Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eðalskart/skúlptúr us r og HÖNNUN G u 11 s m i ö j a llansínu Jcns SKART/SKÚLPTÚR Hansína Jensdóttir, Ragnhildur Stef- ánsdóttir. Opið fi'á 10-18 virka daga og 10-14 laugardaga. Til 15. desem- ber. Aðgangur ókeypis. LIST skartsins er jafn gömul mannkyninu og sækir stíft fram í heiminum um þessar mundir, er vottur vaxandi áhuga á að styrkja ímynd sína, hverfa ekki inn í fjöld- ann. Og þó það eigi sem fyrrum einkum við um kvenþjóðina hefur skrautgirni einnig aukist meðal karlpeningsins. Þetta hefur hleypt nýju lífi í skartgripaiðnaðinn og þá ekki síst gull og silfursmíði, og framsæknir hönnuðir á sviðinu rembast eins og ijúpan við staurinn við að jarðtengja þróunina með nýjum ferskum og djörfum hug- myndum. Menn ræða um endur- reisn skartsins og velta fyrir sér möguieikum þess á nýju árþúsundi og hér eru einstaklingseinkennin, frjáls listræn mótun, stílbrögð, kímni og stöðutákn meginþættirnir. Þetta allt eða með áherslu á ein- hvern þeirra. Ekki er laust við að rýnirinn hafi orðið var við þróunina á flakki sínu milli heimsborganna, ekki ein- ungis á hönnunar- og listiðnaðar- söfnum heldur einnig á virðulegum listasöfnum, þar sem skartið veitir svipmiklum listaverkum á veggjum og gólfi á stundum umtalsverða samkeppni. Bæði í formi sýningar- gripa sem utan á þeim mörgu fögru og þokkafullu fljóðum á öllum aldri er reika þar um ganga og sali. Það fer eðlilega saman að hafa tilfinn- ingu fyrir sjónrænum lifunum allt um kring og að vera umhugað um útlit sitt og persónu. Þannig er áberandi hve hugmyndaríkari og smekklegri róðumar eru innan veggja safna en utan. Kannski er hér fundin ein ástæða þess, að rýn- inum er svo umhugað að komast inn fyrir dyr þeirra! Auðvitað er það eftir öðru að þróunin hefur borist til útnorðurs- ins, um það em nokkur sallafín verkstæði sem hafa verið opnuð hér í borg á undanförnum árum til vitn- is. Menn hafa vitað af athöfnum Hansínu Jensdóttur bæði úr nálægð og fjarlægð, því hún hefur bæði unnið á verkstæði föður síns sem tekið virkan þátt í ýmsum mótunar og rýmisathöfnum. Síðasta afrek hennar var að opna fyrir skömmu verzlun, verkstæði og listhús að Laugavegi 20 b, Klapparstígsmeg- in. Er þar til sýnis fjölþætt skart sem hún hefur lagt hönd að og sem ber í senn vott um fijótt ímyndunar- afl og þroskaða sköpunargáfu. Hönnun sjálfs húsnæðisins er saga út af fyrir sig, því hér jaðrar við að meistaralega sé að verki staðið, jafn vel og tekist hefur að samræma gamalt og nýtt og skapa sérstætt andrúm. Og sjálf fjölþætt hönnun skartsins er hér í góðu samræmi og jafnvel þótt byggt sé á hefð- bundnum grunni er oftar en ekki vikið úr leið af áberandi ríkri form- kennd. Jafnfram er lítill sýningar- salur í afmörkuðu horni og aflöngu rými inn af verzluninni og þar sýn- ir fram eftir desembermánuði Ragnhildur Stefánsdóttir nokkur skúlptúrverk úr gúmmíkenndu efni sem mikið er í náðinni meðal nýlist- arfólks heimsins nú um stundir. Ragnhildur er meðal okkar fram- sæknustu rýmislistamanna og er vakandi fyrir hræringum að utan svo sem framkvæmdir hennar á vettvanginum eru til vitnis um. Verkin í listahorninu eru svo líkust framhaldi af síðustu sýningu henn- ar í Nýlistasafninu. Þetta eru tvö sjálfstæð verk „Hjartalag" og „Náttúruleg til- brigði" og segja nöfnin nokkuð um formanir þeirra, þau falla jafnframt fagurlega að rýminu sem umlykur þau, eru í takt við hjartasláttinn að baki vinnubragðanna og þau náttúrulegu tilbrigði sem eru aðal skartsins. . . Bragi Asgeirsson Ljósmyndasýning Morgunblaðsins NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATNAJÖKLI í\r CI/ni\ADÁDC AKini EldgosiðíVatnajökliíoktóberog Uvi 3lVtltlAKAK2>ANUI hlaup á Skeiðarársandi í byrjun nóvember eru meðal mestu náttúru- hamfara á íslandi á þessari öld. Á svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki á Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði sem olli einstakiingum og fyrirtækjum á sunnan- og austanverðu landinu miklum óþægindum. Ljósmyndarar Morgunblaðsins fylgdust vel með náttúruhamförunum og í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefúr verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem telcnar voru þar. Sýningunni lýkur í dag kl. 18. Allar myndimar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN EITT verkanna á sýningunni. Morgunblaðið/Golli Ást á blómum LIST OG HÖNNUN II o r n i ð MÁLVERK Elínrós Eyjólfsdóttir. Opið alla daga frá 11-23.30. Til 11. desember. Aðgangur ókeypis. „BERGMÁL blóma“ nefnir Elín- rós Eyjólfsdóttir sýningu sína í list- húsinu Horninu í Hafnarstræti 5, þar sem hún sýnir 16 myndverk sem eru nær öll máluð í akríllitum. Telst réttnefni, því öll er sýningin vígð hrifningu hennar og ást á blómum. Jafnframt er sýningin eins konar bergmál hinnar miklu amerísku listakonu Georgíu O’Keeffe. Aðal- lega vegna þess að Elínrós leitar á mið sömu myndefna, sem ætti þó að vera frágangsök, því ekki sér maður betur en að hið sama sé gert allt um kring. Einnig í fram- sæknum núlistum, en nefnist þá frumleiki og að vera virkur í sam- tímanum. Meginveigurinn í myndheimi El- ínrósar er þó annar en fyrirmyndar- innar, sem er hrifningin af hinu skreytikennda og hin mikla ánægja sem hún hefur af því að mála, og svo er hún af öðrum árgangi og að baki lifana hennar annað um- hverfi og annað sjónarhorn. Fyrir margt var Georgía að mála frá sér þjáningar sínar og vonbrigði yfir því að fá ekki að ala barn, sem hún á að hafa þráð. En hinn strangi eiginmaður, hinn frægi ljósmyndari Alfred Stieglitz, aftók það með öllu að sagt var, hann vildi eiga hana einn og þau skyldu bæði listinni vígð. Hinar fögru framúrskarandi vel máluðu myndir Georgíu voru þann- ig sagðar afhjúpa löngun hennar til að eignast barn og sumir listrýn- endur sáu jafnframt í þeim ungæð- islega kynóra og enn öðrum þóttu þau full skreytikennd, burtséð frá hinu listræna innihaldi. Fyrir nútímamanninn, sem hrær- ist í allt öðrum myndheimi, er afar erfitt ef ekki útilokað að sjá vott af nokkru ósiðlegu í myndum Ge- orgíu, og það eru einmitt sköp blóm- anna, sem frá upphafi vega hafa vakið hjá manninum ómældan sjón- rænan unað. Elínrós er hins vegar bersýnilega upptekin af hinu hreint skreyti- kennda og formræna í blómunum, er að tjá gleði sína og hrifningu yfir návist þeirra sem hluta sköpun- arverksins. Gengur af mikill ein- lægni til verks en skortir hinn mikla aga og ströngu samfelldu skólun sem var grunnurinn að verkum Georgíu. Þannig eru myndir Elín- rósar eðlilega lausari í sér form- rænt séð og hvorki jafn þaulhugsað- ar né þaulunnar. Eru líkastar ástar- játningu til ytri byrði blómanna og þeirrar form- og litrænu fegurðar er frá þeim stafar. Lífrænn kraftur- inn eru bestu eigindir þeirra svo sem helst sér stað í myndunum „Orku- blómið“ (5), „Seiður“ (10) og „Hringrás" (16). Olíumálverkið „Seiður“ virkar áberandi efnis- kenndust og safaríkust og koma þar vel fram eigindir olíunnar og yfirburðir. Bragi Ásgeirsson ------------- Skúlptúrsýning Guðbjargar framlengd SKÚLPTÚRSÝNING Guðbjargar Hlífar Pálsdóttur í Listasafni Kópa- vogs, sem var opnuð 16. nóvember sl. hefur verið framlengd til 15. desember. Þetta er önnur einkasýn- ing Guðbjargar Hlífar. Öll verkin á sýningunni eru unnin úr birkikros- sviði og járni. TOSHIBA myndbandstækin með Pro-Di'um myndhausnui eru bylting frá eldri gerðum. 40% færri hlutir, minni bilunartíðni, skarpari mynd. Toshiba PtO-Drum nr 1 á topp 10 lista What Video. Verð frá kr. 38.6 W stgr. Y \ O O Ö ~ ^ t.ju.f'Ut III' EinarFarestveit&Co.hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.