Morgunblaðið - 26.10.1996, Qupperneq 33
!-
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 33
>
I
I
I
I
I
I
I
I
J
I
I
s
I
1
I
i
I
I
I
I
AÐSENDAR GREINAR
Geðheilbrigðismál í Noregi
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA fyrir
einstaklinga með geðræn vandamál
er að öllu jöfnu mjög vel skipulögð
í Noregi. Allir sjúklingar sem leita
til sjúkrahúsa og göngudeilda í
Noregi eiga kröfu á að fá meðferð
innan sex mánaða. Geðsjúkrahús
eru í öllum sýslum landsins og
göngudeildir sem meðhöndla geð-
ræn vandamál eru við öll sýslu-
sjúkrahús í landinu. Sýslusjúkrahús
eru venjulega staðsett í stærstu
bæjum sýslanna. í óstford sýslu
þar sem greinarhöfundur býr, eru
5 sýslusjúkrahús með göngudeildir
sem meðhöndla geðræn vandamál.
Hver einstök göngudeild veitir fleiri
bæjar- og sveitarfélögum þjónustu
í geðheilbrigðismálum. Geðlæknar,
sérfræðingar, félagsráðgjafar og
geðhjúkrunarfræðingar starfa að
sjálfsögðu bæði við geðsjúkrahúsin
og göngudeildirnar. Flestir sem
leita til göngudeilda fá meðferð eins
lengi og þeir hafa þörf á. Á göngu-
deildum í Ósló er þjónustan þó oft-
ast tímabundin vegna þess að bið-
listar eru þar langir, og á sumum
göngudeildum fær hver einstakling-
ur aðeins tíu tíma í allt. Allflest
bæjar- og sveitarfélög
í Noregi hafa ráðið
geðhjúkrunarfræð-
inga. Starf þeirra er í
því fólgið að hafa
reglulegt samband við
og fylgjast með geð-
heilsu allra krónískra
geðsjúklinga í bæjar-
og sveitarfélaginu.
Hjúkrunarfræðingam-
ir sjá um að sjúkling-
arnir taki lyf sín reglu-
lega, að þeir verði lagð-
ir inn á geðsjúkrahús
ef nauðsyn er á og að
þeir hafi eitthvað við
að vera í tómstundum
sínum. Ríkisstjórnin hefur veitt
stórar fjárhæðir á síðustu ámm til
að byggja upp slíka þjónustu í bæj-
um og sveitarfélögum um allt land.
Sjúklingar sem útskrifast frá
geðsjúkrahúsum fá annað hvort
meðferð á göngudeild á sínu svæði,
eða að geðhjúkrunarfræðingur á
svæðinu veitir þeim nauðsynlega
þjónustu. Allmargir stærri bæja
Noregs hafa einnig ráðið sálfræð-
inga í sína þjónustu. Þeir starfa
oftast við heilsuvernd-
arstöðvár, í náinni
samvinnu við lækna og
hjúkrunarfræðinga
stöðvarinnar.
Það sem einkennir
heilbrigðismál í Noregi
um þessar mundir er
að núverandi ríkis-
stjórn leggur mikla
áherslu á að öll heil-
brigðisþjónusta í Nor-
egi eigi að vera skipu-
lögð, henni stýrt, og
hún rekin af hinu opin-
bera. Sjálfstætt starf-
andi geðlæknar og sál-
fræðingar sem hófu
störf fyrir 1994 fengu hluta af sínu
lifibrauði greitt af sýslunni þar sem
þeir höfðu starfsemi. Sjúklingar
sem leituðu til þeirra þurftu þess
vegna einungis að greiða hluta af
kostnaði meðferðarinnar. Sjálfstætt
starfandi geðlæknar og sálfræðing-
ar voru fram að þeim tíma hálfopin-
berir starfsmenn og sjúklingar gátu
sjálfir valið á milli meðferðar á
göngudeild á sýslusjúkrahúsi eða
hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum
Fjölmargir verða
öryrkjar, segir Norma
Mooney, vegna geð-
rænna vandamála.
og sálfræðingum. Sjúklingar sem
leita til sjálfstætt starfandi geð-
lækna og sálfræðinga sem hófu
störf eftir 1994, þurfa hinsvegar
að greiða allan kostnað við meðferð-
ina sjálfir.
Þrátt fyrir að heilbrigðisþjónust-
an í Noregi sé vel skipulögð, verða
25.000 Norðmenn öryrkjar árlega.
Komið hefur í ljós að 14% fleiri
íbúar landsins hafa orðið öryrkjar
vegna geðrænna vandamála eftir
1994 en fyrir þann tíma. Að öllum
líkindum hefur niðurskurður til
sjálfstætt starfandi geðlækna og
sálfræðinga valdið þessu. Færri
hafa nú efni á að fara í meðferð
hjá sjálfstætt starfandi sérfræð-
ingum en áður. Það hefur einnig
komið í ljós að allmörg sjúkrahús
eiga í vandræðum með að standa
Norma Mooney
við skuldbindingar sínar um að
hefja meðferð innan 6 mánaða.
Biðlistar eru langir á mörgum
göngudeildum og fleiri hundruð
manna bíða oft eftir að fá með-
höndlun.
Ríkisstjórnin reynir um þessar
mundir að koma með tillögur til að
ráða bót á þessu. Ein af tillögunum
er fólgin í því að sjúkrahúsin fái
greiðslur fyrir hvern sjúkling sem
þau meðhöndla. Þetta er gert til
að örva sjúkrahúsin til að með-
höndla fleiri sjúklinga árlega en nú
er raunin.
Norska ríkisstjórnin kemur með
nýja tillögu um skipulag geðheil-
brigðismála í Noregi á næsta ári.
Stjórnin hefur verið þögul sem gröf-
in um innihald tillögunnar. Flestir
búast hins vegar við að ábyrgð á
meðferð geðrænna vandamála verði
yfirfærð á bæjar- og sveitarfélögin
í stað sýslunnar eins og nú er. Það
sama hefur gerst í málum vangef-
inna og aldraðra. Hætta er á að
heilbrigðisþjónustan verði lélegri en
áður, þar sem erfitt er að fá geð-
lækna og sálfræðinga til að starfa
á minni stöðum. Þegar grein þessi
var skrifuð voru 300-400 sálfræð-
ingastöður lausar í Noregi.
Höfundur er geðlæknir og starfar
í Noregi.
ErSSH
peningasóun?
Einar Sigurður P.
Sveinbjörnsson Sigmundsson
AÐALFUNDUR
Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu
(SSH) var haldinn 19.
október síðastliðinn. Þar
var m.a. lögð fram
skýrsla nefndar um end-
urskoðun samtakanna.
Að okkar mati tók
nefndin ekki á kjama
málsins, þ.e. hvort það
sé raunverulegur vilji
fyrir því meðal sveitar-
félaganna að efla þenn-
an samstarfsvettvang.
Nefndin lagði ekki fram
neina framtíðarsýn fyrir
SSH, tillögur hennar
miðuðust fremur að því
að draga enn frekar úr
starfseminni, sbr. að lagt var til að
leggja niður Atvinnumálanefnd SSH
og ijúfa tengsl við Ferðamálasamtök
höfuðborgarsvæðisins. Staðreyndin er
sú að dregið hefur úr verkefnum SSH
undanfarin misseri á sama tíma og
sveitarfélögin hafa verið að auka sam-
starf sín á milli án atbeina SSH.
Áhugi sveitarfélaganna á þessum
samstarfsvettvangi virðist ekki vera
mikill, enda var aðalfundurinn fá-
mennur.
Það er ábyrgðarhluti að
eyða 10 milljónum af
almannafé á ári, segja
Einar Svembjörnsson
og Sigurður P. Sig-
mundsson, í starfsemi
sem þjónar takmörkuð-
um tilgangi.
Til hvers er SSH og hvernig vilja
menn nýta þennan samstarfsvett-
vang? Af hveiju samþykkti Atvinnu-
málanefnd SSH á sínum fyrsta og
eina fundi á starfsárinu tillögu þess
efnis að leggja nefndina niður? Var
það vegna þess að atvinnumál eru
svo veigalítill málaflokkur mitt í öllu
atvinnuleysinu eða var það vegna
þess að nefndarmenn vilja frekar
vinna saman undir öðrum formerkj-
um? Þegar svona er komið er ekki
óeðlilegt að menn spyiji sig að því
hvort réttlætanlegt sé að eyða 10
miilj.kr. á ári í skrifstofuhald til að
sinna örfáum málaflokkum. Því var
það að framsóknarmenn í Garðabæ
lögðu fram tillögu á aðalfundinum
þess efnis að leggja bæri niður skrif-
stofuhald á vegum SSH frá og með
1. maí 1997. Allt tal um að nauðsyn-
legt sé að hafa fastan samastað fyr-
ir fundi og fastan starfsmann verður
að teljast heldur léttvægt. Augljóst
fyrirkomulag og miklu ódýrara er
að formaður hveiju sinni, en hann
er kosinn til eins árs í senn, leggi
til fundaraðstöðu í sínu bæjarfélagi.
Sama myndi eiga við þær fáu nefnd-
ir sem starfandi eru. Það þarf ekki
framkvæmdastjóra í fullu starfi til
að sjá um fundarboð og rita fundar-
gerðir. Bæjarskrifstofumar gætu
örugglega sinnt þeim málum ef á
þyrfti að halda.
Okkar skoðun er sú að sveitar-
stjómarmönnum, sem og öðrum sem
fara með almannafé, beri skylda til
að nýta það með markvissum hætti.
Við leyfum okkur að skora á sveitar-
félögin á höfuðborgarevæðinu að gera
upp hug sinn varðandi starfsemi SSH.
Það er ábyrgðarhluti að eyða 10 millj.
kr. af almannafé á ári hveiju í starf-
semi sem þjónar takmörkuðum til-
gangi. Við höfum mikinn áhuga á
auknu samstarfi sveitarfélaga á suð-
vesturhominu. Fjölmörg verkefni má
leysa á sameiginlegum vettvangi og
spara þannig fjármuni án þess að það
komi niður á þjónustunni. Slíkt sam-
starf þarf hins vegar að vera í takt
við tímann - allt hálfkák dregur úr
tilætluðum árangri.
Einar er bæjarfulltrúi og Sigurður
er varabæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins í Garðabæ.
ISLENSKT MAT
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
872. þáttur
ORÐASAMBANDIÐ að vinna
með dugir ekki með þolfalli, en
er auðvitað jafnsjálfsagt með
þágufalli. Við vinnum oft með
einhveijum öðrum.
Hitt, að „vinna með eitthvað,
einhvern" heyrist því miður oft
um þessar mundir og sést á
prenti. Þetta virðist merkja að
fást við, vinna að, annast um
og jafnvel nota.
Umsjónarmanni þykir jaðra
við mannfyrirlitningu, þegar tal-
að er um að „vinna með fólk“.
Nú eru, held ég, orðin til umönn-
unarfræði, og önnun er auðvitað
leitt af sögninni að annast. Menn
gætu því með góðu móti annast
um sjúklinga og aðra sem
umönnunar þarfnast, en ekki
„unnið með þá“, eins og einhvers
konar hluti. Ég gat unnið með
nemendum mínum, ef svo bar
undir, en mér hefði aldrei hug-
kvæmst að „vinna með þá“. Böm
vinna auk heldur ekki með liti,
en þau nota þá stundum eða
hafa þá öllu heldur sér að leik
og skapandi gleði.
Ég veit ekki hversu mjög orða-
sambandið að „vinna með eitt-
hvað, einhvern“ er til komið
vegna áhrifa frá dönsku eða
ensku. í þeim tungum verður
ekki lengur munur á þolfalli og
þágufalli. Með hjálp frá íslenskri
málstöð fékk ég mörg dæmi um
að „arbejde med“ á dönsku og
hvemig þau eru þýdd á ensku.
Þau dæmi virðast flest fela í sér
það sem við gætum kallað að
fást við, glíma við, vinna með
einhverju (verkfæri). Ekki hafa
fundist dæmi um að „arbejde
med nogen“. Best er því að láta
liggja milli hluta í bili, að hve
miklu leyti margnefnt orðasam-
band er heimatilbúin smekk-
leysa.
Niðurstaða: Fellum alveg það
tal að „vinna með eitthvað, ein-
hvern“. Höldum áfram að annast
um, fást við, vinna að og nota.
Umsjónarmaður fæst við ís-
lenskt mál og vinnur að þáttum
um það, en honum dettur ekki í
hug að „vinna með það“.
[Þegar þetta var nýskrifað, sá
ég mér til raunar hér í blaðinu
(6. okt.): „Þeir sem vinna með
unglinga velta fyrir sér hvort
rétt verði gefið.“]
Ef umsjónarmaður fellur ekki
í ómegin og er með vitund, þá
er hann auðvitað ekki meðvit-
undarlaus. Það jafngildir ekki því
að hann sé „meðvitaður" um eitt
eða neitt. Þetta orð bendir til
annars. „Meðvitaður“ og „ómeð-
vitaður", sem eiga víst að vera
lýsingarorð, svo og „meðvitað"
og „ómeðvitað“, sem eiga víst
að vera atviksorð, eru nú mörg-
um mönnum til ama og leiðinda.
Forskeytið með í þessum sam-
setningum gefur ranglega í skyn
að þarna sé um eitthvert sam-
band að ræða. Með hveijum er
ég „vitaður"? Við skulum vílqa
þessu til hliðar.
Ég get gert ýmislegt viljandi
og vísvitandi, en ekki „meðvit-
að“ (nema kannski í samsæri),
og sömuleiðis væri ég vís til að
gera eitthvað óviljandi eða
ósjálfrátt, en ekki „ómeðvitað“.
Menn vita ýmislegt, og þeim er
það kunnugt og ljóst, en eru
ekki „meðvitaðir“ um neitt.
Bjöm S. Stefánsson í Reykja-
vík spyr um orðmyndir þær sem
notaðar eru að heiti á íbúum
Sauðárkróks, þ.e. Sauðkræk-
ingar eða Sauðkræklingar.
Björn spyr: „Geta íslenskufræð-
ingar gert upp á milli þessara
orðmynda?“
Umsjónarmaður getur þess
fyrst, að opinbert heiti íbúa
Sauðárkróks er Sauðkræking-
ar. Þetta staðfesti bæjarritari
kaupstaðarins. Svo leitaði ég í
orðabækur, og verða þá undarleg
tíðindi. Hvorug orðmyndin er í
Blöndal né Arna. í seðlasafni
Orðabókar Háskólans var ekkert
dæmi. Hvorugt orðið er í staf-
setningarorðabók próf. Halldórs
Halldórssonar. En leitið, og þér
munuð finna. I Réttritunar-
orðabók handa grunnskólum,
þeirri sem próf. Baldur Jónsson
sá um, eru báðar orðmyndirnar
og ekki gert upp á milli þeirra.
í vandræðum mínum leitaði
ég til Baldurs. Hann telur, frá
sjónarmiði orðmyndunar, að
Sauðkrækingar sé tækilegri
kostur. Hann vitnar í mörg sam-
anburðardæmi. Við segjum
Reykvíkingar, ekki *Reykvíkl-
ingar, Akureyringar, ekki
*Akureyrlingar, Hafnfirðingar,
ekki Hafnfirðlingar o.s.frv.
Sem sagt: Hið opinbera heiti,
Sauðkrækingar er betra en
Sauðkræklingar, þótt það hafi
tíðkast stundum áður.
Um það bii 1960 lærði Magnús
Óskarsson þessa vísu:
Kveð þú ei harmljóð, þótt hárkolla fjallsins
sé gránuð,
haustið er uppskerutími, eins og þú getur séð.
Um veginn fer kona, komin á síðasta mánuð,
og kannski ert þú faðir þess bams sem hún
gengur með.
Höfundur er okkur Magnúsi
ókunnur og nú biðjum við ykkur
liðsinnis.
Þegar við tölum um mörg og
sundurleit efni er stundum sagt
að við ræðum um alla heima og
geima. Málvitund okkar gerir
ekki ráð fyrir einum geimi, t.d.
aðeins þeim, sem er „fyrir utan
gufuhvolf jarðar“, enda bað sr.
Matthías guð sinn að „lífga geim-
ana“. Hvar hefst eða endar það
mikla gimald sem við köllum
geim eða geima? Einhverstaðar
úr gímaldinu geimur koma til
okkar orð í þráðlausan geim-
síma. Meðan jarðarbúar nota slík-
an geimsíma, er hann auðvitað
,jarðbundinn“ eins og notendum-
ir. Þeir ræða engu síður um alla
heima og geima í geimsíma sinn.
Engri nýlundu sætir að menn
hafi símtól í höndunum, og vilji
menn tala um geimsíma í kæru-
leysislegum tón með ívafi af niðr-
un, geta þeir svo sem reynt að
kalla hann „gemsa“, en það orð
merkir m.a. ómerkilegur maður.
Auk þess segja mér skilríkir
menn að „gemsi“ sé frátekið um
GMC-bíla sem séu miklu eldra
fyrirbæri en títtnefndur sími.