Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 45

Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 45 AÐSENDAR GREINAR Endurskipulagning í Hveragerði VEGNA fréttar í Morgnnblaðinu 30. nóv- ember sl. undir fyrir- sögninni „Ágreiningur meðai sjálfstæðismanna í Hveragerði, verk- stjórastarf formannsins lagt niður“ vill undirrit- aður koma eftirfarandi athugasemdum á fram- færi í blaði yðar vegna ummæla er höfð eru eftir Birni Pálssyni fyrr- verandi verkstjóra í áhaldahúsi Hveragerð- isbæjar. í fyrsta lagi segir Björn Pálsson: „Bæjar- stjórinn hefur beðið lengi eftir að fá að skrifa þetta bréf. Hann hefur verið að stíga á mig síðan hann kom hér til starfa (hér er átt við bréf þess efnis að staða hans verði lögð niður)“. Fyrrverandi verkstjóri fullyrðir að undirritaður hafi beðið eftir tæki- færi tii að koma sér úr starfi. Þessi fullyrðing er alröng og vill undirrit- aður benda á að það er meðal ann- ars hluti af starfi bæjarstjóra að taka þátt í og stýra hagræðingu á vegum Hveragerðisbæjar. Undirrit- aður hefur tekið þátt í margvíslegum hagræðingaraðgerðum hjá Hvera- gerðisbæ eftir að hann kom til starfa í júní 1994 og það er öllum ljóst að slíkt er ekki til vinsælda fallið. Með- al annars voru allar ræstingar á vegum Hveragerðisbæjar end- urskipulagðar á árinu 1995 og snertu þær aðgerðir fjölda starfs- manna. Flestir ef ekki allir eru sáttir við þá uppstokkun. Á síðasta ári var jafnframt starf- semi íþróttamann- virkja (sundlaug og íþróttahús) stokkuð upp, komið var á vaktakerfi og fyrir- komulagi ræstinga breytt. Að þessu sinni var einfaldlega komið að uppstokkun í áhaldahúsi. Bæjarstjórn Hveragerð- is hefur unnið markvisst að því að hagræða og endurskipuleggja í rekstri bæjarins þannig að bæjarfé- lagið geti verið samkeppnisfært við önnur bæjarfélög, ef svo má að orði komast. Veita þarf þjónustu í takt við nágrannabyggðarlögin og sveit- arfélögin á suðvesturhorninu, einnig þarf framkvæmdastigið að vera það sama, þ.e. ekki dugar að bjóða upp á götur án bundins slitlags o.s.frv. Til þess að ná settum markmiðum þarf að ríkja agi og aðhald í rekstri sveitarfélagsins. í öðru lagi segir Björn Pálsson: „Það eru læti í pólitíkinni hjá okkur. Eg er yfírlýstur andstæðingur þessa Fleiri en einn mögu- leiki í heildaruppstokk- un var skoðaður, segir Einar Mathiesen í athugasemd. samstarfs og þar með allra bæjar- stjórnarfulltrúa, sem allir sam- þykktu þetta undir yfirskini skipu- lagsbreytinga o.s.frv. .. Fyrrverandi verkstjóri lætur í veðri vaka að starf hans hafi verið lagt niður vegna þess að hann hafi aðrar skoðanir en bæjarfulltrúar. Þessi fullyrðing hans er fráleit og stenst engan veginn og virðist hafa þann tilgang einan að gera bæjar- fulltrúa ótrúverðuga. Skipulags- breytingar í rekstri áhaldahúss og garðyrkjudeildar Hveragerðisbæjar hafa haft langan aðdraganda eða allt aftur til marsmánaðar 1995. Það var síðan 28. nóvember sl. að endan- leg framkvæmdaáætlun vegna end- urskipulagningar rekstrar áhalda- húss og garðyrkudeildar var staðfest í bæjarstjórn eftir að hafa verið til ítarlegrar umfjöllunar og umræðu hjá bæjarfulltrúm í 4-5 vikur. Fleiri en einn möguleiki í heildaruppstokk- un var skoðaður, meðal annars var skoðaður sá möguleiki að leggja Einar Mathiesen áhldahúsið alfarið niður í núverandi mynd, selja vélar og tæki og losa þar með um umtalsvert íjármagn. í stað þess að bæjarfélagið væri að reka áhaldahús, vélar og tæki yrði samið við verktaka sem myndu ann- ast verkin undir eftirliti umsjónar- manns verklegra framkvæmda. Þessi leið er vel framkvæmanleg í Hveragerði og hefur m.a. verið farin á Dalvík. Bæjarfulltrúar voru sam- mála um að slík uppstokkun væri stórt skref sem erfitt yrði að stíga til baka ef útkoman yrði ekki í takt við væntingar. Því voru bæjarfulltrú- ar allir sem einn sammála um að styðjast við þær grunntillögur sem ráðgjafarfyrirtækið Rekstur og ráð- gjöf ehf. hafði unnið og miða að því að skila verulegum sparnaði fyrir bæjarsjóð. Breytingarnar á rekstri áhaldahúss og garðyrkjudeildar fela meðal annars í sér eftirfarandi: • Sett verður upp lagerkerfi í áhaldahúsi. • Innkaup og vörunotkun verði skráð í áhaldahúsi jafnóðum. • Ráðinn verði garðyrkjufræðingur eftir áramót, en staðan hefur verið ómönnuð sl. 5 mánuði. • Starfsmannatölfræði verði gerð skilvirkari. • Verkáætlunarfundir verði betur skilgreindir sem og starfshættir þeirra. • Tvær stöður verða lagðar niður, þ.m.t. staða verkstjóra. • Ráðinn verði tæknifræðingur til að annast umsjón verklegra fram- kvæmda. • Einni vélamannsstöðu verði breytt í flokksstjórastöðu. • Vinnutíma starfsmanna verður breytt og bakvaktir veitustofnana. • Skipuriti bæjarins verður breyt m.t.t. breytinga. • Gerðar verða nýjar starfslýsingar fyrir bæjartæknifræðing, umsjón- armann verklegra framkvæmda, flokksstjóra, vélamenn og verka- menn. Ástæður þess að staða verkstjóra er lögð niður eru m.a. þær að fyrir- hugaðar eru verulegar framkvæmdir á vegum bæjarins og veitna. Fyrir- hugað er að ráðist verði í eftirtaldar framkvæmdir á næstunni: Lagt verður bundið slitlag á tvö hverfi þ.e. Lynheiði og Arnarheiði/Borgar- heiði, gera á átak á lagningu gang- stétta. vinna á að lokaframkvæmd- um við grunnskóla, fyrirhugað er að stækka leikskóiann Undraland ef samningar um stofnkostnaðar- framlög ganga eftir, ljúka á framkævmdaáætlun vegna bygging- ar skólphreinsistöðvar og verður vinna við hönnun hafin á árinu 1998, þá er fyrirhugað að hefjast handa við endurnýjun á dreifikerfi hitaveit- unnar. Framkvæmdir verða að mestu leyti unnar af verktökum. Því mun álag á tæknideild bæjarins auk- ast verulega, vegna undirbúnings og eftirlits með framkvæmdum, en umsjónarmanni verklegra fram- kvæmda er ætlað að vera staðgeng- ill bæjartæknifræðings sem jafn- framt er framkvæmdastjóri veitna. Af þessu má sjá að allt tal um „skrípaleik" og ódrengileg vinnu- brögð bæjarfulltrúa og bæjarstjóra eru úr lausu lofti gripnar og er þeim alfarið vísað heim til föðurhúsanna. Hvort að ekki megi gera nauðsyn- legar skipulagsbreytingar í áhalda- húsi og garðyrkjudeild bæjarins af því að fyrrverandi verkstjóri hefur verið formaður Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði um 14-15 mán- aða skeið læt ég aðra um að svara. Höfundur er bæjarstjóri í Hveragerði. Húsverndun í Reykjavík - orð o g athafnir FYRIR skömmu efndi Húsverndarnefnd Reykjavíkur til mál- þings til að ræða nýja stefnumótun borg- arinnar í húsverndar- málum að því er sagði í fundarboði. Þar greindi forseti borgar- stjórnar, sem jafnframt er formaður Hús- verndarnefndar borg- arinnar og formaður Skipulagsnefndar, frá markmiðum og stefnu borgaryfirvalda í mál- efnum elstu borgar- hverfanna og hópur arkitekta sem starfar fyrir borgarstofnanir greindi frá áliti sínu á því hvernig haga beri húsverndun innan Hringbrautar. Fullur einhugur virtist ríkja um þá stefnumótun eða öllu heldur álit sem kynnt var á málþinginu. Engar raddir heyrðust sem gagnrýndu á nokkurn hátt það álit sem kynnt var og enginn hreyfði andmælum. Fáum dögum síðar birtist í sjálfu Morgunblaðinu leiðari þar sem fagnað var þeirri áherslu á hús- verndun í höfuðborginni sem mál- þingið vitnaði um. I þessu samhengi kann að vera gagnlegt að hugsa til þess að bráð- um eru þrír áratugir liðnir frá því sérfræðingar voru fyrst fengnir til þess að gera tillögu að húsverndun í Reykjavík. Árið 1968 lögðu Hörð- ur Ágústsson listmálari og Þor- steinn Gunnarsson arkitekt fram álit sitt á varðveislugildi byggðar í elstu bæjarhlutunum. Tillagan var gerð að ósk borgarstjórnar. Á þeim tíma ríkti svo sannarlega ekki ein- hugur um að okkur bæri að varðveita göm- ui hús. Margir máls- metandi menn voru þeirrar skoðunar að það væri beinlínis æskilegt að afmá sem mest af gamalli byggð, hversu kyndug sem slík afstaða virðist nú á dögum. Engu að síður var áliti Harðar og Þor- steins og tillögum um verndun vel tekið og hliðsjón var höfð af tillögum þeirra við ráðstaf- anir í skipulagsmálum gamla bæj- arins um langt skeið. Þrír áratugir eru senn liðnir og almenningsálitið hefur smám sam- an þroskast og mótast. Nú telja flestir það sjálfsagða siðferðilega skyldu okkar að reyna eftir mætti að sjá til þess að ummerki um sögu borgarinnar varðveitist. Um það er alls ekki lengur deilt. Við vitum þó öll að ekki verður allt varðveitt og því þarf sífellt að fara fram endur- mat á því sem telst mikilvægt. Margar húsakannanir hafa farið fram í Reykjavík síðan 1968, fyrst og fremst á vegum Árbæjarsafns, en einnig á vegum Torfusamtak- anna og nú seinast á vegum Hús- verndarnefndar Reykjavíkurborgar. Smám saman hafa vinnuaðferðir við húsakannanirnar þróast, þeim Gera þarf fjárhagslega eftirsóknarvert, segir Hjörleifur Stefáns- son, fyrir eigendur húsa í gömlu borgar- hverfunum að halda þeim vel við. hefur fjölgað sem þátt taka í gerð þeirra og svigrúm hefur gefist til þess að safna ítarlegri þekkingu og rökstyðja álit betur en áður. í aðal- atriðum hafa niðurstöður Harðar og Þorsteins hlotið hvetja staðfest- inguna á fætur annarri ef svo má segja. Hvert nýtt endurmat á varð- veislugildi byggðarinnar hefur und- antekningarlítið staðfest fyrri nið- urstöður. Af þessu má draga þá ályktun, að á þessu sviði höfum við nokkuð traust land undir fótum. Menn eru í aðalatriðum sammála um hvað beri að varðveita. En þegar litið er til baka og skyggnst eftir aðgerðum til að tryggja sem best varðveislu þeirrar byggðar sem niðurstöður húsakannananna hafa sýnt að er mikilvæg verður hins vegar allt heldur þokukennt. Víst höfum við Húsafriðunarsjóð ríkisins sem er góðra gjalda verður. Honum er einkum ætlað að styrkja eigendur friðaðra húsa til að halda húsum sínum við. Friðuð hús á landinu öllu eru rúmlega 300 talsins og sjóð- Hjörleifur Stefánsson greiðir í Umhverfissjóð Verslunarinnar UMHVERFISSJÓÐUR VERSLUNARINNAR urinn er ekki nógu burðugur til þess að áhrif hans á varðveislu borgarhluta geti orðið umtalsverð. Svo eigum við lánasjóð. Reykjavík- urborg veitir lán til viðhalds og endurbóta á gömlum húsum í borg- inni en lánin eru með svipuðum kjörum og gengur og gerist á al- mennum lánamarkaði og skipta því engum sköpum. Þær ráðstafanir sem fólgnar eru í Húsafriðunársjóði ríkisins og Húsverndarsjóði Reykja- víkurborgar eru því veigalitlar borið saman við umfang þeirrar hús- verndar sem þörf er á í Reykjavík. Það vakti athygli mína að á málþinginu var aðeins fjallað um stefnumótun á vegum borgarstjórn- ar en ekki um stefnu hennar. Með þessu orðavali eru gefin fyrirheit um að stefnumótunin kunni að verða að stefnu, en ekkert er þó um það fullyrt. Með hliðsjón af því hve lengi hefur verið rætt um stefnumótun á þessu sviði (um þrjá- tíu ár) vildi ég nú vekja athygli á því að tímabært sé að taka næsta skref. Enginn yrði sakaður um Jljót- ræði þótt það yrði gert nú. Stjórnvöld borgarinnar geta auð- vitað hvenær sem er gert það álit á húsverndun sem kynnt var á málþinginu að stefnu sinni. Til þess þarf borgarstjórn hins vegar að grípa til athafna og breyta ýmsum aðstæðum. Hún þarf í sem stystu máli að gera fjárhagslega eftirsókn- arvert fyrir eigendur húsa í gömlu borgarhverfunum að halda húsum sínum vel við. Mér virðist óhætt að fullyrða að þegar stjórnendur Reykjavíkurborgar hafa búið svo um hnútana að eigendur húsa gömlu borgarhlutanna sjái sér hag í því að meðhöndla húsin sín sem menningarminjar sé hægt að tala um verndunarstefnu borgarstjórnar - fyrr ekki. Álit starfsmanna borg- arinnar eða sérfræðinga á hennar vegum á húsverndun, eða jafnvel álit einstakra ráðgjafarnefnda borgarstjórnar jafngildir alls ekki stefnu borgarstjórnar. Ef orð og athafnir fara saman er hins vegar um stefnu að ræða. Þetta eru auðvitað augljós sann- indi. Stundum verður hins vegar að hafa orð á því sem auðsætt er jafn- vel þó það sé hálfankannalegt: Það er fyllilega orðið tímabært að grípa til markvissari og afdráttarlausari aðgerða en hingað til í samræmi við almennt álit um nauðsyn þess að varðveita sem best elstu borgarhlut- ana og bæta þá jafnframt. Höfundur er arkitekt. ^M'^flísar Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 íjólapakkann Fallegar blússurfrá Opið laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-17. t í's k u v e r s l u n Rauðarárstíg 1, sími 561 5077

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.