Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Morgunblaðið/Páll Ketilsson
UNNIÐ að slökkvistarfi í Sandgerði.
Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar
Áætlaðar skatttekjur
301 milljón króna
BÆJARSTJÓRN Snæfellsbæjar
hefur samþykkt fjárhagsáætlun
fyrir árið 1997. Áætlaðar skatt-
tekjur eru 301 millj. og tekjur af
rekstri málaflokka eru áætlaðar
84 millj. Rekstur málaflokka er
áætlaður 322 millj. Með rekstrar-
og fjármagnskostnaði er áætlaður
greiðsluafgangur 42 millj. og er
gert ráð fyrir að veija 30 millj. til
framkvæmda og 12 millj. til niður-
greiðslu á skuldum.
Gatnagerð og vatnsveita
Samkvæmt fjárhagsáætluninni
er gert ráð fyrir að veija 40% af
rekstrargjöldum til fræðslumála,
9% til yfirstjórnar bæjarins en það
er 3% lækkun frá fyrra ári og 8%
til félagsþjónustu. Helstu fram-
kvæmdir eru vegna gatnagerðar
30 milljónir
til framkvæmda
og er áætlað að veija til þeirra 7
millj. og einnig til vatnsveitu fyr-
ir sömu upphæð. Til endurbóta á
skólum bæjarins er áætlað að
veija 4 millj.
Nýtt íþróttahús
í ijárhagsáætluninni er heimild-
arákvæði til handa bæjarráði að
hefja smíði íþróttahúss á árinu
takist að losa fjármagn, sem bær-
inn er með bundið í atvinnulífinu,
segir í frétt frá bæjarstjóra. Skip-
aður hefur verið fjögurra manna
starfshópur til að undirbúa smíði
hússins og á hann að skila tillögum
að staðsetningu og tegund húss
fyrir 10. maí næstkomandi.
Fram kemur að í heild miði fjár-
hagsáætlunin að því að búa yngri
kynslóðinni betri bæ með betur
búnum skólum, endurnýjun leik-
tækja á leikvöllum og fullkominni
íþróttaaðstöðu. Þrír grasvellir eru
í bænum en þar búa um 1.800
manns. Einnig er stefnt að fjöl-
breyttara sumarstarfí fyrir börn
og unglinga með starfrækslu
skólagarða og smíðavalla en
vinnuskóli bæjarins flokkast nú
undir fræðslumál. Aðrar helstu
breytingar, sem stefnt er að er
að draga verulega úr rekstri vél-
amiðstöðvar með sölu á flestum
tækjum hennar og kaupum á þjón-
ustu af einkaaðilum.
Góður árangur Jarðborana hf. í Þykkvabæ
90 gráða heitt vatn finnst
á 1.250 metra dýpi
Skemmdir á blásara í loðnuverk-
smiðju í Sandgerði
Eldtungur stóðu
langt upp í loft
ELDUR kom upp í loðnubræðslunni
Nirði hf. í Sandgerði við Garðveg
um miðjan dag á þriðjudag. Að sögn
Reynis Sveinssonar, varaslökkviliðs-
stjóra í Sandgerði, stóðu eldtungur
nokkra metra upp í loftið í gegnum
tvo reykháfa verksmiðjunnar þegar
að var komið. Eldurinn kom upp í
þurrkara í bræðslunni og má rekja
eldsupptökin til bilunar í blásara sem
á að kæla þurrkarann.
Blásarinn stöðvaðist og þegar far-
ið var að vinna á ný kom upp mikill
eldur í þurrkaranum. Eldurinn var í
skorsteinshúsinu sem er stálhús inni
í bræðslunni. Skemmdir urðu ekki á
húsinu utanverðu.
Langan tíma tók að kæla skor-
steinshúsið niður. Reynir segir að
þetta hafí gerst áður í verksmiðjunni
fyrir nokkrum árum.
Einhveijar skemmdir urðu á blás-
aranum en að öðru leyti er ekki talið
að um mikið tjón sé að ræða. Hins
vegar er Ijóst að loðnubræðsla stöðv-
ast í nokkra daga í Sandgerði.
Hellu - Starfsmenn Jarðborana
hf. hafa síðan í janúar si. borað
eftir heitu vatni í Þykkvabæ. Bor-
að var með jarðbornum Narfa nið-
ur á 1.250 metra dýpi þar sem
heitavatnsæð fannst með 90 gráða
heitu vatni. Að sögn Heimis Haf-
steinssonar, oddvita í Djúpár-
hreppi, skiptir þetta heita vatn
miklu máli fyrir framtíð byggðar-
lagsins.
Þór Gíslason, tæknifræðingur
hjá Jarðborunum hf., sagði í sam-
tali við fréttaritara Morgunblaðs-
ins að ekki yrði farið á meira dýpi
með borinn. „Holan er mjög góð á
1.100 metra dýpi, en næsta skref
verður að fóðra holuna, þ.e. loka
fyrir kaldavatnsæðar sem liggja
að henni. Nauðsynlegt er að fóðra
niður á um 470 metra dýpi og
fyrirsjáanlegt er að við munum þá
koma til með að fá upp 75-80
gráða heitt vatn. Það er ánægju-
legt að sjá þennan góða árangur
hér í dag, en áður fyrr var nú oft
hlegið að mönnum sem datt í hug
að nefna heitt vatn hér á þessum
slóðum. Það er áreiðanlegt að víða
um Suðurland er að finna jarðhita
og jafnvel þar sem menn eiga síst
von á.“
Meiri hiti en gert var ráð fyrir
Heimir Hafsteinsson, oddviti
Djúpárhrepps, segir heita vatnið
skipta sköpum fyrir framtíðar-
byggð á svæðinu. „En það er best
að vera hóflega bjartsýnn um
framhaldið, þó að þessar tölur
gefi til kynna að hitinn dugi til
hitaveitu í Þykkvabæ. Vatnið er
meira að segja 10-15 gráðum
heitara en spáð hafði verið, þann-
ig að við erum nokkuð vongóð um
góða útkomu. Endanleg niður-
staða fæst að fóðrun lokinni þegar
holan verður mæld aftur,“ sagði
Heimir.
Ekta teppi á lægra verði en gervimottur!
S. 8975523
Vorútsaia okkar hefst í dag kl. 13 á
Grand Hótei Reykjavík í Sigtúni
A.m.k 30% afsláttur af öllu
(miöaða við stgr. 25% ef greitt er með greiðslukorti)
Afgönsk Balutch frá kr. 8.100
Mörg stór teppi - margir renningar
Opið fimmtudag 13-18 ■ föstudag 13-19 ■ laugardag 11-17
Morgunblaðið/Atii Vigfússon
FRÁ námskeiði um mjólkurgæði og
júgurheilbrigði að Ydölum í Aðaldal.
Góð aðsókn að nám-
skeiðum hjá Búnaðarsam-
bandi S-Þingeyinga
Laxamýri - Mjólkurgæði og júg-
urheilbrigði var yfirskrift tveggja
daga námskeiðs sem haldið var
að Ydölum fyrir helgina og var
velsótt.
Áhugi hefur verið á því að færa
námskeiðshald meira heim í hérað
þannig að bændafólk þurfi ekki
að fara landshluta á milli til þess
að stunda símenntun í þeim bú-
greinum sem það stundar. Á nám-
skeiði þessu kenndu Auður Lilja
Arnþórsdóttir, dýralæknir júgur-
sjúkdóma á Hvanneyri, Sigtrygg-
ur Björnsson, verknámskennari,
Maria Svanþrúður Jónsdóttir
ráðunautur og Kristín Halldórs-
dóttir frá rannsóknastofu Mjólk-
ursamlags Kaupfélags Þing-
eyinga.
Efnisþættir voru einkum júgur-
sjúkdómar, mjaltir- og mjalta-
tækni, áhrif umhverfis á mjólkur-
gæði og júgur sem og fjósbygging-
ar. Verklegi þátturinn fór fram í
Grímshúsum í Aðaldal þar sem
kennsla fór fram í mjöltum og
starfsemi mjaltavéla.
Þá skal geta þess að fleiri nám-
skeið eru í gangi og til stendur
að halda bókhaldsnámskeið, rafs-
uðunámskeið og fleira auk þess
sem sauðfjárnámskeið stendur
yfir.