Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 54
_ 54 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ^emamta&úusið Handsmíðaðir 14kt gullhringar Tráhætt oerá. Kringlunni 4-12, sími 588 9944 ^jemantaMúáiá Handsmíðuð 14kt hálsmen með perlum Tráhært oeið. Kringlunni 4-12, sími 588 9944 Ný sending Jakkar, síð pils, blússur og buxur. Mikið úrval af buxna- og pilsdrögtum. Síðir og stuttir jakkar. 30% afsláttur af ölium vörum Opið í dag frákl. 10 til 22. öiíDanon Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 llCatalogo KZNZ/Æ ©rangey Laugavegi 58, sími 551 3311. GUCCI Svissnesk gæði ítölsk hönnun betta nýja GUCCI úr fer sigurför um heiminn Hefur þú séð það? Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sfmi 551 0081. IDAG Með morgunkaffinu oooo GOÐAN dag. Þetta er NEI ég er ekki í biðröð sjálfvirkur símsvari hjá til að kaupa miða á Gauta Thorarensen rokktónleikana. Ég bý bara hér. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Jólaljós á Suðurnesjum HERDÍS hafði samband við Velvakanda og vildi vekja athygli á öllum jólaljósunum sem Suður- nesjamenn hafa komið fyrir í húsum sínum og öðru nágrenni. Vildi hún hvetja fólk í nágrenni Keflavíkur að fá sér bíl- túr og sjá alla dýrðina. Tapað/fundið Pokar týndust TVEIR pokar, annar merktur Skífunni með geisladiski í og hinn merktur Hagkaupi þar sem í var litabók o.fl., týndust í Kringlunni sl. miðvikudag. Pinnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 588-2221. Gæludyr Fress í óskilum BRÖNDÓTT fress fannst föstudaginn 13. desem- ber sl. í bílageymslu við Hvammabraut Hafnar- firði. Eigandinn er beð- inn að hafa samband í síma 555-4773. ... 'ííí'. <=> c=> ^t/^p^j^fe <3í y »*• '»& Á JL *2 •jj^L ^Æsv <-o JtkÆ ^L--^ "Í1 "sl £ B^fl •íá . * 1 4 iljaía 4 )aJkka» vörar í stóra sem smáa j EGGERT feldskeri Sími55lll21 SETTU svolitla sósu á diskinn með afgangin- um. Ég er hræddur um að annars skilji karlinn ekki eftir neitt þjórfé. COSPER ÞETTA er fyrir karlinn á borði 7. Hann bað um meiri súpu. SKAK Umsjön Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Guðmundar Arasonar mót- inu í Hafnarfirði í skák þeirra James Burden (2.125), Bandaríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Björns Þor- finnssonar (2.065). 25. Hxf6! (Mun sterkara en 25. Hxb7 - Dxb7 26. Hxf6 - Dbl+ 27. Kh2 - Dxe4) 25. - Bxf6 26. Hxb7 - Dxb7 27. Dxf6+ - Dg7 28. De6! (Svart- ur getur ekki varið peð sín á e5 og g5. Hvíti biskupinn er ótrúlega sterk- ur) 28. - Hf8 29. Bxc5 - Hf6 30. De8+ - Dg8 31. Dxe5+ - Dg7 32. Db8+ - Dg8 33. Dxa7 - Df7 34. Db8+ - Dg8 35. Db2 og svartur gafst upp. Níunda og síðasta um- ferðin á mótinu hefst í dag kl. 14 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Endanleg úrslit liggja fyrir í síðasta lagi kl. 21. HVÍTUR leikur og vinnur Víkverji skrifar... RÍKISKERFIÐ heldur sínu striki þótt það strik virðist stundum undarlega hlykkjótt í augum al- mennings. Víkverja kom þetta í hug þegar hann fékk í hendurnar síð- asta eintak Stjórnartíðinda^ sem er annars hið merkasta rit. Á fram- hliðinni er birt auglýsing frá forsæt- isráðuneytinu um að Davíð Oddsson forsætisráðherra sé á förum til út- landa, í fjarveru hans gegni Priðrik Sophusson fjármálaráðherra störf- um forsætisráðherra um stundar- sakir en í fjarveru hans Halldór Blöndal samgönguráðherra. Þetta er auðvitað mjög fróðlegt en um leið sérkennileg eyðsla á pappír og prentsvertu því Stjórnart- íðindin eru með skráðan útgáfudag 16. desember en umrædd auglýsing er dagsett 8. nóvember, nærri ein- um og hálfum mánuði áður en hún birtist. Á bakhlið sömu stjórnartíðinda er önnur auglýsing frá forsætis- ráðuneytinu, nú um meðferð for- setavalds í fjarveru forseta íslands þar sem segir að forseti íslands hafi farið til útlanda í dag og í fjar- veru hans fari forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæsta- réttar með forsetavald. Þessi aug- lýsing er dagsett 18. nóvember og því mánaðargömul. Það má lesa út úr títtnefndu tölu- blaði Stjórnartíðinda að forsetinn sé kominn úr utanlandsferðinni því þar eru birt lög sem forsetinn undir- ritaði 13. desember. En sjálfsagt er á næstu vikum von á auglýsing- um um að forsetinn og forsætisráð- herrann séu komnir heim aftur. xxx FYRST Víkverji er byrjaður að fjalla um „hið opinbera" getur hann ekki stillt sig um að minnast á lítinn bækling sem utanríkisráðu- neytið hefur gefið út á ensku með ýmsum upplýsingum um land og þjóð. Þar er meðal annars stuttur listi yfir sögulega atburði íslands- sögunnar og eru 13 ártöl skráð. Að sjálfsögðu er byrjað á land- náminu 874-930 og stofnun Al- þingis 930. Þá kemur kristnitakan árið 1000 og þess jafnframt getið að Leifur heppni hafi þá fyrstur Evrópubúa stigið á land í Ameríku. 13. öldin er nefnd sérstaklega sem gullöld sagnaritunar. 1262 komst Island undir norsk yfirráð og 1380 undir Danakóng. Næstu 500 ár gerist ekkert markvert, eða til 1874 þegar fagnað yar 1000 ára afmæli landnáms og ísland fékk stjórnar- skrá. 1904 fengu íslendingar heimastjórn og 1918 fullveldi. Arið 1930 var haldið upp á 1000 ára afmæli Alþingis, 1944 var lýðveldið stofnað, 1974 var 1100 ára afmæli íslandsbyggðar og 1994 var 50 ára afmæli lýðveldisins. Af þessum 13 ártölum eru því 3, eða 4 eftir því hvernig á það er litið, skráð vegna þess að þá er haldið upp á afmæli markverðra atburða. Eru afmælisár virkilega svona merkileg íslandssögunni? xxx STARF í skólum landsins hefur mjög verið til umræðu í vetur, m.a. í framhaldi af slakri frammi- stöðu íslenskra nemenda í alþjóð- legri raungreinakönnun. Fleira hef- ur beint athyglinni að skólunum; einelti hefur verið til umræðu og ofbeldi svo dæmi séu tekin. Nú síð- ast háfa samræmd próf í 4. og 7. bekk grunnskóla verið undir smá- sjánni. Nýlega sendu skólastjórar í Reykjavík frá sér ályktun þar sem þeim eindregnu tilmælum er beint til fjölmiðla að fyllsta aðgát sé við- höfð í öllum fréttaflutningi um málefni barna og unglinga. Einnig er gerð sú krafa til fjölmiðla að þeir virði þá reglu að leita ávallt til skólastjóra hvers grunnskóla ef óskað er eftir að fjalla um grunn- skólastarf og/eða nemendur skól- ans. Að sjálfsögðu er eðlilegt að fjalla um starfið í skólunum í máli og myndum, en að mati skrifara er jafn sjálfsagt að virða ákveðnar leikreglur í því sambandi. Skólarnir eru viðkvæmir vinnustaðir og óeðli- legt annað en að hafa samráð við stjórnendur þeirra þegar fjallað er um innri málefni einstakra skóla t.d. með heimsóknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.