Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Netanyahu undir niiklum þrýstingi vegna A-Jerúsalem
Kveðst hafa fengið sig*
fullsaddan á ásökunum
Moskvu, Gaza. Reuter.
Bandaríkin styðja
ESB-aðild Tyrklands
Auka
þrýsting
áríki
V-Evrópu
Washington. Reuter.
BANDARÍKJASTJÓRN hefur nú
aukið þrýsting á bandamenn sína í
Evrópu að halda vestrænum stofn-
unum opnum fyrir Tyrklandi, eink-
um fyrir aðild þess að Evrópusam-
bandinu (ESB).
Nicholas Bums, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
hældi í fyrradag tyrkneska þinginu
fyrir að samþykkja mikilvægar
umbætur í mannréttindamálum og
sagði að Evrópuríkin ættu að gefa
Tyrkjum „háa einkunn" fyrir við-
leitni sína í þeim málum.
Ummæli Burns koma í kjölfar
þess, að evrópskir stjórnmálaleið-
togar úr röðum miðju-hægri flokka,
samþykktu á fundi í Brussel í lið-
inni viku yfírlýsingu þess efnis, að
ESB-aðild Tyrklands kæmi ekki til
greina, einkum vegna stöðu mann-
réttindamála þar í landi.
Burns sagði sendiherra Banda-
ríkjanna í ríkjum Evrópusambands-
ins hafa fengið fyrirmæli um að
koma „mjög sterkum skoðunum"
Bandaríkjastjómar á þessu máli til
skila til ríkisstjóma viðkomandi
landa.
„Við trúum því staðfastlega að
Evrópusambandið ætti að halda
möguleikanum á framtíðaraðild
Tyrklands opnum,“ sagði Burns.
„Tyrkland er evrópskt ríki, Tyrk-
land á rætur sínar í Evrópu, öryggi
Tyrklands er bundið Evrópu. Og
framtíð Tyrklands ætti að okkar
mati að vera gmndvölluð í Evr-
ópu,“ bætti hann við.
Frakkar lýsa ánægju
með nýja löggjöf Tyrkja
Frakkar lýstu í gær yfír ánægju
sinni með nýja löggjöf Tyrkja um
varðhaldsskilmála, sem m.a. styttir
hámarkstíma sem hægt er að halda
mönnum í varðhaldi án dómsúr-
skurðar úr 30 dögum í 10 í þeim
héruðum landsins, þar sem neyðar-
lög eru í gildi, og úr 14 dögum í 7
annars staðar í landinu, og sögðu
að áframhaldandi umbætur í mann-
réttindamálum myndu hjálpa til við
að binda Tyrkland Evrópu sterkari
böndum.
Alþjóðlegu mannréttindasamtök-
in Amnesty Intemational hafa þó
sagt að löggjöfín næði of skammt
og væri ekki líkleg til þess að koma
í veg fyrir pyntingar.
DÚMAN, neðri deild rússneska
þingsins, samþykkti í gær ályktun
þar sem hún fordæmir þá ákvörð-
un Borís Jeltsíns forseta að stokka
upp í stjórn sinni til að knýja fram
róttækar efnahagsumbætur.
Jeltsín hefur gefíð Viktor
Tsjernomyrdín forsætisráðherra
viku frest til að stokka upp í stjórn-
inni. Talið er að skipt verði um
alla ráðherra nema Tsjernomyrdín
og Anatolí Tsjúbajs, sem hefur
verið skipaður aðstoðarforsætis-
ráðherra.
„Sérfræðingar í markaðshag-
fræði, dyggir stuðningsmenn um-
bótastefnu forsetans, bætast við í
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, kvaðst í gær hafa
fengið sig fullsaddan á ásökunum
um að aðgerðir ísraela stefndu friði
í Miðausturlöndum í hættu og
hvatti Palestínumenn til að ræða
við ísraela í stað þess bera ágrein-
ingsmálin undir önnur ríki. Yasser
Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða
Palestínumanna, kvaðst vonast til
þess að fyrirhugaður fundur hans
með bandarískum, evrópskum og
arabískum embættismönnum á
laugardag yrði til þess að afstýra
því að friðarumleitanimar færu út
um þúfur vegna áforma ísraela um
að reisa hverfi fyrir gyðinga við
jaðar Austur-Jerúsalem.
„Satt að segja hef ég fengið
mig fullsaddan á þeirri hugmynd
að allt sem við gerum gangi í ber-
högg við friðarsamninginn og allt
sem Palestínumenn segi sé í sam-
MEÐ riffil að vopni gengur maður
að nafni Allen Griffin um af-
greiðslu útibús Comercia-bank-
ans í norðausturhluta Detroit-
borgar í gær. Hugðist hann ræna
stjórnina," sagði Tsjernomyrdín í
viðtali við fréttastofuna Ítar-Tass.
Hann nefndi engin ráðherraefni
en sagði að þau væru öll undir
fimmtugu og hefðu reynslu af
opinberum stjómunarstörfum.
„Nú fáum við tækifæri til að
mynda samhenta og árangursríka
sveit ábyrgra sérfræðinga,“ sagði
forsætisráðherrann og bætti við
að uppstokkunin kynni að verða
tilkynnt nokkru áður en fresturinn
rynni út.
Kommúnistar og bandamenn
þeirra eru í meirihluta í Dúmunni,
sem samþykkti ályktun gegn upp-
stokkuninni með 230 atkvæðum
ræmi við samninginn," sagði Net-
anyahu á blaðamannafundi í
Moskvu.
Netanyahu bætti við að Palest-
ínumenn ættu að ræða vandamálin
beint við ísraela og virtist þar vísa
til þeirrar ákvörðunar Arafats að
boða til fundarins á laugardag.
„Við viljum. .. frið, þar sem við
tölum saman, frið þar sem við lok-
um ekki símanum og erum ekki
með látalæti,“ sagði Netanyahu.
Arafat neitaði tvisvar að ræða
við Netanyahu i síma á mánudag
og palestínskur embættismaður
sagði að Arafat hefði a.m.k. tvisvar
neitað að ræða við fulltrúa Net-
anyahus frá því á föstudag.
Hafnar „heimsendatali"
Bandarískir embættismenn í
Washington sögðust ætla að sitja
fundinn á laugardag ef þeim yrði
bankann. Hann myrti tvo banka-
starfsmenn og særði þann þriðja,
tók síðan gisl er hann ætlaði að
komast undan. Myrti hann gislinn
fyrir utan bankabygginguna og
gegn 122. Henni er þar lýst sem
merki um að komið verði á umbót-
um sem geti valdið efnahagslegu
„stórslysi" í Rússlandi.
Vantrauststillögu
hótað
Stjómarandstaðan er æf yfir
þeirri ákvörðun Jeltsíns að gera
Tsjúbaís að aðstoðarforsætisráð-
herra og veita honum mikil völd
í efnahagsmálum. Tsjúbaís stýrði
einkavæðingunni í Rússlandi á
árunum 1991-96 og stjórnarand-
staðan sakar hann um að hafa
selt eignir ríkisins á alltof lágu
verði.
boðið. „Arafat telur augljóslega
þörf á að ræða við vinveittar þjóð-
ir í heiminum og það er við hæfi,“
sagði Nicholas Burns, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytis-
ins.
Hussein Jórdaníukonungur hef-
ur sent Netanyahu bréf til að vara
hann við hættunni á blóðugum
átökum milli ísraela og araba ef
hann félli ekki frá þeirri ákvörðun
sinni að láta reisa 6.500 íbúðir fyr-
ir gyðinga við Austur-Jerúsalem.
Netanyahu sagði að „slíkt heim-
sendatal og öll látalætin vegna
augljóss ósættis" væru ekki líkleg
til að stuðla að friði.
Allshetjarþing Sameinuðu þjóð-
anna hóf í gær umræðu um bygg-
ingaráform Israela og búist var við
að henni lyki með því að samþykkt
yrði krafa um að Isrealar féllu frá
áformunum.
féll svo sjálfur fyrir hendi lög-
reglumanna. Myndin af Griffin
náðist á öryggisvélar bankans í
upphafi ránsins og liggja tveir
viðskiptamenn bankans á gólfinu.
Ályktunin er ekki bindandi fyr-
ir stjórnina og forsetann og Dú-
man hefur ekki lagalegan rétt til
að hindra myndun nýrrar stjórnar
þar sem forsætisráðherrann held-
ur embætti sínu. Kommúnistar
hafa hins vegar hótað að leggja
fram tillögu um vantraust á
stjórnina. Verði hún samþykkt
tvisvar þarf Jeltsín annaðhvort
að víkja stjórninni frá eða leysa
upp þingið og boða til nýrra kosn-
inga. Talið er að efnahagsþreng-
ingarnar í landinu yrðu til þess
að stjórnarandstaðan styrkti sig
í sessi á þinginu ef boðað yrði til
kosninga.
Robinson
dregnr
sig í hlé
MARY Robinson, forseti ír-
lands, hefur ákveðið að sækjast
ekki eftir endurkjöri þegar for-
setakosni-
ngar fara
fram í haust
en hún var
kjörin forseti
til sjö ára í
nóvember
1990. Rob-
inson sagði
ákvörðunina
hafa verið
erfiða, en kvað þjóðina verða
að kjósa sér nýjan forseta sem
endurspeglaði sýn hennar við
upphaf nýrrar aldar.
Teknir vegna
barnakláms
FRANSKA lögreglan handtók.
í gær rúmlega 200 manns,
þ.á m. fimm grunnskólakenn-
ara, og lagði hald á rúmlega
4.000 myndbandsspólur vegna
rannsóknar á framleiðslu barn-
aklámskvikmynda. Um 600
lögreglumenn tóku þátt í að-
gerðinni sem fram fór á 58
stöðum í landinu. í janúar
handtók lögregla þijá menn
vegna póstverslunar með barn-
aklám og húsleit á heimilum
þeirra gerði henni kleift að
draga upp lista yfir nöfn
meintra viðskiptavina.
Dúman veitir
sakaruppgjöf
NEÐRI deild rússneska þings-
ins, Dúman, samþykkti í gær
með 262 atkvæðum gegn átta,
að veita þátttakendum í upp-
reisninni í Tsjetsjníu sakar-
uppgjöf. Megintilgangur sam-
þykktarinnar, sem nær ekki til
manna sem unnu hryðjuverk
eða önnur glæpaverk, er að
greiða fyrir því að rússneskum
stríðsföngum verði sleppt.
McVeigh
hefur játað
TÍMARITIÐ Playboy heldur því
fram, að Timothy McVeigh
hafí játað á sig sprengjutilræð-
ið sem varð
168 manns
að bana í
stjórnsýslu-
byggingu í
Oklahoma-
borg 19.
apríl 1995.
Vitnar tíma-
ritið til
McVeigh skjala í fór-
um verjenda McVeighs.
Kim staðfest-
ir ný vinnulög
KIM Young-sam, forseti Suð-
ur-Kóreu, staðfesti í gær nýja
vinnumálalöggjöf sem kemur í
stað umdeildrar löggjafar sem
leiddi til verkfalla og óeirða í
desember sl.
Brigslað um
landráð
HERSTJÓRNIN í Nígeríu sak-
aði nóbelsskáldið útlæga, Wole
Soyinka, og 11 aðra um landráð
vegna sprengjutilræða gegn
hermannarútum undanfama
mánuði sem leitt hafa til dauða
a.m.k. þriggja hermanna.
Dúman fordæmir upp-
stokkun Borís Jeltsíns
Moskvu. Reuter.
Bankarán kostaði fjögur mannslíf
Robinson