Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurskurður sagður án samráðs við heimamenn Faglega að öllu staðið segir heil- brigðisráðherra ÖSSUR Skarphéðinsson, Þingflokki jafnaðarmanna, segir að niður- skurður á fjárveitingum til sjúkra- húsa á landsbyggðinni hafi verið ákveðinn af handahófi og án sam- ráðs við sveitarstjómir og stjómir sjúkrahúsanna. Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki, formaður fjár- laganefndar Alþingis, segir að eng- ar ákvarðanir hafi verið teknar um sparnað, aðeins sett spamaðar- markmið. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að unnið sé í samráði við heimamenn um hagræðingu og faglega að öllu stað- ið. Hún bendir á að fjárveitingar til héraðssjúkrahúsa hafi hækkað um 10,8% á síðastliðnum sjö ámm samanborið við 4,8% hækkun til sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom í umræðum utan dag- skrár á Alþingi í gær. Össur segir að þingið hafi sam- þykkt niðurskurðinn við afgreiðslu fjárlaga á þeim forsendum að sam- ráð yrði haft við sveitarstjórnirnar. Þetta loforð hafi hins vegar verið þverbrotið. Ragnar Amalds, Alþýðubanda- lagi, sagði að útilokað væri að ná fram sparnaðinum án þess að vísa sjúklingum frá sjúkrahúsunum á landsbyggðinni og senda þá til Reykjavíkur. í því fælist þó enginn sparnaður því það væri dýrt bæði fyrir sjúklingana og heilbrigðiskerf- ið. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, benti á að tvær nefndir væm að störfum við að móta framtíðar- skipulag heilbrigðiskerfisins og réttast væri að bíða niðurstöðu þeirra áður en teknar væru ákvarð- anir um niðurskurð. Sjúkrahúsin mikilvæg í atvinnulífinu Guðmundur Árni Stefánsson, Þingflokki jafnaðarmanna, sagði að ekki væri eingöngu um að ræða heilbrigðismál heldur einnig at- vinnumál og að mikilvægi sjúkra- húsanna í atvinnulífi hvers staðar þyrfti að liggja fyrir áður en frek- ari ákvarðanir væm teknar. Páll Pétursson félagsmálaráðherra hafnaði algerlega þessu áliti Guð- mundar og sagði sjúkrahúsin aðeins rekin fyrir sjúklingana. Ýmsir stjómarliðar sögðu að gagnrýna mætti að nokkra leyti vinnubrögð þeirrar nefndar sem unnið hefði tillögur um niðurskurð- inn, en þeir voru þó yfirleitt á þeirri skoðun að faglega værið staðið að málum. Samið um síld- veiðar utan lög- sögu NEAFC GENGIÐ var frá samkomulagi um stjórn veiða úr norsk-íslenska síld- arstofninum fyrir árið 1997, utan lögsögu aðildarríkja Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC, á aukafundi nefndarinnar í gær. Samkvæmt samkomulaginu er aðildarríkjum að síldarsamningn- um, sem gerður var 14. desember síðastliðinn, þ.e._ Evrópusamband- inu, Færeyjum, Islandi, Noregi og Rússlandi, heimilt að veiða kvóta sinn samkvæmt þeim samningi á umræddu hafsvæði. Auk þess fær Pólland heimild til að veiða 2.000 lestir á þessu svæði. Evrópusambandið, ísland, Nor- egur, Pólland og Rússland greiddu samkomulaginu atkvæði sitt en Danmörk, fyrir hönd Færeyja og Grænlands, sat hjá. Samkvæmt síldarsamningnum er heildarkvót- inn úr norsk-íslenska síldarstofnin- um á árinu 1997 1.500.000 lestir, þar af er hlutur íslands 233 þúsund lestir. Jóhann Siguijónsson, sjávarlíf- fræðingur og sendiherra, segir að gert hafí verið ráð fyrir því í samn- ingnum frá því í desember að hluti heildaraflans yrði veiddur á alþjóð- legu svæði. Á aukafundi NEÁFC var gengið frá stjómun veiðanna utan lögsögu aðildarríkjanna. „íslendingar mega vel við þetta samkomulag una og það styrkir til- burði til þess að ná góðri stjórn á veiðunum," sagði Jóhann. án viðhalds! ifitjli! 3| miM §| wM m Gluggar Kurðrr Soístofur SvaraPrurrðrr Kjarnagluggar Dalvegur 28 • 200 Kópavogur • Sími 564 4714 Morgunblaðið/Golli Á FÆÐINGARDEILD Landspítalans hefur verið gripið til þess ráðs að banna heimsóknir allra barna yngri en 12 ára, vegna smithættu. Sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins Erfitt ástand vegna RSV-faraldurs Morgunblaðið/Ásdís ÞÓRÓLFUR Guðnason, sérfræðingur í smitsjúkdómum barna á barnadeild Hringsins á Landspítalanum. Hann segir að teknar hafi verið upp ýmsar varúðarráðstafanir á deildinni til að hefta útbreiðslu RSV-veirusýkingarinnar innandyra. Á bamaspítala Hríngs- ins, á Landspítalanum, hafa undanfaríð legið að meðaltali tíu til fímmtán börn með RS V - veirusýking'u sem leggst á öndunarfæri þeirra. Sjúkdómurinn kemur í faraldri einu sinni á ári og er nú með versta móti, að að því er fram kom í samtali Hildar Einarsdóttur við Þórólf Guðnason, sérfræðing í smitsjúk- dómum bama. HELSTI áhættuhópurinn gagn- vart RSV-veirusýkingu em böm á fyrsta ári. Þórólfur Guðnason læknir segir að erfitt sé að ein- angra RSV-sýktu börnin inni á bamadeildinni sökum skorts á að- stöðu og skapi það áhættu fyrir börn með alvarlegri sjúkdóma eins og hjarta- og lungnasjúkdóma og börn með veikt ónæmiskerfi. „Fyrstu sjúkdómseinkenni RSV-sýkingar eru hiti, hor í nefi, særindi i hálsi, hósti og asma- kennd öndun og að börnin eiga í erfiðleikum með að drekka. Ef öndunarerfiðleikar eru miklir verð- ur að jeggja bömin inn á sjúkra- hús. í sumum tilfellum þarf að gefa börnunum súrefni og úðalyf og í alvarlegustu tilfellunum geta þau þurft að fara í öndunarvél,“ segir Þórólfur. Leggst þyngst á yngstu börnin „Faraldurinn byijar hér á landi alltaf um miðjan vetur og getur varað í nokkra mánuði. A hveiju ári sýkjast 70-80% barna sem em á fyrsta og öðm ári. Þeim fækkar svo eftir því sem þau eldast og fullorðnir era 30-40% þeirra sem sýkjast." Það kemur fram í máli Þórólfs að einkenni sjúkdómsins eru breytileg eftir aldri. „Yngstu börn- in fá alvarlegustu sjúkdómsein- kennin en eldri börn og fullorðnir fá þessa sýkingu sem vægt kvef. Sjaldgæft er að börn sýkist á fyrsta mánuði eftir fæðingu vegna varna frá móðurinni. Undantekn- ing á því em fyrirburar en þeir eru í meiri hættu að fá sýkingar en aðrir nýfæddir.“ Sagði Þórólfur að frá því að börnin smituðust og einkenni kæmu fram gætu liðið fjórir til sex dagar. Veikust væm börnin fyrstu vikuna svo drægi úr einkennum. Alls tæki sjúkdómurinn eina til tvær vikur en gæti dregist í þijár til fjórar vikur. Mikilvægt væri að halda börnunum inni á meðan þau væru með hita, hóstuðu mikið og væru með öndunarerfiðleika. „Yf- irleitt ná börn sér vel eftir sjúk- dóminn en eyrnabólga fylgir í þriðjungi tilfella, einnig aukast lík- ur á að börnin fái asma.“ Hræddur um að börn með alvarlega sjúkdóma smitist Að sögn Þórólfs er nú verulega erfitt ástand á barnadeild Hrings- ins þar eð svo mörg börn með RSV-sýkingu eru á deildinni. „Eg er hræddur um að börn með hjarta- og lungnasjúkdóma og veikt ónæmiskerfi smitist, en þá getur ástandið orðið erfitt. Við höfum tekið upp sérstakar varúð- arráðstafanir og þegar er farið að takmarka heimsóknir inn á deild- ina. Þá höfum við gert sérstakar ráðstafanir varðandi handþvott, hanska og sloppanotkun en smit á sér fyrst og fremst stað við snertingu, vírusinn berst þaðan og inn í nefslímhúð og augu. Vegna óhentugra húsakynna barnaspítalans er mjög erfitt að hefta útbreiðslu sjúkdómsins inn- andyra. Ég verð að segja að ég hlakka mjög til að fá nýja bamasp- ítalann sem mun gjörbreyta að- stöðunni hvað þetta varðar,“ segir Þórólfur Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.