Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samstarf 5 sveitarfélaga í Eyjafirði Hafnasamlag Norð- urlands stofnað SVEITARSTJÓRNIR fimm sveitar- félaga í Eyjafírði, Akureyrar, Sval- barðsstrandar-, Grýtubakka-, Glæsibæjar- og Arnarneshrepps, hafa samþykkt þátttöku í stofnun Hafnasamlags Norðurlands. Samn- ingur þar að lútandi verður undirrit- aður laugardaginn 28. desember nk. og tekur gildi frá og með næstu áramótum. Markmiðið með stofnun Hafna- samlags Norðurlands er að auka samvinnu þessara aðila og hagvæmni í rekstri og uppbyggingu hafnamannvirkja á svæðinu. Á Grenivík er lítil fískihöfn og smá- bátahafnir á Svalbarðseyri og Hjalt- eyri. Akureyrarhöfn er lang stærsti aðilinn að hafnasamlaginu, með tekjur upp á rúmar 90 milljónir króna á ári. Tekjur hinna hafnanna samanlagt eru hins vegar aðeins um ein milljón króna á ári. ____ Stöðugildi óbreytt Stjórn Hafnasamlags Norður- lands verður skipuð sjö mönnum, fimm eru kosnir af bæjarstjórn Akureyrar, einn af hreppsnefndum Grýtubakka- og Svalbarðsstrandar- hrepps og einn af hreppsnefnóum Glæsibæjar- og Arnarneshrepps. Fram að næstu sveitarstjórnarkosn- ingum vorið 1998, verður skipuð bráðabirgðastjórn og verður hún skipuð núverandi hafnarstjórn á Akureyri. Auk þess mun einn full- trúi frá hverjum hreppi hafa setu- rétt á fundi stjórnarinnar, með málfrelsi og tillögurétt. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á stöðugildum við stofnun hafna- samlagsins en aðeins á Akureyri eru fastir starfsmenn við höfnina. Á Grenivík hefur starfsmaður hreppsins að hluta sinnt hafnarmál- um. Dregið í getraun DREGIÐ hefur verið í getraun Einingarblaðsins, en aldrei hafa fleiri tekið þátt í getrauninni en Kjarvalsstaðir 1 íJBWs ¦Irpli 16 Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið daglega frá kl. 10-18. nú og er ritstjórn þakkiát frábær- um móttökum. Fyrsta vinning, viku að eigin vali í orlofshúsi félagsins sumar- ið 1997, hlaut Sigurgeir Sigur- geirsson, Brekkutröð 6 í Eyja- fjarðarsveit. Matarúttekt hjá KEA-Nettó að verðmæti 8 þús- und krónur hlaut Brynja Dögg Hermannsdóttir, Furulundi 11E, Akureyri og matarúttekt á sama stað að verðmæti 4 þúsund krón- ur hlaut Jóna Jóhannsdóttir Mið- braut 8, Hrísey. Morgunblaðið/Kristján BORNIN á Leikskólanum Stekk létu sér fátt um finnast þótt bæjarstjórn hafi samþykkt að segja upp samningi við FSA um þátttöku í rekstri leikskólans. Þau voru að leika sér í stórfiskaleik á lóðinni í gær en gáfu sér þó tima fyrir myndatöku. Bærinn segir upp samningi við FSA um þátttöku í rekstri Leikskólans Stekks Utlit fyrir að rekstr- inum verði hætt BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar fyrir árið 1997, að segja upp samningi bæjarins við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, um þátttöku í rekstri Leikskólans Stekks frá 1. júlí á næsta ári. Með þessu hyggst bærinn spara 3 milljónir króna. Á leikskólanum eru um 30 börn og stöðugildi 8. Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri FSA, segir að ekki hafi verið fjallað um afgreiðslu bæjarstjórnar innan sjúkrahússins. „Hins vegar er ljóst að við getum ekki rekið einir og sér svona leikskóla. Reyndar hefur stefnan verið sú að sjúkrahúsin ættu að hafa sig út úr þeim rekstri og fjárveitingar verið minnkaðar í þeim tilgangi." Halldór segir að með stuðningi bæjarins hafi verið hægt að halda rekstrinum áfram og ef ekkert annað kemur inn í myndina í framhaldinu sé ljóst að rekstrinum verði hætt. Hann segir að sffellt fleiri starfsmenn sjúkrahússins hafí fengið inni fyrir sín börn í leikskólakerfi bæjarins og það sé í sjálfu sér hin eðlilega leið. Bærinn með flest plássin „Á sínum tíma var mun meiri þörf fyrir þennan rekstur og fólk sem hingað kom í vinnu átti ekki mögu- leika á að koma börnum sínum inn á leikskóla bæjarins," segir Halldór. Bærinn er nú með meirihluta leik- skólaplássa á Stekk en reksturinn hefur verið á hendi FSA. Halldór segir nauðsynlegt að ræða við bæjaryfirvöld um lausn fyrir þau börn sem eru á Stekk svo og starfs- fólkið. „Ég á a.m.k. ekki von á því að fólk lendi á götunni. Þarna er líka starfsfólk sem kann til verka og vonandi opnast möguleikar á því að bæjaryfirvöld geti notið þeirra krafta, ef báðir aðilar vilja." \ t ©céýrmtt oóÁa pessiý
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.