Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is §1 W£> E&JAI nruc&K> ) FÓLKjL/iN/V I | AFHVeRJÖ SEMOR) n* | j| ö&OJfl BKJCL ? 1 | ] fíf| iHí Ferdinand Smáfólk O 1996 United Feature Syndtcate. Inc. Nú eiga rík- isstj órnarflokk- amir leik Frá Hafsteini Þorvaldssyni: AÐ GEFNU tilefni er vert að vekja athygli stjórnvalda á því, að félags- menn í félögum eldri borgara vítt og breitt um land, fylgjast nú af meiri athygli en oft áður með fram- vindu í yfirstandandi kjarasamn- ingaviðræðum hinna svokölluðu aðila vinnumarkaðarins. Ástæðan er einkum tvíþætt, ann- ars vegar að stéttarfélögin hafa á mjög þakkarverðan hátt lagt fram í sinni kröfugerð mikilsverð atriði sem varða réttinda- og kjaramál aldraðra, í öðru lagi beinist athygl- in ekki síður að því að sjá með hvaða hætti núverandi stjórnar- flokkar ætla að koma til móts við umræddar kröfur sem í höfuðdrátt- um varða þátttökuhlutdeild ríkisins í þeirri samningagerð sem nú stend- ur yfir. Verði þessi atriði, sem við höfum margsinnis gert grein fyrir í blöðum og varða helst lífeyris- og trygg- ingamál svo og heilbrigðisþjón- ustuna, ekki leiðrétt mun skapast hér þverpólitísk samstaða eidri borgara til róttækra aðgerða. Að- gerða sem hugsanlega gætu haft afdrifaríkar afleiðingar á útkomuna í næstu alþingiskosningum. Þetta er ekki hótun, en undirtónn óánægj- unnar sem verður sífellt þyngri. Baráttan hjá okkur snýst um þá félaga okkar sem eiga að draga fram lífið af lífeyristryggingunum einum saman. Með iítt ígrundaðri tekjutengingu er búið að rústa þetta kerfi gjörsamlega. Núverandi stjórnarflokkar verða að gera sér grein fyrir því hvað hinir margumtöluðu jaðarskattar hafa ieikið sumt af þessu fólki okk- ar grátt og beinlínis gert því ómögu- legt að komast af. Við erum ekki að biðjast undan því að bera eðlilegan hluta af skatt- byrði þegnanna, en margsköttun og refsiákvæði tekjutengingarinnar verður að leiðrétta. Ekki kemur það okkur eldri borg- urum á óvart þótt stjórnarflokkarn- ir komi ekki beinlínis vel út úr skoð- anakönnunum um þessar mundir. Það er raunar óeðlilegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn kemur vel út, miðað við dæmalausa framkomu fjármálaráðherrans í garð eldri borgara. í stað þess að taka undir leiðrétt- ingu okkar mála, kemur hann fram fyrir alþjóð og talar um að sam- ræma þurfi skerðinguna áunnum kjörum og réttindum eldra fólks. Eg hélt að flokkurinn berðist fyrir lækkun skatta og þá jafnt fyrir alla aldurshópa. Framsóknarflokkurinn fær skell- inn, og takist honum ekki að sann- færa samstarfsflokkinn um nauð- syn þess að ná fram leiðréttingu á þessum málaflokki verður skellur- inn enn tilfinnanlegri en nú er að koma í ljós. Aldraðir gera sér full- komlega ljóst að stjórnvöld hafa að mörgu að hyggja í tengslum við rekstur þjóðarbúsins. En það getur tæpast þjónað hagsmunum heildar- innar að sauma svo að öldruðum fjárhagslega, að þeir verði í stórum stíi að segja sig til sveitar. Ég held það væri þjóðráð að stjórnvöld og forráðamenn Reykja- víkurborgar og annarra sveitarfé- laga í landinu ásamt fulitrúum frá félagshreyfingu eldri borgara og fulltrúum frá verkalýðsforustunni kæmu saman og settust yfir þessi mál og ræddum þau ofan í kjölinn og freistuðu þess að koma í veg fyrir handahófskenndan niðurskurð og aðför að þessum aldurshópi eins og verið hefur nú hin síðari ár. Ég nefni verkalýðshreyfinguna vegna þess að hún hafði frumkvæði að stofnun félaga eldri borgara á sín- um tíma. Hugmyndin að slíkum viðræðum er raunar komin frá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, borgar- stjóra Reykjavíkur og kom fram á ráðstefnu um fjármál eldri borgara sem haldin var á sl. ári. HAFSTEINN ÞORVALDSSON, Engjavegi 28, Selfossi. Hótel Örk - lykill að sælu eða hryllingi? Frá Gerði Sæmundsdóttur: FÖSTUDAGINN 7. febrúar sl. fór- um við nokkrir vinnufélagar á Hót- el Örk til að njóta þess sem aug- lýst var konukvöid. Eftir þessa næturgistingu erum við sammála um að mæla ekki með Hótel Örk við nokkurn mann. „Þjónarnir" höfðu að okkar mati ekki mikla þekkingu á sínum störf- um. Þeir áttu erfítt með að fylgjast með hvort reikningar voru greiddir eða ekki og taka niður pantanir. Ennfremur var settur kostnaður á herbergin sem enginn kannaðist við. Þar að auki vorum við nánast í „yfirheyrslu" fyrir framan aðra hótelgesti vegna vankunnáttu „þjóna“. Ekki var haft fyrir því að biðjast afsökunar. Það er alveg furðulegt að þekkt hótel sem telur sig hafa upp á margt að bjóða, telji sig geta kom- ist upp með að bjóða fólki upp á annan eins skort á fagmennsku og klúðri. Þeir sem voru að störfum var mjög ungt fólk, „skólafólk", þessi svokallaði ódýri vinnukraftur, kannski „svartur" líka? Að okkar mati endaði þetta í hryllingi. GERÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, Hraunbæ 22. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.