Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 37
AÐSENDAR GREINAR
Tímamót í sögu
hjartalækninga
UM þessar mundir eru tímamót
í sögu hjartalækninga á íslandi.
Nýr tækjabúnaður hefur verið tek-
inn í notkun, gjörgæsla endurnýj-
uð og heimild veitt
fyrir nýrri stöðu.
Þannig hefur verið
tryggt að hjartaað-
gerðir á börnum geti
orðið að veruleika á
íslandi. Framvegis
verða aðeins send úr
landi fimm til sjö börn
á ári sem talið er að
séu með svo flókinn
sjúkdómsvanda að
ekki sé mögulegt að
hjálpa þeim hér heima.
Það er mikill ávinn-
ingur af því að flytja
hjartaaðgerðir á börn-
um til landsins. Á því
er enginn vafi en þó
leysa þau tímamót
ekki allan vanda eins og hér verð-
ur vikið að síðar. Ég tel það mik-
inn ávinning fyrir foreldra að losna
við flugferðir til útlanda, en milli-
landaflug hefur í för með sér álag
fyrir börn og foreldra. Þeim fylgir
einnig margvíslegur kostnaður
sem Tryggingastofnun ríkisins
bætir ekki nema að
hluta. Hún greiðir
flugmiða og dagpen-
inga fyrir annað for-
eldri, en eins og gefur
að skilja fara nánast
undantekningalaust
báðir foreldrar með
barni sínu þegar um
lífshættulegar að-
gerðir er að ræða.
Landsbyggðar-
fólk illa sett
Fullbókuð hótel eru
ekki óþekkt fyrirbæri
í erlendum stórborg-
um og stundum þarf
að skipta um dvalar-
stað þrisvar til fjórum
sinnum meðan barnið er á sjúkra-
húsi. Gott er að sleppa við það og
eins er það mikill léttir fyrir mæð-
ur nýfæddra barna, janfvel ný-
Margrét M.
Ragnars
komnar úr keisaraskurði sjálfar,
að þurfa ekki að fara úr landi
vegna bráðaaðgerða á börnunum.
Það er einnig kostur fyrir okkur
sem búum á höfuðborgarsvæðinu
að þurfa ekki að halda uppi rekstri
á tveimur heimilum á meðan á
aðgerð og meðferð stendur. Sá
kostnaður verður því miður áfram
til staðar fyrir fjölskyldur utan af
landi. Þær munu einnig þurfa að
bera áfram kostnað af flugferðum
í innanlandsflugi. Landsbyggðar-
fólkið er einnig sérstaklega illa
sett vegna þess að ekki er um
neina dagpeninga að ræða fyrir
foreldra sem koma til Reykjavíkur
með veik börn. í sumum tilfellum
kann að vera ódýrara fyrir fólk á
landsbyggðinni að leita lækninga
fyrir börn sín erlendis.
Aðalkosturinn við að fá aðgerð-
irnar heim er þó ótalinn. Börnin
vakna upp úr svæfíngu í umhverfí
þar sem starfsfólkið talar sama
mál og þau sjálf, skynjar þarfir
barnsins og getur skýrt út fyrir
ungum sjúklingum að pabbi og
Framhaldsskóla-
nemar safna fé
KOMAST pening-
arnir mínir til skila? I
söfnunum, stórum og
smáum, er svarið við
þessu lykilatriði. Þegar
Islenskt dagsverk
hófst handa við að
undirbúa viðamikið
fræðslu- og söfnunar-
átak sitt fyrir menntun
ungmenna á Indlandi,
varð þessi spurning
líka ein af þeim fyrstu
sem skaut upp kollin-
um. Þekking og
reynsla sem tryggt
gætu örugg skil og not
af þeim peningum sem
safnast mundu, átaks-
daginn 13. mars næstkomandi,
urðu því forsenda trúverðugrar
söfnunar.
Löng reynsla
Með hliðsjón af áætlaðri upphæð
söfnunarfjár valdi íslenskt dags-
verk að styðja verkefni á vegum
samtakanna Social Action Move-
ment (SAM) og United Christian
Church of India (UCCI), hvor
tveggja á Indlandi. Samtökin vinna
að því að byggja upp kennslu í iðn-
greinum og þótti það góð tenging
við íslenska nemendur sem safna
fénu.
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur
stutt bæði SAM og UCCI í bráðum
áratug. Stofnunin hefur með gagn-
kvæmum heimsóknum, reglulegum
skýrslum og bréfaskiptum sann-
færst um ágæti samtakanna og
getur á þeim grundvelli staðfest
að það fé sem samtökunum er
fært er nýtt til hins ýtrasta. Hjálp-
arstofnun kirkjunnar tók því að
sér, að beiðni Islensks dagsverks,
að koma söfnunarfé til skila.
Læsi og réttlæti
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur
einkum stutt börn til náms á vegum
þessara samtaka. UCCI rekur
heimavistarskóla þar sem börnin
hljóta ekki einungis menntun held-
ur eru þau fædd og
klædd. Forstöðumaður
er séra John Winston
en foreldrar hans hófu
starfið fyrir rúmum
tveimur áratugum.
Gott skráningarkerfi
og eftirlit með högum
hvers og eins skapar
festu og árangur í
starfinu. Hjálparstofn-
un kostaði einnig að
verulegu leyti bygg-
ingu sjúkrahúss sem
samtökin reka og njóta
börnin læknisþjónustu
sé hennar þörf.
SAM styrkir eða
lánar börnum og ungl-
ingum frá fátækum fjölskyldum fé
til náms í almennum skólum en
rekur einnig eigin forskóla. Eins
og nafn samtakanna bendir til
Ráðgert er að afrakstur
dagsverksins 13. mars,
segir Anna M.Þ. Olafs-
dóttir, renni til upp-
byggingar kennslu
í iðngreinum.
starfar Social Action Movement
(SAM) á breiðum grundvelli. Helstu
baráttumál þeirra eru réttindi stétt-
lausra til þess að rækta land, bar-
átta gegn spillingu og þrælavinnu
barna og þau standa fyrir menning-
arstarfsemi ýmiskonar, meðal
þeirra sem annars ættu hennar
ekki kost. Forstöðumaður SAM,
P.B. Martin, er stjórnmálafræðing-
ur og prestur og hefur hann náð
geysimiklum árangri í héraði sínu
í Tamil Nadu fylki. Með drifkrafti
sínum hefur honum tekist að virkja
fólk til aðgerða með undraverðum
hætti, hvatt til og stofnað samtök
skósmiða, landbúnaðarverka-
manna, kvenna, vinnandi barna og
fleiri og fleiri. Þessi félög og sam-
tök njóta stuðnings SAM varðandi
fræðslu og þjálfun leiðtoga en
starfa sjálfstætt. SAM er grasrót-
arhreyfing.
Innlendir ráða ferðinni
Hvor tveggja samtökin hafa skil-
greint vanda sinn sjálf og fundið
eigin leiðir til úrbóta. Hjálparstofn-
un kirkjunnar er ein af fleiri aðil-
um, s.s. hjálparstofnun dönsku
kirkjunnar, sem styðja samtökin.
Hjálparstofnun kirkjunnar setur
samtökunum engin skilyrði um
vinnuaðferðir heldur lætur samtök-
in um að meta þörf sína og for-
gang sjálf. Þau gera reglulega skil
á rekstri sínum til þeirra sem styðja
þau. Ekkert hefur hingað til vakið
grunsemdir um misferli af nokkru
tagi heldur þvert á móti verið að-
dáunarvert hversu frumleg sam-
tökin hafa verið í starfi sínu, nýtin
og laus við kröfuhörku til annarra
en sjálf sín.
Ný atvinnutækifæri
Ráðgert er að afrakstur dags-
verksins 13. mars renni til upp-
byggingar kennslu í iðngreinum,
bæði hjá UCCI og SAM. Stéttlaus-
ir Indveijar hafa svo öldum skiptir
unnið erfið störf og illa, ef nokkuð,
launuð. Með menntun og hagstæðu
láni til þess að hefja eigin atvinnu-
rekstur gefst ungu fólki í fyrsta
sinn kostur á að bijótast úr viðjum
stéttaskiptingarinnar og sjá fyrir
sér með vinnu sinni. Menntun er
ekki ávísun á vinnu þar sem spill-
ing, mútur og klíkuskapur er alls
ráðandi en möguleikinn verður fyr-
ir hendi að ekki sé minnst á betri
afkomumöguleika með aukinni
þekkingu á réttindum sínum. Þau
ungmenni sem á þennan hátt eru
studd til náms eru ef til vill þau
fyrstu af ættmennum sínum í ald-
araðir sem verða læs. Það eitt hlýt-
ur að teljast stórkostleg breyting.
Höfundur er fræðslufulltrúi
Hjálparstofnunar kirhjunnar.
Anna M.Þ.
Ólafsdóttir
mamma séu innan seilingar. Við
sem látum okkur ríkiskassann ein-
hveiju varða fögnum því og að
aðgerðirnar eru mun kostnaðar-
minni hér á landi heldur en erlend-
is.
Mikill óbeinn kostnaður
En þrátt fyrir að reynt sé að
aðstoða foreldra með umönnunar-
bótum og mæta beinum kostnaði
eins og áður segir vitum við sem
eigum hjartveik börn að mikill
óbeinn kostnaður er samfara slík-
um veikindum. Þar er um að ræða
tekjutap og lántökukostnað, síma-
kostnað og leigubílakostnað er-
lendis svo nokkuð sé nefnt. Dag-
Nú vakna börnin upp í
umhverfí, segir Mar-
grét M. Ragnars, þar
sem starfsfólkið talar
sama mál og þau.
peningar frá Tryggingastofnun
greiðast eftir á, þannig að á með-
an fjölskyldan fjármagnar kostnað
vegna veikindanna hlaðast upp hjá
mörgum skuldir sem eru fljótar
að kollkeyra venjulegar fjölskyldur
þar sem ekki má mikið út af bera
til þess að fjárhagur raskist. Ekki
er heldur óalgengt að upp komi
veikindi hjá foreldrum samfara
miklu álagi. Þá eru aðrir fýlgifisk-
ar, sem valda kostnaði og óþæg-
indum, einnig algengir eins og t.d.
líkamleg og sálræn vandamál hjá
systkinum langveiks barns.
Ekki hjá okkur!!!
Neistinn, styrktarfélag hjart-
veikra barna, hefur stofnað styrkt-
arsjóð og þann 14. mars næstkom-
andi fer fram landssöfnun á vegum
Stöðvar 2 og Bylgjunnar, til ágóða
fyrir hann. Það er von okkar að
landsmenn leggi okkur lið við að
búa börnunum það fjárhagslega
öryggi sem hægt er að veita þeim
meðan ósköpin dynja yfir. Það
veit enginn hver fær að reyna
veikindavandræðin næstur. Og við
getum ekki leyft okkur að hugsa
eins og sjö ára vinur minn fyrir
tuttugu árum síðan. Við hjónin
vorum að koma upp reykskynjur-
um á heimili okkar og vininum
þótti mikið til þeirra koma. Þegar
hann kvaddi sagði ég honum að
fara heim og segja mömmu sinni
að hún þyrfti að fá sér svona reyk-
skynjara. Hann leit á mig og sagði
svo af mikilli einlægni: „Það er
alveg óþarfi, það kviknar aldrei í
hjá okkur.“
Ég óska íslenskum læknum og
hjúkrunarfólki velfarnaðar við
væntanlegar hjartaaðgerðir . á
börnum og bið góðan guð að
styrkja það við þessi ábyrgðar-
miklu störf sín.
Höfundur er varaformaður
Neistans, styrktarfélags
hjari veikra barna.
Lucca kr. 5.150,-
Hanna kr. 8.240,-
Verið velkomin
Komið í stærstu
húsgagna verslun
landsins. Hjá okkur
eru næg bflastæði
og alltáf heitt kaffi
á könnunni. tst rgr
HÚSGAGNAHÖLLIN
Ðíldshöfði 20-112 Rvik - S:587 1199
Windsor kr. 6.830,-
I Teg.702 kr. 5.690,-
Heidi kr. 5.580,-
iKráarstóll kr. 5.090,-
|Teg.4128 kr. 5.740,
Efþig vantar vandaða og fallega
eldhússtóla þá skaltu koma til okkar
því við eigum til svo fjölbreytt úrval
af eldhússtólum á hagstæðu verði.
-Sjón er sögu ríkari-
Paloma kr. 4.460,-