra í milli sem á vettvangi Eystrasaltsráðsins. Kom það fram hjá lettneska forsætisráðherranum, að hann teldi vera mikla möguleika á auknu samstarfí í efnahagsmál- um og þeir báðir, Andris Skele og Davíð Oddsson, lögðu áherslu á mikilvægi viðskipta í auknum sam- skiptum ríkjanna. Hafa viðskipti landanna þrefaldast á þremur áram vegna aukinna tengsla milli fyrir- tækja í löndunum. Lettneska þjóðin mun seint gleyma því, að íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna end- urheimt sjálfstæði Lettlands. Til þess þurfti hugrekki fyrir fímm árum. Vegna þess var afhjúpuð í Reykjavík höggmynd þegar for- sætisráðherra vor var þar á ferð. Heitir hún „Atbalsts" eða Stuðn- ingur og er gjöf frá Lettum til ís- lendinga með þökkum fyrir stuðn- inginn 1991. Við trúum því, að þessi mynd sé táknræn fyrir vin- áttu þjóðanna, hún er gjöf okkar til þess hugrakka fólks, sem fyrst varð til að rétta okkur hönd yfír hafið og fagna sjálfstæði Lettlands. Höfundur er utnnríkisráðherra Lettlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.