Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 29 LISTIR ^KIíFkfélag^SI BfREYKJAVÍKURjg 1897-1997 TÓNLISTARFLUTNINGUR, sem nær því að kallast megi fullkom- inn, segir í umsögn um tónleika þeirra Birgit Erichson, Gerrit Zitterbart og Ulrich Beetz. Öll regnbogans litróf TONLIST Listasafni Kópavogs ABEGG TRÍÓ Flytjendur, Ulrich Beetz, fiðla, Birg- it Erichson, selló, Gerrit Zitterbart, píanó. 11. mars kl. 20.30 SVO SKRÍTIÐ sem það nú er, er maður settur í nokkurn vanda með því að eiga að skrifa gagn- rýni um tónlistarflutning, sem nær því að kallast megi fullkominn, þar sem hvergi finnst feilspor, hvergi ónákvæmni í samleik, hvergi dauð- ur punktur. En sem betur fer telst gagnrýni ekki sú ein sem telur óheppnu hliðarnar, heldur og það sem öðrum mætti til fyrirmyndar verða. Hljóðfæraleikarar Abegg tríós- ins eru allir þýskir, koma hingað á vegum Göethe-stofnunarinnar , sem ásamt Kópavogsbæ stendur að tónleikunum í Gerðarsafni, tón- leikum sem munu vera síðastir á tónleikaferð tríósins um Norður- lönd. Fyrsta verk tónleikanna var c-moll Tríó op. 101 eftir J. Brahms. Strax í fyrsta takti tríósins greip leikur þess mann og ljóst var að um var að ræða hóp í fremstu röð kammermúsíkhópa. Hvert þeirra hafði þó sinn per- sónulega leikstíl og voru alls ekki sem steypt í sama mót. Fiðluleik- arinn með afar öruggan tón og virtist eiga það magn til í tóninn sem til þurfti hveiju sinni. Píanó- leikarinn með óvenju mjúkan áslátt og tækni sem virtist leika í höndunum á honum og var ekki erfitt að ímynda sér að Brahms sjálfur sæti við píanóið. Sellóleik- arinn með hljóðfæri sem hljómaði óvenju mikið á neðri strengjunum, spilaði af hárfínni nákvæmni og ef eitthvað væri hægt að leita uppi, væri kannski það, að undir- rituðum fannst að tónhendingarn- ar hefði mátt hugsa í stærri bog- um. Svo samgróinn var leikur þeirra að smá misfella í öndun hefði orðið hávaðasamur feill, og oft hafði maður á tilfinningunni að tónninn kæmi annaðhvort neð- an úr jörðinni eða ofan úr skýjun- um. Skaphitinn var og á sínum stað og svo ólgandi að lítill salur Gerðarsafns hefði þolað aðeins minni átök og þó engu glatað. Tríóið í d-moll op. 49 eftir F. Mendelssohn-Bartholdy spiluðu þau feiknavel. Þó fannst mér, sér- staklega í fyrsta þættinum, að ennþá væru þau að spila Brahms, að eitthvað vantaði á hina norrænu heiðríkju Mendelssohns. Schubert tríóið í B-dúr, og eina tríóið á tón- leikunum í dúr, var kannske fal- legast og sannast flutt, hér voru himneskar lengdir Schuberts sem smyrsl á sár. Reyndar gæti maður velt fyrir sér hvað vivace merkir, sbr. síðasta þáttinn, og einhveijum hefði vafalaust þótt hann mega vera örlítið hraðari, en rondo er kaflinn og orðið vivace getur velt upp vandamálum, ef menn vilja. Hér var öllum þrem tónskáldun- um, sem afmæli eiga í ár, gerð glæsileg skil og óhætt er að full- yrða, að tæplega hafa jafnfáir heyrt fullkomnari tríóleik á ísland- smiðum, en heyrðist á þriðjudags- kvöldið í Gerðarsafni Kópavogs. Með auka -,,laginu“, sem var hæg- ur þáttur úr tríói eftir Brahms, sýndu þau áheyrendum á meist- aralegan hátt dýpt tónlistar þessa skáldjöfurs. Þetta verða, að ég held, ógleymanlegir tónleikar þeim sem heyrðu. Ragnar Björnsson YDLUNDARHUS eftir Sigurð Pálsson ; Leikendur: Ari Matthíasson, Björn Ingi Hihnarsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einarsson, Sigurður Karlsson, Valgerður Dan, Þórhallur Gunnarsson og Þorsteinn Gunnarsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Búningar: Þórunn Jónsdóttir. Sviðsmynd: Steinþór Sigurðsson. Leikstjórn: Þórliildur Þorleifsdóttir. Frumsýning á Stóra sviðinu föstudaginn 14. mars kl. 20.00. Uppselt. 2. sýning sunnudaginn 16. mars. Örfá sæti laus. 3. sýning miðvikudaginn 19. mars. Örfá sæti laus. IC GLU Buxur verð áður 4.990, - verð nú 3.990,- Skyrta m/rennilás verð áður 3.990, - verð nú 2.490,- Skór verð áður 6.990, - verð nú 3.990,- Buxur verð áður 5.990, - verð nú 4.790,- Skyrta verð áður 3.990, - verð nú 2.490,- Skór verð áður 6.990, - verð nú 3.990,- Peysa 100% ull verð áður 5.790,- verð nú 3.990,- Buxur verð áður 5.990, - verð nú 4.790,- Skór verð áður 6.990, - verð nú 3.990 Peysa 100% ull verð áður 5.790,- verð nú 3.990,- Vesti verð áður 4.490, - verð nú 2.490,- Lee Cooper cjallabuxur verð áður 5.490, - verð nú 4.490,- Peysa 100% ull verð áður 5.790,- verð nú 3.990,- Peysa m/rennilás 100% ull verð áður 6.790,- verð nú 4.490,- Cars gallabuxur verð áður 4.990,- verð nú 3.790,- Einriig mörg önnur spennandi tilboð t.d. herrajakkar verð áður 6.990,- verð nú 4 Gildir einnig í Kjallaranum, Laugavegi 67 KjStoww Kringlunni slmi 568 9995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.