Morgunblaðið - 14.12.1996, Page 20

Morgunblaðið - 14.12.1996, Page 20
r o 20 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 ERLENT Clinton til- nefnir menní embætti Breska stjórnin ætlar að sitja meðan sætt er Treystir á sambands- sinna á N-Irlandi Reuter JEFF Ennis fagnar sigrinum í Barnsley East ásamt konu sinni, Margaret. Sigraði Verkamannaflokkurinn með yfirburðum en kjörsóknin var ekki nema 33%. Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, tilnefndi í gær fulltrúadeild- arþingmanninn Bill Richardson í embætti sendiherra hjá Samein- uðu þjóðunum og bankastjórann William Daley sem viðskiptaráð- herra. Janet Reno verður áfram dómsmálaráðherra og æðsti lög- fræðilegi ráðgjafi forsetans. Richardson tekur við sendi- herraembættinu af Madeleine Al- bright, sem Clinton hafði tilnefnt utanríkisráðherra. Richardson er 49 ára demókrati frá New Mexico, á ættir að rekja til Rómönsku Ameríku og átti nokkrum sinnum þátt í að bjarga bandarískum gísl- um í erlendum ríkjum. Stjórnaði NAFTA-baráttu William Daley er lögfræðingur, bankastjóri og bróðir borgarstjóra Chicago, Richards Daley. Hann hefur oft aðstoðað forsetann í vandasömum málum og stjórnaði baráttu embættismanna Hvíta hússins fyrir því að þingið sam- þykkti Fríverslunarsamning Norð- ur-Ameríku (NAFTA) árið 1993. Clinton tilnefndi ennfremur Charlene Barshefsky viðskipta- fulltrúa, en hún hefur gegnt því embætti til bráðabirgða. Þá skip- aði forsetinn Gene Speriing, efna- hagsráðgjafa sinn, sem yfirmann Efnahagsráðs Bandaríkjanna. London. Reuter. BRESKA stjórnin ætlar að sitja svo lengi sem hún fær til þess styrk á þingi. Brian Mawhinney, formaður Ihaldsflokksins, lýsti því yfir í gær en eftir sigur Verkamannaflokksins í aukakosningum í einu kjördæmi hafa stjómin og stjórnarandstaðan jafn marga þingmenn að baki. John Major forsætisráðherra sagði í Dyflinni í gær, að þessi staða breytti í sjálfri sér engu. „Svo lengi sem við höfum meiri- hluta á þinginu munum við halda áfram um stjórnvölinn," sagði Maw- hinney en stjómin treystir á stuðn- ing níu þingmanna sambandssinna á Norður-írlandi. Aðeins 33% kjörsókn Búist hafði verið við, að Jeff Ennis, frambjóðandi Verkamanna- flokksins, ynni sigur í aukakosning- unum í Bamsley East í Norðaustur- Englandi og fékk hann 14.683 at- kvæði og 12.181 umfram frambjóð- anda frjálslyndra demókrata, sem varð í öðru sæti með aðeins 1.502. Frambjóðandi íhaldsflokksins fékk 1.299 atkvæði. 53.000 manns voru á kjörskrá og kjörsóknin því aðeins 33% Donald Dewar, framkvæmda- stjóri þingflokks Verkamanna- flokksins, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær, að stjóm John Majors forsætisráðherra myndi reynast þinghaldið erfítt á næst- unni. Mun reyna á það strax á mánudag þegar greidd verða at- kvæði um fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins, ESB, en stjórnin tap- aði slíkri atkvæðagreiðslu í fyrra með tveimur atkvæðum. Aukakosningar standa líka fyrir dyrum í Wirral South í Norðvestur- Englandi en Barry Porter, þingmað- ur Ihaldsflokksins fyrir kjördæmið, lést nýlega. í kosningunum 1992 vann hann það með 8.182 atkvæða meirihluta og því yrði það mikið áfall fyrir flokkinn ef það tapaðist nú. Myndi ekki aðeins þingmönnum íhaldsflokksins þá fækka um einn, heldur myndi flokkurinn tapa meiri- hluta í ýmsum þingnefndum. ScargiII hunsaður Kosningarnar í Barnsley voru líka mikill ósigur fyrir Sósíalíska verka- mannaflokkinn, sem námamanna- leiðtoginn Arthur Scargill stofnaði til að mótmæia fráhvarfi Tony Bla- irs, leiðtoga Verkamannaflokksins, frá gömlum vinstrigildum. Fékk flokkurinn aðeins 949 atkvæði. Frádrátturvegna afnummn Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 11. desember sl. var ákveðið að afnema í áföngum frádrátt vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri. Til að fá fullan frádrátt þurfa einstaklingar að fjárfesta fyrir 129.900 kr. og hjón fyrir 259.800 kr. Frádrátturinn verður sem hér segir: 80% affjátfestingu ársins 1996, aöhámarki 103.920 kr. á tnann 60% af fiátfestingu ársins 1997, ad hámarki 77.940 kr. á mann 40% affjárfestingu ársins 1998, aö hámarki 51.960 hr. á mann 20% af fjárfestingu ársins 1999, ad hámarhi 25.980 hr. á niann Frádráttur hjána er tvöfaldurJrádráttur einstaklings Þeir sem fjárfesta umfram framangreint hámark á árinu 1996 og þeir sem eiga ónýttan frádrátt frá fyrri árum geta nýtt þann frádrátt á næstu þremur árum. Ónýttar frádráttarheimildir skerðast eftir þeim reglum sem gilda á því ári sem þær koma til frádráttar. Ekki er heimilt að millifæra og nýta sem frádrátt það sem fjárfest er umfram hámark á árunum 1997 og 1998. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Verkfalli námamanna aflýst Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR kolanámumanna í Rússlandi aflýstu verkfalli í námum um allt landið frá og með gærdegin- um eftir að stjórnvöld lofuðu mikl- um launahækkunum undir lok mán- aðarins. Ekki sneru þó allir kola- námumenn til vinnu. Verkfall kolanámumanna hófst 3. desember en sumir verkamann- anna hafa ekki fengið greidd laun frá því í júní sl. Hefur verkfall þeirra orðið andstæðingum Viktors Tsjernomyrdíns, forsætisráðherra, tilefni til harðra árása á hann á þingi, auk þess sem óánægja al- mennings hefur farið vaxandi. Þrátt fyrir að verkfallinu sé form- lega lokið, er ekki víst að það sama verði sagt um vandamálin sem við stjórninni blasa. Nokkrar verkfalls- nefndir ákváðu að halda verkfallinu áfram, þar til verkfallsmenn hefðu fengið greidd laun og hóta m.a. að hindra umferð. MORGUNBLAÐIÐ Traust stjórnar Brutons þverr VINSÆLDIR írsku stjórnar- innar hafa dalað vegna hneykslismáls, sem snýst um fjárgreiðslur eiganda Dunnes- verslunarhússins til Fine Gael, flokks Johns Brutons forsætis- ráðherra, og nokkurra flokks- brodda. Michael Lowry sam- gönguráðherra sagði af sér á dögunum eftir að Ijóstrað var upp, að Dunne hefði borgað endurbætur á húsi hans að upphæð 200.000 írsk pund. Samkvæmt könnun Irish Tim- es nýtur stjórnin aðeins 39% fylgis og 76% sögðu hneykslis- málið hafa skaðað hana. Málið hefur orðið til þess að háværar kröfur hafa komið fram um að tengsl stjórnmálaflokka og viðskiptalífs verði rannsökuð og nýjar reglur um fjármögn- un flokka verði settar. Bardagar í Tadjíkístan BARDAGAR blossuðu upp í gær milli stjórnarhersins í Tadjíkístan og uppreisnar- manna 150 km austur af höf- uðborginni Dushanbe. Þá voru sprengitilræði framin í höfuð- borginni en hvort tveggja þyk- ir gera vopnahlésamkomulag frá því á miðvikudag mark- laust. Átti vopnahléð að koma strax til framkvæmda en það verður þó ekki formlega undir- ritað fyrr en eftir fímm daga. Samgöngur á Ítalíu lamast SAMGÖNGUR voru lamaðar í öllum helstu borgum Ítalíu í gær vegna mótmælaverkfalla sjö milljóna samgönguverka- manna. Lágu almenningssam- göngur m.a. niðri í alit að átta stundir. Efnt var til aðgerð- anna til stuðnings starfsmönn- um í málmiðnaði sem átt hafa í langvinnri launadeilu við vinnuveitendur sína. Eini sam- göngugeirinn, sem ekki varð fyrir barðinu á verkföllum í gær voru flugsamgöngur. Pólitískt ráðabrugg? BELGÍSK blöð héldu því fram, að samtrygging stjórnmála- flokka hefði ráðið því, að belg- íska þingið úrskurðaði í fyrra- dag, að Elio Di Rupo, aðstoð- arforsætisráðherra, hefði ekki gerst sekur um samræði með drengjum undir lögaldri. Ekki hefði verið tekið á eðli málsins heldur hótun flokks Di Rupo um að slíta stjómarsamstarf- inu ráðið niðurstöðunni. Löngu kirkju- stríði lokið BUNDINN var endi á 1.500 ára kristilegan ágreining róm- versk-kaþólsku kirkjunnar og armensku kirkjunnar, er Jó- hannes Páll páfi annar og Karekin fyrsti, andlegur leið- togi sex milljóna kristinna Armena, lýstu deilunum lokið með sameiginlegri yfírlýsingu í Rómarborg í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.