Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 65 BRÉF TIL BLAÐSINS Eilífðarvél Einars Þorsteins Frá Guðjóni Ingva Guðjónssyni og Gunnari Gunnarssyni: „EINN daginn kom kunningi minn að máli við mig og sagðist hafa fundið upp nýja gerð af steypu- mótum. Með því að láta mótin leka nægir til húsbyggingar einn sementspoki, því steypunni, sem lekur út, má safna saman til að fylla mótið. Hann sagðist einnig hafa farið með þessa uppfinningu til Rannsóknarstofnunar bygg- ingariðnaðarins, en þar á bæ hafi menn hótað honum öllu illu ef hann reyndi að selja almenningi þessa uppfinningu sína. Hann var sakaður um að vera hinn argasti KR-ingur sem vildi leggja í auðn ákveðið bæjarfélag á Vesturlandi. Þeir sögðu þessi mót stórhættu- leg; múrari sem ekki væri nógu fljótur að hirða upp steypuna sem læki úr mótunum gæti steypt sig fastan. Síðan hafa útsendarar se- mentsframleiðenda setið um líf hans. Ég gaf honum í glas, bland- aði vel af svefnlyfi í drykkinn, hringdi í Neyðarlínuna og pantaði sjúkrabíl. Hvað gat ég gert, jafn- vel hönnuður hefði séð að maður- inn var brjálaður!" Þessa sögu sagði samnemandi okkar okkur í kaffihléi einhvern tímann í haust. Ekki trúðum við þessari sögu, því bæði er hann hraðlyginn og svo er ekki nokkur maður svo vitlaus að hann haldi að hægt sé að búa til eitthvað út engu. Og þó ... Ohugnalega iík hugmynd kom fram í grein í Morgunblaðinu und- ir dálkheitinu „Veraldaivafstur". Þarna var þó ekki kunninginn kom- inn heldur annar, ekki betur upp- lýstur, að nafni Einar Þorsteinn. Greinar undir þessu dálkheiti hafa birst í sunnudagsútgáfu Morgun- blaðsins undanfarin misseri. í þess- um greinum geysist höfundur um víðan völl „vísindanna“, og ijallar um byltingarkenndar uppgvötanir sem kæfðar hafa verið í fæðingu af íhaldssömum (rétttrúuðum) menntamönnum. Ef marka má greinar þessar er það, sem helst stendur í vegi framþróunar, tak- markalaus illska og íhaldssemi menntamanna og stórfyrirtækja, sem ekki vilja missa spón úr aski sínum. Með hverri grein hafa að- dróttanir um þetta risasamsæri undið uþp á sig, en í þessari grein, hinn 17. nóvember nánar tiltekið, tók alveg steininn úr. Þar er nokk- uð nákvæm útlistun á því hvernig útbúa megi bíla þannig að þeir gangi fyrir vatni einu saman. Ekki skulum við undirritaðir dauða- dæma þessa hugmynd alveg. Hitt er víst að ef bíllinn gengur er grunnur allrar eðlis- og efnafræði- þekkingar sem mannkynið hefur aflað sér hruninn. Hætt er við því að þá hafi náttúran haft vísinda- menn að algjörum fíflum eða kannski að vondar geimverur stundi það að trufla öll jarðnesk mælitæki. Sé það ætlun Einars Þorsteins að afhjúpa þennan blekk- ingarleik náttúrunnar og/eða truf- lanir af völdum geimvera þá er árangurinn sá að hann afhjúpar algert þekkingarleysi sitt á eðlis- fræði. Lítum nú aðeins á lýsingu hans á því hvernig breyta megi venjuleg- um bíl í vatnsknúinn bíl. Aðeins er tiplað á því sem máli skiptir: Bensíntankinum er skipt út fyrir vatnstank, bensínblöndungnum er skipt út fýrir vetnisblöndung. Milli þessara hluta er sett „vetnistæki“ sem rafgreinir vatn í vetni og súr- efni. Að lokum er bætt við raf- geymi til að gangsetja bílinn. Hinn vatnsknúni bíll á að virka þannig: Vélin sem áður gekk fyrir bens- íni gengur nú fyrir vetni. Vetnið verður til við rafgreiningu í vetnis- tækinu. Þegar bílinn er gangsettur sér rafgeymirinn vetnistækinu fyr- ir orku en eftir að vélin er komin í gang fær vetnistækið orku frá rafal vélarinnar ... Hér verður Einari hrapallega á í messunni. Orkan er eins og steypan í sögu samnema okkar hér á undan. Orkan getur ekki orðið til úr engu. Mótsögn Einars Þorsteins felst í því að orku þarf til að breyta vatni, í vetnistækinu í vetni. Við bruna þessa sama vetnis í vél bílsins fæst aldrei jafn mikil orka í formi hreyfiorku og ■ ■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhmtu tískuverslun j V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 j TILBOÐ cyólabjjtzllan 1996 lcr 980 (QjSILFURBUÐIN \jL-s Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 Abending til Blindrafélagsins fór í að búa til vetnið. Mismunur- inn fer í að hita upp hina ýmsu vélarhluta. Þó svo að nýtni vélar- innar væri 100%, þyrfti öll hreyfi- orkan að fara í að framleiða vetni til að halda vélinni gangandi og þá er ekkert eftir til að knýja bíl- inn áfram. Bíllinn gengur á meðan straumur kemur frá rafgeymin- um, síðan er allt búið. Hugmyndin er því aðeins léleg útfærsla af rafmagnsbíl. Það er ósköp meinlaust að birtar séu vitlausar greinar um eðlis- fræði. í besta falli pirrar það nokkra eðlisfræðinga, sem rekast kannski á þetta fyrir tilviljun þegar þeir fletta Morgunblaðinu á sunnu- dagsmorgnum. í versta falli trúa einhveijir þessari vitleysu. Það er leiðinlegt Morgunblaðsins vegna að það skuli hafa fastan dálkahöf- und sem skrifar svona vitleysu. Verra er ef þær greinar sem hann hefur skrifað um læknisfræði eru jafn vitlausar og þessi. Það er slæmt að trú fólks á læknavísind- um sé rýrð með bulli sem birt er í víðlesnasta blaði landsins. Við viljum á engan hátt hefta málfrelsi Einars Þorsteins en leggj- um til að hann sanni sitt mál. Við hvetjum hann til að búa til vatns- knúinn bíl, fyrst það er svona auð- velt, en hvetjum jafnframt Morgunblaðið til að gefa honum frí þangað til hann hefur lokið verkinu. Eðlisfræðin hefur gengið í gegnum margar byltingar og má alveg við einni enn! Post scriptum: Víða um heim, m.a. hér á landi, fara fram miklar rannsóknir á vetni sem orkugjafa. Ahugasömum bendum við á bóka- söfn landsins, sér í lagi Háskóla- bókasafnið. Einnig eru nokkrar óáhugaverðar greinar á Veraldar- vefnum. (Leitið með hjálp stikkorð- anna: hydrogen og fuelcell.) GUÐJÓN INGVIGUÐJÓNSSON, eðlisfræðinemi, Haðalandi 12. GUNNAR GUNNARSSON, jarðeðlisfræðinemi, Laugavegi 8. Frábær sjónvörp á fínu verði RAÐÍÚBÆB ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133 Nuddndm Kvöld- og helgarnám hefst þann 6. janúar næstkomandi. ■ Námið tekur IV2 ár. ■ Kennt er: Klassiskt nudd, slökunarnudd, iþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. ■ Nuddkennari: GuSmundur Rafn Geirdal ■ Úlskriftarheiti: Nuddfræðingur. ■ Námið er viðurkennt af Félagi íslenskro nuddfræðinga. ® Gildi nudds: Mýkir vöðva, örvar blóðrás, slakar á taugum og eykur vellíðan. Nánari upplýsingar eflir hádegi virka daga í símum 567 8921 og 567 8922 Nuddskóh Guðmmdan Frá Guðmundi Gunnarssyni: SNEMMA í nýliðnum nóvember- mánuði fékk ég upphringingu frá Blindraféiaginu þar sem mér voru boðin jólakort til kaups. Gefinn var kostur á tvenns konar kaupum, 60 kortum í pakka á 5.000 kr. og 30 kortum á 3.000 kr. Ég áleit að þarna væri félagsskapur verðugur stuðnings og samþykkti að kaupa minni pakkann. Fyrir fáeinum dög- um barst svo tilkynning frá póst- húsinu hér á Akureyri að ég ætti sendingu á bögglapóststofu. Þar komu áðumefnd 30 jólakort og fylgdi gíróseðill og reikningur. A honum bjóst ég við að stæði sú upphæð sem mér var tjáð í símtal- inu, 3.000 kr. Svo reyndist ekki vera heldur 3.735 kr. Skýringin á misræmingu var einföld, virðis- aukaskatti, 24,5%, hafði verið bætt við nefndar 3.000 kr. í símtalinu. Ekki mun ég láta verðmun þennan valda því að ég geri send- inguna afturreka, en ég hlýt að bena forráðamönnum Blindrafé- lagsins á, að þarna er ekki um vandaða viðskiptahætti að ræða. Mætti jafnvel orða það svo að þetta vitnaði um vott af siðblindu. Þeir sem véla um fjáröflun þessa ganga varla að því gruflandi, að hin ríkjandi venja í viðskiptum er að tilgreina í auglýsingum og til- boðum endanlegt verð vöru og þjónustu með álögðum virðisauka- skatti. Þannig kemst fólk hjá því að iðka reikningskúnstir við inn- kaup lífsnauðsynja í daglegri önn. Blindrafélagið er án efa í hópi þeirra samtaka er reiða sig á góð- vild almennings um frjáls framlög svo að náð verði markmiðum þess um velferð félagsmanna. Sú góð- vild hlýtur að rýrna þegar fólk mætir viðmóti af því tagi sem að framan er lýst. GUÐMUNDUR GUNNARSSON, Vanabyggð 17, Akureyri. Tilboð á meðan birgðir endast rz-iir.rrren Lækjargötu 4 • S: 551 4711 Opið: Mán,- fös. 9-18 og laugard. 10-18 ■ REYKjAVlK •j.jj; mu ■i h | Y~rn | ii 1 1 mm •{ 1 j ■ . ii rnto/í ii r; } ■■■i AFFI AVIK R l; S I A U R A N T / b B A R GLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ um helgina Verð aðeins kr. 2.550. Söngkonan Pepper Gray leikur og syngur undir borðhaldi. Borðapantanir í síma 562 5530. Stórdansleikur föstudags- og laugardagskvöld. Stuðhljómsveitin HUNANG leikur fyrir dansi. 500 kr. aðgangseyrir eftir kl. 24.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.