Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skapstygg- ur ökumað- ur skallaði annan MAÐUR kom á lögreglustöðina í Breiðholti á þriðjudag og kærði lík- amsárás, sem hann kvaðst hafa orðið fyrir á mánudagskvöld. Hann sagði ökumann hafa skallað sig í andlit þegar hann ætlaði að skrá niður númerið á bíl hans. Manninum sagðist svo frá, að hann hefði ekið eftir Austurbergi. Á móti hefði komið annar bíll og bílarnir mæst við þrengingu á ak- brautinni, þar sem gangbraut liggur þvert á. Maðurinn sagði að hinn ökumaðurinn hefði ekið svo glæfra- lega, að honum hefði rétt tekist að komast hjá árekstri. Hann hefði stöðvað til að skrá hjá sér númer bílsins, en þá hefði ökumaðurinn stigið út, gengið að sér, skallað sig í höfuð og slegið í götuna. -----♦ ♦ ♦---- Formaður RSÍ Höfum ekki svikið samstöðu GUÐMUNDUR Gunnarsson, for- maður Rafíðnaðarsambandsins, vís- ar því á bug að RSI hafi svikið samstöðu innan launþegahreyfíng- arinnar með því að ganga frá nýjum kjarasamningi í byrjun vikunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Guðmundur sendi frá sér í gær. „Mér er ekki kunnugt um að neitt stéttarfélag hafi borið kröfu- gerð sína upp við RSÍ, einhvem veginn hlýtur það nú að vera eðli- legt, ef menn eru nú sísvona að ætlast til þess að rafiðnaðarmenn eigi að bera ábyrgð á því að forystu- menn annarra stéttarfélaga komi kröfugerðum sínum í gegn. Mér er ekki kunnugt um að Dagsbrún hafi á neinu stigi borið kröfugerð sína undir landssamböndin,“ segir m.a. í yfirlýsingu Guðmundar. „Rafiðn- aðarmenn náðu fram sínum meg- inkröfum frá því í haust,“ segir hann ennfremur. Sími 555-1500 Sumarbústaður Til sölu góður ca 50 fm sumarbústaður I landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð. ■BBEH Foldasmári Glæsilegt ca 140 fm nýlegt raðhús á einni hæð. Áhv. ca 5,5 millj. Verð 12,9 millj. Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bílsk. Mögul. á tveimur (b. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. Reykjavík Skipholt Góð ósamþ. einstakllb. ca 48 fm i fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. Ib. á jarðh. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. Ib. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl Kynningarfundur í Háskólabíói í gær vegna fyrirhugaðs rektorskjörs Tíðrætt um hlutverk o g virðingri háskólans Stúdentar, kennarar og aðrír starfsmenn Háskóla íslands fjölmenntu á opinn kynningarfund í Háskólabíói í hádeginu í gær og hlýddu á framsöguræður þeirra fímm prófessora sem lýst hafa yfír áhuga á embætti háskólarektors. Margrét Sveinbjömsdóttir fylgdist með fundinum. Morgunblaðið/Ásdís JÓN Torfi Jónasson, Þórólfur Þórlindsson, Þorsteinn Vil- hjálmsson og Vésteinn Ólason stinga saman nefjum að fundi loknum. Fimmti frambjóðandinn, Páll Skúlason, var farinn af fundinum áleiðis til útlanda er myndin var tekin. Ð FUNDINUM stóðu Stúdentaráð Háskóla íslands, Félag háskóla- kennara og Félag pró- fessora við HI. Prófessorarnir fengu hver fimm til sjö mínútur til að kynna sig og helstu stefnu- mál sín og í fundarlok gafst fund- armönnum færi á að spyija þá nokkurra spurninga. Prófkjör vegna rektorskjörsins fer fram í háskólanum á morgun. Meðal þess sem frambjóðendum varð tíðrætt um var hlutverk og virðing háskólans í samfélaginu, barátta fyrir auknum fjárveiting- um til háskólans og tengsl rann- sókna og kennslu. Fyrstur tók til máls Páll Skúla- son, prófessor í heimspeki. Hann sagði róttæka breytingu á stöðu háskólans í sanifélaginu nauðsyn- lega. Þar átti hann við breytingu í þá átt að háskólasamfélagið nyti meiri virðingar og viðurkenningar meðal þjóðarinnar en verið hefur. „Hér hefur rektor sínu mikilvæg- asta hlutverki að gegna. Hann á að vera í fylkingarbijósti þeirrar baráttu að opna augu almennings og stjórnvalda í landinu fyrir þeirri staðreynd að framtíð hins íslenska þjóðfélags er komin undir störfum háskólamanna en ekki fískveiðum eða öðrum atvinnugreinum ein- göngu,“ sagði hann. Innri vandamál tengjast ytri skilyrðum Páll benti á að þau innri vanda- mál sem nú heija á háskólann tengdust öll þeim ytri skilyrðum sem honum eru sett. „Með því að ætla háskólanum eina upphæð til skiptanna milli deilda og stofnana, fjárhæð sem dugar ekki til að halda uppi lögbundinni starfsemi, hefur ríkisvaldið á vissan hátt þvegið hendur sínar af háskólan- um og um leið beint honum inn á þá braut að afla sér peninga eftir öðrum leiðum en með framlögum ríkisins og nú ráðgera menn laga- breytingar sem eiga að tryggja háskólanum möguleika á að reka fleiri fyrirtæki, taka skólagjöld o.s.frv. Auk þess þurfa háskóla- menn nú að veija æ meira af tíma sínum í að afla fjár til rannsókna." Þetta segir Páll að hafi ýtt mjög undir deilur og sérhagsmunabar- áttu innan háskólans þar sem hver deild, námsbraut og stofnun er knúin til að hugsa umfram allt um eigin hag fremur en hag há- skólans sem einnar heildar. „Hættan sem blasir við nú er að háskólinn liðist í sundur í sjálf- stæða skóla sem eiga í baráttu innbyrðis um takmarkað fé,“ sagði Páll ennfremur. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- o g menntunarfræði, lagði á það áherslu í ræðu sinni að auka þyrfti fjölbreytni náms og rannsókna á háskóla- stigi. Háskólinn þyrfti að endurskoða innra starf sitt og stefnu og sérstaklega þyrfti hann að hafa forystu um að móta stefnu fyrir vísindastarf á háskólastiginu hér á landi. Hófleg skólagjöld á nemendur í framhaldsnámi Mikilvægast fyrir þróun háskól- ans næstu áratugina kvaðst Jón Torfí telja að gera ákveðnar breyt- ingar á stjórnskipun skólans. Þar segir hann háskóladeildirnar vera þungamiðjuna. „Deildirnar eru þær stjórnunareiningar sem ég tel að beri að styrkja enn frekar en þegar hefur verið gert. Þeim þarf að gefa meira fjárhagslegt svig- rúm auk þess sem nauðsynlegt er að flétta þar betur saman rann- sókna- og kennslueiningar en nú er almennt gert. Auka þarf svig- rúm deilda til að afla sér tekna sjálfar og einnig er brýnt að færa daglegt stjórnunaramstur, sérstaklega í skora- skiptum deildum, úr höndum kennara til starfsfólks skrif- stofu.“ Jón Torfi minnti á að í umræðunni um einstaka þætti há- skólastarfsins mætti ekki gleyma því að háskólinn væri fyrst og síðast skóli, þar sem meginverkéfnið væri að veita stúdent- um góða háskóla- menntun og í nánustu framtíð ekki síður framhalds- menntun en grunnnám. Hvað fjármögnunarleiðir há- skólans varðaði kvaðst Jón Torfi sjá þijár leiðir. Þar taldi hann fyrsta hærri fjárveitingu frá hinu opinbera á grundvelli reiknilíkana. Þá kvaðst hann hlynnt- ur því að fara svipaða leið og stúdentar og stofna deildaskiptan ný- sköpunarsjóð vegna kennslu og rannsókna og fá fyrirtæki og stofnanir til að leggja fé til afmarkaðra verkefna. Einnig sagðist hann telja það koma til álita að leggja hófleg skólagjöld á nemendur í fram- haldsnámi. Sérstaða HÍ sem rannsóknaháskóla Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, sagði sérstöðu Há- skóla íslands fyrst og fremst fel- ast í því að hann væri rannsókna- háskóli. „Sérstaðan felst í því að Háskóli íslands tengir saman rannsóknir og kennslu, hefur for- ystu á sviði grunnrannsókna í landinu og menntar rannsóknar- fólk fyrir framtíðina. Rannsókna- starfið er megineinkenni og undir- staða alls starfs há- skólans. Með tilkomu margra skóla á há- skólastigi hefur há- skólinn enn meira svigrúm en hann hef- ur nokkurn tíma haft til að efla og bæta rannsóknastarfíð, undirstrika sína sér- stöðu og byggja hér þann skóla sem fyrsti rektor HÍ, Björn M. Ólsen, vildi byggja árið 1911.“ Þórólfur lagði á það áherslu að efla þyrfti framhaldsnám, dokt- orsnám og rannsókna- þjálfun. Þar með væri ekki sagt að hann vildi stækka skólann, fjölga nemendum, námskeiðum eða námsleiðum. Nauðsynlegt væri að menn væru tilbúnir að forgangsraða, láta einnig öðrum skólum á háskólastigi eftir að móta og veita nemend- um grunnmenntun á hinum ýmsu sviðum. Þá sagði Þórólfur það brýnt að breyta starfí deildarforseta. Hann taldi rétt að þeir yrðu kosnir til þriggja ára og fengju meira svig- rúm til að stjóma og skipuleggja starf deilda. Einnig setti hann fram þá hugmynd að kosinn yrði aðstoð- arrektor. Starfíð væri orðið það umfangsmikið að ekki veitti af að hafa tvo menn í því. „Þannig myndi annar þeirra beijast fýrir háskól- ann út á við og veija hann og hinn stjómaði innri málum.“ Þorsteinn Vilhjálmsson, pró- fessor í eðlisfræði, kvaðst líta svo á að hann hefði sótt um starf sem háskólasamfélagið veitir. Gögn hans með umsókninni væru ekki í pappírsbunkum hér og þar heldur væri þau að finna á heimasíðu hans á veraldarvefnum. Þar mætti sjá upplýsingar um lífshlaup hans, fræðistörf, útgefin rit o.þ.h. Hann vísaði einnig til ýmissa stjórnunar- og fræðistarfa sem gerðu það að verkum að hann treysti sér til að takast á við rektorsstarfið. Háskólinn á að vera eftirsóttur vinnustaður í bæklingi sem Þorsteinn lagði fram á fundinum eru talin upp ýmis baráttumál hans. Má þar nefna að hann vill bæta eigið stjórnkerfí háskólans, til dæmis með einfaldari skipan Háskóla- ráðs, breyttu verklagi þess og verksviði. Ýmis verkefni mætti að ósekju færa frá rektor og verk- lagsreglur deilda gætu að mörgu leyti komið í stað laga og reglu- gerða. Einnig þyrfti að auðvelda deildum að sinna fjármálum af alvöru. Þá leggur Þorsteinn áherslu á að tengja rannsóknir betur við deildir skólans þannig að kennsla og rannsóknir efli hveijar aðra. Brýnt sé að lyfta rannsóknanámi úr öskustónni, auka skipulegt meistaranám og efla doktorsnám. Hann ræddi einnig um sjálfsgagn- rýni í kennslumálum og nefndi þar sérstaklega kennslukannanir sem jákvætt og eðlilegt aðhald. Þorsteinn sagði mikilvægt að háskólinn nyti trausts og virðingar meðal þjóðarinnar. „Ekki aðeins vegna rannsókna, kennslu og þekkingar heldur líka vegna snerpu og skilvirkni í starfi. Há- skólinn á að vera eftirsóttur vinnu- staður sem býr metnaðarfullum nemendum og kennurum góð starfsskilyrði þar sem jafnrétti rík- ir og allir njóta sín,“ sagði Þor- steinn. Háskólinn er hluti af þjóðlífinu Vésteinn Ólason, prófessor í ís- ienskum bókmenntum, hóf ræðu sína á því að segja að allir fram- bjóðendur væru sammála um það að háskólann vantaði meira fé og því ætlaði hann ekki að orðlengja það frekar. Hann ræddi um tengsl háskól- ans við atvinnulífið og mismun- andi viðhorf háskólamanna til þeirra tengsla. „Ég tel að annar armurinn einfaldi það mál um of en hinn misskilji það. Háskólinn er hluti af þjóðlífínu og á auðvitað að vera í góðum tengslum við öll svið þjóðlífsins og sækjast eftir stuðningi og samvinnu við bæði opinberar stofnanir og einkafyrir- tæki. Samvinna við at- vinnufyrirtæki skapar verkefni fyrir rann- sóknafólk og getur orðíð undirstaða framfara og hagsældar." Um akademískt frelsi háskólans hafði Vésteinn m.a. það að segja að frumskylda háskólans við þjóðfélagið væri sú að taka þátt í alþjóðlegri þekkingarleit vísind- anna og miðlun vísindalegrar þekkingar. „Háskólinn verður að hafa frelsi og fjárhagslegt bol- magn til þess að leita þekkingar sem þjóðlífið veit ekki að það þarfnast.“ Breytt staða háskólans nauðsynleg Páll Skúlason Mikilvægt að breyta stjórnskipun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.