Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR * Imyndað land sem minnir á Island NÝLEGA kom út í Bandaríkjunum skáld- sagan „The Friends of Freeland" eftir Brad Leithauser en hann bjó hér á landi um tveggja ára skeið. Segir hann sjálfur, að dvölin hér hafi orðið kveikjan að sögunni en þess má geta, að Leithauser skrifaði formálann að Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness, sem nýlega kom út í Bandaríkjun- um öðru sinni og í nýrri þýðingu. Segir hann um þá sögu, að hún sé „bók lífs míns“. Eftirfarandi ritdómur um „The Friends of Freeland" eftir Brooke Allen birtist í dag- blaðinu The Wall Street Journal 29. janúar sl. og er hér í styttri gerð. Bókin fæst í Eymundsson Austurstræti og Kringlunni og kostar 1.695 kr. „Reynið að gera ykkur í hugarlund þann almesta útnára, sem um getur - ekki bara þorp eða bæ, heldur heilt land. Útkoman gæti verið samfélagið á „Freeland", sem er aðalvettvangur nýrrar og bráðskemmti- legrar sögu eftir Brad Leithauser, „The Friends of Freeland". Landið er vesældar- legur eyjaklasi í Norður-Atlantshafi, ein- hvers staðar á milli íslands og Grænlands, og þar hefur verið búið síðan norski sæfar- inn „Eiríkur hinn“ kom þar fyrstur manna á tíundu öld. Freeland er lítið annað en gróðurlaus flatneskja hrauns og ísa. „Það, sem græni liturinn er fyrir íra, er sá grái fyrir okk- ur,“ segir sögumaðurinn. Helsti byggingar- stíllinn í landinu er „gamli grenisstíllinn“; uppistaðan í mataræði landsmanna er steikt ýsa, soðnar kartöflur, kanelsnúðar og kóka kóla og það mergjaðasta af fornum spak- mælum þjóðarinnar hljóðar eitthvað á þá leið, að fijálsborinn maður eigi að geta ráðið því hvort hann lyktar af slori eða sauðataði. Þessi smáþjóð, sem telur aðeins 60.000 sálir, hefur um 20 ára skeið verið undir stjórn dálítið belgingslegs forseta, Hannib- als Hannibalssonar. Þar er á ferðinni mað- ur, sem gefinn er fyrir pomp og pragt og lífsins lystisemdir, sem sagt verðugur og um leið dálítið kjánalegur afkomandi hinna fomu kappa. Nú er hins vegar komið fram á tíunda áratuginn og skrúðmælgi Hannibals er orð- in dálítið gamaldags og farin minna á aðra og ekki jafn upplýsta tíma. Aldurinn er líka farinn að færast yfir Hannibal og það er unglingavandamálið, sem er að verða mesta áhyggjuefni í Freeland eins og víðar. Það er orðið lítið fyrir ungar hendur að gera í landbúnaði og sjávarútvegi og æsku- lýðurinn drepur því tímann með því að safn- ast saman á Sjálfstæðistorginu, drekka sig fullan og hlusta á rokkmúsík. Mörgum finnst því, að nú verði að breyta til og fella Hannibal í komandi kosningum. í hans stað á að kjósa Nonna Karlsson, atkvæðalítinn en geðugan nýgræðing í pólitíkinni, sem hefur fátt annað sér til ágætis en tiltölu- lega ungan aldur. Sögumaðurinn, Eggert Oddason, er ekki aðeins kunnasti rithöfundur í Freeland, hefur gefið út hvorki meira né minna en 48 bækur, heldur einnig ráðgjafi Hannib- als, helsti ráðherra og gamall vinur. Flest bendir til, að dagar Hannibals í embætti séu taldir en Eggert er samt bjart- sýnn á, að hann geti sigrað í kosningunum. Þótt landsmenn hafi sætt sig við Hannibal, „mann, sem tók sér barþernu fyrir konu og hirðir upp spýtnarusl á víðavangi, þá viljum við ekki fá sem forseta mann, sem svarar flestum spurningum með krampa- kenndri geiflu búktalarabrúðunnar og segir eitthvað á þessa leið: Þetta er ágæt spurn- ing“ - mann, sem „hefur alltaf langað til að vera eitthvað en er ekkert“. Kosningabaráttan fer að verða dálítið rætin og persónuleg þegar andstæðingur Hannibals, hinn litlausi Nonni, ræður til sín þrjá bandaríska kosningaráðgjafa. Myndin, sem dregin er upp af því þegar landsmenn reyna í sakleysi sínu og á heldur klaufaleg- an hátt að tileinka sér bellibrögðin, er í sjálfri sér mikill áfellisdómur yfir banda- ríska kosningakerfínu. Mikill orðsins maður Brad Leithauser, ágætt skáld og höfund- ur þriggja skáldsagna, er mikill orðsins maður og fer oft á kostum í „The Friends of Freeland". Hröð og kraftmikil frásögnin, lýsandi myndirnar og háðslegar þversagn- irnar minna helst á John Updike. Sem dæmi um það má nefna kveinstafi Egg- erts, sem þráir unga stúlku, sem ekkert vill með hann hafa: „Hvers vegna getur hún ekki skilið, að ég er ekkert líkur sjálf- um mér?“ Þetta ímyndaða land, sem Leit- hauser hefur sett saman af stakri snilld, er raunar sambærilegt við Afríkuríkið hjá Updike í „The Coup“. Leithauser segir sjálfur, að tveggja ára dvöl á íslandi hafí verið honum innblástur og kveikja að bókinni og einnig ferðir hans til Suðureyja, Færeyja, Nýfundnalands, Nova Scotia og til Okj-eyja í Japanshafí. Þótt hann eigi þessum stöðum öllum eitt- hvað að þakka, þá er Freeland samt svo yndislega einstakt og algjör hugarsmíð. Það er fullkomið baksvið þessarar sögu, sem Leithauser hefur að segja, sögu, sem nær langt út fyrir landamæri pólitískrar háðsá- deilu og fjallar um átökin milli kynjanna, hjónabandið, samskipti foreldra og barna; um það, sem ergöfugt og gott við þjóðernis- kenndina og heimskuna, sem oft er hennar fylgifiskur, um hvað sé hefð og hvers virði hún sé. Eg las þessa skemmtilegu og merki- legu bók mér til mikillar ánægju." Skugginn af annarri hugarsmíð Eftirfarandi ritdómur (styttur hér á eft- ir) um skáldsögu Leithausers birtist í The New York Times 31. janúar sl. og er höfund- ur hans Michiko Kakutani: Brad Leithauser „í „The Friends of Freeland", hinni nýju en heldur ruglingslegu skáldsögu Brad Leit- hausers, kynnir hann fyrir lesendum sínum ímyndað land, „fjórar hreggbarðar eyjar í Norður-Atlantshafi“, sem heita Freeland. Það er grýtt og gróðurvana, veturnir dimm- ir og langir eins og hjá Bergman og það er eins og lágkúran umvefji allt og alla. Hinn dæmigerði Free-lendingur býr í „steypukassa, sem lífgað er upp á með blúndugardínum og bijálæðislegri þakmáln- ingu“. Tómstundagamanið er landadrykkja; fólkið er fýlt og framtíðarhorfurnar ekki upp á marga fiska. „Úti í hinum stóra heimi hafa fæstir heyrt minnst á landið mitt,“ segir sögumað- ur Leithausers, „og þeir, sem hafa ein- hveija hugmynd um það, líta yfirleitt á okkur sem hlægilega þjóð - hlægilega fá- menna, hlægilega langt í norðri, hlægilega drykkfellda." Þótt Freeland minni um margt á ísland (þar sem höfundurinn dvaldist einu sinni sem Fulbright-styrkþegi) beitir Leithauser - höfundur bókanna „Equal Distance" og „Hence“, sem fengið hafa mjög góða dóma - næmi sínu fyrir smáatriðum og orðgnótt- inni til að skapa land og samfélag með sín sjálfstæðu einkenni. Honum tekst hins vegar ekki eins vel upp með tvær helstu sögupersónurnar, sem eru eins og aðalpersónan í síðustu skáld- sögu hans, „Seaward“, hvorki mjög geð- felldar né eftirminnilegar. Aðalpersónan í „Friends of Freeland" er Hannibal Hanni- balsson, forseti landsins í fjögur kjörtíma- bil, mikill maður vexti og fyrrverandi íþróttamaður, sem nú er orðinn feitur og gefínn fýrir drykkjuskap og dagdrauma. Helsti ráðgjafí Hannibals og besti vinur er Eggert, kaldhæðinn rithöfundur og sá, sem söguna segir. Leithauser á í erfiðleikum með að gera söguna nógu sannfærandi og vegna þess, að tónninn eða stíllinn sveiflast afkáralega á milli drýgindalegrar sjálfumgleði og hæðni, þá verða þessar persónur hvorki skemmtilegur tilbúningur né ná því að líkj- ast raunverulegu fólki. Hannibal birtist sem klaufalegur og ákaflega þokukenndur full- trúi free-lenskrar þjóðernishyggju. Hann babblar eitthvað um þá skyldu sína að sitja fimmta kjörtímabilið og talar mikið um free- lenska hefð og sjálfstæði þjóðarinnar. Samt er hann bara stjórnmálamaður, sem hefur - í raun ekkert að segja, og það, sem verra er, hann er hugsjónamaður án nokkurrar hugsjónar. Aðeins undir lokin, þegar and- stæðingur hans hefur fengið til liðs við sig nokkra skuggalega kosningaráðgjafa frá Bandaríkjunum, fær málstaður Hannibals á sig mynd, sem hægt er að hafa samúð með. Eggert, sem er eins konar Sancho Panza við hliðina á Quixote Hannibals (vinsælt stef í verkum Leithausers), er jafnvel enn óljósari sem persóna. Hann lýsir sjálfum sér sem kaldhæðnum og undirförulum þijót, sem kunni aðeins að meta þrennt í lífinu - að skrifa bækur (hann er að byija á þeirri 50.), draga konur á tálar og beijast fyrir Freeland - og hann er vissulega trúr þess- ari sjálfslýsingu. Hann umgengst son sinn, upprennandi rithöfund, með fyrirlitningu og tælir hveija konuna á fætur annarri til þess eins að yfirgefa þær. Pólitískar hugsjónir Eggerts eru einhver hrærigrautur af þjóðernishyggju, róman- tískum söknuði eftir liðinni tíð og löngun til að loka augunum fyrir nýjum tíma. Egg- ert vill sporna við áhrifum útlendrar (þ.e.a.s. amerískrar) tónlistar og sjónvarpsefnis í Freeland og standa vörð um menningarar- fleifð þjóðarinnar. Þessi afstaða hans fellur hins vegar ekki i kramið hjá unga fólkinu og jafnvel dóttir hans snýst öndverð gegn honum. Til að byggja upp spennu fer Leithauser aftur og fram í tíma, milli kosningabaráttu Hannibals og þess tíma er þeir Eggert voru ungir. Við kynnumst stóru ástinni hans Hannibals, rangeygðri barþernu, Rut að nafni, og ótal ástarævintýrum Eggerts í Freeland og Bandaríkjunum. Sagt er frá þátttöku þeirra beggja í íþróttum og ævi- langri vináttu og frá minnkandi fylgi við Hannibal í kosningum. Margir þessara atburða tengjast eða end- urspegla hver annan. Ástarævintýri Eggert með einni af ráðskonum sínum samsvarar því er hann samrekkir konu fræðimanns nokkurs (ástarleikirnir eiga sér stað í litlu þakherbergi og konurnar báðar miklu stærri en Eggert); fyrstu skref sonar hans sem rithöfundar líkjast tilraunum Eggerts til að skapa free-lenskar bókmenntir og þannig má áfram telja. Þegar allt kemur til alls gengur sagan ekki upp sem mynd af vináttu tveggja manna vegna þess, að það er aldrei ljóst hvað bindur þá og hvorugur þeirra þrosk- ast og þróast þannig, að máli skipti. Bókin missir Iíka marks sem pólitísk háðsádeila. Þótt Leithauser takist vel upp þegar hann hæðist að tilraunum amerísku ráðgjafanna til að beita nýmóðins kosningabrellum í forsetakosningunum í Freeland, þá gefur hann fyndninni ekki nógu lausan tauminn; kímnin er tilfallandi, lítil og slitrótt. Með þetta í huga er Freeland bara skugg- inn af annarri hugarsmíð með líku nafni: Hinni yndislega bijáluðu Freedonia í „Duck Soup“ þeirra Marx-bræðra.“ Vakti athygli sænskra fjölmiðla JÓRA Jóhannsdóttir nemi í Ijósmyndun við Folkuniversitetet í Lundi tók nýverið þátt í sýningu á vegum skólans í safni sem nefnist Kulturen þar í bæ. Beindist kastljósið að henni af því tilefni en tvö dagblöð, Skánska Dagbladet og Sydsvenskan, stærsta dagblaðið í Suður-Sví- þjóð, óskuðu sérstak- lega eftir að fá að birta myndir eftir hana mjeð fréttum um sýninguna. „Það er alltaf upp- Jora Jóhannsdóttir a.m.k. ekki fræg,“ bætir hún við og skell- ir uppúr. Viðfangsefni sýn- ingarinnar var kirkjan í tímans rás í tilefni af því að aðskilnaður ríkis og kirkju mun koma til framkvæmda í Svíþjóð síðar á þessu ári. Tók Jóra tvær myndanna hér á landi en eina ytra. Hún vinnur nú að undirbúningi næstu sýningar sem hefjast mun 17. maí næst- komandi og er liður í lokaverkefni náms- ársins í skólanum. Hefur hún hug á að sýna þar portrett af gömlu Ekki framandi furðuverk höfundur. Þessi skáld- saga skildi eftir í mér langvinnt, afar lang- vinnt bergmál hrifning- ar.“ C.B. í dagblaðinu Le Matin segir: „Þessi skáldsaga fellur aldrei í þá gryfju að fegra æskuna. Þvert á móti er hinum raunverulega heimi lýst þar frá sjón- arhóli ungrar stúlku. Og það er frábært! Jean-Baptiste Harang segir í ritdómi í Libér- ation: „Svanurinn er eina leiðin til að upp- götva rithöfund sem til allrar hamingju er ekki Guðbergur Bergsson ið þetta nafn vel á minnið. Þetta er höf- undur sem er sér á báti. Maður sem þekkir hin ystu mörk, maður sem heillar." Auk frönsku útgáf- unnar hefur Svanurinn þegar komið út í Dan- mörku, Svíþjóð og Tékklandi og hlotið góðar viðtökur. Bókin verður gefín út í Bret- landi í apríl og á Spáni í júní og er væntanleg á þýsku í byijun næsta árs. í Svíþjóð verður hún endurútgefin í kilju í 20.000 eintökum í haust. Sænski útgef- andinn Rabén Prisma gefur út aðra örvandi að fá athygli fyrir verk sín,“ segir Jóra sem átti þijú verk á sýningunni. „Eg geri hins vegar ekki ráð fyrir að þetta eigi eftir breyta neinu fyrir mig - ég verð fólki en portrettið er það form sem hún gerir ráð fyrir að sinna mest i framtíðinni. SVANURINN eftir Guðberg Bergs- son kom nýverið út í Frakklandi hjá Editions Gallimard sem er eitt virt- asta útgáfufyrirtæki þar í landi. Catherine Eyjólfsson þýddi bókina. Svanurinn kom upphaflega út hjá bókaútgáfunni Forlaginu 1991 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin það ár og var tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Franska útgáfan hefur hlotið af- bragðs viðtökur gagnrýnenda og selst vel. Heilsíðuviðtal birtist við Guðberg í stórblaðinu Le Monde og lofsamleg gagnrýni um bókina hefur birst í ýmsum blöðum. Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera skrif- ar um bókina í Le Nouvel Observate- ur og segir m.a.: „Hver einasta lína í Svaninum, þessari æsku- og skálkasögu, er mótuð af íslensku landslagi. Samt bið ég ykkur um- fram allt að lesa söguna ekki sem „íslenska skáidsögu", eins og eitt- hvert framandi furðuverk! Guðberg- ur Bergsson er mikill evrópskur rit- hægt að flokka, sem neitar að leika góða stýriláta villi- manninn. Hann er hvorki vondur né góður, heldur algerlega villtur.“ André Clavel tekur í sama streng í svissneska dagblaðinu Journal de Geneve: „Guðbergur Bergsson, legg- bók Guðbergs, Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma, í næsta mán- uði. Samningaviðræður standa yfír við útgefendur í Noregi, Finnlandi og víðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.