Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 53
H MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 53 ~ i » » fl » J J « J c « « « 4 4 4 4 4 4 4 4 4 H hátt vanhaldin hjá þessu fólki frem- ur en öðrum Vestur-íslendingum. Það fór ekki á milli mála að um kvöldið var okkur hjónunum vísað til herbergis húsráðenda. Allt þetta til samans olli því að þegar gengið var til náða eftir langan dag þá mátti ég hafa mig allan við að halda réttri staðarákvörðun! Mér fannst sem við værum heima á gamla landinu, stödd hjá vinafólki uppi á Héraði eða suður á fjörðum. Dagurinn okkar í Wynyard varð viðburðaríkur og eftir því rúmfrek- ur í endurminningunni. Hann hófst með því, eftir morgunhressinguna, að Þórfinnur bóndi fór með okkur í ökuferð um landareignina. Á víð- um völlum var fólk að störfum. Á einum stað var slegið fullþroskað korn, á fínherfuðum akri var unnið með stórvirku illgresisherfi. Þeir „hvíla“ skákirnar til skiptis og neyta þá allra bragða til að verja þær fyrir illgresi. Við sáum hjörð nautpenings á beit, glæsilega gripi. Og litum inn á eina móttökustöðina þar sem korni frá bændum er safn- að saman til flutnings í kornmyll- urnar og fyrr getur. Sýndist mér þetta allt harla búsældarlegt. Nú lögðum við lykkju á leið okk- ar og ekki langa. En það var líkt og skipt væri um svið. Á hæðar- dragi einu, þurru og grónu, komum við að íslenska grafreitnum, umluktum skógp á alla vegu. ís- lensk hjón höfðu gefið land til þess- ara nota á öldinni sem leið. Hafi mér nokkru sinni fundist sem ég gengi á helgri jörð þá var það hér. Á látlausum minnismerkjum á lág- um leiðum gaf að líta nöfn ís- lenskra manna og kvenna, íslensk- ar tilvitnanir í orð Biblíunnar, vers úr sálmum Hallgríms. Á einn leg- steinanna var grafið fæðingarártal- ið 1825. Hér voru einnig nýorpin leiði. Hljóð gengum við á braut. Ósjálfrátt varð okkur hugsað til frumbyggjanna. Þessi „morgun- ganga“ á vit lifenda og dauðra lét sig ekki án vitnisburðar. Til móts við þau öldnu Þórfinnur kom heim með gesti sína laust fyrir hádegi. Húsfreyja hafði þá búið gestum og heimafólki málsverð sem engan sveik. Að lok- inni máltíð ók Ted sonur þeirra okkur hjónum áleiðis til bæjarins því ekki var til setunnar boðið. Gestgjafi Sveins Einarssonar og Þóru Kristjánsdóttur konu hans beið við hraðbrautina nærri vega- mótum Þórfinns. Við færðum okk- ur yfir til þeirra og síðan var ekið til smábæjarins Fome Lake, 15 kílómetra vegalengd, en þar er eili- heimili. Og þótt þar væru fáir af íslensku bergi brotnir var ákveðið að heimsækja þá öldruðu einnig þar. Þjóðleikhúskórinn söng þarna mörg, mörg lög, ég sagði nokkur orð sem Gunnar Eyjólfsson snaraði jafnharðan á ensku og enn var sungið við góðar undirtektir — mál söngsins skilja allir. Þarna var fólk af ýmsu þjóðerni. Til dæmis hitti ég mann frá Úkraínu og pólska konu í leit minni að vestur-íslensk- um öldurmennum sem ég að vísu einnig fann, en fá. Við höfðum fremur hratt á hæli og öll hersingin stormaði til Wyny- ard að heimsækja elliheimilið þar. Höfðum uppi svipaða tilburði og í Fome Lake, sungum mikið, sögðum deili á okkur og amstri okkar á gamla landinu og gáfum báðum heimilunum Rauðskinnu hina meiri til minja. Vel var þökkuð koman á elli- heimilin, starfslið jafnt sem vistfólk fjarskalega vinsamlegt og viðræð- ugott. Bæði þessi heimili virtust nýleg og raunar nýstárleg að gerð og mjög vistleg. Og við þóttumst skynja að þau fullorðnu yndu þar hag sínum mætavel. Á heimilinu í Wynyard töluðu margir íslensku, þar á meðal 101 árs gömul kona, Ólöf Sölvason að nafni. Margrét húsfreyja, sem við bjuggum hjá, var einmitt dóttir hennar. 0 Bókaheití Ferðaslangur - Austan tjalds og vestan, 228 bls. Höfundur er Vilhjálmur Hjálmarsson. Útgefandi er Æskan. Leiðb. verð 3390 kr. MINNINGAR + Eiríkur Guð- berg Þorvalds- son fæddist á Bíldudal 20. sept- ember 1941. Hann lést á Landspítalan- um að morgni 1. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Eggertsson, f. í Rafnseyrarhúsum í Amarfirði 3. mai 1908, d. 17. ágúst 1974, og kona hans Guðbjörg Sigurey Indriðadóttir, f. á Patreksfirði 24. desember 1909, d. 17. júní 1972. Eiríkur átti eina systur, Dómhildi, bú- setta á Patreksfirði, hennar maður var Finnbogi Magnús- son, skipstjóri, d. 2. maí 1984. Eiríkur var kvæntur Soffíu Grímsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Kristxn, gift Lars Olaf Stáhl. Hún á fjögur börn og búa þau í Svíþjóð. 2) Hildur, gift Tryggva Ottóssyni, þau eiga fjögur börn og búa í Svíþjóð. 1. desember 1996. Yndislega fall- egur dagur, sem samt byrjaði með sorgarfregn. Eiríkur svili minn er dáinn. Það er erfitt að kyngja því, en að þessu hlaut að koma eftir það, sem á undan var gengið. Þessi prúði, góði drengur er allur, en verður samt meðal okkar áfram í góðum minningum. Margar stundir áttum við saman á verkstæðinu hjá honum, eitthvað að bjarga mér með járn eða annað, eða bara að spjalla. Rólyndið og þægileg röddin búa með mér áfram. Hvað sem á gekk var aldrei á neinn hallað í orði né á borði. Mættu fleiri temja sér slíkan eiginleika. Elsku Margrét mín, börn og barnabörn, megi guð gefa ykkur styrk til að kveðja svo góðan dreng. Gunnar Smith. Kæri vinur! Það er erfitt að sætta sig við það, að þú skulir vera farinn, svona alltof snemma. Nú veit ég hvað orðið karl- mennska þýðir, barátta þín við krabbameinið sýndi mér það. Þú +Gunnar Bergmann Oddsson fæddist í Reykjavík 12. október 1929. Hann lést 23. október síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Ég rakst á þessi orð þegar ég var að hugsa um afa minn, hann Gunnar Oddsson, sem nú er látinn. Minningarnar um hann eru það sem ég á eftir í huga mínum. Minning- arnar um frábæran afa sem alltaf var til staðar þegar eitthvað var að. Minningarnar um skemmtilegan mann með mikinn og góðan húmor. Minningamar um mann sem var tilbúinn að gera hvað sem er fyrir þá sem honum þótti vænt um. Það er erfitt þegar einhver er tekinn svona snöggt frá manni. En allir sem þekktu afa geta horft til baka og séð að þeir gráta yfir því sem áður var gleði í lífi þeirra. Erna Bjargey Jóhannsdóttir. Elsku afi. Ég vil nú kveðja þig hinstu kveðju. Því miður náði ég ekki að kveðja þig áður en þú yfir- gafst þennan heim þar sem það bar svo brátt að. Ég man seinast þegar 3) Þorvaldur, en hann lést aðeins þriggja ára. Þau slitu samvistir. Seinni kona Eiríks er Margrét Eiríks- dóttir. Þeirra börn eru: 1) Elsa, í sam- búð með Gylfa Má Bjarnsyni og eiga þau eina dóttur. 2) Sigurey Valdís, gift Stefáni Torfa Sig- urðssyni og eiga þau fjögur börn. 3) Eiríkur Pétur, kvæntur Steinunni Lovísu Óladóttur. Stjúpdóttir Eiríks er Lilja Skaftadottir, hún býr með Leonardo Ben- atov, og eiga tvær dætur og búa í Frakklandi. Eiríkur var vélvirki að mennt og rak lengst af eigið fyrirtæki ásamt öðrum og síðustu árin með syni sínum sem einnig er vélvirki. Útför Eiríks fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. talaðir um sjúkdóm þinn umbúða- laust, og þú vissir nákvæmlega að hverju stefndi, en þín sterku per- sónueinkenni, æðruleysi, ljúf- mennska og létt lund, viku aldrei fyrir voli og víli. Ótrúlega næmt skopskyn þitt og velvilji í garð allra gerði það að verkum að fólki leið vel í návist þinni, enda oft gestkvæmt á heimil- inu og margir kíktu til þín á verk- stæðið. Kvöldstundir á heimili ykkar Maddýjar voru einstakar stundir, oft var rifjaður upp gamli tíminn á Patreksfirði, eins og við kölluðum það, minningarbrot af kynlegum kvistum og skemmtilegum atburð- um, sem þú settir í svo skemmtileg- an búning með eftirhermum og leik- rænum tilburðum. Þvílíkur hlátur, þvílíkar stundir. Fáir þekktu þína alvarlegu hlið, enda varstu lítið gefinn fyrir að flíka eigin tilfinningum og íþyngja öðrum með þínum vandamálum. Þegar við áttum stund einir, og fórum á okk- ar hefðbundna hafnarrúnt, ræddum við oft hinar alvarlegri hliðar lífs- ins, og ómetanlegt var að eiga trún- þið amma komuð í sunnudagskaffi og við vorum að spjalla saman um framtíðina og þú sagðir að þú ætt- ir ekki svo mikið eftir ólifað. Ég þvertók fyrir það og sagði að þú værir ekki svo gamall, en þú ítrek- aðir það. Aldrei hefði ég trúað að það yrði svona fljótt, að þetta væri í síðasta sinn sem ég talaði við þig. Þú kallaðir mig alltaf músu eða litla dýrið og kysstir mig á kollinn þegar við kvöddumst. Þú hafðir allt- af áhuga á öllu sem ég var að gera og þá sérstaklega náminu. Við vor- um búin að ákveða þegar við sátum í heita pottinum uppi í sumarbústað í sumar að við myndum slá saman veislu þegar ég yrði stúdent og þú ættir fimmtíu ára stúdentsafmæli. Ég hef trú á að þú verðir hjá mér þá, enda þótt ég sjái þig ekki. Elsku afi, þakka þér fyrir allt, þú munt lifa í minningu minni að eilífu. Þín sonardóttir, Linda Björk. Gunnar Oddsson fluttist í Dala- landið til okkar 1980 ásamt Ernu konu sinni og tveimur af börnum þeirra, Ásgeiri og Margréti, en Oddur og Þórdís höfðu þá stofnað eigin heimili. Við erum hér ennþá að þinn í öllum málum. Ég veit hvað konan þín, Maddý, var þér mikils virði, og hvað velferð barna ykkar og bamabarna skipti þig miklu máli. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig og þakka fyrir að fá að hafa notið vináttu þinnar alla tíð, frá því að ég tók mín fyrstu skref í þinni umsjá vestur á Patreks- firði. Elsku Maddý mín, börn, barna- börn og aðrir ástvinir. Góðar minn- ingar um einstakan mann lifa. Guð blessi minningu Eiríks Þor- valdssonar. Reynir. Kæri vinur. Með fáeinum orðum langar mig til þess að minnast þín og þeirra tæpra 50 ára sem við áttum sam- leið. Upphaf þeirrar ferðar var í þorpinu vestur á fjörðum, sem Jón úr Vör hefur gert ódauðlegt með skáldskap sínum. Þar var okkar leikvöllur í fjörunni, á bryggjunum og í fjallinu fyrir ofan þorpið. Það er eins og mig minni að það hafi komið fyrir að við værum dregnir rennblautir og ósyndir upp úr höfn- inni eða grafið hvor annan upp úr lausamjöllinni þegar stökkið varð of hátt af bakkanum fyrir neðan húsið hjá Kobba á Klifinu. Margar voru ferðirnar á reiðhjólum fram í Mikladal til beija og ekki leið á löngu þar til þú varst kominn á skellinöðru fyrstur strákanna. Á unglingsárunum skildu leiðir okkar um stund. Annar fór í smiðj- una og í iðnnám, hinn í landspróf og norður í menntaskóla. En alltaf lágu leiðirnar saman af og til. Á sumrin í frystihúsinu, veturinn sem ég kenndi fyrir vestan og þegar við vorum báðir komnir hingað suður. Ekki ætla ég hér að fara að fjöl- yrða um mannkosti þína. Um þá vita þeir best sem hafa kynnst þér, en aldrei man ég eftir að okkur hafi orðið sundurorða eða ég hafi heyrt frá þér styggðaryrði. í barnaskóla voru stundum sýnd- ar bíómyndir og þá oft með Chapl- in. Alltaf síðan höfðum við báðir miklar mætur á myndum hans. Ein þessara gömlu mynda heitir „Easy Street". Hjá hvorugum okkar hefur lífið alltaf verið „easy street" en alltaf var þó stutt í grínið og líka núna síðustu dagana þótt erfiður sjúkdómur væri að leggja þig að velli. Ekki er ég í vafa um að við eigum eftir að horfa saman á „Easy Street" og hlæja. Þar sem ég á fjórar fjölskyldur af þeim sex sem byggðu saman og fluttum í húsið 1968 og gætum því virkað sem lok- aður hópur fyrir fólk sem er að koma inn í þetta samfélag, en fýrir Gunnar var þetta ekkert mál. Eftir tiltölulega stuttan tíma var hann orðinn svo sjálfsagður í öllu sem að þessu samfélagi okkar sneri, að okkur fannst sem við hefðum þekkt hann í mörg ár. Fljótlega eftir að Gunnar og Erna fluttu í húsið var farið í stórfram- kvæmdir og var þá Ásgeir sonur þeirra liðtækur fulltrúi þeirra í því verki. Þegar einhveijir áfangasigrar unnust í viðhaldinu á blokkinni okk- ar kom fólkið saman og gladdist yfir góðu verki og þá var alltaf stutt í græskulaust glens hjá Gunnari. Hann bjó yfir ákveðnum orðatil- tækjum sem hópurinn skildi. Töluglöggur, traustur og tillögu- þess ekki kost að fýlgja þér síðustu sporin á þessari leið verð ég að láta þessi kveðjuorð nægja. Innilega samúð votta ég ykkur Magga mín, Dómhildi, bömum og t » barnabörnum. Björgvin Óli Jónsson. Kveðja frá fermingarsystkinum. Við vorum í hvítum kyrtlum fermingarbömin sem staðfestu skírn okkar í Patreksfjarðarkirkju vorið 1955, fyrsti hópurinn sem fermdist í hvítum kyrtlum og sá síðasti sem séra Einar Sturlaugsson fermdi. Vafalaust hefur mörgum fullorðnum þá fundist að þarna væri hópur engla fyrir framan grát- urnar en ekki voru okkur þá í huga englar eða önnur tilverustig. Lífið var framundan. Síðan hefur dauð- inn höggvið nokkur skörð í hópinn. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka fermingarbróður okkar Eiríki samvemna sem varð alltof stutt. Fjölskyldu Eiríks sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Hver á að gefa? Sumarnóttin var björt og eins og svo oft áður var tekið í spil í Vinaminni. Fuglasöng- urinn hljóðnaði þegar hlátrasköllin glumdu frá húsinu. Gleðin og létt- leikinn réð ávallt ríkjum þar sem þú varst og þér tókst ævinlega að draga fram skoplegu hliðarnar á öllum hlutum. Minningin frá þess- ari síðustu dvöl okkar með ykkur í sumarbústaðnum á liðnu sumri er ein af mörgum sem leitar á okkur nú, þegar þú hefur kvatt þennan heim, elsku frændi og vinur. Það er skrítið og í raun fjarlægt að hugsa til þess að geta ekki skroppið til þín eins og svo oft áður og spjallað um allt og ekkert eða hlegið saman. Að hafa átt þig að samferðarmanni gerir okkur auð- ugri en ella. Sú hlýja og gleði sem alltaf réð ríkjum á heimili ykkar Maddýjar dregur fram hvað gefur lífinu gildi. Veikindi þín drógu smátt og smátt úr líkamlegum þrótti en lund- in var létt þar til yfir lauk. Alltaf sami Eiki. Maddý mín, vinur og félagi er genginn. Með söknuði kveðjum við en geymum minninguna um góðan dreng. Megi hann hvíla í friði. Hafdís, Steinar, Sigurður og Þórey. ----------------------------------V. . góður var Gunnar og tók hann því fljótlega við hússjóðnum og sá um hann uns yfir lauk. Þægilegri eða betri húsfélaga en þau hjón Ernu og Gunnar hefðum við varla getað hugsað okkur. Þegar kveðjustundin rennur upp svona snöggt og óvænt verður orða vant. Minningarnar eru margar frá liðnum árum, þær verða ekki settar á blað, en minningin um góðan dreng mun lifa meðal okkar. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama, en orðsUrr deyr aldregi, ~ hveim er sér góðan getr. Ernu og fjölskyldunni flytjum við hugheilar samúðarkveðjur og biðj- um þeim allrar blessunar. Sambýlisfólkið í Dalalandi 16. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. EIRÍKUR GUÐBERG ÞOR VALDSSON GUNNAR BERG- MANN ODDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.