Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 13 Fundað um náttúruhamfarir í A-Skaftafellssýslu Uppbygging á Skeiðar- ársandi hefur forgang Morgunblaðið/Stefán Ólafsson HALLDOR Blöndal, Hafsteinn Jónsson, fyrrverandi yfirmaður Vegagerðarinnar á Höfn, og Helgi Hallgrímsson. Höfn - Að tilhlutan þeirra Halldórs Blöndal samgönguráðherra og Egils Jónssonar alþingismanns voru 3. desember sl. haldnir fundir í Austur- Skaftafellssýslu um náttúruhamfar- irnar í október og nóvember sl. Að deginum var fundað í Hofgarði í Öræfum og um kvöldið á Hótel Höfn. Á fundunum héldu þeir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri erindi um fyrrgreinda atburði. í upphafsorðum lagði samgöngu- ráðherra áherslu á að uppbygging á Skeiðarársandi hefði algjöran for- gang og að ekki myndi skorta fé til framkvæmda. Jafnframt ítrekaði Halldór mikilvægi þess að tvær leið- ir væru færar ef önnur brygðist. Því þyrfti að flýta sem mest uppbygg- ingu hringvegarins austur og norður fyrir. Tók vegamálastjóri undir þessi orð. í fyrirlestri sínum gerði Páll Ein- arsson grein fyrir jarðfræði svæðis- ins, fór yfir aðdraganda eldsumbrot- anna og útskýrði í máli og myndum atburðarásina. Benti Páll á að allt frá Grímsvatnagosi 1938 hefði verið mjög rólegt á jarðeldasvæðinu í norðvesturhluta Vatnajökuis „nafla Norður-Atlantshafsins“, eins og hann kallar svæðið. Þessu rólega tímabili væri nú e.t.v. að ljúka og „kannski væri Vatnajökull að sýna sitt rétta andlit aftur“ með óróleika svipuðum þeim sem einkennt hefur þetta svæði. Hann varaði við þeirri vatnssöfnun sem nú á sér stað í Grímsvötnum og sagði að búast mætti við hlaupi síðla vetrar eða í vor. Það yrði þó aðeins brot af þeim ósköpum sem dundu yfir í nóvember. Helgi Haligrímsson fjallaði um forsendur mannvirkjagerðar á Skeiðarársandi. í upphafi hafði verið gert ráð fyrir að mannvirkin við Skeiðará þyldu um 900 mVsek. hlaup, við Gígju um 5.000 mVsek og Súlu um 3.500 mVsek. Aldrei hafi verið gert ráð fyrir að þau stæð- ust hamfarahlaup í líkingu við það sem kom í nóvember. Kostnaðurinn við slík mannvirki væri einfaldlega of mikill. Bráðabirgðatölur um rennsli hlaupvatnsins er um 20.000 mVsek í Skeiðarár, um 20.000 mVsek í Gígju og 2.000 mVsek í Súlu. Varnir við Gígju verða auðveldari Vegna landfræðilegra aðstæðna var mun auðveldara að veija brú við Skeiðará en Gígju en hugmyndafræð- in gengi út a að hafa garðana lægri en brýrnar. í miklum hlaupum flæddi því yfir garðana áður en vatnið næði upp á brýrnar auk þess sem hægt væri að hleypa vatni framhjá. Hin mikla breyting á farvegi Gígju í hlaupinu auðveldaði hins vegar allar varnir við hana í framtíðinni, m.a. að hleypa vatni framhjá brúnni. Aðspurður um vega- og brúargerð neðar á Skeiðarársandi, sagði Helgi að ókostir væru fleiri en kostir. Neð- ar á sandinum væru að vísu minni líkur á stórum jökum en á móti mun erfiðara að ná vatninu þar saman og varnargarðar þyrftu að vera mun lengri og yrðu margfalt dýrari. Helgi tjáði fundarmönnum að brú- in yfir Gígju væri nú um 160 metrar að lengd og yrði ekki lengd meira í bráð. Endanlegum bráðabirgðavið- gerðum á Skeiðarársandi yrði lokið fyrir jól en endurreisn mannvirkja með bundnu slitlagi á öllum veginum yrði ekki lokið fyrr en seint á næsta ári. Farskóli Brunamála- stofnunar á ferð á Vesturlandi Borgarfirði - Farskóli Bruna- málastofnunar var í heimsókn hjá slökkviliði Borgarfjarðard- ala nýlega. Meðferðis var svo- kallaður „yfirtendrunargámur" en í honum er líkt eftir eldsvoða í herbergi og geta slökkviliðs- menn fylgst með því hvernig eldsvoði magnast og breiðist út. Fyrst var farið í kennslustofu í Kleppjárnsreykjaskóla þar sem Baldur Baldursson og Guð- mundur Bergsson frá Bruna- málastofnun kenndu slökkvi- liðsmönnum allt um eðli elds og útskýrðu hvernig reykspreng- ingar verða en það er algengt að slökkviliðsmenn slasist þegar reyksprengingar verða í brenn- andi húsum. Hefur yfir að ráða fimm gömlum bílum í slökkviliði Borgarfjarðar- dala eru 24 slökkviliðsmenn sem hljóta lágmarks þjálfun á ári hveiju. Starfssvæði slökkviliðs- ins er Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Andakíll, Lundarreykjadalur og Skorra- dalur. Slökkviliðið hefur yfir að ráða fimm gömlum bílum og er nokkuð vel búið tækjum til að ráða við venjulega bruna. Laufabrauðs- kvöld í Víkurskóla Fagradal - Nemendur, kennarar og foreldrar hafa nú um nokk- urra ára skeið komið saman eina kvöldstund í byijun desember í Víkurskóla til þess að skera og steikja laufabrauð. Fjölskyldur úr Mýrdalnum nota margar tæki- færið og útbúa allt sitt laufabrauð í skólanum. Krakkarnir eru ótrú- lega duglegir við skurðinn og hafa gaman af þessari uppákomu. Á myndinni sést Dagný Kristjáns- dóttir úr 1. bekk halda ánægð á afrakstri kvöldsins. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Morgunblaðið/Silli HANNES Þ. Hafstein aflienti Guðna Halldórssyni safnverði gjöfina. Minningargjöf um Þórunni K. Hafstein Húsavík - Safnahúsinu hafa borist góðar gjafir, málverk og fleiri mún- ir úr búi fyrrverandi sýslumanns- hjóna á Húsavík, frú Þórunnar Havsteen og Júlíusar Havsteen, til minningar um dóttur þeirra, Þór- unni Kr. Hafstein. Gefendur eru Steinarr Kristjánsson skipstjóri og dóttir hans, Þórunn Júlía, í Reykja- vík. Málverkið er af Húsavík, málað 1937 af Sveini Þórarinssyni. Sýslu- mannshjónin fengu það að gjöf frá Húsvíkingum í tilefni silfurbrúð- kaups þeirra vinsælu hjóna 12. júlí 1937. Gjöfina afhenti bróðir Þórunnar Kristjönu, Hannes Þ. Hafstein, en Safnahúsinu er mikilL fengur að þessari gjöf því bæði er málverkið gott listaverk auk þess að vera söguleg heimild fyrir Húsavík eins og hún var á árinu 1937. Hannyrða- sýning á Akranesi RAGNHEIÐUR Bjarnadóttir, 84 ára gömul, opnaði um síð- ustu helgi hannyrðasýningu í Listahorni Upplýsingamið- stöðvar ferðamanna á Akra- nesi. Þar sýnir hún hannyrðir sem hún hefur unnið á ýmsum tímum. Elsta verkið á sýning- unni er unnið fyrir 70 árum, árið 1926, en það síðasta um miðjan nóvember 1996. Fór 10 áragömul í „Bróderískóla“ Ragnheiður, sem er fædd á Húsavík árið 1912, lagði snemma stund á hannyrðir og fór fyrst í „Bróderískóla" Mar- íu Vilhjálmsdóttur á Húsavík aðeins 10 ára gömul. En hún hefur komið víða við, því hún lærði ljósmyndun hjá Eðvarði Sigurgeirssyni á Akureyri á árunum 1933-1938, en árin 1938-40 vann hún á sauma- stofu í Danmörku. Þá annaðist hún rekstur kaffistofu VR í Reykjavík 1940-42. Síðan stofnaði hún heimili og var húsmóðir á Akureyri í 52 ár en síðustu tvö árin hefur hún búið á Seltjarnarnesi. Hún hélt einkasýningu á Akureyri árið 1987. Er enn að og fellur ekki verk úr hendi Það eru margir fallegir munir á sýningu Ragnheiðar, sem eru þó ekki nema örlítið sýnishorn af því sem hún hef- ur unnið uni dagana. Þrátt fyrir háan aldur er hún enn að og fellur ekki verk úr hendi. Sýningin er opin alla daga ogstendur til 6.janúar 1997. Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson SLÖKKVILIÐSMENN við æfingar. Hitinn efst í gámnum er allt að 600 gráðum. Morgunblnðið/Holgi Danlolsson RAGNHEIÐUR Bjarnadóttír við eitt, verka sinna á sýningiinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.