Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aðferðir við sprengjutilræðið í París benda til aðildar alsírskra hryðjuverkamanna Segjast vera komnir á spor tilræðismanna París, Róm. Reuter. FRANSKA lögreglan telur sig vera komna á spor manna, sem stóðu fyrir sprengjutilræði í Port Royal- lestarstöðinni í París á þriðjudags- kvöld. ítalski innanríkisráðherrann Giorgio Napolitano sagðist hins vegar ekkert vita hvað hæft væri í fréttum þarlendra blaða, um að hryðjuverkamennirnir hefðu farið til Frakklands frá Italíu. Franska lögreglan telur sig nú vita á hvaða lestarstöð sprengju- burðarmaðurinn fór um borð í járn- brautarlestina, sem sprengjan sprakk í, og hvar hann fór úr henni aftur. Auðveldar það henni m.a. að leita nýrra vitna, að sögn manna, sem vinna að rannsókninni. Jean-Louis Debre, innanríkisráð- herra, sagði „skelfilega margt líkt“ með sprengjunni, sem sprakk í Port Royal-stöðinni og sprengjum, sem alsírskir hryðjuverkamenn notuðu í herferð gegn frönskum stjórnvöld- um í fyrra. Eini munurinn er sá, að sögn blaðsins Le Monde, að nú var notuð rafeindaklukka af eldavél til þess að gangsetja sprengjuna en í fyrra voru notaðar upptrekkjanlegar vekjaraklukkur. Að öðru leyti voru þær eins; sprengiefninu og nöglum var komið fyrir í gashylki. Grunur leikur á, að alsírskir hryðjuverkamenn hafi staðið á bak við tilræðið, rétt eins og í fyrra. Þá voru að verki Hersveitir íslams (GIA), hryðjuverkasamtök alsírskra strangtrúarmanna, sem beijast gegn herstjórninni í Alsír er frönsk stjórnvöld hafa veitt stuðning. Gæsla var enn aukin á lestar- stöðvum víðs vegar um Frakkland, landamærum, við opinberar bygg- Reuter FRANSKUR lögreglumaður skoðar í tösku lestarfarþega á járnbrautarstöðinni í Marseille í gær og allt í kring standa hermenn með sjálfvirk skotvopn. ingar og á götum úti í gær til þess að reyna koma í veg fyrir frekari tilræði fyrir jól. í þessu skyni höfðu 1.870 hermenn og 1700 þjóðvarðl- iðar verið kallaðir út til aðstoðar lögreglu, þar af 800 í París. Skyndi- skoðanir voru framkvæmdar á göt- um úti í París þar sem skilríki bíl- stjóra og samferðamanna þeirra voru könnuð. ítölsku blöðin La Stampa og Corriera della Sera slógu því upp í forsíðufyrirsögnum, að tilræðis- mennirnir í París hefðu undirbúið ódæðið á ítah'u og farið þaðan til . frönsku höfuðborgarinnar. Sögðu blöðin, að franskir leyniþjónustu- 1 menn hefðu fengið vísbendingar um | það í síðasta mánuði, að átta manna tilræðishópur væri á leið til Frakk- lands frá Ítalíu. Ráðabrugg Richards Nixons frá 1971 afhjúpað Hugðist greiða Jackson fyrir forsetaframboð Richard Jesse Nixon Jackson Washington. The Daily Telegraph. KOMIÐ hefur í ljós að Richard Nix- on, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ræddi við aðstoðarmenn sína um að reyna að fá blökkumannaleiðtog- ann Jesse Jackson til að gefa kost á sér í forsetakosningunum árið 1972 til að dreifa atkvæðum demó- krata. í því skyni hugðust þeir leggja fram fimm milljónir dala, sem svarar 330 milljónum króna, í kosningasjóð Jacksons. Þeir ráð- gerðu jafnvel að greiða honum 10.000 dali, jafnvirði tæpra 670.000 króna, fyrir hvert prósent sem hann fengi í kosningunum. Þetta kemur fram í segulbands- upptökum sem gerðar voru opinber- ar í Washington nýlega. Nixon sýndi hugmyndinni mikinn áhuga. „Takið þetta til umræðu - nei, ekki umræðu, komið þessu í fram- kværnd," sagði forsetinn á fundi með aðstoðarmönnum sínum í Hvíta húsinu 14. september 1971, níu mánuðum fyrir innbrotið í höfuð- stöðvar landsnefndar Demókrata- flokksins. Það mál varð forsetanum að falli árið 1974. Hugðust blekkja Jackson H.R. Haldeman, skrifstofustjóri forsetans, lagði til að reynt yrði að blekkja Jackson og telja honum trú um að þúsundir blökkumanna vildu að hann byði sig fram. Birt yrði auglýsing í dagblöðum þar sem óskað yrði eftir fjárframlögum í kosningasjóð hans. „Við þurfum að útvega gamla dollaraseðla.. sem líta þannig út að halda mætti að fólkið hafi spar- að þá alla ævina,“ sagði Haldeman. „Við látum þá streyma inn, dollar á mann frá 4-5.000 manns víðs vegar um landið. Við gerum þetta þrisvar eða fjórum sinnum og Jesse Jackson sannfærist um að fólkið vilji að hann verði forseti. Kyndum undir eigingirni hans ... og ekkert getur þá stöðvað hann.“ Aðstoðarmenn forsetans létu þó ekki verða af þessum áformum. Aðspurður um upptökuna sagði Jackson að repúblikanar hefðu beitt bellibrögðum til að minnka vægi atkvæða blökkumanna í forseta- kosningunum 1968. „Þeir gætu hafa haft þessi svívirðilegu áform til að að dreifa atkvæðum demó- krata 1972, en auðvitað áttum við ekki hlut að máli.“ Stefndu að stórsigri Markmið Nixons og ráðgjafa hans var að tryggja honum stórsig- ur í kosningunum, helst jafn mikinn og sigra Franklins D. Roosevelts árið 1936 og Lyndons Johnsons 1964. Nixon hafði unnið nauman sigur á Hubert Humphrey árið 1968 og vildi ekki heyja tví- sýna kosningabaráttu aftur. Þótt Nixon félli frá áformunum vann hann einn stærsta sigurinn í sögu forsetakosning- anna í Bandaríkjunum. Þegar umræddur fundur var haldinn í Hvíta húsinu virtist þó stefna í erfiða kosn- ingabaráttu. Líklegt forsetaefni demókrata, öldungadeildarþing- maðurinn Edmund Muskie, stóð vel að vígi á þessum tíma og búist var við að George Wallace, ríkisstjóri í Alabama, myndi gefa kost á sér að nýju sem óháður. í kosningunum 1968 hafði hann fengið níu milljónir atkvæða hægrimanna. Svo fór þó að Muskie dró sig í hlé eftir að hafa tárast á fundi í forkosningabaráttunni og Wallace lamaðist þegar reynt var að ráða hann af dögum í Maryland. Óeining ríkti meðal demókrata vegna stríðs- ins í Víetnam og öldungadeildar- þingmaðurinn George McGovern, sem varð forsetaefni þeirra, reynd- ist ekki öflugur frambjóðandi vegna frjálslyndra viðhorfa hans. Discovery-sjónvarpsstöðin Boða samstarf við BBC Singapore. Reuter. FULLTRÚAR sjónvarpsstöðvar- innar Discovery Communicat- ions, sem rekur Discovery Channel, skýrðu frá því í gær að stöðin hygðist hefja samstarf við BBC í Bretlandi um þátta- gerð og rekstur nýrra rása. Discovery og BBC eru m.a. þekktar fyrir vandaða þætti um umhverfismál og villt dýr. í yfir- lýsingu stöðvarinnar segir að ákveðið hafi verið að nota sem svarar 33 milljörðum króna til að fjármagna samvinnu við BBC Worldwide og nýju rásirnar yrðu í Bandaríkjunum og fleiri lönd- um. Mun Discovery annast fjár- mögnunina en stöðin fær að- gang að geysimiklu þáttasafni BBC. Fá landvist á N or ður löndnm Hrakningar 108 flóttamanna frá Mið- austurlöndum loks á enda Stokkhólmi. Reuter. DANIR, Finnar, Norðmenn og Svíar hafa ákveðið að binda enda á tveggja ára hrakningasögu 108 flóttamanna frá Miðausturlöndum og veita fólkinu dvalarleyfi í lönd- um sínum. Fólkið dvelst nú í flótta- mannabúðum í Lettlandi og hafa nokkrir menn, sem sloppið hafa þaðan, gagnrýnt mjög aðstæðurn- ar sem það býr við, þar sé kalt og skortur á mat og lyíjum. Sænskur embættismaður sagði að reynt yrði að tryggja að fólkið kæmist til Norðurlandanna fyrir jól. Flóttafólkið er flest frá Irak og fór um Moskvu til Eystrasaltsríkj- anna í von um að komast til Norðurlanda þar sem margt af því á ættingja. Sumt af fólkinu segist hafa greitt allt að 150.000 krónur fyrir aðstoð milliliða við ferðina en rússneska lögreglan segir að mafíusamtök græði stórfé á slíkri starfsemi. Skip, er fólkið hugðist fara með frá Riga í Lett- landi til Svíþjóðar, strandaði á lít- illi eyju við Eistland. Hófst þá mikið taugastríð í 16 daga er Lettar reyndu að senda fólkið með lest aftur til Rúss- lands. Rússar neituðu að taka við því, sögðu að til þess bæri þeim engin lagaleg skylda og auk þess hefðu þeir engin efni á að taka við flóttamönnum. Lestin ók því fram og aftur allan tímann með fólkið en í hópnum eru allmörg börn. Ákváðu Lettar loks í apríl í fyrra að leyfa fólkinu að setjast að í gömlum fangabúðum þar sem það er enn. Uppgj^fahorformgjar nokkurra þjóða Kjarnavopnin verði upprætt Washington, London. Reuter. FYRRVERANDI herforingjar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk- landi og Rússlandi hvöttu til þess í gær og fyrradag, að horfið verði frá kjarnorkuvörnum. William Perry, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði útilokað að ræða frekari fækkun kjarnavopna fyrr en rússneska þingið hefði staðfest Start-2 samkomulagið um tak- mörkun langdrægra kjarnaflauga. Að minnsta kosti 60 herforingj- ar, sem komnir eru á eftirlaun, rit- uðu undir yfirlýsingu, sem kennd er við Lee Butler, bandarískan hershöfðingja, sem var yfirmaður kjarnorkuherafla Bandaríkjanna á tímum Kalda stríðsins og þar til fyrir tveimur árum. Hefði það kom- ið í hans hlut að fyrirskipa kjarn- orkuárás á Sovétríkin hefði sá val- kostur verið notaður. Einnig stend- ur Andrew Goodpaster, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) 1969-74, að yfirlýsing- unni. Meðal erlendra herforingja sem rituðu undir skjalið er Alexander Lebed, fyrrverandi yfirmaður rúss- neska öryggisráðsins. Michael Carver, lávarður og hermarskálk- ur, fyrrverandi yfirmaður breska heraflans, tók undir yfirlýsingu herforingjanna í gær, og sagði að aldrei hefði gefist betra tækifæri en nú til að uppræta kjarnavopn. ) > I. i i i fc t i I 1: i i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.