Morgunblaðið - 26.10.1996, Side 13

Morgunblaðið - 26.10.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 13 LANDIÐ ÞÁTTTAKENDUR á haustfundi atvinnuráðgjafa. Atvinnuráðgjafar funda Egilsstöðuin - Haustfundur at- vinnuráðgjafa var haldinn á Hótel Svartaskógi í Jökulsár- hlíð. Á fundinn mættu atvinnur- áðgjafar víða af landinu og full- trúar Byggðastofnunar. Aðalfyrirlesari fundarins var Jorgen Hedevang, danskur ráð- gjafi frá Háskólanum í Álaborg. Hann fjallaði um hvernig meta skuli viðskiptahugmyndir og nýjar vörur og hvaða aðferðum skuli beita við að gera vöru markaðshæfa. Valtýr Sigur- bjarnarson, forstöðumaður Byggðastofnunar á Akureyri, talaði um stuðnings- og sam- ræmingarhlutverk Byggða- stofnunar vegna atvinnuráð- gjafa og árangursmat þar um. Bjarni Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, flutti skýrslu frá fundi atvinnuráðgjafa í Evrópu og sagði frá erlendum samskipt- um en íslenskir atvinnuráðgjaf- ar eru aðilar að evrópsku ráð- gjafaneti, RTAC, Regional Tec- hnology Advisory Center. Ein- ingar innan RTAC eru misstór- ar og starfa í öllum löndum inn- an EES. fsland hefur verið aðili að þessu neti síðan 1994. Að auki voru rædd ýmis innri mál- efni ráðgjafanna. Fundurinn stóð yfir í tvo daga og honum lauk með heimsókn í fyrirtæki á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson NEMENDURNIR með hjálmana á höfðinu eftir afhendinguna. Sex ára bömum gefnir hjálmar Vogum - Lionsklúbburinn Keil- ir og Lakkhúsið gáfu nýlega öllum nemendum í 1. bekk Stóru-Vogaskóla hjólahjálma. Kjartan Hilmisson, formaður Keilis, segir að fólk geri sér sí- fellt meiri grein fyrir hvað hjálmur er mikið öryggi og þess vegna hafí Lionsmenn ákveðið að gefa einum aldurshópi barna hjálma, alls 16 börnum. Að sögn Kjartans voru það ánægð börn sem veittu hjálmun- um viðtöku og þau sýndu mikið þakklæti og sungu nokkur lög fyrir félagsmenn í þakklætis- skyni. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir KA opnar fjórar mynd- bandaleigur FJÓRAR myndbandaleigur hefja starfsemi hjá KÁ á Suðurlandi í dag. Leigurnar eru allar í bensínstöðv- um Essó, í Fossnesti á Selfossi, á Hvolsvelli, í Víkurskála í Vík í Mýrdal og í Skaftárskála á Kirkju- bæjarklaustri. Myndbandaleigurnar eru eitt af þeim skrefum sem tekin verða á næstunni í þá átt að auka vöruval á bensínstöðvunum. Leigurnar eru reknar i samstarfi við Vídeóhöllina í Reykjavík sem sendir nýjustu spólurnar í hverri viku þannig að stöðug endurnýjun verður á spólum. Um nýjung er að ræða á þessum bensínstöðvum og í tilefni af því munu þær verða með ýmis tilboð til viðskiptavina á opnunardaginn og á næstu vikum. I bensínskála Essó í Goðahrauni í Vestmannaeyj- um hefur KÁ rekið myndbandaleigu og mun hún koma inn í samstarfið við Vídeóhöllina frá 1. nóvember. Hvolsvelli - Fyrirtæki á Hvols- velli og nágrenni tóku myndar- lega á móti forseta íslands Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann kom ásamt konu sinni, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, í stutta heimsókn til Hvolsvallar vegna átaksins „íslenskt, já takk!“. Fyrirtækin sýndu brot af fram- leiðsluvöru sinni á sýningu í fé- lagsheimilinu Hvoli. Var það allt frá dýrafóðri og skeifum að fín- gerðasta handverki ætluðu ferða- mönnum. Atvinnumálanefnd Hvolsvallar stóð fyrir kynningunni og má segja að það hafi vakið sérstaka athygli hversu mörg ný fyrirtæki voru með í þessari kynningu. Fjölmörg ný fyrirtæki hafa sprottið upp á Hvolsvelli eftir að Kaupfélag Rangæinga sameinað- ist KÁ. Morgunblaðið/St«inunn Ósk Kolbeinsdóttir FORSETAHJÓNIN heiðruðu sýninguna „íslenskt, játakk!" með nærveru sinni. BERGLIND OG FRÍÐA MYNDASMIÐJA ANTIK jr r STORUTSALA 20-60% AFSLÁTTUR AÐEINS UM HELGINA OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-16 OG SUNNUDAG KL. 12-16 TROÐFULL VERSLUN AF HÚSGÖGNUM, POSTULÍNI OG GJAFAVÖRU Heitt kaffi á könnunni BOEG AÐALSTRÆTI 6 SÍMI 552 4211 Stærsta antikverslun landsins ATH: VANTAR MÁLVERK I SOLU! Fjölbreytt fram- leiðsla á Hvolsvelli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.