Morgunblaðið - 24.10.1996, Page 33

Morgunblaðið - 24.10.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ I > > > > > I | I I ) I f B 5 I ; j f I i AÐSEIMDAR GREINAR Aðvörun á elleftu stundu Vegna ætlaðrar sameiningar LH og hestaíþróttadeildarinnar ÞRATT fyrir að ég hafði hugsað mér að blanda mér ekki frekar í umræður um fram- kvæmd félagsmála hestamanna en orðið er, er nú svo komið að ég vil ekki sitja þegj- andi hjá þegar fram- undan er ársþing landssambandsins, þar sem mér skilst að lögð verði fram tillaga um að leggja það niður og sameina það hesta- íþróttadeildinni og þannig færu þessi tvö sambönd sameinuð eftirleiðis með heildar- málefni hestamanna í landinu. Það setur að mér ugg og mér finnst að ef af verður sé hinn al- menni félagsmaður einstakra fé- laga og landssambandsins í heild Öll félagsmálastarfsemi, segir Grímur Gíslason, byggist á mikilli og virkri þátttöku. að selja frumburðarrétt sinn, þann að hafa jafnréttisaðstöðu til þess að hafa áhrif á afgreiðslu og fram- gang mála. Eg tek það skýrt fram að ég met mikils ötult og fórnfúst starf frammámanna í hestaíþróttum og viðurkenni þá staðreynd að íþrótta- stefnan hefir, í vaxandi mæli, sett svip sinn á samkomur og mót hesta- manna undanfarin ár. Samhliða þessu er mjög kvartað yfir minnk- andi áhuga almennings að sækja hestamannamótin og vera virkur í framkvæmd þeirra. Einfaldlega er þetta talin afleiðing þess að hinn almenni leikmaður í hestamennsk- unni telur sig ekki eiga þar heima því „fagmennirnir" séu að verða allsráðandi á mótunum, hirði öll verðlaun og hafi ýmiskonar ráð til þess að koma með þrautþjálfaða hesta sína til keppni, svo fyrirsjáan- legt sé hvernig muni fara. Ekki má taka þessi orð min svo að ég sé að deila á fagmennskuna í hestamennskunni því að ég dáist að þeim mönnum sem standa þar í framvarðarsveit. En afleiðing þessarar þróunar er bæði félagslega og fjármálalega neikvæð. Ég hefi raunar þegar gert grein fyrir hinu neikvæða í félagslega þættinum og mér sýnist að hið sama komi upp hvað fjármálahliðina snertir. 011 félagsmálastarfsemi byggist á mik- illi og virkri þátttöku og fram- kvæmd hestamannamótanna bygg- ist á því að þangað komi margt fólk og borgi sig inn. Það er engin von til þess að hestamannafélögin standi lengi að mótunum ef á þeim fer að verða uppsafnað tap. Þar hlýtur að gilda hinn sami dómur og fiskvinnslan í landinu stendur nú andspænis, tap- rekstri, sem enginn er tilbúinn að greiða. Alvarlega verða hestamenn í landinu, og þá fyrst og fremst fulltrúar þeirra á mál- þingum, þeir sem hafa ákvörðunarvaldið í höndum sér, að vara sig á að kalla ekki yfir sig að verða þrælar þunglamalegs kerfis sem lamar áhugann og skapar afskiptaleysi en það er hin versta pest í mannlegu samfélagi á hvaða sviði sem er. Það hljóta að vera áhugasömum hestaíþróttamönnum mikil vonbrigði, og jafnvel sárindi, að almenningur skuli ekki hafa áhuga á að koma á sýningar þeirra. Það er staðreynd, sem er afger- andi, og má ekki ganga út yfir hestamannamótin almennt. Það yrði óbætanlegt tap. Fólki þykir sem íþróttasýningarnar séu lang- dregnar og ekki spennandio þar sem takmarkið er, fyrst og fremst, að sjá skilyrðislausa hlýðni hestsins. Landssamband hestamannafé- laga hefir nú starfað í fast að hálfri öld. Á þeim tíma sem sambandið var stofnað var hestamennskan í landinu í mikilli lægð og vélvæðing- in var nálægt því að ganga af henni dauðri. Nokkrum eldhugum tókst að snúa dæminu við og tendra hestamennskuna á ný. Ómetanlegt starf hefir unnist eins og öllum al- menningi er kunnugt, bæði í hrossa- rækt og hestamennsku. Það kannski má ekki segja það en hvor tveggju þættimir eru í nokkurri hættu fyrir því að verða „kerfmu“ að bráð, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Það hvarflar að mér að boginn sé að verða of spenntur. Strengurinn of þaninn. Til þess eru þessi orð sett á blað, fyrst og fremst, að væntanlegt árs- þing hestamanna flani ekki að ör- lagaríkum breytingum á félags- málakerfi hestamanna í landinu. Hvernig væri að bíða aðeins og sjá hvernig breytingin á framkvæmd hestamannamótanna verður í fram- kvæmd? Það þarf mikið íjármagn til þess að framkvæma landsmót í annaðhvert ár og spurningin er hvort almenningur í landinu er til- búinn að leggja það fram. Höfundur er fv. bóndi ognú fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi. ***/*'■* FLÍSAR m úmv ll! !?l II-Ll1* * Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími S67 4844 Grímur Gíslason FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 33 "i oPÞilHlKiN í þvottavélunum frá Þýskar úrvals vélar eins og þær gerast bestar - búnar framtíðartækni. 8 gerðir: 5 kg - ullarvagga - 40° Biokerfi - 800 - 1000 - 1200 og 1400 snúninga vélar. Sumar búnar Digitronic-stýrikerfi. Áfangavinding, rafeindastýrðir mótorar o.fl., o.fl. Verð frá aðeins kr. 56.905 stgr. Blomberq hefur réttu lausnina fyrir þig Einar Farertveit & Co. hf Borgartúni 28 • Símí 562 290 I og 562 2900 menswear Hausttilboð á jakkafötum IVIilcið úrval af Jakliafötum fyrir árshátíðir og fínni tilefní. 15 - 25% afsláttur ■ CkQS'Cy 's &>r*>fa.KY+ VfcK. GfLu All Saints Limehouse Jakkaföt fra 3.300 Jakkafatastærðir: 46-60,102-110, 25-27. G ^ Skyrtustærðir: 14 1/2-20 Opið alla laugardaga kl.10.00-16.00 Laugavegi, s. 511 1717, Kringlunni, s. 568 9017 Brandtex vörur Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Stóra skriðdýrasýningin e'íwmm Síðasta sýningarvika Lifandi hitabeltisdýr: Fjölbreytt safn af óvenjulegum, lifandi dýrum úr öll- um heims- hornum Miöaverö: Börn kr. 500 Fullorðnir kr. 600 JL-Húsiö v/Hringbraut 2.hæð, 1000 m2 sýningarsalur 5. - 27. október. Opiö virka daga kl. 12-20; laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-19 Risasnákar, eitursnákar, eðlur, skjaldbökur, sporðdrekar, kóngulær o.s.frv. Hitabeltisfíörildí í hundraðatali Upplýsingar gefur Gula línan - sími 562-6262

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.