Morgunblaðið - 14.12.1996, Side 44

Morgunblaðið - 14.12.1996, Side 44
44 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t j GARÐARGUÐNASON rafvirkjameistari, Ljósheimum 14, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi 11. desember. Halldóra Hjartardóttir, börn og barnabörn. t Faðir okkar, EINAR GÍSLASON, Kjarnholtum, Biskupstungum, lést á Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 11. desember. Börnin. t Faðir okkar, GUÐJÓN VIGFÚSSON skipstjóri, er látinn. Kveðjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey. + Sigurður Gunn- arsson fæddist á Norðfirði 9. jan- úar 1916. Hann lést á Landspítalanum 4. desember síðast- liðinn. Foreldrar Sigurðar voru Gunnar Gíslason og Margrét Stefáns- dóttir. Þeim varð 7 barna auðið en að- eins tvö komust upp. Systir Sigurð- ar, Guðlaug Bjarn- ey, lést 1950. Sigurður giftist Margréti Sigurðardóttur. Þau voru gift í um 20 ár, varð ekki barna auðið og hún lést 1975. Utför Sigurðar fór fram frá Fossvogskapellu 13. desember. Horfinn er á braut Sigurður Gunnarsson. Siggi eins og við kölluðum hann. Siggi er öllum sem þekktu hann mikill missir. Hann var bæði hjartahlýr og heilsteyptur mað- ur. Siggi lifði tímana tvenna, fæddur frostaveturinn mikla 1916. Hann missti ungur móður sína og ólst upp við kröpp kjör þegar kreppa ríkti og stéttabaráttan var hörð og óvægin. Þetta mótaði Sigga. Hann var alla tíð sjálfum sér samkvæmur í skoðun- um á mönnum og málefnum. Hann tók upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín. Sigurður var sjómaður á fyrri hluta aldarinnar. Var hann skip- stjóri á ýmsum bátum fyrir aust- an. Án efa hefur það ekki verið neitt sældarlíf alltaf en eins og margir af hans kynslóð voru hon- um dugnaðurinn og harkan í blóð borin. Ég kynntist Sigga sem ungling- ur, þá vann hann í Togaraaf- greiðslunni. Hann var mikill heim- ilisvinur á mínu heimili alla tíð. Það var alltaf gaman að rök- ræða við Sigga. Hann var óvenju skarpur maður, orðheppinn og fyndinn. Minnist ég margra sam- ræðna okkar um allt milli himins og jarðar, mest ræddum við þá sögu og pólitík. Hann var mikill skákmaður og vann til fjölda verð- launa. Þar hafði ég heldur lítið í hann að segja. Eftir að Siggi komst á eftirlaun var hann duglegur við að ganga og fara í sund. Það hélt honum án efa við góða heilsu þar til und- ir hið seinasta. Siggi dó eftir stutta sjúkrahúslegu. Hans verður sárt saknað nú um jólin, þar sem hann hafði verið fastur gestur hjá okkur undanfar- in jól. Megi guð vera með þér, Siggi minn, og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Drottinn sjálfur stóð á ströndu: Stillist vindur! Lækki sær! Hátt er siglt ög stöðugt stjómað. Stýra kannt þú, sonur kær. Hörð er lundin, hraust er mundin, hjartað gott, sem undir slær. (Örn Amarson.) Andrés Andrésson. SIGURÐUR G UNNARSSON Börnin. t Ástkær eignmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ODDUR DANÍELSSON, Kársnesbrauf 65, lést á heimili sínu föstudaginn 13. des- ember. .! P Fyrir hönd vandamanna, Bára Sigurjónsdóttir. t Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, STEINDÓR GUÐMUNDSSON, Bakkagerði 13, lést að morgni 13. desember í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útförin auglýst síðar. SIGURÐUR SIG URÐSSON + Sigurður Sig- urðsson var fæddur í Brúnavík við Borgarfjörð eystri 25. mai 1915. Hann lést á Land- spítalanum 4. des- ember síðastliðinn. Foreldrar Sigurð- ar voru Sigurður Filippus.son og Lukka Árnína Sig- urðardóttir. Sig- urður átti einn bróður, Filippus. Fyrri kona Sig- urðar var Elín Ein- arsdóttir og áttu þau tvo syni, Árna Jón og Gissur. Seinni kona Sigurðar var Rósa Björg- vinsdóttir og áttu þau fjögur börn, Sigurberg, Þórunni, Þorgeir og Lukku Árnínu. Útför Sigurðar fer fram frá Seyðis- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á afmælisdaginn minn, 4. desember síð- astliðinn, hringdi syst- ir mín í mig og óskaði mér til hamingju með daginn, en sagði svo: „Ég samhryggist þér“; ég var nývöknuð og skildi ekki hvað hún meinti, svo ég sagði henni að „ég væri nú ekki svo gömul“, en þá vissi ég ekki að fyrr um morguninn lést afi minn, hann Súddi í Sunnu- holti, eins og hann var alltaf kallað- t Elskuleg eiginkona, móðir og amma, KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR frá ísafirði, Lækjarkinn 12, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 6. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki St. Jósefsspítala fyrir dásamlega aðhlynningu og hlýhug. Einnig þökkum við öllum öðrum auðsýnda Gísli Bjarnason, Sigurður Gíslason, Ólöf Gisladóttir og börn. Sverrir Steindórsson, Garðar Steindórsson, Jóhanna G. Halldórsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín og frænka okkar, LÁRA JÚLÍUSDÓTTIR, Austurbraut 5, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, 11. desember. Helgi Jónsson, Sigríður Elentínusdóttir, Sigurður Sverrir Witt. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, systir og amma, ANNA KRISTÍN HAFSTEINSDÓTTIR Unufelli 50, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. desember. Hreinn S. Hjartarson, Hrefna Pedersen, Vilhjálmur Thomas, Arna Hreinsdóttir, Snævar Hreinsson, Margrét Káradóttir, tengdabörn og barnabörn. ur. Alltaf var gaman að koma til afa og ömmu í sveitina og fá að taka þátt í því sem þar var að gerast. Afi hafði gaman af tónlist, og var yfirleitt raulandi eitthvað þegar hann var við störf sín í fjós- inu. Sem krakki hélt ég að það ætti alltaf að syngja fyrir kýrnar af því að afi gerði það. Það er svo margs að minnast nú á þessari stundu. Ég man þó sérstaklega eftir fermingardeginum mínum, en þá varð afi 60 ára, sama dag. Hann kom auðvitað til mín í veisl- una, og síðan um kvöldið fór ég í veislu til hans. Þetta eru ekki mörg orð, en minningarnar eru margar. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mig, það var ekki lítið. Ríki þitt var óðal grænna grunda. Gróðursælla hlíða og birkilunda. Heill sé þér með þreki þinna munda, til þjóðarheilla varst þú bú að stunda. (Geir Gígja.) Kveðja, Sigurrós Gissurardóttir. Frágangur afmælis- og minning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvu- pósti (MBL@CENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfín Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfund- ar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.