Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 37 Frábær saga! BOKMENNTIR Unglingasaga SALTFISKAR í STRIGASKÓM Höfundur: Guðrún H. Eiríksdóttir Kápuhönnun: Jón Ágúst Páhnason. Prentvinnsla: Oddi hf. Útgefandi: Vaka-Helgafell hf. 1996 - 174 síður. ÍSLENZK fjöl- skylda heldur til ársdvalar í Portúgal, Casa Madeira. Faðir- inn, Reynir, hafði tek- ið að sér að hagræða í rekstri verksmiðju sem vann fisk í neyt- endaumbúðir, kona hans, Gerða, og börn þeirra tvö, Hildur og 01i,_ voru með í för. Oli, strákur á ferm- ingaraldri, segir sög- una, sannarlega við- burðaríka og spenn- andi. Strax, þá flugvél er lent, birtist honum heimur ólíkur öllu er hann áður þekkti: Hér er það hiti og þurrkur er áhyggjum valda, ekki kuldi og hríð; húsið, sem þeim er fengið sem bólstaður, er ekki eins og venjulegt hús, heldur höll; í skjóli skuggans læðast næturdýr með eitur í biti eða stungu; hér eru börn, til dæmis Emily og Adele, sem njóta alls þess er mennt og auður geta veitt barni til leiks og þroska; þarna er líka Paolo, feiminn, hræddur snáði, með skyldur fullorðinna á herðum. Móðurlaus býr hann með drykk- felldum föður, í skúrræfli, hjá veikburða afa, og vizkan hans er drengnum sá skóli er hann þekkir merkastan. Paolo er fangi fátækt- ar, en Óli kynnist því, að hinir ríku lokast oft inni í búri líka. Þann fróðleik færir honum Priscilla, dóttir auðkýfinga, sem verða að láta vakta barn sitt dag og nótt. Þessir krakkar verða vinir Ola og margt bralla þau saman. Með hjálp Paolos kynnist Óli sígaunum, útlendingum í eigin landi. Foringi hópsins, Zepp, verð- ur þeim vinur, bjargar meira að segja þeim og Hildi undan pjakkn- um Nuno og hyski hans. Sígauna- kerling spáir í lófa strákanna, öðr- um undurfagurri draumadís (Óla), hinum (Paolo) bráðum lífsháska og það í tví- gang. Rugl sögðu ein- hvetjir, en sannspá reynist kella. Eg ræni ekki les- endur spennu sögunn- ar með því að tíunda frekar, en _það er víst, að annar Óli en sá, er kvaddi vin sinn Krumma fyrir ári, heilsar honum á ný. Guðrún segir sögu mjög vel, nálgast hratt listavel. Aðeins meiri slípun, og þá er allt í höfn. Dæmi: . . . heill hellingur (88); verk- smiðjur framleiða ekki fisk, heldur vinna úr (6). Höfundur kann að hlaða sögu sína spennu eftirvænt- ingarinnar, svo þú leggur bókina ekki frá þér, fyrr en lesin er öll. Guðrún kann líka að fræða lesand- ann, bendir honum á ólík lífsvið- horf; ólík kjör; ólíkt gildismat, predikar ekki, - lætur lesanda eftir að draga af lærdóm. Hún þarf ekki byssuhvelli og gervifólk tölvu- og kvikmyndaleikja, til þess að gera sögu áhugaverða, nei, at- burðarás dagsins,- ævintýrið líf er henni nægur efnisbrunnur. Prentverk allt til mikils sóma, eg nenni ekki að minnast á „errið“ er stalst af síðu 103. Þroskandi, spennandi unglinga- saga. Sig. Haukur Guðrún H. Eiríksdóttir Nýjar bækur Undrun og óhugur KOMIN er út bókin Galdur á brennuöld eftir Matthías Viðar Sæmundsson en í henni eru galdramál sautjándu aldar dreg- in fram í dagsljósið og þeim lýst frá ýms- um sjónarhornum. í kynningu útgef- anda segir: „Fáir at- burðir í sögu íslensku þjóðarinnar hafa vak- ið meiri foi"vitni, undr- un og óhug nútíma- fólks en galdrabrenn- urnar. Hér er hulunni flett af þessu dulúð- Matthías Viðar Sæmundsson uga tímabili, ljósi varpað á töfrafólkið, kver þess og táknstafi og vikið að goðsögu- legum tengslum galdrarúna, vægðar- lausum brennudómum og skringilegum hýð- ingum.“ Birtar eru myndir af galdrastöfum úr gömlu handriti og þeir skýrðir. Storð gefur bókina út. Bókin er 128 bls. og prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Verð 1.460 kr. í Lystadún-Snæland færáu góáa jólagjöf fyrir ])i£ og aára. Dúnlúx springdýnurúmin frá Lystadún-Snæland eru meá mjög vönduáu tvöföldu gormakerfi og Jjybkum svampi eáa latexi á svefnflötum. Viá kjóáum margar geráir og stæráir. Verá viá allra hæfi. du „lirúgöld“ meá litríku áklæái Barnaleikföng karnaliúsgögn og kin sívinsælu LATEXDYNUR Margar geráir af latexd’ Mýkja dynuna og gæla viá þig, ]jó aá enginn lýnum. hreinasta keilsulind f' ar í urvali Skútuvogi 11* Sími 568 5588 og 581 4655 síður nar i eru í... símaskránni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.