Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 60. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Auglýst í leigubílum London. Reuter. BRESK auglýsingastofa hefur gert samning við nokkra leigu- bílstjóra í London um að þeir ræði um ágæti Siemens-far- síma við farþegana. Segja tals- menn stofunnar þetta vera nýja aðferð til að ná til neyt- enda, en það verði æ erfiðara. Leigubílstjórarnir fá ókeyp- is síma í bifreiðina auk þess sem þeir fá greitt fyrir að kynna símann fyrir farþegum. Þátttakendur í þessari tilraun fóru í áheyrnarpróf og þeir sem stóðust það, fá handrit í hendur með setningum til að hefja samræðurnar. Þeim er uppálagt að hætta um leið, sýni farþegarnir að þeim sé auglýsingin á móti skapi. Sali Berisha samþykkir myndun bráðabirgðaríkisstj órnar níu flokka í Albaníu Andstaða Rússlands við stækkun NATO Rússar fái aukið vægi á fundum iðnveldanna sjö London, Helsinki. Reuter. LIKUR hafa verið leiddar að því að Rússum verði veitt aukið vægi á fundum iðnveldanna sjö, svo að þeir fallist á stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í austur. Sendifulltrúar iðnveldanna fullyrða hins vegar að tæpast komi til greina að veita Rússum fulla aðild að fundum iðnveldanna. Rússar hafa sóst mjög eftir því að verða áttunda iðnríkið en hingað til hafa þeir aðeins fengið pólitískan að- gang að fundunum. Stækkun NATO í austur verður aðalum- ræðuefnið á leiðtogafundi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sem haldinn verður í Helsinki í næstu viku. Sjö helstu iðnríki heims eru Bandaríkin, Kanada, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Japan. Jeltsín vakti máls á mögu- legri aðild Rússa á fundi sem hann átti nýlega með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands og nánasta bandamanni Rússa í Evrópu, og tengdi aðildina stækkun NATO, sem Rússar eru algerlega andvígir. Styðja Þjóðverjar að Rússar verði áttunda iðnveldið. Að sögn erlendra sendifulltrúa iðnríkjanna eru leiðtogar flestra hinna ríkjanna hikandi við að veita Rússum fulla aðild vegna gríðar- legra vandamála í efnahags- og stjórnmálalífi. Hins vegar komi vel til greina að veita Rússum þátt- tökurétt hvað varði mál á borð við baráttuna gegn glæpum og hryðju- verkum og í kjarnorku- og um- hverfismálum. Nú taka Rússar þátt í þeim hluta fundá iðnríkjanna sem fjalla um póiitísk deilumál. Sem dæmi um ávinninginn af aukinni aðild Rússa hefur verið bent á að rússneska mafían sé æ meira áhyggjuefni utan Rússlands og því sé betra að Rússar séu með í ráðum er ræddar séu aðgerðir gegn henni. Dregið úr andstöðu Rússa með öllum ráðum Ekki er talið ólíklegt að Clinton muni tílkynna opinberlega um þessa ákvörðun á fundi sínum með Jeltsín í Helsinki. Næsti fundur iðnveldanna verður í Denver í maí, hálfum mánuði áður en leiðtoga- fundur NATO verður haldinn í Madríd en þá stendur til að gefa út formlega yfirlýsingu um hvaða löndum verði boðin aðild að NATO. Nokkrar evrópskar aðildarþjóðir NATO, sér í lagi Frakkar, hafa af því áhyggjur að Clinton muni jafn- vel semja við Jeltsín um stækkun NATO, án samráðs við aðildarríkin. Bandaríkjamenn hafa reynt að slá á þennan ótta en engu að síður er búist er við því að gerður verði formlegur samningur NATO og Rússa um öryggismál en slíkur samningur hefur verið ræddur á fjölmörgum fundum Rússa og emb- ættismanna og leiðtoga aðildarríkja NATO. Þá er talið líklegt að sam- þykktur verði frekari niðurskurður herafla og aukin efnahagsaðstoð Vesturlanda við Rússland. Reuter Þrýstihópar þrengja að Kohl HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, virðist nú eiga sífellt erfið- ara með að framfylgja málamiðl- unarstefnu sinni, sem reynzt hefur honum happadrjúg í gegnum árin. Þetta stjórnarlag Kohls virðist ekki duga til, þegar kanzlarinn berst við að skera niður ríkisút- gjöld og endurbæta efnahag Þýzkalands, til að uppfylla skilyrð- in fyrir stofnaðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Þessa dagana kemur varla fram tillaga um lækkun niðurgreiðslna án þess að upp rísi hávær mót- mælasöngur þrýstihópa. Kola- námumenn eru dæmi um það en síðan á mánudag hafa þeir mót- mælt við sljórnarbyggingar í Bonn áætlunum um lækkun niður- greiðslna til innlendrar kolafram- leiðslu, sem þeir segja munu leiða til þess að meira en helmingur þeirra 90.000 manna sem starfa við hana missi vinnuna. Jafnframt hafa þeir lokað höfuðstöðvar fijálsra demókrata, FDP, af, en Giinter Rexrodt, ráðherra efna- hagsmála úr röðum FDP, hefur þrýst manna mest innan stjórnar- innar á um að draga úr niður- greiðslunum. Hér sjást nokkrir verkamann- anna við veggspjald með mynd Wolfgangs Gerhardts, formanns FDP, við höfuðstöðvar flokksins. Fjölmiðlum þótti áberandi munur vera á því hvaða tökum mótmæl- andi námamenn og til dæmis kjarnorkuandstæðingar væru teknir. Hinir síðarnefndu hafa sætt harðri meðferð af hendi lög- reglu og yfirvalda, en nokkur þúsund námamenn hafa komist upp með að lama Bonn. Þykir þetta greinilegt merki um að stjórnvöld óttist áhrifamátt þrýsti- hóps kolanámumanna. Fino vill ræða við upp- reisnarmenn Reuter HERMAÐUR reynir að stöðva blæðingu úr fæti manns sem var skotinn þegar hann hugðist ræna vopnabúr hersins í Elbasan. bíður fyrrverandi konungur landsins, Leka, átekta í Suður-Afríku en hann segist munu halda til Albaníu, telji hann tíma kominn til þess. Ráða þrettán borgum Uppreisnarmenn náðu í gær borg- inni Cerrik á sitt vald, en hún er aðeins 35 km frá Tirana. Að sögn vitna skaut lögregla tvo menn er vopnaður mannfjöldinn nálgaðist borgina.Uppreisnarmenn ráða nú þrettán borgum í suðurhluta Albaníu og ríkir víða algert upplausnar- ástand, þrátt fyrir að uppreisnar- menn hafi stofnað borgarráð á hveij- um stað, því víða fara vopnaðir hóp- ar um með ofbeldi og ránum. Tirana. Reuter. NÝSKIPAÐUR forsætis- ráðherra Albaníu, Bashkim Fino, sagðist í gær vera fylgjandi því að gengið yrði til viðræðna við uppreisnar- menn í suðurhlutanum. Þeir ráða um þriðjungi landsins og færast æ nær höf- uðborginni Tirana. Var sagt frá því að gripdeildir væru hafnar í vopnabúri hersins í borginni og í gær- kvöldi tilkynntu grísk stjórnvöld að flugvél hefði verið snúið frá flugvell- inum í Tirana, þar sem hann hefði verið lokaður og skothríð heyrst. Fino, sem er sósíalisti og því póli- tískur andstæðingur Sali Berisha, forseta landsins, skipaði í gær bráðabirgðastjórn, sem í eiga sæti fulltrúar níu af tíu flokkum á þingi. Samþykkti Berisha skipun hennar. Fino segir helstu verkefni nýrrar stjórnar verða að ná aftur vopnum sem fallið hafa í hendur almennings, að hefja við- reisn efnahags landsins sem er í rúst, og að boða til kosninga. Kröfum um afsögn Berisha linnir ekki og staða hans hefur veikst mjög, þótt margir erlendir stjórnar- erindrekar telji að ástandið myndi aðeins versna, færi hann frá. Þá Bashkim Fino 100.000 skilaboð til geimvera París. Reuter. YFIR 100.000 manns nýttu sér tækifæri sem þeim gafst til að senda skilaboð út í geim- inn. Þeim verður komið fyrir í eldflaug, sem senda á tii Títan, tungls reikistjörnunnar Satúrnúsar, að sögn Evr- ópsku geimferðastofnunar- innar. Fólki gafst kostur á að senda skilaboð eða undir- skriftir sínar á alnetinu til stofnunarinnar og verður þeim komið fyrir á geisladiski sem settur verður um borð í geimflaugina. Áætlað er að hún komi til Títan árið 2004 en henni verður skotið á loft í október. Skilaboðin sem menn kusu að senda voru af ýmsum toga, menn heilsuðu „litlu grænu körlunum“, sumir buðu geim- verum til kvöldverðar og enn aðrir lögðu fram óskir um frið í himingeimnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.