Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 45
dó, hélt hún sambandi og tók þátt
í lífi okkar.
En að magnast enn í anda og
kærleika þegar dauðinn ber að dyr-
um, að vera öðrum andlegur styrkur
þegar á hana sjálfa stóðu spjótin,
það er að hafa skilað mikilvægasta
lífsstarfinu. Það er að vera gimsteinn
í eilífðinni. Það er sannarlega sá
kraftur sem íjölskylda og vinir geta
leitað áfram til og sýnt henni að líf
hennar hér var til að þroska okkur
og búa geisla hennar farveg áfram.
Við trúum því að svo þroskuð sál
sem Guðný er eigi sæti við hásæti
Guðs. í sárri sorg nánustu fjölskyldu
biðjum við Guð að blessa þau öll.
Við vitum að þau líta til lífsins á
sama hátt og Guðný gerði. Við verð-
um öll betri einstaklingar af veru
hennar hér. Fyrir það minnumst við
hennar ævilangt.
Systkinin Þorsteinn,
Arni, Gylfi, Margrét, Þór,
Sif og fjölskyldur.
Nú þegar sólin hækkar á lofti eft-
ir snjóavetur hefur Guðný frænka
mín lokið erfíðri baráttu við hinn ill-
víga sjúkdóm. Lífið laut í lægra haldi.
En fyrir Guðnýju var fullvissan um
líf fyrir handan mikill styrkur. Þess-
um styrk og fullvissu miðlaði hún
til allra sem heimsóttu hana á bana-
beðið. Ég sá þá best hversu miklum
sálarstyrk og trú hún bjó yfir.
Guðný var elsta barnabarn for-
eldra minna. Þegar hún sótti okkur
heim í Goðastein í Vestmannaeyjum
var alltaf bjart í kringum hana. Ég
var íjórum árum eldri og naut þess
að kynna þessa fallegu, dökkhærðu
frænku mína fyrir vinum og kunn-
ingjum. Þegar svo gosið hófst í
Heimaey fluttumst við Helgi með
dæturnar til Hafnarfjarðar til Erlu
og Stefáns sem skutu yfir okkur
skjólshúsi. Þá var Guðný búin að
stofna eigið heimili og var farin að
kenna við Víðistaðaskóla. Hlýjan
streymdi alltaf frá henni. Hún tók
Ingigerði dóttur okkar í bekkinn
sem hún hafði umsjón með. Með
Magnúsi manni sínum byggði hún
upp fagurt heimili og ól upp börnin
þeirra af þeirri ást og umhyggju sem
henni var, svo lagið.
Svo kom reiðarslagið og upphaf
baráttunnar sem nú er lokið. Aldrei
æðraðist hún. Og persónuleikinn
minnti mig helst á móður mína og
ömmu hennar, Ingu. Á banabeði
hinnar síðastnefndu var Guðný orð-
in veik. Milli þeirra var alltaf sterkt
samband. Guðný bað ömmu sína að
vaka ætíð yfir sér. Hún trúði því
alltaf og hafði mynd af ömmu sinni
alltaf hjá sér til síðustu stundar.
Elsku Guðný mín, það eru forrétt-
indi að hafa átt þig að vini og
frænku. Þú kenndir mér að perlur
tiiverunnar eru fólgnar í manngöfgi
eins og þú áttir í svo ríkum mæli.
Þú skilur eftir fegurstu minningu
sem hægt er að óska sér.
Megi Guð styrkja manninn þinn
og börn, foreldra og fjölskyldu í
hinni miklu sorg. Á þessum degi
hlýtur nýjum bjarma að slá um
himnaríki.
Inga Dóra Þorsteinsdóttir.
Kveðja frá starfsfólki
Engidalsskóla
Ein ágæt samstarfskona okkar,
félagi og vinkona er horfin. Þegar
fregnin barst á kennarastofuna sló
þögn á hópinn.
Guðný var ein af upphaflega
starfsliði Engidalsskóla þegar skól-
inn tók til starfa fyrir 19 árum. Þetta
var ekki stór hópur sem hóf störf
það haust, en allt áhugasamir ungir
kennarar. Kennarar þessir komu úr
tveimur skólum í Hafnarfírði, Öldut-
únsskóla og Víðistaðaskóla. Guðný
var úr Víðistaðahópnum. Kennurum
þessum tókst strax að vinna vel sam-
an, því nú reyndi á samheldni, sam-
starf og vináttu, sem segja má að
haldist hafí æ síðan. Ýmsir hafa
bæst í hópinn, komið og farið, en
Guðný er sú fyrsta sem kveður úr
upprunalega hópnum. Allt frá upp-
hafí reyndist hún afbragðskona í
skólastarfí, ötul, framsækin og sam-
viskusöm í hvívetna. Hún reyndist
nemendum sínum vel og má sérstak-
iega minnast á, er hún um tíma
hafði fatlaðan nemanda í sinni bekkj-
ardeild, þá kom vel í ljós þolinmæði
hennar og ósérhlífni.
Engidalsskóli hefur ætið verið
lítill skóli, um og innan við 400
nemendur. Því hefur starfsmanna-
hópurinn aldrei verið fjölmennur.
Það hefur orðið til þess að makar
starfsfólks hafa verið eins og hluti
af hópnum. Magnús er þó ekki
aðeins einn af mökunum, hann er
einnig skólaljósmyndarinn okkar
fyrir milligöngu Guðnýjar. Börn
Guðnýjar og Magnúsar voru öll hér
í skóla. Því varð samvinna sumra
kennaranna náin við fjölskylduna.
Erla, elsta dóttir þeirra, var hér í
hópi fyrstu nemenda skólans og
áttu fleiri kennarar börn í þeim
hópi, því varð samstarf kennaranna
oft náið.
Haustin 1994 varð Guðný að
hverfa frá störfum sökum erfiðra
veikinda. Hún hélt þó áfram að
koma í heimsókn á kennarastofuna
björt og glöð, og leit svo vel út að
ekki var hægt annað en að trúa
því, að hún myndi ná heilsu á ný.
Það var ekki hægt annað en að
dást að baráttuþreki hennar. Því
kom fregnin um andlát hennar eins
og reiðarslag.
í dag verður Guðný jarðsungin
frá Víðistaðakirkju. Þar munu
margir kveðja hana hinstu kveðju.
En eftir lifír minningin um góða
samstarfskonu og vin. Sú minning
er dýrmæt og verður frá engum
tekin.
Við viljum nota þetta tækifæri
til að flytja fjölskyldu Guðnýjar inni-
legar samúðarkveðjur frá Éngidals-
skóla, kennurum hans og öðru
starfsfólki.
Við kveðjum Guðnýju og þökkum
henni fyrir ánægjulegt samstarf og
góða vináttu.
Fyrir hönd starfsliðs Engidals-
skóla,
Hjördís Guðbjörnsdóttir og
Erla María Eggertsdóttir.
Oft fínnst okkur vanta klukku-
stundir í sólarhringinn og jafnvel
daga í vikuna. Við komumst ekki
yfír allt það sem við ætlum okkur
eða viljum gera. Með öðrum orðum:
Við lifum of hratt. Augnablikið
gleymist. Augnablikið sem í raun er
það dýrmætasta af öllu. Á sama tíma
berst fólk á besta aldri, jafnvel í
blóma lífsins, fyrir lífínu; berst fyrir
þessu augnabliki. Að horfa upp á
góða vini skyndilega lenda í þeirri
stöðu og lúta svo í lægra haldi, er
sárt. Hvers vegna fékk Guðný ekki
að dvelja lengur meðal þeirra sem
hún elskaði? Hver er tilgangurinn?
Það er fátt um svör og eftir standa
ástvinir í mikilli sorg. Það er ljóslif-
andi í minningunni þegar ég, tíu ára
gömul, kom fyrsta daginn í nýja
skólann. Hún Guðný hans Magga
frænda var nýi kennarinn minn og
var það ekki svo lítils virði. Þama
var hún fyrsta skóladaginn, svo fal-
leg og mild. Og þannig átti hún eft-
ir að birtast okkur í skólastofunni
næstu árin. Guðný hafði einstakt lag
á að ná til nemendanna. Hún talaði
jafnan til okkar á jafnréttisgmnd-
velli og lifði sig inn í það sem við
vomm að gera; jafnt innan skólans
sem utan. Ef einhvem þurfti að tala
til var mjúka aðferðin notuð og reynt
að leysa vandamálin með aðstoð
okkar krakkanna. Alltaf var hún hlý
en samt ákveðin. Fyrir vikið bám
nemendurnir mikla virðingu fyrir
henni. Ekki síst vegna þess hve hún
hélt alltaf ró sinni þótt mikið gengi
á. í kennslunni lagði Guðný mikið
upp úr því að við virkjuðum hug-
myndaflugið og æfðum tjáningu í
ræðu og riti. Fastur liður var að
skrifa ritgerðir um alla mögulega
hluti og oftar en ekki áttum við að
lesa þær upp fyrir bekkinn. Síðar
fann maður hve mikils vert þetta var
og oft hef ég hugsað til hennar og
þessara kennsluaðferða hennar.
Við vinkonurnar úr X-inu sem enn
höldum hópinn minnumst hennar
sem glæsilegrar, góðrar konu. Við
minnumst þess hve við dáðumst að
útliti hennar og klæðaburði „Svona
ætluðum við að vera þegar við yrð-
um konur". Eftir að leiðir skildi í
skólanum fylgdist hún vel með af-
drifum nemenda sinna og maður
fann að hún átti mikið í okkur. Og
ég veit að þetta var gagnkvæmt.
Þar sem hún var í fjölskyldu minni
rofnaði ekki samband okkar. Mér
fannst það alltaf sniðugra með
hveiju árinu að Guðný væri „gamli
kennarinn minn“ eins og hún sjálf
kynnti sig ef við vorum einhvers
staðar saman. Hún hafði ekkert elst
í mínum huga á tuttugu árum, en
ég breyst úr bami í fullorðna mann-
eskju. Alltaf var hún jafn hlý og
brúnu augun hennar brostu alltaf
jafn fallega.
En nú er komið að kveðjustund.
Augnablikin hennar verða ekki fleiri
hér. Hún trúði því sjálf að einhver
tilgangur hlyti að vera með því að
hún skyldi hrifsuð burt úr faðmi
fjölskyldunnar.
Elsku Magnús, Erla, Ari, Silja
og aðrir ástvinir, missir ykkar og
söknuður er mikill. Megi góðu minn-
ingarnar styrkja ykkur í sorginni.
Rósa Guðbjartsdóttir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Guðný okkar, nú hefur
þú kvatt okkur, þú sem hafðir svo
mikið að gefa ert horfin úr þessum
harða heimi yfir í mýkri og betri
heim, þar trúum við að englar al-
heimsins gæti þín. Söknuður okkar
er mikill en minninguna um þig
munum við alltaf geyma í hjarta
okkar. Elsku Guðný, kærleikur
Guðs verndi þig og gefi þér frið.
Þín náðin, drottinn, nóg mér er,
því nýja veröld gafst þú mér.
I þinni birtu hún brosir öll.
í bláma sé ég lífsins fjöll.
(E.H.Kvaran.)
Elsku Magnús, Erla, Ari, Silja,
Óli, Magnús Óli, Erla, Stefán og
aðrir aðstandendur. Missir ykkar
er mikill, megi guð veita ykkur
styrk á þessari erfiðu stundu.
Guðmundur, Jenný,
María og Róbert.
Við kveðjum í dag með söknuði
kæra vinkonu, Guðnýju Stefánsdótt-
ur, sem eftir hetjulega baráttu varð
að lokum að lúta í lægra haldi fyrir
illskeyttum sjúkdómi. Baráttuþrek
Guðnýjar og trúfesta vakti aðdáun
allra sem umgengust hana þann
langa tíma sem viðureignin stóð.
Hverfur margt
huganum föríast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
Þetta fallega ljóð Oddnýjar Krist-
jánsdóttur í Feijunesi kemur upp í
huga okkar þegar kemur að ótíma-
bærri kveðjustund. Minningamar
um hinar mörgu ánægjustundir sem
við áttum saman í leik og starfi
hrannast upp á þessari stundu. Þær
eru geymdar en ekki gleymdar. Við
yljum okkur við þær til að sefa
sorgina og söknuðinn.
Fjölskyldutengsl og frændskapur
áttu þátt í lauslegum tengslum
framan af, en traust og varanleg
vináttubönd áttu samt upptök sín
í því að Guðný vakti athygli okkar
á áhuga og hæfileikum Magnúsar,
eiginmanns síns, á ljósmyndasvið-
inu. Hann vann þá fullan vinnudag
í prentsmiðju og ljósmyndunin var
aðeins tómstundagaman, en frum-
kvæði Guðnýjar varð til þess að
leiða frændurna saman í starfi á
Húsum & híbýlum. Þetta var fyrir
um sautján árum. Magnús hætti
fljótlega í prentinu og hóf ljósmynd-
un fyrir tímaritin sem við áttum
þátt í að koma út. Guðný lét heldur
ekki sitt eftir liggja og skrifaði ófá-
ar greinarnar. Þannig stóð hún
ætíð traust við hlið eiginmannsins
í því sem hann tók sér fyrir hendur
og þegar hann opnaði ljósmynda-
stofu endaði með því að hún lét af
kennslustörfum til að sjá um útrétt-
ingar fyrir stofuna.
Samstarfið við þau leiddi til æ
meiri vinskapar sem ekki verður
fullþakkaður. Leikhúsferðir voru
fastur liður hin síðari ár og alltaf
var jafn uppbyggilegt að setjast
niður með þeim á kaffihúsi á eftir
til að ræða innihald og boðskap
þeirra leikverka sem við höfðum
verið að njóta. Og margar eru þær
ferðirnar á veitingahús sem minn-
ast má þar sem umræðuefnið var
óþijótandi yfir góðum mat. Eða
þá notalegar stundir heima hjá
þeim en rómantískt eðli þeirra
endurspeglast m.a. í því að í öllum
þrem einbýlishúsunum sem hafa
verið þeirra heimili var að finna
arin.
Og þegar dreypt var á kaffi eða
rauðvínssopa við snarkandi arineld
var dvalið við léttara tal og hvers-
dagslegum áhyggjum stjakað í
burtu. Við fórum alltaf sæl í sinni
af fundum okkar við þau Guðnýju
og Magnús. Fyrir þessar stundir
þökkum við nú af heilum hug.
Þrátt fyrir að lengi hafi mátt
vita að til þess kynni að koma að
sjúkdómur Guðnýjar legði hana að
velli var ekki hægt að ætlast til að
nokkur maður gæti verið tilbúinn
að taka þeim tíðindum er þau á
endanum bárust. Við hjónin vottum
þér, kæri Magnús, okkar dýpstu
samúð og biðjum þess að góður Guð
megi veita þér og börnunum ykkar,
sem og foreldrum Guðnýjar og öðr-
um aðstandendum, styrk til að
mæta sorginni.
Hafðu þökk fyrir ómetanleg
kynni, Guðný, og góða ferð.
Oddfríður Steindórsdóttir og
Þórarinn Jón Magnússon.
í dag er til moldar borin langt
um aldur fram, einn sá glæsileg-
asti fulltrúi úr íslenskri hversdags-
hetjustétt er undirritaður hefur
kynnst, vinkona mín Guðný Stef-
ánsdóttir. Hún Guðný var þeirrar
gerðar að fljótlega varð maður þess
áskynja að þar á ferð var ekki nein
meðalmanneskja. Sem eiginkona,
móðir, kennari og vinur vakti hún
fólk til umhugsunar um tilurð og
tilgang lífsins og átti jafnvel
ómældan þátt í því að breyta gildis-
mati fólks í átt til þeirra hluta er
máli skipta og sem hvorki mölur
né ryð fær grandað.
Við hjónin urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast Guðnýju og
Magga fyrir margt löngu í gegnum
sameiginlegt áhugamál. Þær urðu
ófáar ferðirnar sem við fórum sam-
an á erlendum vettvangi og yndis-
legra samferðafólk er ekki hægt
að hugsa sér. Síðustu ferðina okkar
fórum við sl. haust þó Guðný væri
orðin sárþjáð en þar var engan bilb-
ug að finna þó barist væri við óvíg-
an andstæðing. Sem aldrei fyrr
urðum við Margrét vitni að þeirri
reisn og mannkostum er hún hafði
til að bera svo ríkulega.
Mér er kunnugt um að undir það
síðasta er Guðný þurfti á umönnun
sjúkrastofnana að halda, undraðist
starfsfólkið einmitt þá hetjulund og
reisn er Guðný sýndi, sér meðvit-
andi um það hvert stefndi. Trúar-
vissa hennar og andlegur styrkur
var hennar athvarf og akkeri.
Seint verður fullþökkuð sú
umönnun sem Guðný fékk í veikind-
um sínum frá ástvinum og hjúkrun-
arfólki. Á engan held ég þó að sé
hallað þó minnst sé framgöngu og
atgervis Magnúsar vinar míns. Það
er með öllu óhugandi að setja sig
í hans spor en það er kannski hugg-
un harmi gegn að ég veit að hann
er vel búinn þeim eiginleikum sem
hveijum ærlegum manni þykja eft-
irsóknarverðir. Það hefur berlega
komið í ljós við erfiðleika og mót-
læti undanfarinna mánaða, missera
og ára.
Hversu þakklát erum við ekki
fyrir samvistir við þá sem við elsk-
um og fyrir þau áhrif sem það hef-
ur á okkur. Við minnumst bros-
hýrra unaðsstunda við bólstað okk-
ar hér á þessari jörð meðan allt lék
í lyndi, þegar blessuð sólin hlær
glaðlegast, þeirra daga er ferskur
blær lífsgleðinnar syngur óð til alls
sem lifir.
Við þig, Maggi minn, vil ég segja
þetta: Lífið heldur áfram þrátt fyr-
ir allt og þó að ekki sjái til sólar
nú um stundir birtir öll él upp um
síðir. Tíminn vinnur með þér og
börnunum ykkar og þó að hann
lækni ekki sorgina sefar hann. Ég
er þess fullviss að minningin um
hana Guðnýju verður þér, börnun-
um ykkar og öllum ástvinum mikill
styrkur um alla framtíð, minning-
una tekur enginn frá ykkur og ég
veit einnig að sá fjársjóður mun
gera okkur öll að betri manneskjum.
Að leiðarlokum þökkum við Mar-
grét af alhug fyrir þau forréttindi
að hafa kynnst Guðnýju og hafa
átt hana að vini. Við vottum ástvin-
um öllum okkar dýpstu samúð.
Megi algóður Guð blessa minn-
ingu Guðnýjar Stefánsdóttur.
Ólafur Ág. Þorsteinsson.
Gott er sjúkum að sofa
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymi þá eitthvað
sem enginn í vðku sér.
(Davíð Stefánsson)
Það verður ekki hjá því komist
að þegar lífstrengurinn slitnar verk-
ar það hjá okkur sem eftir sitjum
eins og skammhlaup, það slitnar
eitthvað innra með okkur og við
fyllumst söknuði og trega.
Mágkona mín, Guðný Stefáns-
dóttir, er látin og kveð ég hana
með sárum söknuði. Guðný var
sterkur persónuleiki með sín fal-
legu, brúnu augu. Allt sem Guðný
tók sér fyrir hendur var gert af
heilum hug og voru þau Guðný og
Magnús mjög samhent hjón. Þau
nutu þess að hafa fallega hluti í
kringum sig. Á heimili þeirra átti
hver hlutur sinn ákveðna stað.
Það var hægt að ræða við
Guðnýju um allt milli himins og
jarðar. Hún var góður hlustandi,
gagnrýndi þegar það átti við, og
hafði góðan skilning á lífínu og
fólkinu. Hún gaf bömum sínum
gott veganesti út í lífið, sat með
þeim löngum stundum og miðlaði
þeim af þekkingu sinni.
Elsku Magnús, Silja, Ari, Erla,
Óli og litli elskulegi dóttursonurinn
Magnús Óli, við eigum öll svo góðar
minningar um góða konu sem við
varðveitum í hjörtum okkar eins og
dýrmætar perlur.
Elsku Guðný, þakka þér fyrir
góðar samverustundir á liðnum
áram. Guð blessi minningu þína.
Ásgerður Hjörleifsdóttir.
Þriðjudagskvöldiið 4. mars
kvaddi Guðný Stefánsdóttir þennan
heim. Þessi hugrakka og sterka
kona sem í gegnum veikindi sín
stóð alltaf upprétt, allt fram á síð-
asta dag. Minningar okkar um
Guðnýju tengjast einkum börnum
hennar og samvistum okkar frænd-
systkinanna í gegnum árin. Við
minnumst Guðnýjar sem Ijúfrar og
hjartahlýrrar konu, jafnt í hlutverki
móður, ömmu eða kennara.
Elsku Magnús, Erla, Ari, og Silja,
Óli og Magnús Óli, og aðrir aðstand-
endur. Missir ykkar er mikill, megi
guð veita ykkur styrk á þessari
erfiðu stundu.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
þvf drottinn telur tárin mín, -
ég trúi og huggast læt.
(Kristján Jónsson)
Helga Laufey og Arnar.
Yndisleg stúlka, Guðný Stefáns-
dóttir, hefur kvatt. Hún kvaddi af
þeirri hógværð sem einkenndi hana
alla tíð. Það er misjafnt hvað mönn-
unum er gefið og það er líka mis-
jafnt hvernig þeim tekst að vinna
úr og takast á við lífið. Hvemig
veikindum og hvernig dauðanum
er mætt sýnir kannski betur en
nokkuð annað innri mann. Fyrir