Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ RÍÐUR hvert áfallið af öðru yfir þetta heimsins besta kvótakerfi. 73% þjóðarinnar
eru á móti frjálsu framsali, 60% á móti leigu veiðiheimilda, 75% vilja veiðileyfagjald. Tonn
á móti tonni reyndist brot á kjarasamningi og ekkert AMEN er komið enn. ...
Breytingar hjá íþrótta- og tómstundaráði
Ellefu konur taka við
nýjum ábyrgðarstöðum
BREYTINGAR í starfsmannamál-
um standa yfir hjá íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur. Að tillögu
framkvæmdastjóra munu 17
starfsmenn breyta um störf, stöður
og starfsvettvang og er gert ráð
fyrir að þar af taki 11 konur við
nýjum ábyrgðarmeiri störfum.
Áður höfðu þrír forstöðumenn tek-
ið við nýjum og auknum verkefn-
um.
Að sögn Snorra Jóelssonar
starfsmannastjóra, eru flestar
stöðurnar forstöðumannastöður og
þar af er ein ný staða. „Yfirleitt
eru þetta stöður sem eru til stað-
ar,“ sagði hann.
„Konurnar taka fyrst og fremst
við forstöðumannastöðum, meðal
annars við félagsmiðstöðvar sem
eru að ganga í gegnum breytingar
auk þess sem konum er fjölgað í
yfirstjórn á skrifstofunni við Frí-
kirkjuveg. Þeir sem voru fyrir voru
færðir til í önnur störf en það voru
yfirleitt karlar."
Jafnréttisáætlun
Snorri sagði að borgarráð hefði
nýlega samþykkt jafnréttisáætlun
fyrir Reykjavíkurborg og að
borgarstofnunum hafi þar verið
falið að gera starfsáætlun í jafn-
réttismálum. Það hafi verið gert
hjá ÍTR fyrir árið 1997 og var
skipaður starfshópur, sem vann
úttekt á stofnuninni.
„Þá kom í ljós að hallaði á kon-
ur í yfirstjórn stofnunarinnar,"
sagði Snorri. „Þannig að eitt af
markmiðunum, sem við settum
okkur í starfsáætluninni, var að
lagfæra þessa hluti.“ Á þessu ári
verða unnar þtjár úttektir hjá ÍTR,
sem skilað verður til jafnréttisráð-
gjafa Reykjavíkurborgar.
í frétt frá ÍTR kemur einnig
fram, að ástæða breytinganna sé
að sýna forstöðumönnum, sem al-
mennum starfsmönnum fram á að
þeir geti átt von á starfsframa
innan stofnunarinnar. Jafnframt
að gefa þeim kost á að breyta um
störf innan hennar og takast á við
ný og ögrandi vekefni í breyttu
starfsumhverfi. Efla og styrkja
forstöðu- og stjórnendahóp til
virkrar þátttöku í stefnumörkun í
æskulýðs-, íþrótta- og tómstunda-
málum, starfsmanna- og jafnrétt-
ismálum og til undirbúnings virkri
þátttöku í þeirri vinnu, sem á sér
stað við langtímaáætlunargerð fyr-
ir Reykjavíkurborg. Og loks hag-
ræðing í störfum og rekstri til að
þjóna heildarhagsmunum borgar-
innar og tryggja að ÍTR hafi sem
hæfasta starfsmenn hjá stofnun-
inni.
Laus prestsembætti í Kaupmannahöfn
og við Hallgrímskirkju
BISKUP íslands hefur auglýst
tvö prestsembætti laus til um-
sóknar. Er hér um að ræða stöðu
aðstoðarprests við Hallgríms-
kirkju í Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra, en séra Ragnar
Fjalar Lárusson, sóknarprestur
og prófastur, lætur af störfum
vegna aldurs, þar sem hann verð-
ur sjötugur 15. júní nk. En sam-
kvæmt lögum nr. 62 frá 1990 eru
tvímenningsprestaköll lögð niður
og skal kjörinn aðstoðarprestur,
þegar annar hvor sóknarprest-
anna lætur af störfum.
Hitt embættið er við Ríkisspít-
aiann í Kaupmannahöfn, þar sem
prestur skal veita islenskum
sjúklingum aðstoð, er þeir leita
þangað vegna Iíffæraflutninga,
en að auki á þessi prestur að
þjóna hinum íslenska söfnuði í
Gautaborg. Séra Jón Dalbú Hró-
bjartsson hefur þjónað Gauta-
borg og Ósló undanfarin þrjú ár,
en hverfur nú heim ogtekur við
starfi sóknarprests í Laugarnes-
kirkju og prófasts í Reykjavíkur-
prófastsdæmis vestra í sumar.
Síðar verður auglýst staða ís-
lensks prest í Ósló, en norska
þjóðkirkjan styður það embætti
og renna soknargjöld Islendinga
í Noregi til þess að launa þann
prest.
Þar sem fyrrnefndir líffæra-
flutningar færast frá Gautaborg
til Kaupmannahafnar, verður um
eina stöðu að ræða í þessum
borgum, þar til breytingar verða
á miðju næsta ári. Þessi staða
er veitt í samráði við Trygginga-
stofnun rikisins, sem greiðir
hluta prestslaunanna.
Umsóknarfrestur um bæði
prestsembættin er til 15. april
nk. og skal senda umsóknir á
biskupsstofu.
Fyrsta íslenska söguþingið haldið í maí
Allt söguáhuga-
fólk velkomið
IMAÍLOK verður fyrsta
íslenska söguþingið
sem haldið hefur verið
hér á landi. Það er Sagn-
fræðistofnun Háskóla ís-
lands og Sagnfræðingafé-
lag íslands sem standa að
þinginu. Þar verða sjötíu
erindi flutt og er dagskráin
þrískipt þingdagana 28. til
31 maí. Ánna Agnarsdóttir
á sæti í þingstjórn. Um
hvað verður helst fjallað á
þinginu?
- Aðalefnin eru tvö,
annað ijallar um heimijið
á miðöldum og hitt um ís-
land og umheiminn á 19.
og 20. öld. Einnig eru sex
hliðarefni: Fjallað verður
um persónulegar heimildir
í sagnfræði, um varðveislu
og miðlun þjóðararfsins,
um auð, vald og menningu
1550 til 1800, um byggðarsögu
og einnig verður fjallað um rann-
sóknir sem tengjast kynferði. Við
viljum gefa ungum fræðimönnum
tækifæri og föstudagsmorguninn
30. maí munu sex ungir fræði-
menn kynna rannsóknir sínar,
tveir sem hafa nýlega lokið BA
prófí, tveir sem hafa lokið MA
prófi og tveir sem eru að ljúka
við doktorsritgerðir erlendis. Einn-
ig höfum við fengið fræðimenn
úr ýmsum greinum til að skiptast
á skoðunum um hvenær nútíminn
hófst á íslandi. Loks eru tólf stak-
ir fyrirlestrar sem fluttir verða í
Hátíðarsal Háskóla íslands, hið
tvennt síðast talda er opið almenn-
ingi til áheyrnar alla þingdagana.
En allir eiga kost á að skrá sig á
þingið og áhugasamir geta haft
samband við Sagnfræðistofnun til
að fá kynningarbækling. Ráð-
stefnugjöld eru 5.000 krónur og
innifalið í þeim er dagskrárrit og
tvö ráðstefnurit, svo og blómlegt
félagslíf. Móttökur verða haldnar,
þingveisla verður, einstaklingar
og stofnanir fá tækifæri til að
kynna starfsemi sína og bóka-
kynningar verða haldnar.
Af hvetju er verið að halda þetta
þing?
- Hugmyndina átti Eggert Þór
Bernharðsson sagn- ____________
fræðingur og var þetta
fyrst rætt á stjórnar-
fundi í Sagnfræðistofn-
un og var fyrsti undir-
búningsfundurinn
haldinn sumarið 1995.
Okkur fannst nauðsyn-
legt að finna vettvang
fyrir söguáhugafólk að
koma saman og skipt-
ast á skoðunum og gefa almenn-
ingi kost á því að kynnast því sem
helst er að gerast innan sagnfræð-
innar. Þingið mun endurspegla í
stórum dráttum þverskurð af því
sem sagnfræðingar eru að rann-
saka í dag.
Hafa svipuð þing verið haldin er-
lendis með þátttöku íslenskra full-
trúa?
- Já, íslenskir sagnfræðingar
hafa verið mjög virkir á norrænum
sagnfræðiþingum og við eigum
alltaf fulltrúa á heimsþingum
sagnfræðinga, en þessi þing eru
yfírleitt haldin á fjögurra ára fresti
víða um heim. Auk þess hafa ís-
lenskir sagnfræðingar talað á
þingum hér og þar. Fyrirmyndin
að þinginu er fengin að utan, en
ekki þó allt, svo sem að nánast
allir fyrirlesarar eru íslendingar,
þetta er því fyrsta íslenska sögu-
þingið sem haldið hefur verið hér.
Þó erum við með einn erlendan
gest, breska prófessorinn Arthur
Marwick. Hann flytur fyrsta
Minningarfyrirlestur Jóns Sig-
urðssonar. Guðmundur Hálfdán-
Anna Agnarsdóttir
► Anna Agnarsdóttir er fædd
í Reykjavík árið 1947. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1967 og
BA prófi frá Háskólanum í
Sussex árið 1970. Doktorsprófi
lauk Anna árið 1989 frá Lond-
on School of Economics í sagn-
fræði. Hún er nú dósent í sagn-
fræði við Háskóla íslands og
forstöðumaður Sagnfræði-
stofnunar. Hún er gift Ragnari
Árnasyni prófessor og á hún
tvær dætur og eina stjúpdótt-
ur.
Þingið mun
endurspegla
þverskurð af
því sem sagn-
fræðingar eru
að rannsaka
í daga
arson, forveri minn sem forstöðu-
maður Sagnfræðistofnunar, fékk
þá hugmynd að Sagnfræðistofnun
myndi bjóða árlega virtum, erlend-
um fræðimanni til landsins til að
flytja fyrirlestur til minningar um
Jón Sigurðsson. Var síðan ákveð-
ið, þegar hugmyndin um Sögu-
þingið kviknaði, að fyrsti fyrirlest-
urinn yrði haldinn við þingsetn-
ingu Söguþingsins. Við völdum
Arthur Marwick þar sem allir
sagnfræðinemar lesa bók hans um
eðli sagnfræðinnar á fyrsta náms-
ári. Auk þess fannst okkur viðeig-
andi að fyrsti fyrirlesturinn mundi
fjalla um tilgang og
markmið sagnfræðinn-
ar. Við þingsetninguna
munu einnig forseti Is-
lands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, og
háskólarektor, Svein-
björn Björnsson, flytja
ávörp en Björn Bjarna-
son menntamálaráð-
herra mun slíta þingi.
Hvernig hefur gengið að fá fyrir-
lesara?
- Fyrst auglýstum við eftir fyr-
irlesurum á síðum Fréttabréfs
Sagnfræðingafélagsins, allir sem
gáfu sig fram flytja erindi, auk
þess buðum við mönnum úr öðrum
fræðigreinum að taka þátt. Þetta
er í samræmi við þá staðreynd að
sagnfræðin er þverfagleg í eðli
sínu. Margir sagnfræðingar við
nám erlendis koma heim til að
kynna rannsóknir sínar. Almennt
hafa viðtökur við þinghaldinu ver-
ið mjög góðar og nánast allir sem
rætt hefur verið við hafa tekið því
fagnandi að vera með í íslenska
söguþinginu. Fyrirlesarar eru á
öllum aldri og báðum kynjum.
Miklar vonir eru bundnar við þing-
ið og vænst er fjölda þátttakenda.
Takist vel til ætti þinghald sem
þetta að geta orðið að föstum lið
í starfi sagnfræðinga í framtíðinni
og lyftistöng fyrir fræðigreinina,
ýtt undir skoðanaskipti manna á
ólíkum fræðasviðum og aukið
áhuga almennings á íslenskri
sögu.