Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Nýtt atvinnuleysisfrum- - kolrangar áherslur varp - MEÐ frumvarpi til laga um atvinnuleysistryggingar sem fé- lagsmálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi eru stjórnvöld að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll að það séu þeir atvinnulausu sem séu vandinn, en ekki atvinnuleysið. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart miðað við fyrri aðgerðir og yfirlýsingar síðustu tveggja ríkisstjórna og þá neikvæðu al- þjóðlegu umræðu sem hingað hef- ur verið flutt inn um þessi mál. Afstaða ráðamanna kom skýrt fram í greinargerð með fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1994 en þar stóð m.a. þetta um atvinnu- leysisvandann: „Langt bótatíma- bil, greiður aðgangur að bótum og háar bótagreiðslur eru allt atr- iði sem almennt eru talin stuðla að auknu atvinnuleysi" (Fjárlaga- frumvarp 1994, bls. 264). Við afgreiðslu síðustu fjárlaga var atvinnuleysisbótum kippt úr sambandi við almenna launaþró- un í landinu og með frumvarpi félagsmálaráðherra er nú er enn haldið áfram að skerða kjör þeirra atvinnulausu ájgrundvelli þessara staðhæfinga. I frumvarpinu er t.d. lagt til að upphæðir bóta verði skertar, bótaréttur takmarkaður verulega og hámarkstími bóta- réttar styttur verulega. Pólitískur áróður Fullyrðingin hér að ofan úr fjárlagafrumvarpinu og aðrar álíka staðhæfingar um að at- vinnuleysisbætur letji fólk til vinnu byggjast hins vegar ekki á neinum haldbærum rannsóknum og eru þannig aðeins pólitískur áróður þeirra afla sem vilja bijóta niður samhjálpina í þjóðfélaginu. Einnig eru áhrif stofnana eins og Efnahags- og framfara- stofnunarinnar OECD á pólitíska umræðu í hvetju landi mikil. Skýrslur OECD eru meðhöndlað- ar gagnrýnislaust af t.d. frétta- stofum hér á landi eins og þær innihaldi algildan sannleik. Emb- ættismenn ráðuneyta, sem sjálfir sjá OECD fyrir upplýsingum um ástand mála heima fyrir og endur- spegla auðvitað ekkert annað en stöðumat viðkomandi ríkisstjórn- ar, skrifa síðan minnispunkta til ríkisstjórna um ábendingar OECD um aðgerðir byggðar á þeirra eig- in upplýsingum. Umræðan hér á landi eins og annars staðar meðal OECD landa um atvinnuleysisvandann og úr- bætur á honum sýnir hvernig pólitískar fullyrðingar geta fengið á sig vísindalegan blæ í skjóli þess að nógu mörg og sterk öfl í þjóðfélaginu taka undir sönginn. Þeir atvinnulausu eiga sér hins vegar færri málsvara þegar ráðist er á kjör þeirra og það á fullkom- lega fölskum forsendum. Síðastliðin tvö ár hefur OECD birt fjölmargar skýrslur um at- vinnuleysi, orsakir þess og hvern- ig bregðast megi við atvinnu- leysisvandanum. Niðurstöður OECD hafa síðan verið til umfjöll- unar í helstu nefndum OECD og eru meginuppistaðan í umræðum á ráðherrafundum OECD-land- anna. Það skiptir því miklu máli að þær skýrslur og sú greining sem fram fer á vegum OECD- stofnunarinnar byggist á vísinda- legum grunni og endurspegli nið- urstöður rannsókna á atvinnu- leysi sem gerðar hafa verið. Ef við einskorðum okkur við skrif OECD um atvinnuleysisbæt- ur, sem eru viðfangsefni þessarar greinar, kemur í ljós að höfundar þeirra draga oft hæpnar ályktanir út frá rannsóknum sem vitnað er Að skerða kjör þeirra atvinnulausu enn frekar en orðið er, segja Rann- veig Sigurðardóttir og Ari Skúlason, fel- ur í sér ákveðinn póli- tískan boðskap. til (dæmi um slíkt er eftirfarandi tilvitnun: „Þessi samanburður gefur í skyn að þrátt fyrir skort á beinu tölfræðilegu sambandi milli atvinnuleysis og atvinnuleys- isbóta sé tilgátan um langtíma- samband hugsanleg“. OECD 1994, The Job Study: Evidence and Explanations, Part II, bls. 171. íslenskun greinarhöfunda). Höfundarnir virðast oft ekki vita af þeim rannsóknum sem unnar hafa verið á þessu sviði. Það sem verra er, OECD fjallar um at- vinnuleysisbætur og hlutverk þeirra nánast einvörðungu út frá því að þær séu svo rausnarlegar að þær letji fólk til vinnu og helsti mælikvarðinn á árangur atvinnu- leysisbótakerfanna að þeirra mati er hversu fljótt bótakerfinu tekst að losa sig við þá atvinnulausu. Umræðan fyrr og nú Tilgangur með atvinnuleysis- bótum er margþættur. Fyrr á árum, þegar atvinnuleysi var minna, var einkum litið á atvinnu- leysisbótakerfi sem hluta af vinnumarkaðs- og félagsmála- kerfi. Hlutverk bótanna var að hjálpa fólki yfir erfiðan hjalla, en yfirleitt var reiknað með að fólk fengi fljótlega vinnu aftur. Geng- ið var að því sem gefnu að at- vinnuleysi hefði áhrif á fólk, fjár- hagslega, félagslega og sálrænt og var hlutverk atvinnuleysisbóta að milda fjárhagsleg áhrif at- vinnuleysisins á einstaklingana og auðvelda þeim þannig að tak- ast á við þau félagslegu og sál- rænu vandamál sem atvinnuleys- inu fylgja. Því má segja að litið hafi verið á atvinnuleysisbætur sem hluta af félagslegri sátt í þjóðfélaginu sem var nátengd öðrum samtryggingarþáttum vel- ferðarkerfisins. „Nútímaleg" viðhorf til atvinnuleysisvandans Á síðasta áratug jókst atvinnu- leysi verulega víða um lönd og sérstaklega hefur það aukist að fólk sé atvinnulaust til langframa. Það sama hefur verið að gerast hér á landi á þessum áratug. Umræðan um atvinnuleysisbóta- kerfin hefur einnig breyst, þrengst mjög mikið og fengið á sig pólitískan blæ. Áherslum á félagslega hlið bótakerfanna hef- ur verið vikið til hliðar af stjórn- völdum og sú sátt sem ríkt hefur í þjóðfélaginu um samhjálp er á undanhaldi eins og frumvarp fé- lagsmálaráðherra ber með sér. Langt bótatímabil Þegar stjórnvöld tala um að langt bótatímabil stuðli að at- vinnuleysi gefa þeir sér að mögu- leikar á því að fá atvinnuleysis- bætur í lengri tíma hafi það í för með sér að fólk sé ekki nógu duglegt við að leita sér að vinnu og sé of vandlátt á það hvaða störf það tekur. Þeir sem svona tala virðast því gefa sér að mikið og fjölbreytt framboð sé á störf- um. Rannsóknir sýna þó annað. Sýnt hefur verið fram á að lítið Rannveig Sigurðardóttir samhengi er á milli þess hversu duglegir þeir atvinnulausu voru í leit að vinnu og hversu fljótt þeir fengu vinnu á ný. Það sem skiptir máli er fjöldi þeirra starfa sem í boði eru og hvaða störf eru í boði. Rausnarlegar atvinnuleysis- bætur? Því er haldið fram að bótakerfin stuðli að atvinnuleysi vegna þess að bæturnar séu svo rausnarlegar. í þessum anda vill fé- lagsmálaráðherrann nú skerða enn frekar upphæð bótanna og möguleikana á að fá þær og halda þeim. í allri þeirri alþjóðlegu umræðu sem farið hefur fram um rausn- arlegar atvinnuleys- isbætur hefur þessi svokallaða rausn aldr- ei verið skilgreind. Það er t.d. nokkuð nærri sanni að at- vinnuleysisbætur í ^rj Evrópu séu u.þ.b. Skúlason helmingur af fyrri tekjum þeirra atvinnulausu. Talið er að atvinnuleysisbætur í Bret- landi séu að meðaltali um 15% af tekjum. Getur það talist rausn? Mat á árangri atvinnuleysis bótakerfa Við þessa pólitísku fordóma um að örlæti bótakerfa stuðli að at- vinnuleysi bætist umræðan um hve fljótt bótakerfin geta losað sig við þá atvinnu- lausu af bótum. Hvað verður um fólkið sem kerfin losa sig við, hvaða þátt bótakerfin eiga í að hjálpa þessu fólki virðist engu skipta þegar árangur atvinnuleysibóta- kerfa er metinn t.d. af fjölþjóðlegum stofnunum eins og OECD. Litlu máli skiptir hvort þeir fá vinnu við hæfi eða eru færðir á milli bóta- kerfa yfir á sjúkra- eða örorkubætur eða hvort þeir detta alveg út úr bótakerfinu. Spyija má hvort það sé endilega besta lausnin fyrir þann sem missir vinnuna að vera þvingaður til þess að taka fyrsta boði um starf? Einn tilgangur atvinnu- leysisbótakerfis hlýt- ur að vera að bæði launafólk og atvinnu- rekendur geti haft eitthvert val um starf og starfsfólk. Það hlýtur t.d. að skipta fyrirtæki máli að fá rétt starfsfólk því annars er kostnáði við þjálfun nýrra starfsmanna kastað á glæ. Nú á dögum standa þeir-atvinnu- lausu oft frammi fyrir tilboðum um það sem kalla má slæm störf. Störfin eru slæm vegna þess að þau eru oft óörugg og ekki til lengri tíma. Hér getur verið um að ræða hlutastörf, tímabundin störf o.s.frv. Opinbera umræðan í dag gengur út á að þeim atvinnu- lausu sé ekki of gott að taka hveiju sem í boði er. En þá gleymist að sé tekið boði um tímabundið starf, er í rauninni verið að útiloka leit að öðru betra starfi á meðan. Það er því algjörlega út í hött ! að meta árangur atvinnuleysis- bótakerfanna út frá því hve fljót þau eru að losa sig við þá atvinnu- lausu. Hlutverk atvinnuleysisbóta er annað og meira. Það er því nauðsynlegt að viðhafa mun víð- ari sýn þegar árangur atvinnu- leysisbótakerfanna er metinn. Ráðumst á hinn raunverulega vanda Miðað við umræðuna hér á landi mætti stundum halda að sumir óski hreinlega eftir því að vera atvinnulausir. Þeir sem svona tala þekkja tæplega at- vinnuleysi, hvað þá langvarandi atvinnuleysi. Langvarandi at- vinnuleysi hefur margvísleg nei- kvæð áhrif á þá atvinnulausu og fjölskyldur þeirra. Heilsufar þeirra er verra og einnig hefur verið sýnt fram á að atvinnuleysi getur haft verulega neikvæð áhrif á börn þeirra atvinnulausu, t.d. skólagöngu og frammistöðu í skóla og framtíðarmöguleika á vinnumarkaði. Meðan unnið er að því að vinna bug á atvinnuleysinu sem á að vera sameiginlegt markmið okkar j allra, er nauðsynlegt að milda áhrif atvinnuleysis á þá sem fyrir því verða og viðhalda samhjálp í þjóðfélaginu og samstöðunni með þeim sem atvinnulausir eru. Það sem ríkisstjórnin er nú að gera með frumvarpi félagsmála- ráðherra skilar okkur ekki í neinu fram á veginn. Að skerða kjör þeirra atvinnulausu enn frekar en orðið er felur auðvitað í sér ákveð- inn pólitískan boðskap. Það sýnir lítinn stórhug að álíta þá atvinnu-f lausu vera vandamálið. Það felv r líka í sér uppgjöf fyrir hinu raui - verulega vandamáli - atvinnuleys- inu sjálfu. Rannveig er hagfræðingur BSRB, og Ari er framkvæmdastjóri ASÍ. íslenskt málgull eða látún Engilsaxa Lúðrasveitir í Ráðhússal HÆTT er við að Skólalúðrasveitir Reykjavíkurborgar hafi fengið fall- einkunn ef tónleikar þeirra í Ráðhús- inu áttu að vera eins konar forleikur að hlutdeild Reykjavíkur í sæmdar- heitinu menningarborg. Sé einhver í vafa um staðhæfingu þessa ætti sá hinn sami að kynna sér efnisskrá tónleikanna. Hún er svohljóðandi: Hér skiptir lúðrasveitin málgull- inu íslenska fyrir látún Engilsaxa. í æsku greinarhöfundar var það haft á orði ef einhver færði sér í nyt myndir annarra, þá var það kallað „að taka í gegn“. í stað þess að leggja eitthvað af mörkum var papp- írsblað einfaldlega lagt ofan á verk annarra og síðan farið nákvæmlega ofaní mynd þá sem stæld var. Þann- ig má lýsa aðferð Skólalúðrasveita Reykjavíkurborgar. Þær virðast hafa valið lög sem henta í Las Vegas og Chicago við hæfi A1 Capone og Lucky Lúsíanó. Páll ísólfsson, Karl 0. Runólfsson, Árni Björnsson, Jón Múli Árnason, Páll P. Pálsson, Jan Moravek, Þórar- inn Guðmundsson, Bjarni Þórodds- son, Sigfús Halldórsson, Sigvaldi Kaldalóns. Hver einn þeirra og allir með tölu hefðu sómt sér vel í hópi tónskálda, sem samið hafa lög til flutnings á jólaföstu og jólum. For- vígismönnum lúðrasveita hlýtur að Hér er tónskáldum og hljómlistarmönnum sem vörðu lífi og kröftum sínum í þágu íslenskrar tónlistar, segir Pétur Pétursson, reist sú níð- stöng, sem lengi verður í minnum höfð. vera kunnugt að Ríkisútgáfa og Námsgagnastofnun hafa gefið út fjölda laga, sem ætluð eru lúðra- sveitum. Árið 1965 voru keypt 28 íslensk lög í útsetningu Karls 0. Runólfssonar og Páls P. Pálssonar. Tengdasonur Karls 0. Runólfssonar, Ólafur L. Kristjánsson, gaf út 58 lög á forlagi Ríkisútgáfu námsbóka. ís- lensk tónskáld yngri kynslóðar hafa aukið við fjölda laga á seinni árum. Má þar nefna Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Gunn- ar Reyni, Magnús Blöndal Jóhanns- son og ijjölda annarra. Hafa lúðrasveitarmenn gleymt Gilsbakkaþulu, Kátt er um jólin, koma þau senn, Úti er alltaf að snjóa, Hvert örstutt spor, Máríu- versi, Ave Maria, Þú blíða drottning bjartari en sólin, Snert hörpu mína himinborna dís, og ótal fleiri undur- fögrum lögum? Skólalúðrasveitir Reykjavíkur- borgar eiga ekki að leika í Ráðhúsi Reykjavíkur meðan þær lúta fyrr- greindu efnisvali. Þær eiga að spila í Umskiptingastofu Engilsaxa. Páll ísólfsson tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins stofnaði Þjóðkór þegar sorfi ið var að íslenskri tungu með herná- mi Breta og síðar Bandaríkjamanna. Mér er sem ég sjái viðbrögð hans við efnisskrá þeirri sem lúðrasveitir eftirmanna hans létu sér sæma að leikin væri. Höfundur er þulur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.