Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn LIU samþykkir að greiða fyrir nýtt hafrannsóknaskip Lagt verði eins milljarðs kr. gjald á sj ávarútveginn STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna samþykkti á fundi í gær að sjávarútvegurinn gefi Hafrannsóknastofnun nýtt rannsóknaskip og að mælt verði með því við Alþingi að lagt verði sérstakt gjald á sjávarútveginn er nemi einum milljarði króna. „Þetta gjald komi til þegar skuldbindingum Þróur.arsjóðs sjávarútvegsins er lokið og standi þetta gjald undir afborgunum af láni, sem tekið verði strax á næsta ári til þess að hefja smíði rannsóknaskipsins," segir í fréttatilkynningu frá LÍÚ. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp sjávarút- vegsráðherra sem gerir ráð fyrir að Þróunarsjóð- ur sjávarútvegsins fjármagni kaup á nýju haf- rannsóknaskipi. Fjármögnun tryggð Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir að útvegsmenn telji mikilvægt að Hafrannsókna- stofnun búi við góða rannsóknarmöguleika og skipakost. Kristján sagði þessa ákvörðun í nokkru sam- ræmi við frumvarp sjávarútvegsráðherra en LÍÚ liti þó svo á að hugmyndir um að til væru fjármun- ir til að smíða skipið væru ekki réttar. Hann sagði einnig að innheimta þróunarsjóðsgjaldsins myndi þá halda áfram þeim mun lengur eins og skuldbindingar sjóðsins stæðu til en fjármögnun hafrannsóknaskipsins væri hins vegar tryggð með þessari samþykkt LÍÚ. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segist ánægður með að LÍÚ styðji frumvarpið með þess- um hætti. „Útvegsmenn hafa sýnt hafrannsókn- um mikinn áhuga bæði fyrr og síðar. Á undanförn- um árum hafa þeir átt þátt í að styrkja til dæm- is sérstakt verkefni varðandi klakrannsóknir og taka núna með jákvæðum hætti þátt í að kosta smíði hafrannsóknaskips með þróunarsjóðsgjald- inu,“ sagði Þorsteinn. „Þegar ég fékk hugmyndina að frumvarpinu sem núna liggur fyrir Alþingi var ég að fara yfir gamlar heimildir og rakst á ályktun frá 1965 þar sem LÍÚ skoraði á ríkisvaldið að byggja nýtt rannsóknaskip fyrir Jakob Jakobsson, eins og það var orðað, og leggja sérstakan skatt á útflutnings- verðmæti síldarafurða. Ríkið brást fljótt við og skipið var smíðað en árið eftir hrundi síldarstofn- inn og því var aldrei hægt að innheimta gjaldið. Núna er norsk-íslenska síldin að koma aftur þann- ig að það er kannski rétti tíminn til að láta gjald af þessu tagi standa undir slíkum kaupum,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um áframhaldandi innheimtu þró- unarsjóðsgjaldsins sagði Þorsteinn að gert hefði verið ráð fyrir að gjaldið yrði innheimt til 2005 en sjóðurinn starfaði til 2009. „Það kann að vera að það þurfí að innheimta gjaldið út allan tímann en aðalatriðið er að gjaldið á að standa undir verkefnum sjóðsins og við erum að fella niður að mestu leyti önnur verkefni sem sjóðurinn átti að sinna á þessum tíma. Þannig skapast þetta svigrúm," sagði Þorsteinn. Tveir karlmenn á Dalvík Játuðu áreitni við börn TVEIR karlmenn á Dalvík, á fimmtugs- og sextugsaldri, hafa við yfirheyrslur hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Akureyri, játað ósiðsamlegt áthæfi gagnvart tveimur stúlkubörnum á Dalvík. í byijun nóvember kom beiðni frá félagsmálayfirvöld- um á Dalvík um rannsókn vegna gruns um kynferðisaf- brot gagnvart ungum stúlkum. Mennirnir voru yfirheyrðir í framhaldinu og leiddu þær í ljós að mennirnir hefðu sýnt stúlkunum ósiðsamlegt athæfi sl. tvö til þijú ár, með löngum hléum. Er athæfi þeirra hófst voru stúlkurnar 6 og 8 ára. Málið telst upplýst og verð- ur fljótlega sent áfram til ríkis- saksóknara. Ágreiningur um stöðu starfsmanna Pósts og síma Hörð átök milli ASÍ og BSRB Morgunblaðið/Golli Forsætisráðherra um LÍN Samtímagreiðsl- urteknarupp STÉTTARFÉLÖGIN innan ASI krefjast þess að starfsmenn sem ráðnir verða til Pósts og síma hf. eftir áramót verði félagsmenn í þeim en ekki Póstmannafélaginu eða Fé- lagi símamanna. Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, hafnar þessari kröfu alfarið. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að eftir að Pósti og síma hafí verið breytt í hlutafélag verði það ekki lengur opin- bert fyrirtæki og þá nái lögin um opinbera starfsmenn frá árinu 1986 ekki yfir það. Stenst ekki lagalega „Stéttarfélög opinberra starfs- manna eru byggð upp miðað við þau lög og við erum að segja að þau geti ekki að óbreyttu verið á almenna vinnumarkaðinum. Sum þeirra eru búin að breyta sínum lögum með þeim hætti að þau segjast geta verið á almenna vinnumarkaðinum. Okkar félög segja, nú er fyrirtækið Póstur og sími komið inn á almenna vinnu- markaðinn; almenni vinnumarkaður- inn er okkar og þar eiga ekki aðrir að vera,“ sagði Ári. „Þessi krafa ASÍ stenst engan veginn lögfræðilega, hvað þá félags- lega eða siðferðilega. I þessu máli sem og öðrum á fyrst og síðast að spyija hvað starfsfólkið vill gera. Ef starfsmenn Pósts og síma vilja skipu- leggja sig á þann hátt sem þeir hafa gert innan Félags íslenskra síma- manna og Póstmannafélags Islands, sem eru meðal elstu stéttarfélaga á íslandi, þá gera þeir það. Það er ekkert í lögum sem mælir gegn því,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. „Það er mjög undarlegt að þetta skuli gerast núna þegar menn eru í viðkvæmum viðræðum um kjör og réttindi vegna þessara breytinga á Pósti og síma. Þetta er eins og blaut tuska í andlitið á okkur. Maður hefði fremur vænst þess að það hefði eitt- hvað komið frá ASÍ til stuðnings þessu fólki, en ekki til að grafa und- an þeirra réttindabaráttu sem mér finnst þetta gera vegna þess að þetta er til þess fallið að ala á sundrungu og sundurlyndi." Skolp á haf út STARFSMENN Reykjavíkur- borgar vinna þessa dagana við smíði skolpdælustöðvar við Eið- isgranda, en ráðgert er að næsta sumar verði byijað að dæla skolpi á haf út í 400 metra löngum útrásum frá nýju hreinsistöðinni við Mýrargötu. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist gera ráð fyrir að áformaðar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna hafi í för með sér samtímagreiðslur í einhverri mynd og lækkun á endurgreiðsluhlutfalli námslána. Lausn á næstu vikum „Þetta mál hefur verið rætt ítar- lega á milli stjórnarflokkanna og ég hef ekki trú á öðru en að það leysist í þessum mánuði. Ég geri ráð fyrir að í þeirri lausn verði einhvers konar samtímagreiðslur með einum eða öðrum hætti. Það er vafalaust, en fyrirkomulagið er ekki frágengið. Það þarf að gæta HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær að íslenska ríkinu væri skylt að kaupa húsnæði Siglufjarðar Apóteks og íbúðarhúsnæði af lyfsalanum, auk allra innréttinga og lyfjabúðar- áhalda. Dómurinn staðfestir niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Lyfsalinn, Ásta Júlía Kristjáns- dóttir, lagði lyfsöluleyfí sitt inn í febrúar og kvaðst tilneydd, því hún hefði keypt apótekið og eignir sem því fylgdu, á um það bil fimm millj- ónir yfír markaðsverði. Ásta Júlía vísaði til þess að áður hefði það kerfi verið við lýði, að ef eitthvert apótek seldist ekki, bæri lyfsölu- sjóði að kaupa það upp. Höfðaði Ásta Júlía mál til að fá staðfestingu á því að ríkissjóði væri skylt að leysa til sín eignirnar, þar sem enginn hefði sótt um lyfsölu- leyfíð. Af hálfu ríkisins var þessu hafnað, þar sem lyfsölusjóður hafi verið lagður niður frá 1. júní 1995. Hæstiréttur tekur undir það sem segir í héraðsdómi, að þrátt fyrir að felld væru niður ákvæði um lyf- sölusjóð hefðu enn verið í gildi lög þess að námsmenn hafi lokið námsáföngum þannig að þeir hafi öðlast rétt til greiðslna vegna þess að þeir hafí skilað árangri í námi. Við höfum ennfremur lagt áherslu á nauðsyn þess að lækka endurgreiðsluhlutfall námslána þannig að það verði mönnum ekki óbærilegt. Ákvörðun um hvar það eigi að liggja hefur ekki verið tek- in heldur,“ sagði Davíð. Davíð sagði fyrirsjáanlegt að þessar breytingar leiði til einhvers kostnaðarauka fyrir Lánasjóðinn, en reynt verði að halda honum í lágmarki. „Ég get ekki svarað því hver kostnaðurinn verður, en það má búast að hann verði nokkrir milljónatugir." um lyfjadreifingu, þegar Ásta Júlía lagði inn leyfí sitt, þar sem sagði að þegar enginn sækti um tiltekin lyfsöluleyfi væri lyfsölusjóði skylt að kaupa viðkomandi lyfjabúð og annast rekstur hennar. Þar var einnig lyfsala, sem tók við rekstri, gert skylt að kaupa vörubirgðir, húseign lyfjabúðarinnar og íbúð lyfsala. Þrátt fyrir að kafli um lyf- sölusjóð í lyfjalögum hefði fallið úr gildi 1. júní 1995 hefði það ekki haft áhrif á þessa tilhögun, enda ný ákvæði ekki tekið gildi fýrr en l. mars 1996. Tveir vildu sýknu Hrafn Bragason hæstaréttar- dómari skilaði sératkvæði og sagði m. a. að ríkissjóður yrði ekki skyld- aður til að koma í stað lyfsölusjóðs og efna skuldbindingar hans. Garð- ar Gíslason skilaði einnig sérat- kvæði og vildi sýkna ríkið, þar sem Ásta Júlía hefði sjálf komið sér í þá stöðu, sem hún vildi að ríkið leiðrétti, með því að draga að leggja inn lyfsöluleyfíð. Dómur í máli lyfsalans á Siglufirði Kaupskylda ríkis- sjóðs staðfest
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.