Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 47 FRÉTTIR Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar Mótmæla aðför að fram- kvæmdasjóði aldraðra FULLTRÚAFUNDUR Landssam- takanna Þroskahjálpar var haldinn helgina 18. og 19. október í Reykja- nesbæ. í tengslum við fulltrúafund- inn var haldið málþing sem bar yfirskriftina „Stoðþjónusta eða stofnun“. Að loknu málþingi var haldinn fulltrúafundur, en hann sitja full- trúar aðildarfélaga samtakanna. Fulltrúafundurinn samþykkti með- fylgjandi ályktanir: Fundurinn mótmælir harðlega aðför að framkvæmdasjóði fatlaðra eins og fram kemur í frumvarpi til fjárlaga 1997. Samkvæmt lögum á sjóðurinn að fá 420 milljónir en í frumvarpinu renna 165 milljónir til sjóðsins. Því vantar 255 milljónir í sjóðinn til að lögum sé framfylgt. Fundurinn vekur athygli Alþingis á því að ekki er gert ráð fyrir nýrri búsetuþjónustu í frumvarpi til fjár- laga 1997 utan meðferðarheimilis fyrir fimm einhverf börn og ung- menni. Fjöldi fatlaðra sem eru nú á biðlistum eru yfir 300 manns. Fundurinn beinir því til mennta- málaráðherra að tryggja öllum fötl- uðum fjögurra ára framhaldsnám að loknum grunnskóla eins og lög kveða á um. Fundurinn skorar á menntamála- ráðherra að sjá til þess að fyrirhug- að framhaldsnám fatlaðra í Borgar- holtsskóla í Grafarvogi hefrjist um næstu áramót. Ennfremur er skor- að á ráðherra að útvega viðunandi húsnæði fyrir fullorðinsfræðslu fatl- aðra. Fundurinn skorar á ríkisstjórn íslands að halda áfram að fínna íbúum Kópavogshælis nýja búsetu í samræmi við áætlun stjórnar- nefndar ríkisspítala. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við Flugmálastj órn efnir til Flugþings 1996 FLUGMÁLASTJÓRN efnir til mál- þings fimmtudaginn 7. nóvemer nk. i ráðstefnumiðstöð Hótel Loft- leiða undir heitinu Flugþing ’96 - Framtíð íslenskra flugmála í Evr- ópu. Flugþing, sem er árlegt mál- þing um flugmál, er nú haldið í þriðja árið í röð. Að þessu sinni er þingið helgað framtíð íslenskra flugmála í Evrópu með sérstakri áherslu á tvö aðalviðfangsefni: flugsamgöngumál og flugöryggis- mál. Flugsamgöngustefna Evrópu- bandalagsins, sem ísland á aðild að með EES-samningnum, hefur verið að öðlast gildi í áföngum síðan 1988 og tekur að fullu gildi 1997. Aðaláherslan á þessari stefnu er að koma á almennum leikreglum og frelsi í áætlunarflugi með minnk- andi opinberum afskiptum. Þetta er að leiða til stórfelldra breytinga í flugsamgöngum innan Evrópu. Evrópusamvinna í flugöryggis- málum er mjög tengd annarri sam- ræmingu sem hefur átt sér stað í flugmálum innan Evrópu. Þetta samstarf, sem nú þegar er orðið víðtækt, fer fram innan vébanda Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) en átján Evrópuríki, þ.m.t. ísland, stofnuðu samtökin formlega 1990. JAA er ætlað að setja sameiginleg- ar reglugerðir um hönnun, fram- leiðslu, lofthæfi, viðhald, flugrekst- ur og skírteini og síðast en ekki síst að samræma á allan hátt störf og starfsreglur á flugöryggissvið- inu. í framtíðinni er JAA ætlað við- amikið eftirlitshlutverk með flug- málum innan Evrópu. Aðalmarkmið Flugmálastjórnar með flugþingi er að efla faglega umfjöllun um íslensk sem alþjóðleg flugmál. Annar tilgangur er að skapa opinn og virkan vettvang þar sem skipst er á skoðunum og nýj- ustu straumum og stefnum í flug- málum miðlað. endurskoðun laga um málefni fatl- aðra sem felur í sér að sveitarfélög- in taki yfir stjórnun og rekstur málaflokksins frá ársbyijun 1999. Við endurskoðun verði réttinda- gæsla fatlaðra efld. Einnig þarf að taka tillit til mismunandi aðstæðna í sveitarfélögum. Fundurinn skorar á félagsmála- ráðherra að sjá til þess að samið verði um launakjör fatlaðra í vernd- aðri vinnu. Eins og nú háttar hefur þetta starfsfólk yfirleitt ekki samn- inga um kaup og kjör. Fundurinn vekur athygli á skýrslu nefndar félagsmálaráðu- neytis um framtíðarskipulag á þjón- ustu fyrir einhverfa. Þrátt fyrir að nefndin hafi lokið störfum í ársbyij- un er ekki farið að vinna að tillögum hennar. Skorað er á félagsmálaráð- herra að vinna að tillögum nefndar- innar hið allra fyrsta. NESKIRKJA Kaffisala og basar Kven- félags Nes- kirkju KVENFÉLAG Neskirkju verður með kaffisölu og basar næstkomandi sunnudag, 27. október, klukkan 15, að aflokinni guðsþjónsutu. Kaffisalan og basarinn hafa ætíð verið vel sótt og vonast kvenfélagskonur til að svo verði einnig nú. Stefnu í heilbrigðis málum mótmælt HALDINN var útifundur á Ingólfs- torgi á degi Sameinuðu þjóðanna undir kjörorðinu „Heilbrigðisþjón- usta er mannréttindi“. Fundurinn var skipulagður af Húmanistahreyf- ingunni á Islandi en mörg samtök stóðu að fundinum og voru ræðu- menn frá nokkrum þeirra. I lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundurinn mótmælir þeirri stefnu sem ríkt hefur að undanfömu í heil- brigðismálum. Réttindi almennings til heilbrigðisþjónustu hafa verið brot- in í vaxandi mæli. Þjónusta við aldr- aða, sjúka og öryrkja hefur verið skert og þúsundir manna eru á bið- listum eftir aðgerðum og sjúkrahús- plássi. Hið kaldranalega viðhorf að sjúklingar og aldraðir séu „baggi á þjóðinni" skýtur upp í kollinum, rétt eins og hver og einn verði ekki gam- all og allir geti ekki orðið sjúkir. Fundurinn skorar á ríkisstjórn og Alþingi að standa við gildandi lög í landinu sem kveða á um að allir landsmenn skuli njóta heilbrigðis- þjónustu. Enn fremur ber stjórnvöld- um að standa við ákvæði Mannrétt- indaryfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna en þar er staðfestur réttur hvers manns til heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi, mannréttindi eru fæðingarréttur hvers manns, þann rétt má ekki skerða.“ Alþjóðleg kattasýning HALDIN verður kattasýning á veg- un Kynjakatta, kattaræktarfélags íslands, sunnudaginn 27. október í Reiðhöll Gusts, Kópavogi. Þrír erlendir dómarar dæma kett- ina og ýmsir aðilar verða með kynn- ingar á gæludýravörum. Veitinga- sala á efri hæð. Sýningin opnar kl. 10 og stendur til kl. 18. Morgunblaðið/Golli Vistheimilinu Bjargi gefin peningagjöf SIGRÚN Aðalbjarnardóttir og fjölskylda gáfu nýlega Vist- heimiíinu Bjargi, sem er heim- ili fyrir geðfatlaða í eigu Hjálp- ræðishersins, peningagjöf að upphæð 1 milljón króna. Gjöfin var gefin til minningar um bróður Sigrúnar, Ingólf Aðal- bjarnarson, sem dvalið hafði á heimilinu í 26 ár. Á myndinni, sem tekin var við afhendingu peningagjafarinnar, eru f.v.: Knut Gamst, deildarstjóri Hjálpræðishersins, Rannveig Höskuldsdóttir, forstöðumaður á Bjargi, Sigrún Aðalbjarnar- dóttir og Óskar Jónsson, leið- togi í Hjálpræðishernum. Varað við fjölgun tóbakstegunda AÐALFUNDUR Félags íslenskra heimilislækna var haldinn á Akur- eyri nýlega og var þar samþykkt eftirfarandi ályktun gegn tóbaks- reykingum: „Tóbaksnotkun er ein alvarleg- asta farsótt nútímans. Árlega granda reykingar um 3 milljónum manna í heiminum. Sú tala fer vax- andi og er áætluð verða um 10 millj- ónir árið 2025. Árlega deyja a.m.k. 300 íslendingar vegna reykinga- sjúkdóma og helmingur þeirra um aldur fram. Tóbaksfíkn er náskyld annarri efnafíkn, bæði áfengisfíkn og fíkn í önnur efni. Tóbaksreyking- ar eru gjarnan undanfari og oft beinlínis forsenda þess að ungmenni byrji að misnota áfengi, hass o.fl. Áðalfundur Félags íslenskra heimilislækna lýsir þungum áhyggj- um yfír nýjum tölum sem sýna að tóbaksreykingar fara vaxandi hér á landi. Einnig lýsir fundurinn fullri andstöðu við þau áform sem nú eru uppi um að fjölga tóbakstegundum sem til sölu eru hjá ÁTVR. Verði þau áform að veruleika eru líkur á að tíðni reykinga aukist, einkum meðal unglinga. Slík áform ganga einnig þvert á allar tilraunir til að draga úr notkun fíkniefna í landinu almennt. Fundurinn skorar á heil- brigðisráðherra og Alþingi að beita sér af alefli gegn þessum hugmynd- um og hindra framgang þeirra.“ Poppmessa í Vídalínskirkju EFNT verður til fyrstu poppmessu vetrarins í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudagskvöldið 27. október nk. kl. 20.30. Þessi athöfn einkennist af léttri sveiflu í helgri alvöru, seg- ir í fréttatilkynningu. Gospelbandið Nýir menn sér um tónlist. Sönghópurinn Hljómeyki syngur tvo stutta kafla úr messu eftir Hjálmar H. Ragnarsson undir stjórn Bernards Wilkinsons. Ferm- ingarbörn lesa ritningarlestra. Hér- aðsprestur þjónar fyrir altari. Ferm- ingarbörn taka þátt í athöfninni sem er fyrir alla aldurshópa. Léttar veitingar verða að messu lokinni. ■ / FJÖLSKYLDU- og húsdýra- garðinum verða hestar teymdir undir börnum frá kl. 13-15 í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Á sunnudeginum kl. 11 verður sögustund í Kaffihúsinu. Sagan Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur verður lesin. Kl. 15 verður ævintýrið Bangsaleikur eftir Uluga Jökulsson flutt af leik- urunum Stefáni Sturlu og Jakobi Þór. Bangsaleikur segir frá Bangsa litla sem hittir ljón, fíl, krókódíl og páfagauk í skóginum og reynir með öllum ráðum að vingast við dýrin. Garðurinn er opinn virka daga kl. 13-17, lokað á miðvikudag. Opið er um helgar kl. 10-18. Aðgangs- eyrir fyrir 0-5 ára er ókeypis, 6-16 ára borga 100 kr., fullorðnir 200 kr. og ellilífeyrisþegar fá ókeypis aðgang. ■ SKÁKSKÓLI íslands byijar með ný námskeið vikuna 28. októ- ber til 2. nóvember. Hvert nám- skeið stendur í 6 vikur og kennt er í byijendaflokki, almennum flokki, framhaldsflokki og sérstökum stúlknaflokki. Aðsókn að námskeið- um skólans í haust hefur verið mjög góð, segir í fréttatilkynningu. Skráning á námskeiðin fer fram í síma Skákskóla íslands virka daga kl. 10-13. ■ AÐALFUNDUR Ferðamála- samtaka Vesturlands verður hald- inn mánudaginn 28. október kl. 19.30 í Arnarbæ, Arnarstapa. Að loknum venjulegum fundarstörfum kynnir Karl Sigurhjartarson > Ferðaskrifstofu Vesturlands og Bjamheiður Hallsdóttir stefnu- mótaverkefni í ferðaþjónustu fyrir Vesturland. Boðið verður upp á veitingar. ■ FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö í Ævintýra-Kringlunni í dag klukkan 14.30. Leikarar eru Mar- grét Pétursdóttir og Ólöf Sverr- isdóttir og leika þær öll hlutverk- in. Gunnar Gunnsteinsson er leik- stjóri og lokalagið samdi Ingólfur Steinsson. Sýningin tekur um 30 mínútur. Miðaverð er kr. 500 og er þá barnagæsla innifalin. Þetta er síðasta sýningin á Mjallhvíti í Ævintýra-Kringlunni að sinni. ■ VINÁTTUFÉLAG íslands og Kúbu fagnar 25 ára afmæli í dag, laugardaginn 26. október, milli kl. 17 og 19 á efri hæð veitingahússins Sólon íslandus við Bankastræti. Ávarp flytur Ingibjörg Haralds- dóttir, formaður VIK. ■ OPIÐ hús verður hjá Samtökum um kvennaathvarf í Lækjargötu 10 í dag, laugardaginn 26. október, kl. 11-13. Að þessu sinni kynna starfskonur Kvennaathvarfsins innra starf í athvarfínu. Allir velkomnir. ■ TILEINKA konur sér tölvu- tæknina síður en karlar? Ef svo er, hvers vegna? Er tölvukennsla í skól- um löguð að þörfum stráka? í dag, laugardaginn 26. október, verður Ragnhildur Helgadóttir, bóka- safns- og upplýsingafræðingur í Laugardagskaffi í húsnæði -Kvennalistans í Austurstræti 16, 3. hæð (gengið inn frá Pósthús- stræti). í erindi sínu fjallar Ragn- hildur um konur, tölvur og internet- ið. Fundurinn hefst kl. 11. Allir velkomnir. VeiAci hjd Villa og Aeípiuuun Tveggja kvölda námskeið þriðjudaginn 29. október og fimmtudaginn 31. október. Þátttakendum verða kennd undirstöðuatriði góðrar veislu. Hveniig veislustjórnun á að vera, hvernig rnaður getur farið inn í hóp, hafið samræður og komið sér aftur úr hópnum og margt fleira sem tengist því að taka virkari þátt í samkvæmislffinu. Námskeiðið er blanda af fyrirlestrum, hópvinnu og verklegum œfingum. Skráning og upplýsingar, Sólveig s. 555 1983. Vertu virkur í ve'uiluiini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.