Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ |^ -ÍOOU Q'afJM'íaWT 20 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 ERLEIMT Boutros Boutros-Ghali dreg’ur sig tímabundið í hlé Uppgjöf eða snjall leikur? Washington, New York. Reuter. BANDARÍSK stjóm- völd fagna þeirri óvæntu ákvörðun Boutros Boutros-Ghali, að hætta tímabundið við að sækjast eftir endurkjöri sem fram- kvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna (SÞ). Vonast var til þess í gær, að ákvörðun hans yrði til þess að höggva á hnútinn í deilum inn- an öryggisráðsins um nauðsyn þess að fínna annan mann í starf framkvæmdastjóra. Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn Boutros- Ghali í öryggisráðinu 19. nóvember er greidd voru atkvæði um tillögu um að umboð hans sem fram- kvæmdastjóra skyldi endumýjað til fímm ára. Öll önnur ríki, 14 talsins, studdu Boutros-Ghali, en ástæða vantrausts Bandaríkja- manna er, að þeir telja hann áhugalausan um nauðsynlega upp- stokkun á starfsemi SÞ. Vestrænir sendifulltrúar litu flestir á þessa ákvörðun sem snjalla leið af nálfu Boutros-Ghali til að undirbúa brottför úr starfí. Útilokað væri fyrir hann að hafa ekki traust Bandaríkjamanna og hann vildi ekki halda framboði sínu til streitu og taka þannig áhættu á, að nýr framkvæmdastjóri kæmi frá annarri álfu en Afríku. Vildi hann ekki lenda í þeirri að- stöðu, að láta kenna sér um að svo færi. Sömuleiðis gæti hann ekki dregið sig alveg í hlé vegna þess mikla stuðnings sem hann nyti. Frakkar og fulltrú- ar margra Afríkuríkja sögðust enn álíta að Boutros-Ghali væri í traustri stöðu og hann vildi einung- is stíga til hliðar um stundarsakir til þess að sjá hvern veg mál þróuð- ust. Enn aðrir fulltrúar hjá SÞ sögðu, að Boutros-Ghali hefði ein- ungis sest á varamannabekk um stund og biði þess hvort öryggis- ráðið gæti komið sér saman um eftirmann, eða hvort það neyddist til að láta allsheijarþinginu eftir að velja framkvæmdastjóra. Þar er hann sagður njóta yfírgnæfandi stuðnings. Altént hefur stofnunin einungis tvær vikur til að koma málinu í höfn en þá hefjast jóla- leyfí og ráðningartími Boutros- Ghali rennur út 31. desember. BOUTROS Boutros-Ghali Reuter Norska tréð í New York MYNDIN var tekin rétt eftir að kveikt hafði verið á um 26.000 ljósaperum á 28 metra háu, norsku jólatré sem sett var upp við skautasvell hjá Rocke- feller Center í New York í vik- unni. Um er að ræða hefð sem ríkt hefur í 64 ár og dregur að fjölda ferðamanna í borg- inni. Brezk þingnefnd Auðvelt að svindla á ESB London. Reuter. BREZK þingnefnd, sem hefur skoðun ríkisreiknings með höndum, lýsir yfír áhyggjum af því hversu auðvelt væri að svíkja fé út úr landbúnaðar- og byggðasjóðum Evrópu- sambandsins. í skýrslu, sem nefndin hefur tekið saman, kemur fram að reglugerða- frumskógurinn á þessu sviði sé svo þéttur, að endurskoð- endur og yfirvöld eigi fullt í fangi með að koma auga á svikin. 3.000 reglugerðir I skýrslu nefndarinnar seg- ir að um úthlutun úr landbún- aðarsjóði ESB, sem nærri helmingur alls fjár Evrópu- sambandsins rennur um, gildi meira en þijú þúsund reglu- gerðir. Styrkir, sem hafðir hafi verið ranglega út úr sjóðnum, hafí margfaldazt og nemi nú um 35 milljörðum íslenzkra króna. Nefndin leggur til að sjóðurinn verði endurskipulagður og reglurn- ar einfaldaðar. Aragrúi verkefna Þá eru þingmennirnir þeirrar skoðunar að erfítt sé að hafa eftirlit með byggða- sjóðum ESB, ekki sízt vegna fjölda verkefna, sem þeir styrkja, en þau eru um 31.000 talsins. Verkalýðsleiðtogi spáir verkföllum vegna EMU Bonn. Reuter. URSULA Engelen-Kefer, einn helzti verkalýðsleiðtogi í Þýzka- landi, segir að niðurskurður út- gjalda til velferðarkerfisins, í þágu aðildar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) geti leitt til víðtækra verkfalla í ríkjum Evrópusambandsins. Það sé misráðið að grípa til slíks niður- skurðar á tímum vaxandi atvinnu- leysis í Evrópu og nær að hækka skattana. „Við þurfum á EMU að halda, en það skiptir miklu hvernig það er gert,“ segir Engelen-Kefer, sem er varaforseti þýzka alþýðu- sambandsins (DBG). „Ef það er gert eins og [Theo] Waigel [fjár- málaráðherra Þýzkalands] vill, er hætta á gífurlegum verkföll- um.“ Hærri skatta frekar en niður- skurð félagslega kerfisins Waigel hefur lagt áherzlu á að skilyrðum Maastricht-sáttmálans um fjárlagahalla, sem verður að uppfylla til að eiga rétt á EMU- aðild, verði mætt með miklum nið- urskurði ríkisútgjalda. Niðurskurð- urinn hefur meðal annars komið niður á heilbrigðis- og lífeyriskerf- inu. Engelen-Kefer sagði að ekki ætti að ná fjárlagahallanum niður með því að skera niður félagslega kerfíð. Skynsamlegra væri að bregðast við eins og ítalska ríkis- stjórnin, sem hefur lagt á sér- stakan „evró-skatt“. „Það væri miklu gáfulegra að leggja á sér- stakan skatt vegna Maastricht.“ Tillögur Láru Margrétar samþykktar Viðræður Sljórnvöld í Júgó- slavíu gagnrýnd LÁRA Margrét Ragnarsdóttir, formaður sendinefndar Alþingis á þingi Vestur-Evrópusambandsins, sem fundar í París þessa dagana, lagði í gær fram tvær breyting- artillögur við ályktun þingsins, sem samþykktar voru einróma. Annars vegar lýsir þingið, að tillögu Láru Margrétar, yfir áhyggjum af stöðu mála í sam- bandsríkinu Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalandi), þar sem stjórnvöld hafa hafnað niðurstöð- um nýafstaðinna sveitarstjórna- kosninga og ekki tekið mark á fjöldamótmælum stjórnarand- stæðinga. í ályktuninni er tekið fram að með þessu sé ríkisstjórn landsins að stofna í hættu friði heima fyrir, sem og friðarferlinu í Bosníu. Hins vegar lýsir VES-þingið því yfír að ríkisstjóm Júgóslavíu geti ekki reiknað með að ríkið verði hluti af nýju öryggiskerfi Evrópu, sem nú sé í þróun, haldi stjórnvöld áfram að vanvirða almenn mann- réttindi og lýðræðislegar leikreglur. Island á aukaaðild að Vestur- Evrópusambandinu. áKýpur Nikósíu. Reuter. SENDIMAÐUR írlands, núver- andi forsætisríkis Evrópusam- bandsins, segist hafa fengið loforð beggja þjóðarbrota á Kýpur fyrir því að snemma á næsta ári verði hafnar beinar viðræður um að leysa deilur fylkinganna og greiða þannig fyrir aðild landsins að ESB. Sendimaðurinn, Kester Heaslip, hefur rætt við leiðtoga grísku- og tyrkneskumælandi manna í heila viku. Hann segir að leiðtogar beggja þjóðarbrota hafi heitið því að ganga til viðræðna „í góðri trú og í þeirri von að árangur náist.“ Heaslip segist gera ráð fyrir að viðræður geti hafizt í marz. Gert er ráð fyrir að Kýpur hefji aðildar- viðræður við ESB eftir rúmt ár. Heaslip segir að núverandi klofn: ingur muni gera aðild landsins að ESB mjög erfiða, en þó ekki ómögulega. Námu- menn enn í verkfalli KOLANÁMUMENN í Síberíu héldu áfram verkföllum í gær en vonir þeirra um sigur eru sagðar fara dvínandi. Að sögn tals- manns tóku um 80.000 manns þátt í aðgerðunum og 42 af 76 námum á svæðinu voru lokaðar. Starfsmenn hafa sumir ekki fengið laun í hálft ár. Um 400.00 námumenn í Rússlandi lögðu niður vinnu á þriðjudag til að leggja áherslu á kröfur um umbætur en ekkert varð úr fjöldafundi sem halda átti í Kemerovo, höfuðstað Kúzbass- námuhéraðsins í gær. Víktor Tsjernomýrdín forsætisráð- herra segir að veitt hafi verið miklu fé 3. desember til að greiða launaskuldir. Atvinnuleysi eykst ATVINNULEYSI í Þýskalandi í nóvember mældist meira en nokkru sinni frá stríðslokum, alls fjölgaði atvinnulausum um 50.000. Eru nú 4,1 milljón manna án vinnu og hlutfallið er 10,7% á ársgrundvelli en þá er búið að taka tillit til árstíða- sveiflna. Aukningin í nóvember var meiri en hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir og segja embættismenn ekkert benda til batnaðar á næstunni. Hætta sam- skiptum við Suður-Afríku UTANRÍKISRÁÐHERRA Tæ- vans, John Chang, sagði í gær að stjórn sín myndi hætta öllum samskiptum við Suður-Afríku sem hefur ákveðið að slíta stjórnmálatengsl við eyríkið og taka í staðinn upp tengsl við Kína. Chang, sem reyndi vart að leyna reiði sinni eftir fund með s-afrískum ráðamönnum, sagði einnig að hætt yrði um- svifalaust við allar fram- kvæmdir í Suður-Afríku í mót- mælaskyni. Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, sagði að áfram yrði haldið uppi fullum tengslum nema að forminu til. N-Kóreu- menn flýja 17 manns frá Norður-Kóreu, sem flúðu yfir landamærin til Kína og þaðan til Hong Kong, hafa beðið um hæli í Suður- Kóreu. Ferðalagið suður á bóg- inn tók mánuð og nutu flótta- mennirnir aðstoðar nokkurra þjóðbræðra sinna í Kína. Ætt- ingjar flóttafólksins, búsettir í Bandaríkjunum, greiddu leið- sögumönnunum fyrir hjálpina. í hópnum eru fimm börn og ófrísk kona. Havel með lungnabólgu VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, er kominn með lungna- bólgu en hann var skorinn upp vegna krabbameins í lungum fyrr í vikunni. Uppskurðurinn tókst vel, að sögn lækna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.