Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ H MINNINGAR ÞORGERÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR + Þorgerður Vil- hjálmsdóttir fæddist á Hamri í Gaulveijabæjar- hreppi 27. febrúar 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 4. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórarinn Vilhjálm- ur Guðmundsson, bóndi, f. 26. mars 1880, d. 8. febrúar 1971, og kona hans Helga Þorsteins- dóttir, f. 11. apríl 1878, d. 24. maí 1961. Þau hjón- in eignuðust átta börn og kom- ust sjö þeirra til fullorðinsára. Elstur var Guðmundur Ingvi, f. 31.7.1905, d. 9.8. 1983, næst- ur kom Þorsteinn, f. 26.8.1907, d. 22.10. 1907, Friðfinnur, f. 18.6. 1909, d. 27.2. 1975, Ing- unn, f. 19.5. 1912, d. 14.3.1990, Bjarni, f. 18.8. 1913, Guðmund- ur, f. 20.3. 1915, d. 16.9. 1985, þá Þorgerður og Þórarinn Vil- hjálmur Helgi, f. 12.4. 1921. Hinn 27. júlí 1952 giftist Þorgerður Arna Jónssyni bónda í Holtsmúla í Landsveit, f. 17.6. 1896, d. 16.9. 1995. í Holts- múla bjuggu þau til ársins 1964 er þau fluttu á Selfoss. Arni var áður gift- ur Ingiríði Odds- dóttur, f. 13.5. 1887, d. 24.2. 1937. Saman áttu þau átta börn og kom- ust sjö þeirra til fullorðinsára. Þor- gerður og Ami eignuðust einn son, Þorstein, f. 23.10. 1949. Þorsteinn er kvæntur Dórotheu Antonsdótt- ur, f. 30.10. 1950, og eiga þau þijú börn, Anton Karl, Helgu og Þorbjörgu Sif. Fyrir eignað- ist Þorgerður tvíburasystumar Helgu Marteinsdóttir, f. 15.8. 1945, og andvana stúlkubarn. Helga á 3 dætur, Þorgerði, Þóranni og Dagnýju Marinósd- ætur. Sambýlismaður Helgu er Sigurður Kristinsson, f. 28.11. 1939. Barnabarnabörn Þor- gerðar em tvö. Útför Þorgerðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Eftir að litla dóttir okkar fædd- ist í júní síðastliðnum, sögðum við stundum í gríni við ömmu að ættliðimir hjá okkur yrðu ekki fleiri en fjórir. Engan óraði þó fyr- ir að tíminn yrði svona stuttur, sem við hefðum fjóra ættliði. Andlát ^-*ömmu bar snöggt að og það er erfitt til þess að hugsa að hafa ekki getað kvatt hana almennilega. Daginn áður en hún dó, heimsótti ég hana á Sjúkrahús Selfoss og eftir á að hyggja hefur hún líklega verið að kveðja mig þar, þar sem hún hélt svo blíðlega í höijd mína og strauk. Erfiðast er þó^að hugsa um allt það sem amma hefði getað tekið sér fyrir hendur næstu árin, hefði hún fengið lækningu meina sinna. Síðustu ævidaga sína lá hún á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Við sem hana þekktum vissum að hún gat ekki beðið eftir því að komast heim, enda var hún mjög heimakær manneskja. Hún hafði yndi af því að fá heimsóknir og andlit hennar ljómaði oft þegar hún sagði mér hvaða gestir höfðu komið þá vik- una. Skemmtilegast var að koma í heimsókn til hennar þegar hún átti síst von á, þá sló hún oft sam- an höndum sínum í fögnuði. Mót- tökur hennar voru ávallt glæsileg- ar. Aldrei fór ég frá henni án þess að vera pakksödd og oftar en ekki með fangið fullt. Hún var einstak- lega góður vinur. Við hana gat ég rætt allt milli himins og jarðar og lá hún aldrei á skoðunum sínum. Fjölskyldan var henni allt, því hún hugsaði alltaf fyrst um hana áður en hún hugsaði um sjálfa sig. Daglega ræddi hún við börnin sín í síma, samband hennar við systk- ini sín var með eindæmum gott og hjónaband hennar og afa ein- kenndist af mikilli ást og vináttu. Duglegri og vinnusamari konu hef ég aldrei kynnst og eftir að þau afí settust í helgan stein var hvergi slakað á. Hún byijaði dag- inn alltaf mjög snemma og verkin sem hún kláraði fyrir hádegi voru fjölmörg. Hannyrðimar sem hún tók sér fyrir hendur eru ófáar og má þar nefna pijónuðu dúkana hennar sem prýða nú mörg heim- ili. Á sínum seinni árum lagði hún einnig stund á útskurð og bókband og voru þeir hlutir hver öðrum glæsilegri. Allar þær gjafir sem hún hefur gefíð mér í gegnum árin og búið til sjálf verða mér nú ^nn dýrmætari en áður, þar sem minningarnar streyma fram þegar ég horfí á þær. Amma var mikil baráttukona og oft var erfítt að vita hvernig henni leið því hún kvartaði aldrei. Það er ábyggilegt að amma hefði ekki viljað liggja langa sjúkralegu og vera upp á aðra komin. Þrek henn- ar var ótakmarkað síðustu ár afa. Þá stóð hún sem klettur við hlið hans og hlífði sér hvergi við að hugsa um hann. Hún missti mikið þegar afí dó 16. september 1995, en þá var eins og hluti af lífsþreki hennar færi með honum. Styrkur ömmu kom þó mikið í ljós eftir andlát hans þegar hún gekk frá öllum hans málum af mikilli reisn. Þau voru ákaflega samlynd hjón og í sorg okkar er gott til þess að vita að þau eru sameinuð á ný. Elsku mamma og Steddi, missir ykkar er mestur en betra vega- nesti í lífinu hefðuð þið ekki getað fengið en einmitt frá henni. Hún lifði fyrir ykkur, afkomendur ykkar og afa. Bræður hennar tveir sem á lífí eru, Bjarni og Toddi, hafa einnig misst mikið. Megi Guð styrkja ykkur og okkur öll, í sorg okkar. Við verðum að reyna að vera sterk, það er það sem amma hefði viljað. Elsku amma, ég veit að þú kvelst ekki lengur og nú líður þér vel, því afi, dóttir þín, systkini og aðrir ástvinir taka á móti þér. Eg veit einnig að þú munt fylgjast með okkur hinum sem þú unnir svo heitt og hérna megin heims eru. Ég vil þakka þér fyrir öll góðu árin sem við höfum átt saman. Allar mínar góðu minningar um þig mun ég geyma í hjarta mínu og segja bömum mínum frá, sem því miður fengu ekki að kynnast þér. Við Jón og Helga Katrín, litla dóttir okkar, viljum kveðja þig, elsku amma, á orðum Davíðs Stef- ánssonar, sem okkur fínnst passa svo vel við þig. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum, eins og þú. Við kveðjumst að sinni, elsku amma. Hvíl í friði. Þín Gerða. Hún elsku amma mín er dáin. Daginn fyrir andlát hennar hafði ég farið og kvatt hana vel því ég var á förum til Spánar og kæmi ekki aftur fyrr en um jólin. Hún var á spítalanum á Selfossi og ég stóð við rúmið hennar og við héld- umst í hendur. Hún talaði ekki mikið um veikindi sín heldur hafði áhyggjur af því að ég myndi nú ná mér í einhvern Spánveija, gift- ast og setjast þar að. Hún hafði nefnilega heyrt einhveijar slæmar sögur af þeim. Svona var hún amma mín, vildi öllum alltaf svo vel. Þegar ég gekk út af sjúkrahúsinu hugsaði ég með mér að það yrði mitt fyrsta verk þegar ég kæmi heim um jólin að fara austur og heimsækja ömmu. En skjótt skipast veður í lofti. Mik- ið rosalega er sárt og erfitt að hugsa. til þess að eiga aldrei eftir að hitta hana aftur. Þetta bar svo snöggt að og mér fannst hún eiga svo mikið eftir. En maður verður að hugsa sem svo að við hérna sem söknum henn- ar vorum ekki ein um að vilja hafa hana hjá okkur. Hann elsku afí minn hefur tekið fagnandi á móti henni og ég veit að henni líður betur núna, kómin til hans á ný. Ótal minningar koma upp í huga mér þegar ég hugsa til ömmu GRETHE BENEDIKTSSON -I- Grethe Bene- * diktsson fæddist í Kaupmannahöfn 26. ágúst 1909. Hún lést 3. október síð- astiiðinn í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Olaf Kyhl ofursti í danska hernum, d. 1950, og kona hans, Gerda Kyhl, d. 1965. Grethe átti eina systur, Agnet- he, d. 1947, sem gift var Leo Hansen fiðluleikara í Kaup- mannahöfn. Grethe tók stúd- entspróf í Fredericia á Jótlandi árið 1927. Síðan stundaði hún nám í klassískri fornleifafræði kennari Islands. Útför Grethe fram í kyrrþey. við Kaupmanna- hafnarháskóla og lauk þaðan magist- ersprófi árið 1936. Sama vor giftist hún dr. Jakobi Benediktssyni. Þau hjón fluttust til ís- lands árið 1946. Grethe vann tals- vert við þýðingar, bæði meðan hún bjó i Kaupmannahöfn og eftir að hún fluttist til Islands. Um tíu ára skeið var hún stunda- dönsku við Háskóla hefur farið Frú Grethe Benediktsson magist- er lést í svefni á heimili sínu að morgni hins 3. október. Hún hafði Fverið heilsulítil síðustu sex eða sjö árin. í veikindunum var maður hennar, dr. Jakob Benediktsson, henni stoð og stytta og gerði henni kleift að vera heima þar til yfir lauk, í því umhverfi þar sem henni líkaði best. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi, Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Ég kynntist Grethe fyrst norður í Skagafirði fyrir mörgum árum. Þá var ég sumarpiltur á æskuheim- ili Jakobs á Fjalli í Sæmundarhlíð. Þar bjó þá Halldór bróðir Jakobs en móðir þeirra bræðra var þar í einu herberginu. Á hillu fyrir ofan rúmið hennar var ljósmynd af ung- um og fallegum hjónum. Þetta var brúðkaupsmynd af Jakobi og Grethe, og var brúðurin með stóran og hvítan hatt. Einhverra hluta vegna hefur þessi mynd orðið mér minnisstæðari en aðrar myndir hjá frú Sigurlaugu á Fjalli. Eg spurði Jakob nýlega um myndina, en hún virðist nú hafa glatast ásamt öðrum fjölskyldumyndum sem prýddu þetta litla herbergi norður í Skaga- firði. Síðar þetta sumar sá ég Grethe í eigin persónu og líkaði strax vel við hana, enda var hún sérlega barngóð. Hún kom í nokkurra daga heimsókn með manni sínum um heyskapartímann. Og mig minnir að hún hafí komið flest sumur þann tíma sem ég var á Fjalli. Það fylgdi þessum gestum dálítið framandleg- ur andi. Þetta var fólk sem hafði búið í stórborgum, hugsaði barnið. Kannski að málhreimur Grethe hafi haft einhver áhrif á þessa tilfinn- ingu. Það mátti merkja að hún væri útlend,'en hún talaði þó ís- lensku alveg óaðfínnanlega. Því þótti mér merkilegt þegar þau hjón sögðu mér það löngu seinna að þau töluðu alltaf saman dönsku á heim- ili sínu. Þessi gömlu kynni héldust svo alla tíð síðan. Alltaf tók Grethe mér jafn vel þegar ég leit inn í stofuna til þeirra Jakobs í Stigahlíð 2. Hún var gamansöm og glettin, og hún spurði ævinlega frétta af frændfólki mínu sem hún þekkti vel frá Kaup- mannahafnarárunum og mat mik- ils. Þegar Grethe lauk prófi við Kaupmannahafnarháskóla vorið 1936 var ekki árennilegt fyrir konu að fá starf í því fagi sem hún hafði lagt stund á. Þær höfðu útskrifast tvær konur í klassískri fornleifa- fræði þetta vor og munu hafa verið þær fyrstu í þeirri grein við skól- ann. Það var því við karlaveldi að eiga. Enda fór svo að Grethe vann sitt lífsstarf á öðrum vettvangi. Hún fékkst allmikið við þýðingar. Meðal annars þýddi hún ásamt Jakobi Atómstöð Laxness á dönsku, og hún aðstoðaði Jakob við þýðingar á fleiri verkum eftir Laxness. Þá reyndist hún Jakobi alla tíð góður ráðgjafi í fræðistörfum hans og ómetanleg hjálparhella. Hún vélritaði fyrir hann, hreinskrifaði og annaðist prófarkalestur á þeim fjölmörgu rit- um sem hann hefur samið. Grethe var alla tíð í nánu og góðu sambandi við skyldfólk sitt í Danmörku, og systursonur hennar Steffen kom oft í heimsókn til henn- ar. Á heimili þeirra hjóna var líka Margrét frá Fjalli, bróðurdóttir Jak- obs, meðan hún var við nám í Reykjavík, og reyndist Grethe henni sem besta móðir. Margrét lést langt um aldur fram fyrir fímm árum. Með söknuði og virðingu kveð ég þessa hlédrægu og góðu konu. Jakobi og öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Baldur Hafstað. Grethe var dóttir Olafs Kyhl of- ursta í danska hernum og Gerdu konu hans. Móðir hennar var tón- elsk og listhneigð, faðir hennar mikill áhugamaður um hersögu og sagnfræðileg efni. Grethe tók þann- ig í arf frá foreldrum sínum óþijót- andi áhuga á sögulegum málefnum og ást sína á klassískri tónlist. Hún átti eina systur, Agnethe sem gift var konsertmeistara dönsku út- varpshljómsveitarinnar Leo Han- sen, en þau eru nú bæði látin. Faðir Grethe var á faraldsfæti vegna starfs síns og fjölskyldan fór víða á uppvaxtarárum hennar. Grethe fæddist í Kaupmannahöfn en sleit barnsskónum í Vordingborg syðst á Sjálandi. Þegar hún var á áttunda ári flutti fjölskyldan til Kaupmannahafnar og þar var hún fram á unglingsár Grethe. Þá færðu þau sig enn um set og fluttu til Fredericia á Jótlandi þar sem hún lauk stúdentsprófi. Grethe ólst því upp á hálfgerðum ferðalögum, kynntist sífellt nýjum stöðum enda var hún óhrædd við það að taka sig upp og flytja til íslands þegar þar að kom. í háskóla var hún í fyrstu óákveð- in og reikandi í vali á viðfangsefni en lagði loks fyrir sig klassíska fomleifafræði og skrifaði lokaverk- efni um Krít. Þær voru tvær stúlk- ur sem lögðu það nám fyrir sig þá og útskrifuðust saman og má vera táknrænt að hvomg þeirra fékk nokkum tímann starf á sínu fræða- sviði. Leiðir þeirra Jakobs Bene- diktssonar lágu fyrst saman í há- skólanum, hann var þá í klassískum fræðum og heldur lengra kominn í námi en þau sátu saman í fáeinum kúrsum og með þeim tókust góð kynni. Árið 1936 varð tímamótaár í lífí Grethe, um vorið lauk hún mag.art.-prófí og þann 17. júní gengu þau Jakob í hjónaband: þau áttu því sextíu ára brúðkaupsaf- mæli í sumar. Brúðkaupsferðina fóru þau til íslands og Grethe mundi hana vel, varð þegar ástfangin af þessu einkennilega landi. En faðir hennar hafði haft sannar spurnir af samgöngumálum á íslandi og vildi undirbúa dóttur sína; hann sendi hana því í reiðtíma sem ekki veitti af sagði Grethe seinna. Þau Jakob fóru aftur til íslands rétt fyrir stríð, árið 1939 og voru þá lengur því það ár kom á prent fyrsta bók Jakobs. íslensku lærði Grethe fyrst hjá Sigfúsi Blöndal. Hún var fljót að ná ömggum tökum á málinu og eignaðist marga góðvini í hópi Hafnarstúdenta á stríðsárunum. Þá var mikill samhugur og samstaða í þeirra röðum, félagslífíð öflugt, tíðir fundir og kvöldvökur, og Jakob ritstýrði tímaritinu Frón sem stofn- að var á heimili þeirra hjóna. Eftir stríð fluttu þau heim til íslands. Jakob leysti fyrst Kristin E. Andrés- son af við stjórnvölinn á Máli og menningu í tvö ár en bauðst síðan starf árið 1947 á Orðabók háskól- ans sem hann þáði og gegndi í þijá áratugi. Grethe efaðist aldrei um að hún vildi búa á íslandi, hér lík- aði henni vel og eignaðist fljótt góða og trygga vini. í 4 4 1 4 4 4 4 4 ; i i i i j i i i < i < i i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.