Morgunblaðið - 12.10.1996, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 12.10.1996, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 51 I DAG Arnað heilla ÁRA afmæli. Sjötug er á morgun, sunnu- daginn 13. október, Ester Gísladóttir, Granaskjóli 1 42, Reykjavík. Maður | hennar var Valtýr Guð- mundsson, en hann lést I árið 1991. Ester tekur á móti fjölskyldu og vinum á morgun, afmælisdaginn kl. 15 í Oddfellowhúsinu v/Vonarstræti. Pétur Pétursson, Ljðsm.st. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 8. júní í Dómkirkj- unni af herra Ólafi Skúla- syni, Steinunn Ingvars- dóttir og Brynjar Einars- son. Þau eru búsett í Dan- mörku. Ljósm.st. Óskars, Vestm. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 14. september í Landakirkju_ af sr. Bjama Karlssyni Ása Svanhvít Jóhannesdóttir og Andrés Þorsteinn Sigurðsson. Heimili þeirra er að Ás- hamri 54, Vestmannaeyj- um. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson | Trompliturinn er KDlOxx á móti þremur hundum. Að- eins má gefa einn slag á litinn. Rétta íferðin er sú að spila fyrst litlu á kónginn og síðan aftur smáu að DlO. Ef ás eða gosi er ann- ar í millihönd er vandinn úr sögunni, ella er best að svína tíunni. Norður ♦ ÁK8 V K1083 ♦ D104 + 975 Vestur Austur ♦ DG1073 ♦ 962 * D2 | y 9754 ♦ 9852 11 11111 ♦ G76 ♦ 83 ♦ Á42 Suður ♦ 54 f ÁG6 ♦ ÁK3 ♦ KDG106 Suður spilar sex lauf. Útspilið er spaðadrottning, og um leið og biindur birt- ist, sér sagnhafi að slem- man byggist á því einu að fínna hjartadrottninguna. Lesandinn er kannski að velta fyrir sér hvaða til- gangi formálinn að ofan eigi að þjóna. Til að skilja það er best að skoða spilið með augum austurs. Sagn- hafi drepur á spaðaás og spilar laufi úr blindum upp á kóng. Austur dúkkar réttilega enda gæti vestur átt eitthvað bitastætt í trojnpinu. í stað þess að spila trompi aftur heiman frá fer sagnhafi næst inn í borð á spaðakóng til að spila trompi þaðan. Og hvað á austur að gera? Reyndur spilari lætur lítið lauf án minnstu umhugsunar því þessi spilamennska sagn- hafa bendir einmitt til að hann sér með KDlOxx í litnum og vestur þá Gx. Með þessari snjöllu spila- mennsku, hefur sagnhafa tekist að strípa vörnina af öllum trompunum nema ásnum. Þá er næsta skrefíð að taka þrjá slagi á tígul og trompa spaða. Þar með er búið að loka fyrir út- gönguleiðir austurs í þeim litum, og þá er aðeins eftir að spila honum inn á trompás. Austur neyðist til að spila hjarta og sagnhafi þarf ekki að treysta á get- speki sína í þetta sinn. Frakkinn José Le Dentu var í sæti sagnhafa þegar spilið kom upp og hann nefnir þessa íferð í trompið “sálfræðilega öryggisspila- mennsku“. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur, þær Berglind Ósk og Anna, héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Bama- heill og varð ágóðinn 2.088 krónur. ÞESSIR duglegu strákar, þeir Guðmundur Rúnar Guðmundsson og Björgvin Gunnar Björgvinsson, héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 2.210 krónur. HÖGNIHREKKVÍSI f/þ£TTA £K 8TÓ£GUhJ-EKK! HUSLBIT. " STJÖRNUSPÁ eltir Frances Orake VOG Afmælisbam dagsins: Þú hefur hæfíleika, sem nýtast þér vel á sviði tæknivæðingar. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Mikilvægt skjal, sem þú talir vera týnt, kemur í leitirnar heima í dag. Þróun mála í vinnunni verður þér sérlega hagstæð. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú átt erfitt með að gera upp hug þinn varðandi vandamál innan fjölskyldunnar, en með góðu samráði ástvina finnst rétta svarið. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú kemur miklu í verk heima í dag og nýtur stuðnings fjöl- skyldunnar. Þegar kvöldar bíður þín svo ánægjuleg af- þreying. Krabbi (21. júnf — 22. júlf) HB6 Þér berst áhugavert tiiboð, sem þó þarfnast yfírvegunar áður en þú tekur þvl. Njóttu kvöldsins með vinum og ást- vini. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Farðu að öllu með gát ef þú þarft að lagfæra eitthvað á heimilinu f dag. Ef til vill væri betra að leita ráða hjá sérfræðingi. Meyja (23. ágúst - 22. september) Láttu ekki vinina trufla einka- lífið í dag. Ástvinur þarfnast uinhyggju þinnar og hugui- semi. Ferðalag er í burðarliðn- um. Vog (23. sept. - 22. október) Með góðum stuðningi vina og ættingja tekst þér að ná hag- stæðum samningum um fjár- málin í dag, og getur slakað á í kvöld. Sporðdreki (23. okt. -21.nóvember) Þú ættir að láta innkaupin eiga sig í dag og ieita leiða til að bæta stöðu þína f vinn- unni. Góð sambönd reynast þér vel. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Láttu það ekki raska ró þinni þótt vinur mæti of seint til áríðandi fundar í dag. Þér tekst engu að síður það sem þú ætlaðir þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Mikið er um að vera í félags- lifinu í dag, en gættu þess að hafa hemil á eyðslunni. Njóttu svo hvíldar heima þegar kvöldar. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðk Þér gefst i dag tími til að heimsækja ættingja, sem þú hefur ekki séð lengi. Starfs- félagi reynist þér vel í mikil- vægu máli. Fiskar (19.febrúar-20. mars) !£* Langvarandi deilur þínar við þrasgjaman ættingja leysast farsællega í dag, og einhugur ríkir á ný innan íjölskyldunnar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Með Kínaklúbbi t<i PERÚ Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í 24 daga langt ferðalag til Perú, en ferðin hefst þann 21. nóv. með því að flogið verður til Lima via New York. Síðan verður ferðast til Cuzco, Machu Picchu, Juliaca, Titicacavatnsins, Arequipa, Nazca, Ica og Paracas. Eftir að Perúferðinni lýkur, er hægt að dvelja nokkra daga í New York, áður en haldið haidið er heim. Verð á mann, fyrir þessa fróðleiks- og skemmtiför til Perú (vorhiti þar) er 275 þús. Upplýsingar gefur Unnur Guðjónsdóttir í síma 551 2596. WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róor gólfin nidur! PP &co Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640'568 6100 Gömlu dansarnir í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 - sími: 581 4511 Laugardaginn 12. október kl. 21.00 Danshljómsveit Félags harmoníkuunnenda Hljómsveit Garðars Jóhannessonar Hljómsveit Braga Hlíðberg Hljómsveit Guðmundar Samúelssonar Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar ásamt Kolbrúnu Sveinbjörnsdóttur FIMt veCíœmnir F.H.U.R. F.H.U.R. KolanMtið O Eldgosamatar og gardfoegg ÍVörur frá býli til borgar - Eyfirsk gæðaegg ■ Frá Býli til borgar - nýi sölubásinn sló í gegn aðra helgina í röð. Eyfírsku . gæðaegginn "rúlluðu" út og einnig piparkökumar, íslenska kryddið frá Pottagöldrum og eldgosamaturinn undarlegi (sjálfupphitandi dósamatur fyrir _« ferðamenn). - sífellt aukið við úrvalið af gæðavörum frá býli til borgar .0 Sprenqitilbod ó ýsuflökum g Glænýrlaxagóðverðiognýogljúfengsíld I " Fiskbúðm okkar er með tilboð á ýsuflökum, þu kaupir eittt kíló og færð B . annan ffítt. Einnig verður boðið upp á glænýja smálúðu, nýja rauðsprettu, Trjónufisk, Gulllax, Skötusel, nýjan lax og kæsta og saltaða skötu. Ekki má | > heldur gjpyma vinsælu fiskibollunum, fiskibökunum og fiskiréttunum. 0 Rayktir svidakjammar Hrossasaltkjöt, dilkasaltkjöt og folaldasaltkjöt Benni kynnir reykt svið í fyrsta skipti um þessa helgi. Hann er líka með nýtt lambakjöt, saltkjöt á úrvalsverði, hangilærin góðu, áleggið ljúfa, ostafylltu lambaírampartana, gómsætu hangibögglana og úrval af annarri kjötvöru á sannkölluðu Kolaportsverði. Hagkvæm kjötkaup hjá Benna. KOLAPORTIÐ Sœtir sófar d óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogi-simi 564 1475 Opið mán,- fös. 10-18, lau. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.