Morgunblaðið - 14.12.1996, Side 25

Morgunblaðið - 14.12.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 25 Vinsæll tölvuleikur fyrir fullorðna er Microsoft Flight Simulator sem er í raun ✓ flughermir en ekki leikur. Ymsir keppa við Flight Simulator og Árni Matthíasson kynnti sér ilughermi sem hann segir standa þeim fyrrnefna á sporði í flestu og yfírleitt framar. EKKI er gott að gera sér grein fyrir því hvað menn sjá við það að breyta tölvunni sinni í stjórnklefa breiðþotu, en sagan kennir okkur að það er einmitt það sem þorri fullorðinna tölvunotenda vill ef þeir á annað borð vilja bregða á leik. I nokkur ár var flughermir frá Micrososft, Flight Simulator, vinsælasti tölvuleikur heims, eða þar til ungmennin sóttu inn á leikja- markaðinn, því í ljós kom að flug- hermirinn höfðaði aðallega til full- orðinna. í kjölfar Flight Simulator Microsoft kom fjöldi álíka leikja og margir betri en upprunaleikurinn. Microsoft-menn hafa þó sífellt verið að endurbæta sína framleiðslu og hafa þannig náð að halda stöðu sinni að mestu. Vænlegur markaður er þó Unlimited má fljúga fimm helstu fimleikavélum seinni tíma, rúss- nesku Sukhoi SU-31, þýsku Extra 300 sem fremsti flugkappi Banda- ríkjanna flýgur, Pitts S-2B tvíþekju, þýskri Grob svifflugu og Bellanca tugþraut. Innvígðir vita hvað við er átt, en þeir sem ekki eru með flug- bakteríuna á annað borð vita sjálf- sagt ekkert um hvað er rætt. Flugmaðurinn getur farið í hvaða átt sem er og landslagið er síbreyti- legt, en flogið er til ýmissa flugvalla vestan hafs. Vélamar eru ólíkar um margt og flugvanir hafa sagt að vel hafi tekist að ná fram styrkleika hverrar vélar fyrir sig ekki síður en veikleikum. Utsýnið út um flugklefa- gluggann er ótrúlega raunverulegt, hvort sem um er að ræða sólar- glampa eða skýjafar, og sé farið of fyrir þá sem fara aðrar leiðir, eins og sannast á velgengi Flight Unlimited frá Looking Glass. Flughermir Microsoft er flókinn og erfitt að komast inn í hann, en þykir ekki að sama skapi fjölbreytt- ur þegar menn hafa á annað borð náð tökum á honum. Flight Unlimited er stefnt til höfuðs Microsoft-herminum, meðal annars töluvert betri grafík, aukinheldur sem hann býður upp á sýnikennslu og þjálfun í listflugi sem er ekki á færi margra flugherma. I leiknum eru innbyggðar 34 kennslustundir í ýmsum hlutum fluglistarinnar, ekki síst í flugtaki og lendingu. Hægt er að láta forritið segja manni fýrir verkum með rödd og það getur tekið við stjórninni ef viðkomandi er að missa tökin á vélinni. Ef svo illa skyl- di fara (og gerist reyndar oft framan af) að vélin hrapar og brennur til kaldra kola er nóg að slá á TAB- hnapp og englakór kemur til sögunn- ar um leið og vélin verður sem ný. 5 helstu fimleika- vélar seinni tíma Þegar menn á annað borð eru bún- ir að ná tökum á fluginu er ekki ann- að eftir en skella sér á loft og í Flight greitt í steypu kemur fyrir að allt verður svart, eins og vill henda þeg- ar menn fara of greitt niðurávið. Flight Unlimited tekur Microsoft Flight Simulator í nefið á flestum sviðum að mínu mati með þeim íyrir- vara þó að enn á ég eftir að prófa nýjustu útgáfuna af þeim síðar- nefnda. Einfalt er að keyra Flight Unlimited upp í Windows 95, reynd- ar mun einfaldara en í DOS, því í DOS þarf að hræra í config.sys og autoexec.bat til að losa um minni. I Windows 95 var aftur á móti ekki annað að gera en setja diskinn í, allt fór af stað. Grafíkin í Flight Unlimited er með því besta sem sést í flughermum, en eins gott að hafa nægt vélarafl ef fara á í bestu upp- lausn, 1024x768. Ekki er nóg að hafa 90 MHz Pentium tölvu með 16 Mb innra minni til að geta notið þess. Flight Unlimited gerir kröfur um Windows 95 og 66 MHz 486-tölvu hið minnsta, 8 Mb innra minni, 12 Mb diskminni íyrir Windows 95, 32 Mb rými á harða disknum að auki, tveggja hraða geisladrif, SuperVGA skjákort og hljóðkort. Hægt er að nota stýripinna og ýmisleg fleiri hjálpartól svo framarlega sem þau séu Windows 95 samhæfð. Spil ársins í Hollandi! Dreifing Eskifell Sími 588 0930 íslenska stangaveiðiárbókin 1996 Spriklandi x nýjar veiðisögur af öllu landinu stytta biöina í næsta sumai íslenska stangaveiðiárbókin kemur nú út í nýjum búningi með allt sem bar hæst á síðasta sumri í silungs- og laxveiðinni. Sérstakur kafli er um sjóbirtingsveiðar og rökin með eða á móti því að veiða og sleppa laxi, ástand hálendissvæða og fleira af áhugaverðu efni fyrir altt áhugafólk um stangaveiði. Jólabókin fyrir stangaveiðimenn. SjÓNARRÖND Sími: 568 5466 • Fax: 568 5672

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.