Morgunblaðið - 06.12.1996, Side 43

Morgunblaðið - 06.12.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 43 AÐSEIMDAR GREINAR Nýtt lífeyriskerfi ríkisins Jón Erlingur Þorláksson ÞAÐ voru mikil tíð- indi að fulltrúar ríkisins og ríkisstarfsmanna hefðu orðið sammála um endurskipulagningu líf- eyrismála. Nú var komið annað hljóð í strokkinn eftir harðar deilur um þessi efni fyrir nokkrum mánuðum. Von margra glæddist er þeir heyrðu fréttina að samkomulagið mundi stuðla að eindrægni með- al þjóðarinnar fremur en sundrungu. Það gat gerst á þann hátt að nýir starfsmenn ríkisins gengju í almennan lífeyr- issjóð með 10% iðgjaldi. Til eru langreyndir og þrautreiknaðir sjóðir af því tagi, og standa vel. Ríkis- starfsmenn mundu að sjálfsögðu öðl- ast áhrif í sjóði sem þeir gengju til liðs við. Þeir gætu einnig stofnað nýjan sjóð með svipuðum reglum og almennir sjóðir. Lág laun hafa lengi verið einhver helsta meinsemd í þjóðfélaginu, ekki síst meðal opinberra starfsmanna. Föstu launin eru svo lág að fjölskyld- ur geta ekki lifað af þeim, en verða að bjarga sér með mikilli yfirvinnu, þar sem það er hægt. Þetta kemur niður á börnum, skólastarfi og heilsufari, svo að eitthvað sé nefnt. Má mikið vera ef slakur árangur skólanemenda stafar ekki meðfram af þessari ástæðu. Nei, því er verr, tillögurnar vísa ekki í átt til sátta um lífeyrismál eða hærri launa. Þær fela það í sér að stofnuð er ný deild í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, A-deild, sem nýir starfs- menn verða aðilar að. í raun er þetta nýr sjóður, því að fjárhagur hans er aðskilinn frá afganginum af sjóðn- um. Iðgjald verður 15,5% í upphafi, 4% frá starfsmanni og 11,5% frá vinnuveitanda. Iðgjald vinnuveitand- ans breytist síðan eftir því sem út- reikningur sýnir að þörf sé á til þess að A-sjóður eigi fyrir skuldbinding- um á hveijum tima. í þessu felst að vinnuveitandi (ríkið) ber ábyrgð á A-sjóði. Abyrgð ríkisins getur átt eftir að taka á sig grófa mynd. Setjum svo að skuldbinding sjóðsins og sjóðseign hafi vaxið upp í 100 milljarða króna og árlegt iðgjald sé 4 milljarðar. Það getur orðið eftir 2-3 áratugi, því að þessi sjóður vex hratt og verður tröll- aukinn að stærð. Lífeyrisgreiðslur úr honum verða litlar fyrstu áratugina. Þá gerist það að meðalævi, sem reikn- að er með við úttekt sjóðsins, lengist. Það getur orðið vegna þess að meðal- ævi landsmanna lengist almennt, en einnig gætu menn komist að þeirri niðurstöðu að nota verði reynslu sjóðsins sjálfs um ævilengd við uppgjör hans í stað þess að miða við reynslu af þjóðinni allri, eins og nú er gert. Gerum ráð fyrir að skuld- bindingar sjóðsins aukist um 10% af þessari orsök, sem vel kann að verða, því að lífeyrissjóðir eru viðkvæmir fyrir breyting- um ævilengdar. Þá hækka skuldbindingar hans um 10 milljarða í einu vetfangi, eða um 2‘A ársiðgjald. Þetta verður Ábyrgð ríkisins, segir Jón Erlingur Þorláks- son, getur átt eftir að taka á sig grófa mynd. ríkið að reiða fram á einu ári ef farið er eftir orðum frumvarpsins, því að engin regla er um að dreifa megi hækkun á fleiri ár. Stökk í skuldbindingum sjóðsins geta orðið af fleiri ástæðum en breyt- ingu ævilengdar. Vextir gegna lykil- hlutverki. Allir útreikningar nú byggj- ast á 3,5% vöxtum, sem ekki er hátt við núverandi aðstæður. En það er kunnugt að miklar sveiflur verða á fjármagnsmarkaði. Hrunið mikla í Bandaríkjunum árið 1929 er ekki eina dæmið. Menn geta átt eftir að standa frammi fyrir því einhvern tíma að 3,5% vextir séu óraunhæfir, en 2% nær lagi. Slík breyting mundi hafa enn meiri áhrif á stöðu sjóðsins held- ur en ævilengdin. Ríkisábyrgðin bætist ofan á annað þegar borin eru saman kjör í hinum nýja A-sjóði ríkisins og almennum lífeyrissjóðum. Ríkið hlýtur að verð- leggja þann þátt, beint eða óbeint. Það er að mínum dómi röng stefna að ætla sér að fullnægja ýtrustu þörfum fólks fyrir tekjur á efri árum með skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda. Hollara er að treysta að hluta til á framtak einstaklinganna sjálfra, hvetja þá til þess að eignast hús- næði, hlutabréf og aðrar eignir til að hafa upp á að hlaupa. Höfundur er tryggingafræðingur. HVAÐ ER Hornitex? ÞÝSKAR ÞILPLÖTUR GÆÐAVARA í STÍL Fyrirliggjandi Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 /568 6100 auglýsingar I.O. O.F. 12 = 1781267V2 l.O.O.F. 1 = 178126872 = 9.0.* Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 Föstudagur 6. des. 1996 í kvöld kl. 21 heldur Jón Ellert Benediktsson erindi, „Boðskap- ur jólanna", í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu kl. 15.30. Á fimmtudögum ki. 16-18 er bókaþjónusta félagsins opin með mikið úrval andlegra bók- mennta. Hugleiðslustund með leiðbeining- um er á sunnudögum kl. 17-18. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 8. des. kl. 13.00 Hafravatn - Reykjaborg Kvöldvaka með suðrænum blæ verður á miðvikudagskvöldið 11. des. kl. 20.30 í Mörkinni 6. Þar mun Haukur Jóhannesson sýna myndir og segja frá Hawaii og þau Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari, og Páll Eyjólfsson, gítarleikari, munu flytja ítalska tónlist. Allir velkomnir. Eignist nýja fræðsluritið um Hengilssvæðið á kr. 1.900 (félagsverð kr. 1.500). Tilvalið c jólapakkann. Fæst á skrifstof- unni og í helstu bókaverslunum. Pantanir í áramótaferðina 31/12-2/1 óskast staðfestar strax. Ferðafélag íslands. Pýramídinn - andleg miðstöð Jólaaðventudagar í Pýramídanum Helgina 7.-8. des. verður opið hús í Pýramídanum frá kl. 10-17 báða dagana. Fólki gefinn kostur á að kynnast starfsemi Pýramíd- ans. Starfsfólk kynnir störf sín gestum að kostnaðarlausu. Einnig verða kynningar- og sölu- básar frá einstaklingum og bóka- útgefendum. Kaffi, kökur, sælgæti o.fl. verður .á boðstólum. Aðgangseyrir 500 kr. Dugguvogur 2. Símar 588 1415 og 588 2526. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Tónleikar tileinkaðir syrgjendum og öðrum þeim, er eiga um sárt að binda, verða í húsnæði Sjálfeflis, Nlý- býlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sunnudaginn 8. desember kl. 17.15. Þema tónleikanna verður um- hyggja og huggun. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son flytur hugleiðingu. Einsöngvarar verða: Björk Jóns- dóttir, Jón Þorsteirisson og Signý Sæmundsdóttir. Undirleikari: Gerrit Schuil. Ef þér líður illa, einhverra hluta vegna, kíktu þá til okkar á sunnu- daginn. Hver veit nema söngur þessarra frábæru söngvara geti mildað líðan þína. Verð kr. 700. Veitingar. Kristín Þorsteinsdóttir, Sigrún Olsen. HAPPDRÆTTI ae Kr. Vinningaskrá 29. útdráttur 5. des. 1996 Ibúðarvinningur 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 31001 Kr. 100.000 3001 Ferðavinningar _______Kr. 200.000 (tvöfaldur) 46817 70402 75264 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.0 00 (tvöfaldur) 128 14576 22364 34256 43331 64511 2638 19744 23390 43067 62216 64904 Kr. Húsbúnaðarvinningar 10.000 Kr. 20.000 ( 120 9198 19259 32821 44168 54367 63374 71876 160 9299 20707 34155 45140 54746 64306 72092 649 9761 20974 34976 46134 54835 64360 72126 1513 10461 21250 34993 46723 55052 64784 72202 1644 10757 21406 35193 46749 55269 65126 72754 2116 11062 22095 35426 46900 55345 65705 73323 2201 11337 22123 35554 47381 55506 65771 73795 2591 11439 22420 35672 47385 56006 65829 74082 3129 11743 22478 36101 47479 56420 66342 75097 3299 11820 23517 36219 47528 56520 66799 75315 3332 11860 24549 36756 47549 57038 67117 75546 3336 11906 25380 37014 48376 57056 67282 75825 3920 11949 25684 38000 48422 57218 67433 75908 4072 12065 25955 38059 48510 57255 67475 76499 4109 12528 25958 38151 49168 57721 67757 77054 4362 12897 27391 38490 49250 58184 68154 77116 5175 13524 27454 38517 49392 58444 68259 77197 5180 14443 27723 38738 49430 59025 68862 78004 5710 14629 27789 40618 49782 59028 69116 78216 5812 15159 28677 40893 50058 59538 69188 78442 6084 15162 29014 40948 50410 59635 69262 78566 6144 15778 29978 41493 51374 61189 69486 78595 6175 16029 30409 41966 51490 61654 69939 78633 6180 16151 30654 42189 51733 61754 70061 78700 6213 16380 31027 42368 51989 61770 70097 78778 7109 17655 31093 42491 52653 62212 70311 79203 7275 17889 31157 42704 53159 62304 70323 79592 8271 18080 31372 43815 53327 62458 71028 79910 8308 18560 31527 43851 54203 62712 71604 8410 18847 32586 44075 54358 62818 71828 Þú sparar ailt a 6 73% símkostnabar Nú getur þú talað í friði án þess að hafa áhyggjur af svima'ndi háum símareikningum. Ný tækni og þróun símamála markar endalok einokunar símafyrirtækja. Símkostnaður má ekki hindra samskipti okkar og framgang Islands sem fyrirmynd friðar og hreinnar náttúru. Þess vegna býður Friður 2000 allt að 73% ódýrari símaþjónustu. Þú færð einnig internetið, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000. ce^ Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.is/2000 Ýv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.