Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 43 ÞÓRÐUR ELLERT GUÐBRANDSSON + Þórður Ellert Guðbrands- son bifvélavirkjameistari var fæddur í Reykjavík 26. des- ember 1899. Hann lést á Drop- laugarstöðum að kvöldi föstu- dagsins 21. febrúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 2. mars. Hjartans afi, ég man þig sem kátan, hjartahlýjan gamlan mann. Fullan af fróðleik sem þú varst óspar á að miðla okkur unga fólk- inu og ef einhver hefði átt að skrifa um öldina okkar þá varst það þú, því hvílíkúr hafsjór af fróðleik, reynslu og ættfræði, maður minn! Það var sama hvar maður bar nið- ur, þú vissir og manst. Gaman þótti mér að hlusta á sögurnar sem þú sagðir um ferðir þinar um landið á olíubílnum, t.d. sagðirðu að þú hefð- ir verið sjö tíma að keyra upp að Ferstiklu í Hvalfirði og það var þegar vel gekk, svo þekktir þú líka hvem stokk og stein. Þú lagðir þitt af mörkum við upp- byggingu mannlífs á fyrri hluta aldarinnar, alltaf harðduglegur og unnir þér lítillar hvíldar enda fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Eftir þessa löngu ævi veit ég að þú ert nú hvíldinni feginn og þar sem þú ert með henni ömmu núna, getur þú horft yfir farinn veg og verið stoltur, eins stoltur og þú varst af íslandi og málinu okkar. Þú brýndir það svo oft fyrir mér að tala góða íslensku og sérstaklega ekki kveðja og segja „ókey“, það þoldirðu ekki. Ég vona að þar sem þú ert núna, haldirðu áfram að vaka yfir velferð og heilsu okkar allra, eins og þú hefur alltaf gert, því það hefur alltaf skipt þig svo miklu máli. Ég man einu sinni sem oftar að við vorum inni í Sporðagrunni að kveðja ykkur ömmu, því það gerðum við alltaf þegar við fómm í ferðalag, þá baðstu pabba að keyra nú var- lega því hann hefði svo dýrmæt- an farm í bílnum. Svo þegar ég kom tii þín með mín börn, hlæj- andi og heilbrigð tókstu í hönd- ina á mér og sagðir, það verður aldrei fullþakkað hversu heil- brigð börnin okkar eru í þessari fjölskyldu, það væri fjársjóður- inn okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég kveð þig, afi minn, með sökn- uði en ég veit að ljósið þitt og ömmu mun lýsa og leiðbeina okk- ur um ókomin ár. Mig langar að láta fylgja hér vísu sem Guðmundur frændi þinn Jónsson samdi til þín árið 1937. Sterkur vertu í stormi kífs, stattu ekki einmana, varkár samt á verði lifs, vaskur fram að bana. Hvíldu í guðs friði. Agnes Þóra Guðmundsdóttir. BENEDIKT SIGFÚSSON + Benedikt Sigfússon bóndi í Beinárgerði var fæddur á Skjögrastöðum í Vallahreppi 18. ágúast 1920. Hann lést á Landspítalanum 6. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sigfús Jóhannesson, en þau bjuggu lengst af í Vallaneshjá- leigu í Vallahreppi. Þau eignuðust sjö böm, en fjögur komust til fullorðinsára. Bene- dikt var elstur þeirra, þá Guð- mundur, f. 1921, d. 1978, bjó í Vík í Mýrdal, Sigrún, f. 1922, d. 1986, húsfreyja á Jaðri, Vallahreppi, og Sigríður, f. 1930 og býr nú á Egilsstöðum. Hinn 22. apríl 1943 kvæntist Benni eftirlifandi konu sinni Helgu Bjarnadóttur frá Gísla- staðagerði, Vallahreppi, f. 19. nóv. 1919. Hún dvelur nú á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Þau fóru að búa vorið 1943 á Eyjólfsstöðum í Vallahreppi, en fluttu síðar í Kollstaðagerði í sömu sveit en vorið 1949 fluttu þau í Beinárgerði og bjuggu þar á meðan líf og heilsa leyfðu. Þau Benni og Helga eignuðust sex börn. 1) Birna Jónína, f. 1940, bóndi í Beinárgerði. Hennar dóttir er Stefanía Ósk Stefánsdóttir, kennari á Hvolsvelli í sambúð með Lárusi Bragasyni og þeirra dóttir er Lea Birna. 2) Þegar Benni veiktist og það átti að fara að senda hann til Reykja- víkur á Landspítalann, og við fór- um til að kveðja afa, dætur mínar og ég, var hann umkringdur sínum nánustu og manna hressastur í tali. Þá bárum við þá von í bijósti Sigfús Guðbergur, f. 1942, býr á Höfn í Hornafirði. Hans kona var Margrét Ásgeirsdóttir, en hún lést 1995. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: I) Benedikt Helgi, kvæntur Ólöfu Gunn- arsdóttur, búsett á Tjörn á Mýrum og eiga fimm börn: Sigfús Gunnar, Stefaníu Ósk, Halldóru Sigríði, Ásgeir Björn og Maríu Hrönn. II) Guðbjörg Jónína, nú búsett í Noregi. Var gift Jóni Gunnsteinssyni. Þau skildu. Börn: Magnús Guð- bergur og Margrét Unnur. III) Ásta Margrét, gift Oddi Sveinssyni, búsett á Höfn. Börn: Álexander og Vilhjálm- ur Helgi. 3) Klara, f. 1945. Hennar maður er Tryggvi Þórhallur Sigurbjörnsson og þau búa á Jaðri í Vallahreppi. 4) Jóhannes Óskar, f. 1946, vélamaður o.fl. og býr í Bein- árgerði. 5) Þórhallur, f. 1952, var í sambúð með Sigríði K. Guðmundsdóttur. Börn: Ingi- björg Helga, Sigurveig Bene- dikta og Jóna Sigurbjörg og synir sambýliskonu af fyrra hjónabandi Þórarinn og Guð- mundur. Þórhallur er nú í sambúð með Elínu Björgu Valdórsdóttur og býr á Egils- stöðum. 6) Gunnar Smári, f. 1960, býr á Egilsstöðum. Útför Benedikts fór fram frá Egilsstaðakirkju 15. febrúar. að hann næði einhverri heilsu og kæmi aftur austur, jafnvel heim í Beinárgerði. En sú von brást því hann fékk annað áfall og lést viku síðar í örmum dætra sinna eftir erfiða en hetjulega baráttu. Hann vissi að hveiju dró og ræddi ýmis- legt fram á síðasta dag. Hann sagðist m.a. alltaf hafa verið mikið hamingjubarn. Hann trúði ætíð á það góða í hveijum manni og að allt færi á besta veg. Og það var gott að koma í Beinárgerði. Þar mætti manni ætíð ástúð og hlýja. Þar ríkti virðing og skilningur á lífinu og tilverunni, fyrir því sjálf- sagða jafnt sem því óumflýjanlega. Eg vil með þessu skrifi þakka fyrir samfylgdina og alla þá velvild og hlýju sem ég og börnin mín urðum aðnjótandi frá fyrstu kynn- um. Það var fjölmenni við útförina hans Benna sem fór fram frá Egils- staðakirkju 15. þessa mán. En hann var jarðsettur í Beinárgerði að eigin ósk, því þar vildi hann hvíla, í grafreitnum í túninu þar sem heyrist lækjarniðurinn og þyt- urinn í skóginum eða fuglasöngur- inn á ljúfum sumarkvöldum. Þar eiga líka hestarnir hans oft leið hjá í leik og galsa. En hestarnir voru hans líf og yndi. Og þótt Benni væri hættur að glíma við baldinn fola hin síðari ár átti hann margar ánægjustundir með hest- unum sínum. Það gafst líka meiri tími til þess eftir að annar búskapur lagðist af og hann farinn að draga sig í hlé frá félagsmálum ýmiss konar. Og það var vel til fundið er nokkrir félagar hans Benna úr hesta- mannafélaginu Freyfaxa riðu völd- um gæðingum á undan líkfylgdinni síðasta spölinn. En nú skilur leiðir í bili, fyrr en við áttum von á, en verði Guðs vilji. Elsku Helga mín, börn ykkar og barnaböm, tengda- böm og barnabarnabörnin sem eru orðin tíu. Elsku Sigga og aðrir sem syrgja á kveðjustund. Guð gefi ykkur all- an þann styrk sem þarf. Guð blessi minningu Benedikts Sigfússonar bónda frá Beinárgerði. Með inni- legri hluttekningu. Sigríður K. Guðmundsdóttir. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON + Kris1ján Kristjánsson skip- syóri fæddist í Hafnarfirði 22. júlí 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. febr- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 7. mars. Ég bið ekki haustið um neitt. Hóp vina minna grisjar dauðinn - og sjálfur er hann einn þeirra, einn þeirra sem mér er óhætt að treysta. (Jón úr Vör) Vinur okkar Kristján Kristjáns- son er látinn. Okkur langar til að þakka fyrir samfylgdina í gegnum árin en fjölskyldur okkar bjuggu í sama húsi á Akranesi í rúm þrjá- tíu ár. Sú sambúð var einstaklega farsæl og einkenndist af vináttu og glaðværð. Kristján var kraftmikill atorku- maður sem glöggt má sjá þegar litið er á starfsferil hans sem allur tengdist sjávarútvegi. Hann var m.a. hafnsögumaður á Akranesi, framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lagsins Krossvíkur, en lengst af var hann skipstjóri á ýmsum skip- um, nú síðast á Skeiðfaxa, skipi Sementsverksmiðjunnar hf. Þrátt fyrir þá hörku sem örugglega þarf til að geta rækt þessi störf eins vel og Kristján gerði, þá þekktum við hann sem einstakt ljúfmenni, opinn og tilfinningaríkan, sem birt- ist í samskiptum hans við okkur, hvort heldur var við fullorðna eða börn. Við minnumst hans á góðum stundum lesandi upp ljóð sem hann hafði mikla ánægju af og gerði sérstaklega vel. Hann var líka skemmtilegur og hrókur alls fagn- aðar á gleðistundum. Það hefur verið okkur ómetanlegt að eiga þau Ellu og Kristján að vinum bæði í gleði og sorg. Kæru vinir, Ella, Guðrún, Davíð, Kristján og fjölskyldur, við vottum ykkur dýpstu samúð okkar. Einar, Þórdís, Brypja, Fanney Lára, Sólveig, Jakob Þór og fjölskyldur. Maðurinn minn, ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. mars. Útförin hefur farið fram. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavemd. Þakka sýnda samúð. Hjördís Fjóla Ketilsdóttir. + Faðir minn, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS BJARNASON prentaii, aðdaðist að kvöldi mánudagsins 10. mars. Ema Júlíusdóttir, Ólafur Hafsteinsson, Helga S. Ólafsdóttir, Lilja Dögg Ólafsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN RAGNHEIÐUR JÖRGENSEN, Bugðulæk 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 13. mars kl. 13.30. Kristín R. Úlfljótsdóttir, Sigurgísli Skúlason, Björn Úlfljótsson og barnabörn. + Ástkær sambýlismaður minn, ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON prentari, Nóatúni 29, andaðist á heimili sínu 11. mars. Guðrún Gísladóttir. + Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýju vegna andláts GUÐJÓNSJÓNSSONAR, Aðalgötu 5, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir frábæra hjúkrun og umön- nun. Solveig Ólafsdóttir, Guðrún Ólöf Guðjónsdóttir, Þorsteinn Árnason, Jón Ágúst Guðjónsson, Ragnheiður Guðbjörg Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ODDNÝJAR GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Álfaskeiði 88, Hafnarfirði. Gunnar Halldórsson, Guðrún Helga Ágústsdóttir, Stefán Þ. Sigurðsson, Magnúsína Ágústsdóttir, Oktavía Ágústsdóttir, Anna María Valtýsdóttir, Hafsteina Gunnarsdóttir, Kristján Gunnar Ólafsson, Karl Kristensen, Jón Bjarni Hermannsson, Helgi Bentsson, barnabörn og barnabarnaböm. Lokað Vegna jarðarfarar GUÐNÝJAR STEFÁNSDÓTTUR lokum við ídag kl. 14.00. Listhúsið, Laugardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.