Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Mikla slysatíðni meðal íslenskra sjómanna má rekja til óstjórnar SJÓMENN, sem lenda í slysum, þurfa sjálfir oft að reka á eftir tilkynningum þar um, en dæmi eru um að ekki hafi verið stafur í leiðarbók um alvarlegt slys um borð í skipi. Á myndinni má sjá nokkra nemendur í Slysavarnaskóla sjómanna hlýða á erindi um öryggisfræðslu. Vald skipsljóra er ótvírætt Tekist hefur að uppfræða mikinn fjölda sjómanna um björgunar- og öryggismál frá því að Slysavamaskóli sjómanna tók til starfa árið 1985. Jóhanna Ingvarsdóttir settist á skólabekk um borð í Sæbjörgu og ræddi við Hilmar Snorrason skólastjóra, sem telur skólann hafa sannað tilverurétt sinn. NAFN Slysavarnaskóla sjómanna hefur borið nokkuð á góma í við- tölum fjölmiðla við björgunarmenn Landhelgisgæsl- unnar sem unnið hafa frækileg björgunarafrek á síðustu dögum. Sigmaðurinn Auðunn Kristinsson sagðist t.d. eftir björgun nítján manna af Víkartindi^ hafa fengið mikla hjálp frá eina íslendingnum í áhöfninni. Hann hefði séð um að koma lykkju utan um félaga sína áður en þeir voru hífðir upp í þyrluna og ljóst að hann hefði kunnað til verka. Að sama skapi orðaði Benóný Ásgrímsson, flug- stjóri á TF-LIF, það þannig eftir að tíu skipveijum af Dísarfellinu var bjargað að greinilegt væri að einhveijir úr áhöfninni hefðu sótt námskeið á vegum skólans. Hilmar Snorrason, skólastjóri, segir að í þessum slysum hafi komið vel fram þjálfun sjómanna í móttöku þyrlu, en Slysavarnaskóli sjó- manna og þyrla Gæslunnar æfa sjómenn í þessum vinnubrögðum í hverri viku. „Það eru hinsvegar mýmörg dæmi um að menn vita ekki í hvom fótinn þeir eiga að stíga ef þeir lenda í háska. Sem betur fer, tel ég að með starfi okkar hafí orðið veruleg breyting á til batnaðar. Tekist hefur að fræða og vekja til umhugsunar mikinn flölda sjó- manna um björgunar- og öryggis- mál, en betur má ef duga skal,“ segir Hilmar. Viðbrögð skipverja fyrirfram ákveðin Um atburði síðustu daga vill Hilmar sem minnst ræða þar sem lítið væri vitað annað en það sem fram hefði komið í fjölmiðlum og framundan væru sjópróf. Af frétt- um að dæma virtist sem skipveijar af Dísarfellinu og Þorsteini GK hefðu brugðist hárrétt við aðstæð- um og í tíma. Hilmar segir að um borð í hveiju skipi hangi uppi svokallaðar neyð- aráætlanir, þar sem fyrirfram er ákveðið hvemig viðbrögð skipveija eiga að vera ef hættuástand skap- ast. Áætlunin felur í sér þijá þætti: ef yfírgefa þarf skipið, eldur kem- ur upp og maður fellur fyrir borð. Þegar búið er að koma skilaboðum til áhafnar um aðsteðjandi hættu, byrja hún að vinna skv. fyrr- greindri neyðaráætlun, sem gerir ráð fyrir ákveðinni verkaskiptingu. „Því miður hefur í gegnum tíðina borið á því að skipstjómarmenn viðurkenna ekki hættuástand fyrr en ,í óefni er komið. Sömuleiðis er mjög mikilvægt að menn æfi neyð- aráætlanirnar til að geta sýnt rétt viðbrögð þegar hættu ber að hönd- um. Vandinn er hins vegar sá að það er ekki nema örlítið brot af flotanum sem uppfyllir þá laga- skyldu að halda reglulegar æfíng- ar þó ástandið sé almennt betra á kaupskipum en fískiskipum. Lög kveða á um að það beri að halda björgunaræfíngar á kaupskipum einu sinni í mánuði og á fískiskip- um §'órum sinnum á ári,“ segir Hilmar og bætir við: „Það væri örugglega svolítið skrýtið leikrit í leikhúsi sem ekki hefði neitt hand- rit. Það sama á við um björgunar- æfíngarnar. Þær verða bara skrýtnar ef ekki er farið eftir æf- ingaáætluninni." Að sögn Hilmars eiga örygg- isæfíngar að sjálfsögðu að vera haldnar að fmmkvæði skipstjóra enda séu þeir einir ábyrgir fyrir öllum öryggisþáttum um borð í sínum skipum. „Vald skipstjórans er ótvírætt í lögum og honum ber að sjá til þess að þessar æfíngar fari fram. Ég get ekki séð hvernig hægt er að gefa haffæriskírteini þeim skipum, sem ekki uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra. Siglingastofnun á að fylgja því eftir að menn fari að lögum í þessu efni. Miðað við það sem fram kemur hjá okkar nemendum, er greinilegt að víða er pottur brot- inn.“ Aðjafnaði þúsund manns á ári Slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa árið 1985 og hafa að jafnaði um eitt þúsund manns sótt öryggisfræðslu á hans vegum á ári hveiju. Mikill fjöldi sjómanna hefur hinsvegar enn ekki komið á námskeið þótt það standi til bóta þar sem um næstu áramót munu ganga í gildi lög, sem kveða á um að ekki megi lögskrá starfsmenn á íslensk skip nema að undangeng- inni öryggisfræðslu. Að mati Hilmars er sá galli á lögunum að ekki er gerð krafa um neina endur- menntun. Menn þurfi því aðeins að sækja eitt námskeið í byijun og svo ekki söguna meir. „Eina leiðin, sem við höfum til að fækka slysum á sjó, er síendurtekin fræðsla svo að mennirnir um borð verði meðvitaðir um vinnuöryggi sitt. Vinnuslys hljóta að vera sam- eiginlegt vandamál áhafnarinnar allrar.“ 42% útgreiðslna í örorkubætur Tíu sjómenn slasast að meðal- tali við störf á sjó í viku hverri og eru þá aðeins talin þau slys, sem tilkynnt eru til Trygginga- stofnunar ríkisins. Slysatíðni með- al sjómanna er mun hærri en þeirra, sem starfa í landi, og eru orsakir ýmsar þó mannlegi þáttur- inn vegi langþyngst. Með því að endurskoða verkstjórn og verklag og veita tilsögn um hættur, sem leynast til sjós, er talið að draga megi verulega úr þessum slysum. I máli Hilmars kom fram að um 42% af árlegum útgreiðslum Líf- eyrissjóðs sjómanna færu í örorku- bætur til á fjórða þúsund fyrrum sjómanna og næmu bótagreiðsl- urnar um 760 milljónum króna á ári. Rekja má 80-90% vinnuslysa á sjó til mannlegra mistaka og um 95% alvarlegra slysa verða við venjubundin störf. Ýmist gerðu menn ekki það, sem þeir ættu að gera eða það, sem þeir ættu ekki að gera. Sjómenn eru sér mjög ómeðvit- andi um þau mörgu slys, sem verða á sjó, að mati Hilmars, og meginskýringuna telur hann að rekja megi til áhugaleysis fjöl- miðla um vinnuslys á sjó. „Það þykir t.d. ekkert tiltökumál að sjó- maður slasi sig við störf sín á sama tíma og fjölmiðlum kann að þykja fréttnæmt að birta á forsíðu mynd af árekstri bifreiða á Reykjanesbrautinni og það jafnvel án manntjóns. Engu að síður er skip mjög hættulegur vinnustaður. Því er nauðsynlegt að læra á hætturnar og sjá til þess, að þær verði ekki á vegi mannanna, sem hlýtur um leið að vera upphafið að slysavörn- um á sjó. Frumskilyrði þess að geta unnið á hættulegum vinnu- stað, er að læra af öðrum til þess að geta forðast hættur. Hver og einn verður að skoða gaumgæfí- .Tölvukiör Tolvu.- verslun heimilanna 0pið til kl. 22:00 í kvöld Prentun í Ijósmyndagæðum í kvöld kynnum við 'Photorealism' tæknina frá Canon sem gerir þér kleyft að prenta Ijós- myndir í frábærum gæðum á nýja gerð bleksprautuprentara. Þessi nýja tækni fer eins og eldur í sinu um allan heim og hefur valdið byltingu í möguleikum heimilisins til útprentunar. Canon BJC-4200 Litableksprautuprentari 'Photorealism' hágæða prentun 2ja hylkja kerfi Canon BJC-240 Litableksprautuprentari 'Photorealism' hágæða prentun 100 blaða arkamatari Canon BJ-30 Bleksprautuprentari 30 blaða arkamatari 720 dpi upplausn aðeins kr. 29.900 aðeins kr. 22.500 kr. 9.900 oll fimmtudagskvöld ; : Fræðsla & fjör í Tölvukjör frá klukkan sju til tiu \M 108 Reykjavík ■m Sími 533 2323 itfito Fax 533 2329 IHJUIl tolvukjor@itn.is Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.