Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 44
- 44 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 MIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðný Stefáns- dóttir fæddist í Reylqavík 14. nóv- ember 1950. Hún lést á heimili sínu, Hraunflöt við Álfta- nesveg, 4. mars síð- astliðinn. Móðir hennar er Erla Guðmundsdótt- ir, f. 19. febrúar 1929, dóttir Stefan- íu Einarsdóttur og Guðmundar Vigfús- sonar. Fósturfor- eldrar Erlu voru Guðbjörg Einars- dóttir og Helgi Þórarinsson. Faðir Guðnýjar er Stefán V. Þorsteinsson, f. 26. júní 1928, sonur Ingigerðar Jóhannsdóttur og Þorsteins Þ. Víglundssonar. Guðný ólst upp í Hafnarfirði elst fimm systkina. Þau eru Inga Þóra, f. 16. maí 1955, Helga Björg, f. 29. júlí 1960, Elfa, f. 1. mars 1962, og Víðir, f. 18. ágúst 1964. Guðný giftist 2. september _. 1972 Magnúsi Hjörleifssyni, f. 10. maí 1947, syni Guðmundu Elsku mamma mín! Ég trúi varla enn að þú sért dá- in. Eg hugsa oft á morgnana hvort þetta hafi ekki verið vondur draum- ur sem ég geti gleymt. En svo kemst ég að sannleikanum, að þú ert dá- in. Það var svo margt sem ég vildi segja þér síðasta daginn en þú bara svafst en samt innst inni held ég að þú hafir heyrt í okkur. Ég var örugglega full bjartsýn þegar ég labbaði heim úr skólanum. Ég var búin að ákveða að þú myndir sigr- ast á þessum sjúkdómi með þessu undralyfi og þú gætir sagt öllum frá því. En það var víst bara draum- ur minn sem rættist víst ekki. Elsku mamma, ég vona að þú sért enn þá hjá mér og takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín dóttir, Silja. Það er skrítið að hugsa til þess að mamma sé dáin. Það er svo stutt síðan að ég og mamma vorum stödd á spítalanum og læknirinn tilkynnti % pkkur að lyfin væru loksins farin að vinna á móti sjúkdómnum. Þetta voru miklar gleðifréttir. Ég man hvað þú ljómaðir af gleði og fylltist öll bjartsýni. Við brunuðum upp í stúdíó til pabba með gleðitíðindin, fórum saman á kaffíteríuna og fengum okkur gott að borða, svona rétt til að fagna þessum gleðifregn- um. Það hvarflaði ekki að mér þá að þetta væri í síðasta sinn sem þú kæmir í heimsókn i vinnuna tii okkar. Ég hugsaði með mér þá að innan skamms kæmir þú aftur til starfa hjá okkur. En sú varð ekki raunin, þú kvaddir þessa jarðvist rúmum tveimur mánuðum síðar. H Þær voru dýrmætari en orð fá lýst síðustu stundirnar með þér áður en þú kvaddir þetta líf. Það var yndislegt að hafa fengið þig heim aftur af spítalanum og fengið að vera með þér síðustu dagana. Þar með fékkst þú síðustu ósk þína uppfyllta. Það eru ekki allir eins heppnir og ég að hafa fengið að kveðja ástvin á þann hátt sem ég fékk og verða vitni að því hvernig fjölskyldan sameinaðist og stóð saman á þessari erfiðu stundu. Þú kvaddir með alla fjölskylduna og vini í kringum þig í þeirri vissu um "**að við værum öll hjá þér. Síðasta vikan sem ég átti með þér er mér dýrmæt gjöf sem mun verða mér leiðarljós í lífinu. Vertu sæl, elsku mamma mín, og ég mun svo sannarlega standa við það sem við töluðum um áður en þú fórst, þú manst. Ég sakna þín, þinn sonur Ari. Guðbjartsdóttur og Hjörleifs Elíasson- ar. Magnús er off- setprentari og Ijós- myndari og starf- rækir ljósmynda- stofuna „Stúdíó Magnús“. Börn Guðnýjar og Magnúsar eru Erla, f. 18. septem- ber 1969, gift Sig- urði Óla Sigurðs- syni, þeirra sonur er Magnús Óli Sig- urðsson, Ari, f. 21. mars 1977, og Si^ja, f. 9. mars 1983. Guðný lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967 og kennara- prófi frá Kennaraskóla Islands 1971. Hún var kennari við Víði- staðaskóla ' í Hafnarfirði en lengst af kenndi hún við Engi- dalsskóla í Hafnarfirði. Síðustu árin vann Guðný við fyrirtæki þeirra hjóna. Guðný verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma mín, nú ligg ég hérna upp í hjónarúminu þínu og Silja er héma hjá mér. Og ég hugsa til baka um allar minningamar sem ég á um þig. Þá koma fyrst upp í huga minn stundimar _sem við áttum saman í Þýskalandi. Ég gleymi því ekki þegar ég var ein á leiðinni út til Þýskalands sumarið 90 í nám. Ég var komin út og það fyrsta sem ég vildi gera var að hringja heim, en svo gekk það eitthvað erfiðlega. Þá byij- uðu tárin að renna en svo tókst mér að lokum að ná sambandi. Þú, þessi yndislega mamma, ákvaðst að koma ásamt Silju í heimsókn í heilan mán- uð, ég veit líka af hveiju þú komst, það var til þess að ég aðlagaðist öllu betur og héldi áfram í náminu. Óli minn kom svo líka og var með okkur í nokkrar vikur ásamt nokkrum öðr- um í fjölskyldunni. Ég held að mann- inum sem ég lærði hjá hafí þótt þetta hálf furðulegt, öll fjölskyldan mætt en svona var þetta bara hjá okkur, við vorum svo samrýnd. Það var bara svo sérstakt samband á milli okkar. Eftir að Óli flutti út og byijaði líka í sjóntækjafræði hélst þú áfram að heimsækja okkur. Árið eftir kom- uð þið Silja í tvo mánuði til okkar. Þetta eru allt yndislegar minningar sem ég geymi í huga mínum. Ég man það þegar þú varst hjá okkur í síðasta skiptið áður en við Óli flutt- um aftur heim. Þá vorum við að rifja það upp hvað þú hefðir komið oft til okkar. Þú sagðir: „Er þetta ekki í fjórða skiptið?" En svo fór ég að athuga í gestabókina og þá var þetta sjötta heimsókn þín á fjórum árum. Það var bara svo gaman að fá þig, þú varst svo sérstök manneskja. Þegar ég var úti var mér svo mikið í mun að fá þig í heimsókn, það var eins og ég fyndi á mér að þú yrðir ekki lengi á meðal okkar. Ég man svo vel eftir deginum þegar þú fékkst að vita að þú værir með bijóstakrabbamein. Daginn eft- ir átti ég að fara aftur til Þýska- lands. Eg fékk nánast daglegar fréttir af þér. Ég hefði svo viljað vera hjá þér og hjálpa þér, en í stað- inn varst það þú sem hringdir og studdir mig. Eftir fyrstu meðferð héldum við að sigurinn væri í höfn, en svo dimmdi aftur. Ári seinna þegar ég var nýflutt heim fengum við þær fréttir að meinið hefði tekið sig upp aftur. Þú fórst þá í geisla- meðferð, alltaf jafn vongóð og hress. Enn á ný trúðum við að sigurinn væri í höfn. Lífið blasti við þér og þú eignaðist þitt fyrsta barnabarn, hann Magnús Óla minn. Þú naust þess svo innilega að fylgjast með honum vaxa og dafna. Árið leið og þá kom þriðja skýið, meinið var enn á ný komið á kreik. Þessar fréttir fengum við sama dag og ég og Óli opnuðum verslunina. Svona skiptast á skin og skúrir í lífinu. Þarna hófst baráttan á nýjan leik og stóð hún í sjö mánuði. Baráttugleði þín var ótrúleg, þú ætlaðir ekki að gefast upp. Aldrei nokkurn tímann heyrði ég þig kvarta, þótt vissulega tæki sjúkdómurinn á. Síðustu tvær vik- urnar sem við áttum saman verða þær eftirminnilegustu í mínu lífí. Þama upplifði ég samtímis erfíðustu og yndislegustu stundir lífs míns. Það er mér ómetanlegt að hafa feng- ið að vera hjá þér þegar þú fékkst hvíldina, umvafin ást og umhyggju nánustu vina þinna og ættingja sem ég vil þakka fyrir ómetanlegan stuðning og hjálp. Elsku besta mamma mín, ég þakka fyrir allt sem þú hefur gefíð mér. Þú hefur verið mér bæði sem yndisleg móðir og vinkona. Ég trúi orðum þínum þar sem þú sagðir undir lokin: „Elskurnar mínar, ég verð alltaf hjá ykkur, hvorum megin tjaldsins sem ég verð.“ Ég kveð þig með söknuði. Þín dóttir, Erla. Okkur langar að minnast eisku frænku okkar hennar Guðnýjar, sem dó eftir harða baráttu við sjúkdóm sinn. Við munum helst eftir henni sem móður frændsystkina okkar og vina gegnum árin. Hún var yfírleitt mjög hress, jákvæð og leit tilveruna björtum augum. Af góðri og skemmtilegri reynslu okkar af böm- um hennar, Erlu, Ara og Silju, vitum við fyrir víst að hún var frábær uppalandi. Guðný sýndi ótrúlegan styrk í veikindum sínum. Þrátt fyrir allt mótlætið sýndi hún mikinn þroska og í leiðinni hjálpaði hún öll- um í kringum sig að sætta sig við aðstæðumar. Betri frænku er varla hægt að hugsa sér. Við vonum að þér líði vel þama hinum megin. Elsku Maggi, Erla, Ari og Silja, vegni ykkur vel í framtíðinni og megi Guð geyma ykkur. Systkinabörn. Kveðja frá systkinum Frá Ljóssins dýrðar lind í huga Guðs lát ljósið streyma inn í huga manns. Lát ljósið lýsa þessa vora jörð. Frá kærleikslind í ljúfu hjarta Guðs Iát kærleik streyma inn í hjarta manns. Komi Kristur aftur jarðar til. Frá máttarstöð er miðar vilja Guðs lát markmið stýra veikum vilja manns. Markmið það er meistararnir sjá. Frá máttarstöð sem mannkyn köllum vér lát markmið ljóss og kærleiks sækja fram. Svo innsigli það dyr hins illa valds. Lát kærleik, ljós og æðri mátt efla áform lífs á jörð. Við þökkum algóðum Guði að hafa fengið að vera samferða þér í lífinu, elsku systir. Inga Þóra, Helga Björg, Elfa og Víðir. Kveðja frá foreldrum Börn ykkar eru ekki börn ykkar. Þau eru synir og dætur lífsins og eiga sér sínar eigin langanir. Þið eruð farvegur þeirra, en þau koma ekki frá ykkur. Og þó þau séu hjá ykkur, heyra þau ykkur ekki til. Þið megið gefa þeim ást ykkar, en ekki hugsanir ykkar, þau eiga sér sínar hugsanir. Þið megið hýsa lík- ami þeirra, en ekki sálir þeirra, því að sálir þeirra búa í húsi framtíðar- innar, sem þið getið ekki heimsótt, jafnvel ekki í draumi. Þið megið reyna að líkjast þeim, en ekki gera þau lík ykkur. Því að lífið fer ekki aftur á bak og verður ekki grafíð í gröf gærdagsins. Þið eruð boginn, sem börnum ykkar er skotið af eins og lifandi örvum. En markmið bog- mannsins er á vegi eilífðarinnar, og hann beygir ykkur með afli sínu, svo að örvar hans fljúgi hratt og langt. Látið sveigjuna í hendi bog- mannsins vera hamingju ykkar, því að eins og hann elskar örina, sem flýgur, eins elskar hann bogann í hendi sér. (Úr Spámanninum.) GUÐNY STEFÁNSDÓTTIR „Af hvítum liljum ilmur um mig fer og angan berst af rós að vitum mínum það minnir mig á myndina af þér.“ (Vilhj. frá Skáholti) Það er eins og bresti strengur í bijósti við lát ástvinar; maður miss- ir eitthvað af sjálfum sér, fyllist trega og angurværð. I lífínu skipt- ast á skin og skúrir, enda eru sorg- in og gleðin systur. „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (K. Gibran) Guðný mín, í sorg minni og sár- um söknuði birtir nú samt yfír í miningunni um þig og mér koma í hug ljóðlínurnar: „Hvað ertu líf nema litur ljósblettir ótal, (Stg. Th.) Elsku Guðný mín. Ég kveð þig með klökkum huga og þakka þér allt og allt. Maggi minn og barna- börn, ég bið Guð að vernda og styrkja ykkur í þessari miklu sorg. „í öllu fögru og góðu sál vor sér í sælli návist guðdómsljómann bjarta. En Guð er næst og guðsmynd fegurst er í góðrar móður elskuríku hjarta." Þín tengdamóðir, Guðmunda Guðbjartsdóttir. Geislandi fögur og greind kona er nú fallin fyrir vágestinum mikla, krabbameininu. Hún hafði leitað sér lækninga á sínum tíma eftir að hafa fundið ber í öðru bijósti sínu. Hún vildi láta fjarlægja það ef minnsti grunur léki á að um meinvarp væri að ræða. En nei, ekki aldeilis, henni var vísað frá og sagt að hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Nokkur tími leið - einkennin urðu greinilegri og fór hún þá aftur í rannsókn. Þá var meinið orðið svo mikið að nema varð burt bijóstið. Hún lagði mikið á sig í hefðbund- inni lyíj'ameðferð sem hún stóðst með aðdáunarverðum hætti. Hún vann sig á ýmsan hátt í gegnum erfiðleikana sem í kjölfarið sigldu og byggði sig upp bæði andlega og líkamlega. Auðvitað var hún kvíðin - en hún lét á engu bera. Hún skrif- aði á sínum tíma tímaritsgrein um reynslu sína af krabbameinsleitar- kerfinu sem brást henni þegar hún leitaði þangað í fyrsta skipti. Hún var samt ekki reið, en særð djúpu sári sem ekki greri. Svona er lífið og enginn er fullkominn. Hún hugs- aði þannig. Eftir að hafa unnið að uppbygg- ingarstarfí á sjálfri sér í þijú ár kom í ljós að meinið hafði náð til annars lungans. Það eru í raun aðeins fáir mánuðir síðan. Nú er hún öll eftir erfíða sjúkdómslegu. Allan tímann hefur hún engu að síður sinnt börnum sínum af alkunn- um kærleika og umhyggju. Hún hætti starfi sínu sem grunnskóla- kennari eftir að hún veiktist fyrst af sjúkdómi sínum. Síðan vann hún við hlið mannsins síns, Magnúsar Hjörleifssonar ljósmyndara og kepptist við að byggja upp fyrirtæki þeirra hjóna. Magnús sá um ljós- myndalistina, Guðný annaðist fjár- reiður. Listamönnum er yfírleitt flest betur gefið en að rukka og ganga á eftir greiðslum. Guðný sinnti þeim þættinum af æðruleysi og stóð sig vel. Hún lagði á ráðin með Magnúsi til síðasta dags, enda voru þau hjón samrýnd og unnu sem ein sál að hugðarefnum sínum. Þegar við Magnús unnum saman við útgáfu Húsa og híbýla og fleiri tímarita kynntist ég mannkostum hans og færni á sviði ljósmyndunar og mannlegra samskipta ekki síður. Það leið ekki á löngu þar til við Guðný höfðum verið kynnt. Áttum við Jóhanna, eiginkona mín, margar góðar stundir með þeim hjónum, ýmist tengdar vinnunni, túninu heima eða sameiginlegum áhuga okkar allra á lífínu og tilverunni. Um síðustu páska dvöldu þau næt- urlangt hjá okkur hér á Laugum í Reykjadal ásamt Silju litlu, yngsta bami þeirra - eftir að hafa rennt sér á skíðum í Hlíðarfjalli við Akur- eyri. Þá áttum við góðar stundir saman eins og ævinlega og höfðum sannarlega um margt að spjalla. Það er ekki langt síðan ég hitti Guðnýju við störf sín á vinnustofu þeirra hjóna í Listhúsinu í Laugardal. Það em heldur ekki nema örfáar vikur síðan ég talaði síðast við Guðnýju í síma. Þá skynjaði ég hversu veik hún var - þótt hún vildi ekki mikið úr því gera. Nú er hún öll. Svona er lífið - og það heldur áfram hjá okkur hinum sem eftir em. Kæri Magnús og böm. Við Jó- hanna sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Okkur þykir leitt að geta ekki verið með ykkur í dag - en við væntum þess að þið Silja komið til okkar um páskana eins og í fyrra. Söknuður ykkar er mikill og sorgin þungbær. Megi góður Guð og hollar vættir vera með ykkur. Hjalti Jón Sveinsson, Laugum í Reykjadal. Elskuleg vinkona okkar er dáin. Guðný Stefánsdóttir lést á heim- ili sínu að kvöldi 4. mars síðastlið- ins eftir hetjulega baráttu við erfið- an sjúkdóm, langt um aldur fram. Við vinkonumar stofnuðum saumaklúbb 1967, þá á 17. aldurs- ári. Átta höfum við haldið hópinn í gegnum súrt og sætt og kölluðum okkur Bóthildi - við vorum Bóthild- arsystur og mennirnir okkar Bót- hildarbræður. Í upphafi komum við nestaðar pepsí og prins póló. Við hittumst til þess að ræða okkar framtíðardrauma og fengum við að sjá margan drauminn rætast. Magnús kom snemma inn í líf Guðnýjar. Samspil þeirra var ein- staklega gott, elskaði hún glettni hans og góðlátlega stríðni og dil- landi hláturinn hennar smitaði okk- ur hin. Bæði vom þau miklir fagur- kerar og bar heimili þeirra þess glöggt vitni. Gammelrósa-liturinn hennar Guðnýjar kom víða við, allt frá reiðhjólinu hennar til búsáhalda. Oft varð okkur á orði ef bleika lit- inn bar fyrir augu, „þetta er ekta Guðný“. Hún var fáguð og falleg kona, hún var leitandi og fór inn á nýjar brautir síðustu árin, brautir sem opnuðu henni nýjar víddir og gáfu henni styrk í veikindunum. Við vinkonurnar erum fullar þakklætis fyrir trygga og góða sam- fylgd og biðjum góðan Guð að gefa Magnúsi, börnunum og aðstandend- um styrk til að takast á við sorgina. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín ris hægt úr tímans djúpi. Sem hönd er strýkur mjúk um fóla kinn. Þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir) Guðrún, Helga, Margrét, Ragnheiður, Sigrún, Þor- björg og Þórunn. Okkur skortir réttu orðin til að lýsa þeirri baráttu sem Guðný frænka okkar átti í við það mikla mein sem enn fæst takmörkuð lækning við. Við fylgdumst með hvernig Magnús, Silja, Ari, og Erla, foreldrar og systkini börðust við hlið Guðnýjar. Þau orð sem við reyn- um að finna eru fátækleg. Mitt í amstri daganna, þegar mennirnir gera smámál að óhamingju sinni og eyðileggja fyrir sér stundir, daga, mánuði eða lífið allt, streymdi að- eins skær geisli samhygðar og kær- leika frá Guðnýju frænku sem þó háði baráttu sinnar ögurstundar. Barátta Guðnýjar fyrir lífinu sýn- ir öll að hún var gimsteinn í samfé- laginu. Jákvæð viðhorf hennar til umhverfisins voru okkur systkina- börnunum engin ný sannindi. Hún hafði alltaf sýnt verkum okkar og ástvina okkar áhuga og styrkt með jákvæðum orðum. Þótt samfundum okkar fækkaði eftir að amma Inga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.