Morgunblaðið - 14.12.1996, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.12.1996, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SNORRI - GUNNLA UGSSON + Snorri Gunn- laugsson, versl- unarmaður var fæddur á Brekku- velli á Barðaströnd 23. sept. 1922. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði 3. des. siðastliðinn. For- eldrar Snorra voru Gunniaugur Kristó- fersson, bóndi á Brekkuvelli, síðar verkamaður á Pat- reksfirði, f. 25.5. 1896, d. 3.6. 1979, og k.h. Þuríður Sig- ríður Ólafsdóttir, f. 24.9. 1896, d. 2.12. 1987. Systur Snorra eru Margrét, húsfreyja á Patreks- firði, f. 1.6. 1926, Jóhanna, hús- freyja í Hafnarfirði, f. 10.8. 1929, Kristin, húsfreyja í Reykjavík, f. 23.10. 1933. Hálf- systir hans er Anna Gunnlaugs- dóttir, saumakona í Reykjavík, f. 9.11. 1918. Snorri kvæntist 6.3.1960 Láru Halldórsdóttur Kolbeins, kenn- ara og bankaritara, f. 31.1.1938. Börn þeirra eru: 1) Lára Ágústa, _t fulltrúi í Reykjavík, f. 9.9. 1960. Maki hennar er Hjörtur Sævar Steinason, bifreiðasmiður, f. 21.5. 1961. Þau eiga 2 börn: Þorstein Sævar, f. 20.8. 1983 og Láru Ágústu, f. 20.1. 1988. 2) Helga, ferðaráðgjafi í Reykja- vík, f. 26.6. 1964. Maki Ásbjörn Helgi Árnason, skipatæknifræð- ingur, f. 24.8. 1965. Þau eiga 3 börn: Hafdísi Ernu, f. 21.6. 1986, Snorra, f. 22.8. 1988, og Árna, f. 4.1. 1993. 3) Halldór Kristján Kolbeins, húsasmið- ur á Patreksfirði, f. 27.11. 1965. Maki hans er Joanne Christine Malone, frá írlandi, f. 21.12. 1969. Börn þeirra eru þrjú: Eyjólfur Kristopher Kol- beins, f. 29.7. 1992, Robin Þór Kolbeins, f. 16.11. 1993, og Tara Rós Kolbeins, f. 25.3. 1996. Snorri tók minna mótorvélsijórapróf 1944 og var við vél- gæslu á bátum til 1948, að hann tók við vélgæslu í frystihúsinu Kaldbak á Patreksfirði. Því starfi gegndi hann til 1957 og síðan aftur 1961 til 1963. Árin 1958 til 1960 var Snorri við lag- erstörf hjá Vélsmiðjunni Loga á Patreksfirði, en hann var einn af stofnendum þess fyrirtækis. Árin 1963 til 1967 var hann við vélgæslu í Hraðfrystihúsi Pat- reksfjarðar, en gerðist þá versl- unarmaður hjá Kaupfélagi Pat- reksfjarðar og var það til 1988 að Kaupfélagið hætti störfum. Seinustu árin var hann þar gjald- keri. Eftir að Kaupfélagið hætti störfum var Snorri m.a. við skrifstofustörf hjá Sláturfélagi Vestur-Barðstrendinga og hjá Vöruafgreiðslunni h.f. á Pat- reksfirði, auk þess var hann umboðsmaður fyrir Morgun- blaðið og DV. Snorri verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall VALDIMARS RUNÓLFS HALLDÓRSSONAR, Vikurbakka 40. Hulda Matthfasdóttir, Kristín M. Valdimarsdóttir, Gabriel George Bardawil, Halldór K. Valdimarsson, Elísabet Hákonardóttir, Elfn S. Valdimarsdóttir, Benidikt Geirsson, Matthfas Valdimarsson, Anna Dóra Steinþórsdóttir, Guðmundur B. Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, er vottað hafa samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar ÓSKARS SIGURJÓNSSONAR, Móakoti, Garði. Sérstakar þakkir til starfsliðs Sjúkra- húss Keflavíkur og starfsfólks heima- hjúkrunar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, dóttur og systur, ÞORBJARGAR SIGURFINNSDÓTTUR, Foldahrauni 42, Vestmannaeyjum. Viðar Sigurbjörnsson og aðstandendur. Þegar Snorri Gunnlaugsson, verslunarmaður á Patreksfirði, er lagður til hinstu hvíldar, koma margvíslegar minningar upp í hug- ann. Minningin um fjölmargar sam- verustundir, sérstaklega frá æsku- árunum, rifjast upp og fylla hugann hlýju til þessa góða drengs. Vinátta okkar hefur staðið allt frá haustinu 1933, þegar foreldrar hans fluttust í þorpið á Patreksfirði og settust að í Merkisteini. Fyrstu kynni okkar urðu með þeim hætti, að þau hafa æ síðan orðið mér minnisstæð og ollu mér lengi hugarangri. Við vör- um nokkrir smástrákar að leik við svonefnt Merkisteinsgil. Vorum að kasta smásteinum í blikkdósir, sem við höfðum stillt upp. Snorri stóð dálítið álengdar og tók ekki þátt í leiknum, líkast til verið eitthvað hikandi við að blanda sér í hópinn, þar sem hann var nýkominn í þorp- ið. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þreif ég eina steinvöluna og henti í átt til hans og hæfði hún í höfuð hans svo að blóð spratt fram. Strákarnir, sem með mér voru, fylgdu Snorra heim til móður hans eftir þessar köldu kveðjur. Ég hökti heim til mín og fyrirvarð mig svo hræðilega fyrir þetta „ódæðisverk" að ég faldi mig frammi í geymslu til að láta engan sjá mig. Seinna um daginn áræddi ég þó að fara út aftur og hitti þá Snorra á göt- unni og þorði vart að líta framan í hann, en hann tók mig tali og lét sem ekkert væri, og refsaði mér þannig eftirminnilega. Þar með hófst vinátta okkar, sem staðið hefur æ síðan. Snorri Gunnlaugsson var kominn af mætu bændafólki á Barðaströnd. Faðir hans Gunnlaugur Kristófers- son, bóndi og síðar verkamaður á Patreksfirði, var einn hinna fjöl- mörgu Brekkuvallasystkina. Hann var skynsamur maður og traustur. Kona hans og móðir Snorra var Sigríður Ólafsdóttir frá Miðhlíð á Barðaströnd, stillt og góð kona. Frændgarður Snorra í báðar ættir setti mikinn svip á mannlíf á Barða- strönd á fyrrihluta og um miðbik þessarar aldar. Eins og áður sagði fluttust þau til Patreksijarðar 1933 og lifðu þar langa ævi. Snorri kvæntist góðri og elsku- ríkri konu, Láru Kolbeins, og hafa þau búið allan sinn búskap á Pat- reksfirði. Þau eignuðust þijú mann- vænleg börn, sem öll hafa stofnað sín heimili og eignast afkomendur. Snorri hlaut í vöggugjöf góðar gáfur. í barnaskóla kom í ljós að hann hafði góða námshæfileika, en einhverra hluta vegna stóð ekki hugur hans til langskólanáms en ég álít að hann hafi verið vel til slíks fallinn. Eins og títt var um unglinga millistríðsáranna fór Snorri snemma að vinna og lá leið hans þá fyrst á sjóinn, enda at- vinnuhættir ekki fjölbreyttir í ís- lenskum sjávarþorpum á þeim tíma. Snorri rækti af trúmennsku ýmiskonar félagsmálastörf í samfé- laginu. Hann tók um árabil virkan þátt í starfi Verkalýðsfélags Pat- reksfjarðar og sat í stjórn þess í 12 ár. Á þeim árum sat hann á nokkrum þingum Alþýðusambands- ins. Á árunum 1978 til 1985 var hann í stjórn Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar hf. Snorri hafði yndi af bóklestri og minnist ég þess frá æsku- og ungl- ingsárum að við áttum saman margar ferðir í Lestrarfélag staðar- ins (bókasafn) til að verða okkur úti um lestrarefni. Þá hafði hann ánægju af að blanda geði við fólk við spila- og skákborðið. Hann varð snemma góður skákmaður og þreytti þá göfugu íþrótt lengi fram- an af ævi. Með þessum fátæklegu skrifum mínum vil ég flytja Snorra hinstu kveðju og þakklæti fyrir löng kynni. Ofarlega er mér þá í huga vinátta hans og hjálpsemi á æskuárum okkar. I vitund minni er mikil heið- ríkja yfir þeirri fölskvalausu vin- áttu, sem hann jafnan sýndi mér. Enda þótt vík yrði milli vina á síð- ari árum, af skiljanlegum ástæðum, höfðum við alltaf nokkurt samband. Við hjónin nutum oft gestrisni þeirra Snorra og Láru á heimili þeirra á Patreksfirði. Með Snorra Gunnlaugssyni er genginn, fyrir aldur fram, góður drengur, traustur og heiðarlegur, sem ekki mátti vamm sitt vita. Við Olla sendum Láru og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Vikar Davíðsson. Mig langar að minnast hans tengdaföður míns með nokkrum orðum, sem nú hefur lagt upp í förina yfir móðuna miklu. Hann var búinn að vera veikur í um hálft ár þegar ekkert fékkst ráðið við þann hræðilega sjúkdóm sem hann bar og er nú látinn eftir stutta en þunga sjúkdómslegu. Þann tíma sem hann barðist við veikindi sín var hann alltaf jákvæð- ur og bjartsýnn en fannst kannski einum of mikið látið með sig af fjöl- skyldunni, því hann var jú vanur að láta með aðra og fannst ætíð sælla að gefa en þiggja. Það fór ekki mikið fyrir honum tengdapabba en hann var sam- viskusamur, hugulsamur en um- fram allt traustur og sannur fjöl- skylduvinur sem naut þess að vera með fjölskyldunni. í gegnum árin hefur hann hlúð vel og dyggilega að fjölskyldunni með sinni einstöku fjölskyldurækni sem barnabörnin kunnu vel að meta og munu ætíð muna. Það leyndi sér ekki hvar tengdapabba leið best en það var í ruggustólnum heima á Patró með lokuð augun að horfa á sjónvarps- fréttirnar og ekki skemmdi það ef bamabörnin voru á vappi í kring eða að veltast yfir hann með tilheyr- andi bægslagangi. Það eru ófáar stundimar sem við tengdapabbi spjölluðum saman um fiskveiðar fyrr á árum og þær fram- farir sem orðið hafa á því sviði. Hann hætti sjósókn ungur að árum en fylgdist samt grannt með fram- fömm á því sviði og hafði gaman af að spjalla um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég mun ætíð minnast þeirra stunda sem við aðhöfðumst eitthvað saman því tengdapabbi naut þess að vera að sýsla eitt- hvað, hvort sem það var að fást við frímerkjasafnið sitt eða draga net í kyrrlátum Patreksfirðinum eða jafnvel ferðast í óbyggðum íslands við rætur jökla, þá naut hann hverr- ar stundar af mikilli innlifun og skein gleði úr augum hans á þessum stundum. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af tengdapabba og fyrir þá fjöl- skyldu sem hann hefur fært mér og ég mun ætíð bera minningu hans í bijósti mér. Ég kveð þig, tengdapabbi, með söknuði og þakka þér allar sam- verustundirnar og umhyggjusemina sem þú hefur sýnt mér og fjöl- skyldu minni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæra tengdamóðir og aðrir ætt- ingjar, megi góður Guð styrkja ykkur, varðveita og blessa í þessari sorg. Þinn tengdasonur, Ásbjörn Helgi. Okkur hjónin langar til að minn- ast okkar kæra vinar og vinnufé- laga. Elsku Snorri, við viljum þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum með þér frá því að þú byijað- ir að vinna hjá okkur árið 1990. Við viljum þakka þér fyrir samstarf- ið og alla þá hjálp sem við fengum frá þér. Ég minnist þess þegar ég þurfti að fá aðstoð þegar Helgi var í burtu, þá komst þú hlaupandi nður á bryggju léttur á fæti eins og unglingspiltur. í minningu okkar er það efst hve góður, samvisku- samur og heiðarlegur þú varst. Baráttu þinni við þann illkynja sjúk- dóm sem þú þurftir að stríða við tókst þú með mikilli ró. Megir þú hvíla í friði, elsku vinur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku Lára, börn, tengdabörn og barnabörn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Sigurbjörg og Helgi. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNASAR SIGURGEIRSSONAR, Helluvaði. Þórhildur Jónasdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Inga Jónasdóttir, Jón A. Jónsson, Sólveig Jónasdóttir, Sigurgeir Jónasson, Ingólfur Jónasson, Anna Snæbjörnsdóttir og fjölskyldur. t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall elskulegrar eiginkonu minnar, BRYNDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Arnarnesi, Mývatnssveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar FSA og starfs- fólks Landspítalans. Gísli Rafn Jónsson og synir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.