Morgunblaðið - 14.12.1996, Síða 65

Morgunblaðið - 14.12.1996, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 65 BREF TIL BLAÐSINS Svar til nemanda Borgarholtsskóla Frá Lárusi H. Bjarnasyni: EINN af nemendum skólans (Rún- ar Sigurjónsson) tjáði hug sinn til skólans, stjórnenda hans og menntamálayfirvalda í stóryrtu bréfi sem Morgunblaðið birti sl. þriðjudag. Fyrir- sögn greinarinn- ar er með þeim hætti að ekki verður orða bundist. í henni gætir einnig vanþekkingar og misskilnings. Staðsetning. Bréfritari telur Borgarholts- skóla illa staðsettan með tilliti til nemenda í málmiðnaði. Hér er nauðsynlegt að hafa í huga að jafn- framt því sem skólanum er ætlað forystuhlutverk í málm- og bíliðn- um á landsvísu er hann almennur framhaldsskóli fyrir íbúa Grafar- vogs og Mosfellsbæjar. Framlag Mosfellsbæjar til stofnkostnaðar Borgarholtsskóla er ríflegt miðað við áætlaðan nemendaljölda úr því sveitarfélagi og því er eðlilegt að skólanum hafi verið valinn staður í hverfi sem liggur að Mosfellsbæ. Götóttar stundaskrár. Bréfrit- ari tilheyrir þeim hópi nemenda sem varð verst úti við gerð stunda- skrár, en það eru nemendur í samn- ingsbundnu iðnnámi. Andstætt íjöldanum eru þeir ekki í verklegum faggreinum í skólanum, heldur undir handleiðslu meistara á vinnu- stað. Slíkur nemandi er því aðeins í hluta þeirra greina sem viðkom- andi verknámsbraut skólans er skipulögð eftir og göt í töflunni verða því stundum óhjákvæmileg. Vert er að minna á að nám fer ekki aðeins fram í kennslustundum og göt í töflu er oft hægt að nýta uppbyggilega. Nemendur hafa að- gang bæði að bókasafni og tölvu- veri, enginn er þvingaður til að „hanga yfir engu“. Tæki og tól. Það er vissulega rétt að kennsluhúsnæði var langt frá því að vera fullbúið við skóla- byijun í september, en ástæðulaust er að gera því skóna að svo verði um alla framtíð. Fúkyrði bréfritara um fyrirkomulag í málmskála bera því vitni að hann hafi að engu leyti kynnt sér þá áætlun sem unnið er eftir og miðar að því að innan fárra missera verði komin fyrsta flokks aðstaða til framhaldsnáms í málm- iðnum. Siðmennt og skólareglur. Bréfritari kýs að snúa út úr eink- unnarorðum skólans með annar- legri útleggingu á orðinu siðmennt. Þetta orð hefur víða merkingu og er m.a. notað um þroskun á dóm- greind, háttvísi, siðferðiskennd og hæfileika til þess að vinna með öðrum. Flestir eru að þroska þessa eiginleika fram á fullorðinsár, jafn- vel fólk sem segir opinberlega öðr- um að skammast sín. Eindregið skal tekið undir að nemendur eigi að vera í öryggis- skóm við vinnu á verkstæði skól- ans, en það á ekkert skylt við þá húsreglu að farið sé úr útiskóm í anddyri. Þótt bréfritara sé ekki kunnugt um hliðstæðu í skólum og opinberum stofnunum eru slík dæmi fjölmörg og eru viðkomandi til sóma. Borgarholtsskóli hefur þegar fengið hrós fyrir margt sem vel er gert án þess að þvi hafi verið sleg- ið upp í fjölmiðlum. Þær stundir koma að mönnum hitnar í hamsi í mótlæti hversdagsins. Séu menn hins vegar velunnarar skólans og styðji uppbyggingu hans eru það tilmæli mín að þeir finni gremju sinni útrás öðruvísi en að sá í leið- inni fræjum tortryggni meðal al- mennings, eigenda skólans. LÁRUS H. BJARNASON, aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla. ------»--♦—«----- Fylgjum réttlæti Frá Lárusi Þórarinssyni: í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgun- blaðsins 10. nóv. sl. er m.a. rætt um lagfæringu á lögum um stjórn- un fiskveiðilöggjafarinnar. Þar kemur fram, sem margoft hefur verið bent á, að réttur þegnanna til ákvörðunartöku sé jafnhár. Að auðsöfnun í skjóli ranglætis geti aldrei orðið undirstaða þeirrar framtíðar sem við óskum þjóðinni til handa, m.ö.o. að hún tæki ákvörðun um fyrirkomulag þessara mála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Virðum rétt þjóðarinnar. Fylgj- um stefnu réttlætis með þjóðarat- kvæðagreiðslu. LÁRUS ÞÓRARINSSON, Rauðhömrum 14, Reykjavík. Gail flísar :+=F V-- l' c iii in Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 NýkomlnaJ^f^t verð r. —^ barnafatnaðu ikin r Garðatorgi, Garðabæ, s. 565 6550. Krim laugavegi 12 - sími 551 8110 f I I HAFNARSTRÆTI 16 S:5510020 HAFNARSTRÆTI 104 • AKUREYRI Langmesta úrvalið af snjóbrettum á landinu í öllum verðflokkum. Bestu snjóbrettamenn landsins aðstoða við val og gefa ráð. Opið alla daga fram að jólum. NÁMSKEIÐ FYLGIR ÖLLUM BRETTUM! JUFfíVÍ SNOWBOARDS SÍMI«461 »3663 Tegmd:X18 Verð: 6.99 Svartir Stærðir: 36-41 Svartir Stærðir: 36-41 Tegund: Yellow Stone Svartir/hvítir og svartir Stærðir: 36-41 Verð: 5.995,- Brúnir Stærðir: 36-41 Verð: 8.995,- Svartir Stærðir: 36-41 Með stálhæl Verð: 11.995,- Svartir og brúnir Stærðir: 36-45 STEINAR WAAGE / SKOVERSLUN SIMI 568 9212 DtswoMSl^ Tegund: Destroy 1998 Tegund: Sendra Boots otsmoí Tegund: Destroy 1865 Verð: 7.995,- Svartir og brúnir Stærðir: 35-41 Verð: 4.995,- Svartir Stærðir: 36-41 Með stálhæl Mikið úrval oftískuskóm 5% staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdægurs PBIRCYÍ Tegund: Destroy 1969

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.