Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 25
ERLENT
Námstefna í tilefni af Ári símenntunar 1996
„Glatað“
guðspjall fundið?
Kansas City. Reuter.
PAUL Mirecki, dósent í trúar-
bragðafræðum við Kansas-
háskóla í Bandaríkjunum, greindi
frá því á þriðjudag, að hann hefði
ásamt öðrum bandarískum há-
skólamanni uppgötvað leifar
„týnds“ guðspjalls, sem geymi
samræður Jesú Krists og læri-
sveina hans. Segir Mirecki text-
ann geta varpað ljósi á hingað
til lítt kunna þætti úr uppruna-
sögu kristninnar.
Mirecki segist sannfærður um,
að umræddur texti sé ósvikin frá-
sögn af lærisetningum Krists. Ef
svo er, væri þetta fyrsta „týnda“
guðspjallið sem komið hefur í
leitirnar frá því Tómasarguð-
spjallið svokallaða fannst í
Egyptalandi árið 1945. Að sögn
Mireckis hafa guðfræðingar við-
urkennt að auk guðspjallanna í
Nýja testamentinu sé líklegt að
allt að sex önnur rit séu til, þar
sem kennisetningar Krists séu
skráðar.
Fannst í Berlín 1991
Mirecki rakst á skjalið í Eg-
ypzka safninu í Berlín árið 1991,
en það hafi tekið hann mörg ár
að skeyta handritið saman og
komast til botns í innihaldi þess.
Oljóst sé hvernig það hafi lent í
safninu í Berlín.
Segir hann skjalið vera frá
fjórðu eða fimmtu öld, en textann
vera upprunninn á fyrstu eða
annarri öld. Hann er skrifaður á
koptísku, fornri egypzkri tungu,
sem notaði gríska stafrófið. Text-
inn var sennilega verk kristins
minnihlutahóps i Egyptalandi.
Mirecki segir fundinn sýna, að
uppruni kristninnar var marg-
brotnari en sú mynd sem miðalda-
sagnfræðingar Evrópu drógu
upp af honum.
Biddu um Banana Boat
ef þú vilt spara 40-60%
Nú árið er liðið í aldanna skautl Hvert er framhaldið?
Möguleikar, hugmyndir og aðgerðir til að efla símenntun
Setning námstefnunnar
Ingibjörg Gísladóttir, deildarstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans flytur stutt opnunarávarp.
Fjárfestum í fólki!
Ingi Bogi Bogason frá Samtökum iðnaðarins gerir grein fyrir “Investors in People” sem er breskt mennta-
oggaeðakerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ingi Bogi fór í námsheimsókn til Bretlands á Ari símenntunar og
mun hann greina frá þessu áhugaverða kerfi.
Viðurkenning á kunnáttu
í Bretlandi getur fólk fengið skírteini sem vottar ákveðna kunnáttu. Þetta skírteini er viðurkennt af skólum
og atvinnurekendum í öllu landinu. Peter N. Bowyer mun gera grein fyrir þessu kerfi sem kallast NVQ og
GNVQ. Hann er hagfræðingur með framhaldsmenntun í “Educational Evaluation.”
Hversu aðgengileg er fagleg símenntun?
Gylfi Einarsson hjá Sammennt gerir grein fyrir skýrslu sem hann var að leggja lokahönd á"Aðgengi að fagle-
gri símenntun.” Námsstefnugestir munu fá eintak af skýrslunni.
Stjórnun byggð á hæfni (Skill Based Mangement)
Randver Fleckenstein, fræðslustjóri íslandsbanka segir frá stjórnunaraðferðum sem tryggja að fýrirtæki og
stofnanir hafi ávallt hæfu starfsfólki á að skipa. Um er að ræða útfærslu á hugtökunum “lærdþmsfyrirtæki” og
“frammistöðustjórnun".
Niðurstöður Árs símenntunar
Kynning á verkefnum sem unnin hafa verið á árinu og styrkt af Evrópusambandinu.
Námsstefnuslit - Nú árið er liðið....
Björn Bjarnason menntamálaráðherra slítur námstefnunni og lítur yfir farinn veg.
Námstefnustjóri er Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslustjóri
I •
* Haldin í Arsal Hótel Sögu, föstudaginn 14. mars kl. 13 -17
• Námstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis
Rannsóknaþjónusta Háskólans, sími 525 4900
Lífið
er rétti
tíminn
til aö læra
Vbrð Á S Mínútna
SÍMTALI Á DAGTAXTA
16,78
12,31
15,33
7,67
6,20
PÓSTUR OG SÍMI HF
Vbrð Á 5 Mínútna
INNANBÆJARSÍMTALI
Á DAGTAXTA KR.
Á KvÖLD- OG HBLGARTAXTA KR.
20 kr
15 kr
10 kr
5 kr
Samanbukður á verði innanbæjarsímtala
í nokkrum nágrannalöndum okkar hefur
leitt í ljós þá ánægjulegu staðreynd að
innanbæjarsímtöl eru
ODYRARI
Það Lítur Ut Fyrir Gott Samband
á íslandi.
Við Þína Nánustu.