Morgunblaðið - 06.12.1996, Side 8

Morgunblaðið - 06.12.1996, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ferskir bændur semja við Hagkaup JÚ, það er allt komið á fullt til að anna eftirspurninni . . . Væntanlegt reynsluhverfi í Grafarvogi Hverfisnefnd taki til starfa 1. mars Framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála að útfæra verkaskiptingn BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag tillög- ur framkvæmdanefndar Reykja- víkur um reynslusveitarfélög frá 3. september síðastliðnum um starfsemi reynsluhverfis í Grafar- vogi. Hverfisnefnd mun taka til starfa 1. mars næstkomandi, og hefur skrifstofustjóra borgarstjórnar og framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis og félagsmála verið falið að útfæra nánar verkaskiptingu hverfisnefndarinnar og fagnefnda í samræmi við umsagnir þeirra, og á samkomulag þar að lútandi að liggja fyrir á tímabilinu frá jan- úar til apríl næstkomandi. Ráðstafanir verða gerðar til að taka á leigu húsnæði undir hverfis- miðstöð frá 1. apríl næstkomandi og auglýst verður eftir fram- kvæmdastjóra sem taka á til starfa á sama tíma. Frá öðrum borgar- stofnunum verða flutt 5,5 stöðu- gildi í hverfismiðstöðina 15. ágúst á næsta ári, og á hverfismiðstöðin að taka til starfa 1. september 1997. Betri undirbúningur hefði verið nauðsynlegur Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins létu bóka á fundi borgar- ráðs að nauðsynlegt hefði verið að undirbúa þetta verkefni betur. Þrátt fyrir athugasemdir nokkurra nefnda og ráða borgarinnar um óskýra verkaskiptingu og réttar- stöðu nefnda og embættismanna gagnvart hverfisnefndinni hefði lít- ið verið aðhafst til að skýra þessi atriði betur. Segjast borgarráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir það álit stjórnkerfisnefndar að skýra þurfi betur verkefni ein- stakra fagnefnda, hverfisnefnda og stofnana og tryggja upplýsinga- flæði milli þessara aðila. Þjónusta ut- an Reykja- víkur verði nýtt SEX landsbyggðarþingmenn Sjálf- stæðisflokks hafa lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um könnun á biðlistum í heilbrigðisþjón- ustu. Gengur tillagan út á að Alþingi feli heilbrigðisráðherra að kanna ít- arlega biðlista sjúklinga. Markmiðið með könnuninni verði fyrst og fremst að afla upplýsinga í þeim til- gangi að móta tillögur um að stytta biðlista á hagkvæman hátt. Hægt verði að meta „að hve miklu leyti mögulegt er og hagkvæmt að nýta þá heilbrigðisaðstöðu sem fyrir hendi er utan höfuðborgarsvæðisins til að stytta biðlistana og þar með koma í veg fyrir að sérhæfð heil- brigðisþjónusta verði bundin við höf- uðborgarsvæðið eitt,“ eins og segir orðrétt í tillögunni. í greinargerð með henni er áhyggjum lýst yfir þeirri þróun, að verulega hafi dregið úr sérhæfðari heilbrigðisþjónustu á smærri sjúkrahúsum víða um landið. Að síðustu segja flutningsmenn tillögunnar hana eiga að þjóna því markmiði, að meta þann kostnað sem þjóðin ber vegna biðlista sem myndast hafa í heilbrigðiskerfinu. allttil alls Útikerti \ dós Bók um árin eftir sextugt Lífsreynsla og* þroski einkenna oft efri árin Jakob Smári JAKOB Smári er annar ritstjóra nýrrar bókar _ Forlagsins sem nefn- ist Árin eftir sextugt, hinn er Hörður Þorgilsson doktor í klínískri sálarfræði. Þeir hafa áður ritstýrt Sálfræði- bókinni sem Mál og menn- ing gaf út fyrir nokkrum árum. Nýja bókin er hand- bók með 48 pistlum eftir 38 höfunda sem fjalla um það sem þarft er að vita til þess að njóta efri áranna, eins og hvert gildi ellinnar er, hvernig heilsan er líkleg til að verða, tómstundir verði, starfslok, hvaða lög gildi og svo framvegis. - Hvenær byijuðuð þið Hörður á bókinni og hvert er gildi hennar? „Haustið 1993 og var það í kjölfarið á góðu gengi Sálfræðibókarinnar. Við ætluðum í upphafi að láta fáa höfunda skrifa hana en fljótlega kom í ljós að upplýsingarnar sem bókin átti að veita kröfðust fjölda sérfræðinga sem á endanum urðu 38. Höfundarnir koma úr mörgum greinum eins og sálarfræði, lækn- isfræði, félagsráðgjöf, guðfræði, hjúkrunarfræði og svo mætti lengi telja. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa með einhveijum hætti Ijallað áður um efri árin. Við leit- uðum hófanna hjá þeim sem við töldum best fallna til að gera grein fyrir því efni sem þyrfti að vera í svona bók. Við skoðuðum margar erlendar bækur fyrir þennan aldurshóp en fundum enga sem hægt var að nota sem fyrirmynd. Okkur fannst þær of yfirborðskenndar. Við not- uðum því sömu hugmynd og í Sálfræðibókinni og ákváðum að hún samanstæði af mörgum sjálf- stæðum pistlum. Við treystum og trúum því að niðurstaðan sé les- mál sem henti til að fræðast um þetta æviskeið með almennum og skiljanlegum hætti. Bókin er þannig úr garði gerð að auðvelt á að vera að rata um hana. Köflum hennar er raðað í meginsvið. Tilgangur hennar er tvíþættur, annarsvegar að þjóna fólki sem er um og yfír sextíu ára gamalt eða þeim sem vilja búa sig undir efri árin og kynn- ast verkefnum og hugs- anlegum vandamálum sem fylgja aldrinum. Hinsvegar að vera handbók fyrir aðstandend- ur og líka fagfólk sem starfar með öldruðum." - Nefndu einhver dæmi um efni í bókinni. „Fjallað er um starfslok, breyt- ingar sem verða á líkama og hug- arstarfsemi, heilsuvandamál og það hvernig nýta má sér fleirí tómstundir. Einnig er til dæmis fjallað um það að verða afi og amma og ný tengsl sem fólk á efri árum þarf að mynda við marga sem það þekkti ekki áður. Einnig skilja börn þeirra stundum við maka og síðast en ekki síst fellur eigin maki frá. Húsnæðis- mál eru líka til umfjöllunar, börn- in eru farin að heiman og leita þarf að hentugra húsnæði. Þá eru í bókinni pistlar um efri árin í sögulegu og mannfræðilegu sam- hengi og bráðskemmtilegur pistill um efri árin frá persónulegu sjón- arhorni eftir Sigurð A. Magnús- son.“ - Hvaða kostir eru við efri árin? „I þeim býr oft mikil lífsreynsla ► Jakob Smári er fæddur árið 1950 í Hillerod í Danmörku. Hann stundaði háskólanám í sálarfræði í Frakklandi þar sem hann lauk meistaraprófi og Svíþjóð, en þaðan hefur hann doktorspróf í félagssálarfræði. Jakob starfaði í átta ár á geð- deild Landspítalans og varð dósent í sálarfræði við Háskóla Islands árið 1994. Hann er kvæntur Guðbjörgu Gústafs- dóttur framhaldsskólakennara. og þroski. Fólk fær meira ráðrúm til að sinna eigin þörfum og hugð- arefnum eftir að það hefur komið upp börnum sínum og vinnutími styttist. Það krefst hinsvegar átaka að Ijúka störfum og takast á við breyttar aðstæður. Umskipt- in eru veruleg og geta verið mörg- um erfíð. Bókin á að hjálpa fólki í þessum umskiptum og átökum. Efri árin eru samt ekki máluð rósrauðum litum, heldur er bæði tekið á hinu jákvæða og neikvæða. Eins og Jón Björnsson, einn höfunda, hefur bent á þarf að beijast gegn tilhneigingu fólks til að skipa öldruðum í einsleitan hóp. Fólk er nefnilega jafnólíkt hvert öðru á efri árum eins og það var fyrr á ævinni. Það eru for- dómar að draga það í dilka, jafnmiklir og þegar ungling- um er skipað í einn hóp. Lausnir sem henta einum einstaklingi henta ekki þar með öðrum. Bókin Árin eftir sextugt er yfir sjö hundruð blaðsíður og fylgja henni gagnleg heimilisföng stofn- ana og félaga sem eldri borgarar þurfa oft á tíðum að leita til. Hún er í raun full af aðgengilegum upplýsingum fyrir þennan hóp. Einnig er að finna ráðleggingar um hvernig bregðast skuli við í mörgum málum sem koma oft fólki á óvart þótt þau hafi átt sér langan aðdraganda. Dæmi um það eru svefnvand- kvæði á efri árum, en þau verða algengari þegar aldurinn færist yfir og eru oft þau vandamál s.em aldraðir kvarta mest yfir, Annað dæmi er tannvemd og notkun gervitanna. Þriðja dæmið er um fjármál aldraðra og hvaða atriði mikilvægt er að huga að við skipu- lagningu á þeim. Þannig má áfram telja, gildi trúarinnar er umfjöllun- arefni í einum pistli og hvernig það er að mæta dauða sínum.“ Efri árin ekki máluð rós- rauðum litum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.