Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR21.DESEMBER1996 31 LISTIR Nýja Jerúsalem BÆKUR Ævintýri TÍUNDA INNSÝNIN: AÐ FANGA HUGSÝNINA eftir James Redfíeld. Þýðandi Anna María Hilmarsdótt ir. Leiðarljós 1996. 197 bls. TÍUNDA innsýnin felur m.a. í sér „skilning á andlegri endurreisn á jörðinni í ljósi annarra vídda". í „framlífsvíddinni" er t.d. gott að fara á sálna- eða utanlíkamaflakk en þar getur maður (svo fremi maður lendi ekki í „efnisþéttingu") upplifað „fæðingarsýn" sína og annarra. En þetta eru auðvitað for- réttindi þeirra sem hafa öðlast „inn- sýnina", þeirra sem kunna að stjórna „orkuflæði" sínu og ráða við svakalega „sveiflutíðni" í vídd- inni. Tiunda innsýnin er sjálfstætt framhald af Celestine-handritinu þar sem leitin að sjálfi og sannleika hófst. Undirliggjandi hugmynda- fræði byggir á sterkri markhyggju, á því að mannlegt líf hafi tilgang og ákveðið lokatakmark. Markmið bókarinnar er að sannfæra lesendur um að þetta takmark er ný heims- mynd („ný öld") þar sem andleg gæði, kærleikur og guðlegur inn- blástur ríkja. Með þessari bók er leitinni sem sagt lokið og svörin og sannleikurinn eru til reiðu fyrir þá lesendur sem vilja. Það er boðið upp á hvorki meira né minna en sameiningu himnaríkis og jarðar. Eins og nýaldarbók- um sæmir þá er sann- leikurinn í bókinni fenginn með dágóðri samsuðu hugmynda úr ólíkustu áttum. Aust- ræn speki og vestrænir hugsunarhættir renna t.d. saman í eitt; freu- dísk bæling fellur eins og flís við rassinn á indversku orkuflæði. Það er enda yfirlýst stefna höfundar í inn- gangi að bókinni að taka það „besta úr þeim siðvenjum sem á vegi okk- ar verða," og fella þær „saman í heild", til að „fanga hugsýnina" um vitundarvakningu mannsins. Sjálf er bókin hræringur bók- menntategunda; þetta „ævintýri" er jafnframt allegóría (pílagríms- för), vísindaskáldskapur og fagnað- arerindi. Vísindaskáldskapurinn sem myndar umgjörð sögunnar er reyndar svo hlægilega slakur og leiðinlegur að fagnaðarerindið hlýt- ur að líða fyrir. Höfundi lætur vel að predika og leggja fram mann- kynssögulegar greiningar og spár en skáldlegur er hann tæplega; frá- sögnin er barnaleg og óspennandi og persónusköpun misheppnuð. íslenskun textans ekki nógu lipur og ber keim af enskunni. Það hljómar það kauðalega í mín eyru að segja „einhvers var misst þegar..." og það minnir óneitanlega á „some- thing was missing." Setningar eins og „Þreytulega gekk ég að pokanum og tók hann upp" eru of tíðar. Hugmyndafræðin í bókinni er ákaflega drýgindaleg. Hún þyk- Jatnes ^ ópólítísk og læst Redfield gagnrýna mannlegt hlutskipti og samfé- lagslegt ástand á hlutlausan hátt með skotum hvort tveggja á „frjáls- lynda" og „íhaldsmenn." Hin sanna afstaða kemur þó í ljós undir lok bókarinnar, eftir „hlutlausa" mat- reiðslu og greiningu: Nýaldarmenn- ing bókarinnar getur „snúist á sveif með upplýstum kapítalisma", sér- staklega eftir að búið er að gæða hugmyndina um frjálst framtak nýjum siðareglum (155); og „af- skipti stjórnvalda með áætlunum um menntun og störf" verða ekki lengur „góður kostur", þegar „allir einstaklingar" taka að breiða út „vitneskjuna um innsýnirnar." (173). Hallelúja . . Söngvar, sögur og kvæði TONIJST Hljómdiskar JÓLAHÁTÍÐ Söngvar, sögur og kvæði. Hjalti Rögnvaldsson, Helga Möller, Pálmi Gunnarsson, Hanna Björk Guðjóns- dóttir, Sigrún Hjáimtýsdóttir, Söng- systur. II1jóðfæraleikur o.l'l.: Martial Nardeau, flauta. Tryggvi Hiibner, gitar í Jól og Jólakvöld. Þórir Úlfars- son, hljómborð, forritun og útsetn- ingar. Pétur Hjaltested hljóniborð og úts. í Ave María. Baldur Sigurðar- son og félagar, undirleikur í Herra Jóli. Ólafur Flosason, enskt horn í Ave Maria. Pálmi Gunnarsson: bassi og úts. í Jólakvöld. Jóhann Helgason, raddir í Jól. Upptaka: Halldór Vík- ingsson, Stöðin og Stúdió Stef. Staf- ræn hh'óðvinnsla og samsetningi Halldór Víkingsson. Framleiðandi: Torfi Ólafsson. Útgefandi: Marknet. Dreifing: Spor hf. MNET 001 CD. HÉR höfum við annan disk úr smiðju Torfa Ólafssonar (meira eða minna . ..). Og þessi er ólíkt betri, fjölbreyttari og skemmtilegri, enda höfum við hér texta, sungna og lesna (og það vel!). Það kemur líka í ljós að lögin hans Torfa batna stórum með tilkomu texta og söngvara - eða bara í fjölbreyttara samhengi, eru reyndar prýðisgóð. Söngvarar eru heldur ekki af verri endanum, og ekki heldur upplesar- inn (sjá kynningu). Þetta er fallegt, skemmtilegt og hugvitsamlega saman sett „jólaprógram", meira að segja hljóðfæraleikurinn nýtur sín hið besta (td. flautan í Nóttin helga), m.a. vegna fjölbreytninnar. Óneit- anlega er framlag Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Hönnu Bjarkar Guðjónsdóttur, Helgu Möller, Pálma Gunnarssonar og Söng- systra ómetanlegt, svo ekki sé minnst á frábæran lestur Hjalta Rögnvaldssonar. Ævintýrin eru gullfalleg, engu síður en lögin, að ég minnist ekki á texta Einars í Heydölum, Nóttin var sú ágæt ein, sem er unaðsleg- ur. Diskurinn endar á Jólaguðspjall- inu í upplestri Hjalta. Undir er dúllað stef eftir A.C. Adam, sem heyrist varla og er það frekar til bóta. Upptaka og hljóðvinnsla góð og fagmannleg. Ég mæli sannarlega með þess- um hljómdiski, sem er „algjör jóla- pakki"! Oddur Björnsson Nýjar bækur • SKÁLDSAGAN Emeralda er er eftir Blöku Jónsdóttur og er fyrsta bók höfundar. Þetta er ævin- týri fyrir fólk á öllum aldri. „Sagan gerist á óræðum tíma. Sögusviðið er Angkor Tom þar sem Emeralda býr ásamt foreldrum sín- um. Emeralda elst upp í ástríkum faðmi fjölskyldunnar undir öruggri vernd Búdda sem gerir á henni kraftaverk", segir í kynningu. Bókin er á ensku en Blaka vann árum saman erlendis við íslensku Blaka Jónsdóttir utanríkisþjón- ustuna. Blaka er mörgum kunn fyrir vatns- litamyndir sínar og er bókin prýdd mörgum lista- verka hennar. Bókin er seld í verslunum Ey- myndsson og Pennans ogkostar 1.980 kr. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÞESSAR yngismeyjar léku saman á þverflautur við píanóundirleik.Taldar frá vinstri (Rosmari Hewlett, Elín Adda Steinarsdóttir, Hrafndís Einarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Stella Sigurðardóttir og Julian Hewlett lék undir á píanó. Tónleikar að Brúarási Tvær sjö ára hnátur spiluðu frumsamin verk á pianó Vaðbrekka, JBkuldal. ÁRLEGIR tónleikar Tónskóla norður Héraðs voru haldnir nú í lok haustannar að Brúarási. Kennslugreinar eru fjölbreyttar i skólanum, en kennt er að spila á blokkriauUi, altflautu, þver- flautu, píanó, gítar, trommur og fleira ásamt ýmsum rafmagns- hljóðfærum. Þarna á tónleikunum mátti heyra píanóleik, flautulek margs- konar, blandaður kór skólans söng ásamt bjöllukór, að lokum spiluðu skólahljómsveitirnar nokkur lög á rafmagnsMjóðfæri. Mest voru þetta jólalög nema hjá hl,jómsveil.iinuin þær spiluðu raf- magnað popp. Mesta athygli vakti að tvær ungar dömur sjö ára léku frums- amin lög á píanó, en nokkuð er um að krakkarnir í skólanum yist istþjónustan TO H$s nsu 'ig Leirlist Handunnin gjafa og jólakort Vatnslitamyndir Kertastjakar úr íslenskum steini og járni Olíumálverk Myndlistarvörur á hagstæðu verði Glerlist Skúlptúrar Skartgripir Hverflsgötu 105 2. hæð • Sími 561 2866 Opið virka daga frá 12-18 og um helgar frá 14-18 • Lokað á mánudögum. Myndvarpar f/ljósmyndir og fi Myndlistarsýningar istþjónustan Ljósbrigbi Safn Ásgrims Jónssonar Gjöftilfagurkera TVÆR sjö ára hnátur Bergjjót Halla Kristjánsdóttir og Sigríður Auðna Guðgeirsdóttir spiluðu frumsamin lög á píanó og stóðu sig vel. spreyti sig á að semja lög. Þessir ungu tónsmiðir er heita Bergh'ót Halla og Sigríður Auðna sögðu að svolítið erfitt væri að semja lög en voru að vonum ánægðar með útkomuna. Einnig vakti nokkra athygli það nýmæli hjá skólanum að kenna á þverflautur í fyrsta skipti í vetur og var gerð- ur góður rómur að samleik nokk- urra yngismeyja á þverflautur. Skólastjóri Tónskóla norður Hér- aðs er Mínerva M. Haraldsdóttir og auk hennar eru fjórir stunda- kennarar við skólann. Vinakvöld á aðventu KÓR FLensborgarskóla í Hafnarfirði heldur tónlistarskemmtun í hátíðar- sal skólans undir yfirskriftinni Vina- kvöld á aðventu, sunnudagskvöldið 22. desember kl. 21. Þar munu 40 ungmenni skapa gestum sínum heimilislega jóla- stemmningu með flutningi aðventu- og jólatónlistar undir stjórn Hrafn- hildar Blomsterberg. Aðgangur er ókeypis. Gnltfallei) tuitaverkabók mn gj'öf Áógrínut Jónéjonar li.it málara til í.iteiuika ríkuins. Bókina prýða unt 200 myndir af verkum Antgrínu og erufleétar þeirra í lit. LISTASAFN ÍSLANDS- SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Fríkirkjuvegi 7 sími 562 1000 Bókinfcut einnig í öllum hel.ila bókaverAuniun Reykjavikur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.