Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 I- MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þróun skattleysismarka frá 1. jan. 1988 A verðlagi hvers árs. Heimild: Hagdeild ASl Kr. 78.256 Þús. kr. Skattlausar mánaðartekjur m.v. upphaflega skattaprósentu (35,20%) og upphaflegan (kr. 14.797) og framreiknaðan persónuafslát m.v. lánskjaravísitölu Skattlausar mánaðartekjur 80 75 70 65 60 55 50 45 40 1.'97 Þróun skattprósentu 44------frá 1. jan. 1988 41,98% 42 - 4u mm 38 J 36 1 í í r i 35,20% 34-4 t- r i i i '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 Skattleysismörk hafa ekki fylgt verðlagi undanfarin ár Skattbyrðin aukist um 10,6% frá 1988 Skatthlutfall verður 41,98% á næsta ári 97 sveitarfélög af 1651eggjaá hámarksútsvar FRÁ því staðgreiðsla skatta var tekin upp 1. janúar 1988 hefur skattbyrði vegna lækkunar skatt- leysismarka aukist um 10,6%. Á þessu níu ára tímabili hefur skatt- prósenta hækkað úr 35,2% í 41,98%. Mestu munar um 2,5% hækkun á tekjuskatti 1. janúar 1989 og hækkun útsvarsprósentu um 1,5% vegna afnáms aðstöðu- gjalds 1. janúar 1993. Þegar staðgreiðslukerfí skatta var tekið upp var ákveðið með lögum að skattleysismörk hækk- uðu í samræmi við verðlagshækk- anir. Verðtrygging persónuafslátt- ar var hins vegar afnumin 1. jan- Skattleysismörk væru um 78.000 kr. ef þau hefðu fylgt vísitölu úar 1990 og síðan hefur það verið á valdi stjórnvalda hvort persónu- afsláttur hefur hækkað í takt við verðlag. Þetta hefur leitt til þess að skattleysismörkin eru núna lægri en þau voru þegar kerfið var tekið upp. Skattleysismörk eru núna 60.888 krónur á mánuði, en væru 78.256 krónur ef skattleysis- mörk hefðu verið látin fylgja lán- skjaravísitölu. Skattgreiðendur greíða því 8.316 krónum meira í skatt á mánuði en þeir hefðu ann- ars gert. Persónuafsláttur hækkaði 1. janúar 1995 um 500 krónur og aftur 1. júlí 1995 um 100 krónur. Síðan hefur persónuafsláttur stað- ið í stað og hann breytist ekki um næstu áramót. Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji skoða breytingar á persónuaf- slætti í tengslum við breytingar á jaðarsköttum, en sérstök nefnd vinnur nú að tillögum um lækkun jaðarskatta. SKATTHLUTFALL í staðgreiðslu verður 41,98% á næsta ári, eða 0,04% hærra en í ár. Ástæðan er sú að útsvar sveitarfélaga verður hlutfallslega hærra en verið hefur. Að þessi sinni leggja 97 sveitarfé- lög af 165 á hámarksútsvar og eru það 29 sveitarfélögum fleiri en á síðasta ári. Mesta hækkunin er hjá Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu sem hefur til þessa lagt á lágmarks- útsvar en leggur á hámarksútsvar á næsta ári. Á móti kemur að sex sveitarfélög, sem í ár leggja á hámarksútsvar nýta sér ekki þann rétt á næsta ári. Þetta eru Akureyri, Arnarnes- hreppur, Skútustaðahreppur, Reyk- holtsdalshreppur, Hálsahreppur og Svalbarðshreppur. Tíu sveitarfélög leggja á lág- marksútsvar. Þetta eru Reykjavík, Seltjarnarnes, Garðabær, Vest- mannaeyjar, Skilmannahreppur, Skorradalshreppur, Bæjarhreppur í Strandasýslu, Skaftárhreppur, Ása- hreppur og Grafningshreppur. Útsvar hækkar Hlutur útsvars í staðgreiðslu hef- ur verið hækkaður til að standa straum af kostnaði sveitarfélaganna við rekstur grunnskólanna en tekju- skattur ríkisins lækkaður á móti. Lágmarksútsvar var 8,4% en hækkar í 11,19% og hámarksútsvar var hækkaðúr 9,2% í 11,99% eða um 2,79%. Á móti lækkaði tekju- skattshlutfall úr 33,15% í 30,41% eða um 2,74%. Breyting hámarksút- svars um 0,05% umfram breytingu á tekjuskatti var ætlað að mæta óvissu í kostnaðarútreikningum og misjafnri stöðu sveitarfélaga gagn- vart rekstri grunnskólanna. Munaði um Akureyri Vegið meðaltal af útsvörum allra sveitarfélaga er innheimt í stað- greiðslu og verður það 11,57% á næsta ári. Tekjuskattur er 30,41% þannig að heildarskattprósentan er 41,98%. Fjármálaráðuneytið bjóst fyrirfram við því að staðgreiðslu- hlutfallið hækkaði aðeins meira eða í 41,99% en að sögn Steingríms Ara Arasonar aðstoðármanns fjármála- ráðherra munaði þar mestu um að Akureyrarbær nýtir sér að þessu sinni ekki réttinn til að leggja á hámarksútsvar. Hver hundraðshluti af prósentu í staðgreiðsluskatti þýðir 25-30 milljóna króna innheimtu. Það þýðir með öðrum orðum að innheimt verð- ur um 100-150 milljónum króna meira á næsta ári vegna hækkunar- innar nú. Alls er talið að staðgreiðsl- an skili um 54 milljórðum króna á næsta ári. Útsvarið er talið skila um 29 milljörðum til sveitarfélaga og tekjuskatturinn ríkinu um 25 milljörðum en af því eru 8,2 millj- arðar greiddir til baka gegnum skattkerfið í ýmsar bætur til ein- staklinga. Marel hf. í viðræðum um lóð í Garðabæ 011 starfsémin verði flutt 1998 ÖLL starfsemi Marels hf. hér á landi mun flytja í nýtt húsnæði í Garðabæ árið 1998 ef viðræður fyrirtækisins við bæjaryfirvöld þar leiða til þess að gengið verði frá lóðarsamningi um rúmlega 11.000 fermetra lóð í nýju iðnaðarhverfi í Molduhrauni við Reykjanesbraut. Rekstur fyrirtækis- ins hefur gengið mjög vel undanfar- ið, og segir Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjórí Marels, að góðir möguleikar séu á að framhald verði á því. Marel var stofnað 1983 og hjá fyrirtækinu starfa nú um 170 manns hér á landi og um 20 erlendis. „Fyrirtækið hefur verið í miklum vexti á undanförnum árum og þar sem það er til húsa við Höfðabakka höfum við getað bætt við okkur hús- næði undanfarið, en nu erum við eig- inlega búnir að fylla út í það hús- næði sem við getum fengið. Þá höf- um við farið að horfa til þess hvern- ig við ætlum að koma fyrir framtíðar- húsnæði Marels og þá miðað við að fyrirtækið haldi -áfram að vaxa og dafna," s'agði Geir í samtali við Morg: unblaðið. Byrjað á framkvæmdum um mitt næsta ár Harin sagði að miðað við þær þarf- ir, sem sjáánlegar væru til næstu ára, væri reiknað með að flytja í nýtt húsnæði með alla starfsemi Marels árið 1998 og að byggingaf- framkvæmdir gætu hafist um mitt næsta ár. Geir segir að um sé að ræða 8.000 fermetra verksmiðjuhúsnæði og auk þess 3.500 fermetra skrifstofuhús- næði með stækkunarmöguleikum. Verksmiðjuhúsnæðið verði allt á einni hæð og með góðu aðgengi. Bitinn í aft- urendann LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í gær afskipti af tveimur hundum, en annar þeirra hafði bitið mann í afturendann. Hundarnir tveir voru bundnir í garði við hús í austurborginni, en tókst samt að komast út á gang- stétt. Annar þeirra var ósáttur við mann sem gekk þar hjá og beit hann í afturendann. Að sögn lögreglu voru meiðsli mannsins ekki mikil. í gær hafði hann ekki tekið ákvörðun um hvort hann legði fram kæru á hendur hundeigandanum. ÞAU lentu í fyrsta til þriðja sæti. Aftari röð^ frá vinstri: Atli Freyr, Pétur, Birgir og Róbert, 3. sæti. Berglind, Sólveig Helga og Elín Heiða. Á myndina vantar Guðrúnu Björgu, en þær voru í 2. sæti. Fremri röð: Sigrún, Guðrún María og Eva Dögg, 1. sæti. Viðurkenningar fyrir yerkefni í vísindakeppni Foldaskóla NEMENDUR í tíunda bekk Foldaskóla í Grafarvogi hafa lagt nótt við dag að undanförnu til þess að h'úka verkefnum sín- um í vísindakeppninni Foldavísi. Verkefnin voru kynnt fyrir dómnefnd á fimmtudag og í gær voru veittar viðurkenningar fyr- ir bestu verkefnin. Viðfangsefnin voru margvís- leg og að sögn eðlisfræðikennar- ans, Rósu Gunnarsdóttur, sem hefur haft umsjón með keppn- inni, var það síður en svo auð- velt verk fyrir dómnefndina að velja bestu verkefnin. Var á henni að heyra að dómnefndin hefði helst viljað veita þeim öll- um viðurkenningu. Hafði Piaget rétt fyrir sér? Fyrsta sætið hrepptu stöllurn- ar Sigrún Jóhannsdóttir, Guð- rún María Bjarnadóttir og Eva Dögg Guðmundsdóttir fyrir verkefnið „Þroskastig barna". Þær lögðu spurningar fyrir börn á mismunandi aldursskeið- Þroska- stig barna, matar- venjur og stökkmýs um til þess að kanna hvað hæft væri í kenningum svissneska þróunarsálfræðingsins Piaget um fjögur skeið í vitsmuna- þroska barna - og komust að því að hann virðist hafa haft nokkuð rétt fyrir sér. Þær Berglind Snorradóttir, Sólveig Helga Sigfúsdóttir, Elín Heiða Hjartardóttir og Guðrún Björg Brynjólfsdóttir hlutu önn- ur verðlaun fyrir verkefnið „Ólíkar matarvenjur fólks". Þær kðnnuðu hvers veg^na fólki þykir ákveðinn matur góður og annar vondur og komust að því að þar spilar margt inn í. Til dæmis mismunandi sjálfstæðar skoðan- ir og það hvernig maturinn lítur út. Geta mýs lært? Fyrir verkefnið „Stökkmýs" hlutu þeir Atli Freyr Ingólfsson, Pétur Jónsson, Birgir Raf n Arn- þórsson og Róbert Pálmason þriðju verðlaun. Þeir hafa fylgst með atferli tveggja músa um nokkurt skeið. Þannig hafa þeir t.d. kannað hvernig þær bregð- ast við mismunandi félagslegum aðstæðum og velt því fyrir sér hvort mýs geti lært. Þetta er í þriðja skiptið sem vísindakeppni er haldin í Folda- skóla. Keppnin er einskonar undankeppni fyrir Hugvísi, sem er vísindakeppni framhalds- skólanemenda. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.