Morgunblaðið - 26.10.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 26.10.1996, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Aðgerðir gegn launamun kynja HJÁ Reykjavíkur- borg stöndum við á þröskuldi nýrra tíma. Um miðjan október kynnti borgarstjóri niðurstöður könnunar á launum karla og kvenna hjá Reykja- víkurborg sem sýna að konur fá 14% lægri laun en karlar eftir að búið er að jafna út áhrifin af mismunandi starfsaldri, starfsgrein og fleiri þáttum sem hafa áhrif á laun. Þessi niðurstaða er áþekk niðurstöðum annarra nýlegra kannana á launamun kynja hérlendis og er enn ein staðfesting þess hversu mjög hallar á konur á vinnumarkaðnum, hversu inngróið vanmatið á störfum þeirra er. Borgaryfírvöld vilja axla fulla ábyrgð á þessari stöðu. Um það ríkir samstaða. Það er frétt dags- ins, raunar stórfrétt. Fyrir borgar- ráði liggur tillaga um áætlun í fjór- um liðum til að minnka launamun milli kynja hjá Reykjavíkurborg. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðandi atvinnurekandi á íslenskum vinnu- markaði gengst við ábyrgð sinni á launamuninum og hyggst smíða sér vopn sem duga til að ráðast gegn honum. Að hefja verkið Hvaða vopn bíta? Hefur konum á vinnumarkaði ekki áður verið sagt að nú eigi að draga úr launa- muninum án þess að nokkuð hafi gerst? Hefur ekki umræðan um af hveiju hann stafar orðið svo flókin að enginn veit hvar hægt er að hefja verkið og þeir sem ábyrgðina bera hafa á meðan getað haldið sig við sitt heygarðshorn eins og ekk- ert hafí í skorist? Það er mikilvægt að átta sig á að launamunurinn verður til svotil alls staðar þar sem teknar eru ákvarðanir sem endanlega hafa áhrif á launin. Rætur hans geta því /erið margar í senn; hluti getur atafað af niðurröðun starfs í launa- flokk og hluti af aukagreiðslum, nismunandi bílastyrkjum eða ann- irs konar greiðslum. Því er engin * :in aðferð sem dugar, heldur verður að beita mörgum úrræðum í senn. Mestu skiptir að hefja verkið. Jijótast í gegnum þennan múr sem ir á milli orða og athafna. Finna eið upp þann þrítuga hamar sem aunamunurinn er og stíga síðan kref fyrir skref. Við sem höfum verið að skoða þessi mál innan borgarkerf- isins teljum okkur hafa fundið leið. Kjarasamningar og starfsáætlanir I launakönnuninni sést að sú áhersla á hækkun launa fyrir lágt launuð kvennastörf, sem borgarstjóri lagði við kjarasamningana vorið 1995, skilaði mælanlegum árangri. Dagvinnulaun kvenna hækkuðu úr 91% af dagvinnulaunum karla í mars 1995 upp í 93% sjö mánuðum síðar. Launakönnunin sýnir líka að hægt er að ganga lengra á þessari braut. Fyrsti liður- inn í áætluninni um að minnka launamun kynja hjá borginni er því að vinna áfram á sama grundvelli í komandi kjarasamningum. Sjálft launákerfið hjá Reykj avíkurborg, segir Hildur Jónsdóttir, er úr sér gengið. Um næstu mánaðamót hefst vinna borgarstofnana að starfs- áætlunum í jafnréttismálum. Með þeim höfum við smiðað okkur tæki til að glíma við launamun sem kann að vera innan hverrar borgarstofn- unar. í starfsáætlunum á að gera grein fyrir því, lið fyrir lið, hvernig þær hyggjast ná markmiðum jafn- réttisáætlunar Reykj avíkurborgar sem borgarráð samþykkti 7. maí sl. Eitt hið veigamesta er markmið- ið um launajafnrétti og að kynjum skuli ekki mismunað við neinar ákvarðanir sem varða kjör. Liður í þessari vinnu er að kortleggja launamuninn innan hverrar stofn- unar, setja sér markmið til árs í senn um hve hratt er unnt að draga úr honum og gera grein fyrir því hvernig það verði gert. Með því að greina launamuninn innan hverrar stofnunar í þessu návígi og hvar hann hefur orðið til má einnig koma auga á til hvaða úrræða verður að grípa. Eðli málsins samkvæmt geta þau verið margskonar. Við sjáum í launakönnuninni að skráning yfir- vinnu, svo dæmi sé tekið, er mis- munandi eftir kynjum og að stór hluti launamunarins myndast þar. Því verða borgarstofnanir að skrá Hildur Jónsdóttir RRA n/Fl TIR Margar gerðir. raunverulegan vinnutíma til að geta svarað því hvort launamunur sem mælist milli kynja af þessu rótum sé eðlilegur. Launamyndun á nýjum grunni Þó að við getum jafnað launa- muninn innan hverrar borgarstofn- unar í áföngum þá vitum við að vandinn er þar með ekki leystur. Vinnumarkaðurinn er svo rækilega kynskiptur að starfsgreinar eru að miklu leyti skipaðar öðru kyninu eingöngu. Málasviðið sem starfað er á ræður hlutfalli kynja á viðkom- andi stofnunum — og launastiginu. Innan stofnana á menningar-, fé- lags- og dagvistarsviðinu, þar sem konur eru í miklum meirihluta, eru laun einfaldlega lægri en innan stofnana á tækni- og framkvæmda- sviði, karlasviðinu. Þess vegna þarf líka að skoða launamun milli stofn- ana og finna leiðir til að draga úr honum. Áætlunin gerir ráð fyrir að þetta verði hlutverk jafnréttis- nefndar ásamt starfsmannastjóra og jafnréttisráðgjafa sem geri til- lögur um úrræði innan árs. Við vit- um að svokallaðir kvennapottar hafa á hinum Norðurlöndunum reynst vel til að minnka launamun af þessari tegund og mun jafnréttis- nefndin skoða vandlega hvort sú leið henti við okkar aðstæður. Loks ber að nefna að sjálft launa- kerfið hjá Reykjavíkurborg eins og hjá fleiri aðilum er úr sér gengið. Það grundvallast ekki á þeirri hugs- un að greiða beri konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf, en þá skyldu leggja jafnréttislög atvinnurekendum á herðar án tillits til þess eftir hvaða kjarasamningum launþegarnir taka laun. í áætluninni er kveðið á um að leggja beri nýjan grunn að launa- mynduninni sem feli í sér að laun séu í samræmi við hlutlaust mat á verðmæti starfa, óháð því hvort kynið er í meirihluta innan starfs- greinarinnar. Segja má að Reykja- víkurborg sé þegar farin að feta sig eftir þessari braut, því hún tekur þátt í tilraunaverkefni um starfsmat ásamt félagsmálaráðuneytinu og hefur samþykkt bókanir í kjara- samningum við nokkur stéttarfélög sem fela í sér að þessi aðferð verði skoðuð. Fordæmi Reykjavíkurborgar Með þessari áætlun skipar Reykjavíkurborg sér í fremstu röð hvað það varðar að grípa til að- gerða til að draga úr launamun kynja. Árangurinn er ekki gull- tryggður. Hann næst ekki með ein- um kraftbeitingarhnykk og hann næst ekki í eitt skipti fyrir öll. Verkefnið er vandasamt og við get- um ekki gengið í smiðju reynslunn- ar til annarra sem þekkja aðstæður á íslenskum vinnumarkaði einfald- lega af því aðrir hafa ekki sett sér sambærilegt markmið. Mikið mun reyna á forstöðumenn borgarstofn- ana, starfsmannahald borgarinnar og á jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar sem á að gegna stóru hlut- verki við þessa vinnu. Þessir aðilar hafa fundið fyrir afdráttarlausum og einlægum stuðningi borgaryfir- valda til þessa verks — og hann er til alls fyrstur. Það er von mín að það þor og einhugur sem borgaryf- irvöld sýna í þessu máli megi verða öðrum á vinnumarkaðnum hvatning til að fylgja fordæmi Reykjavíkur- borgar og láta verkin taía. Höfundur erjafnréttisráðgjafi Reykja víkurborgar. Cellulite eða appelsínuhúð UNDIRRITUÐ var stödd í snyrtivöru- verslun í Reykjavík í þessum mánuði og varð vitni að því þegar afgreiðslustúlka versl- unarinnar var að selja krem frá virtum snyrtivöruframleið- anda sem að sögn hennar myndi losa hana við óvelkomna „lærapoka" og hreinsa út eiturefni úr vöðvun- um! Konur vilja ólmar stytta sér leið í átt að grönnum líkama og þess vegna eru fram- leidd ógrynnin öll af skyndilausnum sem ekki virka, en margar virðast tilbúnar að borga fyrir og prófa í þeirri trú og von um að það beri árangur. Hér eru skilaboð undirritaðrar til allra Fegrunarmarkaðurinn, * segir Agústa Johnson, hefur haldið þráhyggj- unni gangandi. þeirra kvenna sem hafa eytt stórfé í krem, bursta, gel o.fl. til að öðl- ast læri með lágmarks fitu og sléttri húð. Hvað er cellulite/appelsínuhúð? Klíptu i lærið með tveim fingr- um. Ef húðin kiprast saman í hol- ótt og ójafnt yfirborð sem líkist appelsínuhúð, ert þú með cellulite! Það þýðir að þú ert ósköp eðlileg kona. Þú hefur heyrt ýmislegt og munt heyra margt en hér eru loka- orðin um málefnið: Það er visinda- lega sannað að cellulite er ekki til. Það var búið til og er einfald- lega sölubrella. Cellulite er ekkert annað en ósköp venjuleg fita. Verstu svæðin eru efri hluti læra og oft er þá talað um lærapoka. Nafnið lærapokar bendir til þess að þetta séu óæskilegir pokar sem ekki eiga að vera, en sannleikurinn er sá að fyrir flestar konur er eina leiðin til að losna við pokana að falla í versta stig lystarstols (anorexia nervosa). Heilbrigðþjálf- un og rétt mataræði hjálpa auðvit- að mikið til en oft ekki nóg til að losna algjörlega við þessa appels- ínuhúð. Vísindalegar sannanir eru nú fyrir því að appelsínuhúð myndast þegar net bandvefstrefja, sem liggja á milli vöðva og húðar, deildaskipta fitunni eins og að vatt- era teppi. Því meiri sem fyllingin er því ójafnari verður áferðin. En jafnvel örþunnt lag getur einnig verið ójafnt. Ástæðan fyrir því að sumar kon- ur og flestir karlmenn fá ekki app- elsínuhúð, jafnvel þó að þau bæti á sig fitu má rekja til ákveðinna litninga sem valda mismun í upp- byggingu og staðsetningu band- vefstrefjanna. Karlmenn hafa að auki þykkari húð sem felur ójafna fitu undir yfirborðinu. Þrátt fyrir þá stað- reynd að appelsínuhúð er arfgeng, hafa konur reynt flestallt til að losna við appelsínu- húðina síðan árið 1973 þegar frönsk kona nokkur nefndi þessa fítu í bók sinni sem hún gaf út í Bandaríkj- unum: Cellulite - Those Lumps, Bumps and Bulges You Co- uldn’t Lose Before. Fegrunarmarkaðurinn hefur haldið þráhyggj- unni gangandi og snýst nú allt um skyndikúra, vafninga, krem, nudd, rafmagnsbylgjur, pill- ur og hylki af ýmsu tagi og fleira, eða það sem kalla má „óskhyggju". Draumakrem Skyndimeðalið sem er ríkjandi á markaðnum í dag, til að losna við appelsínuhúð, fæst í túpum og krukkum. Skyndilega framleiða öll snyrtivörufyrirtæki undir sólinni krem eða gel. Það er aðeins hægt að gera sér í hugarlund milljarðana sem þessi fyrirtæki velta á sölu þessara krema! Könnun var gerð nýlega þar sem óeinkennisklætt fólk var sent til að spyija nokkurra spurninga í snyrtivöruverslunum í Bandaríkj- unum og kom þá i ljós að í 36% tilfella var rangt farið með vöru- kynningu. Einn fulltrúi snyrtivöru- framleiðanda hélt þvi fram að þeirra cellulite gel væri náttúrulegt þvagræsilyf. Annar sölumaður hélt því fram að gel nokkurt sem þeir selja styrki og þétti fituna á lær- um, rassi, maga og undir hand- leggjum og enn annar snyrtivöru- sölumaður sagði: „Þjálfun minnkar bara fituna en fitufrumurnar fara ekki svo að það þarf að bera þetta krem á til að brjóta þær upp og fjarlægja þær.“ Svona fullyrðingar eru auðvitað tóm vitleysa og er því miður ekki aðeins haldið fram í Bandaríkjunum heldur einnig á íslandi eins fram kemur í upphafi greinar. Vísindi eða vitleysa? Sérfræðingar segja að þessi krem innihaldi mýkjandi efni og mikið af gerviefnum. Það er e.t.v. hægt að hrista aðeins upp í ysta lagi húðarinnar með því að bera raka á húðina en áhrifin eru aðeins tímabundin, segja sérfræðingarnir. Það má segja að þrátt fyrir eng- ar breytingar á appelsínuhúðinni er samt sem áður ánægjulegt að nudda þessa vanræktu líkamshluta með vellyktandi kremi! En þessi cellulite-krem geta í mesta lagi lofað mildum árangri. Mun meiri árangur næst með því að minnka fituna í fæðunni og að stunda reglulega líkamsþjálfun. En til að ná algjörlega af sér holun- um og krumpunum þarf að breyta algjörlega uppbyggingu húðarinn- ar og það þýðir að þú þarft að ná þér í nýtt sett af ömmu og afa. Höfundur erACE leiðbcinandi og ráðgjafi í þyngdarstjórnun. Ágústa Johnson Stóra skriðdýrasýningin Verið nomin Síðasta sýningarhelgi Miðaverð: Börn kr. 500 Fullorönir kr. 600 JL-Húsið v/Hringbraut 2.hæö, 1000 m2 sýningarsalur 5. - 27. október. Opið virka daga kl. 12-20; laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-19 Fjölbreytt safn af óvenjulegum, lifandi dýrum úr öll- um heims- hornum Lifandi hitabeltisdýr: Risasnákar, eitursnákar, eölur, skjaldbökur, sporödrekar, kóngulær o.s.frv. Hitabeltisfiörildi í hundraðatali Upplýsingar gefur Gula línan - sími 562-6262

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.