Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR + Helga Kjartans- dóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 5. janúar 1922. Hún lést á Landspítalan- um 21. febrúar síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þorbjargar Björns- dóttur frá Miðbæ, Norðfirði, og Kjart- ans Indriðasonar frá Vattarnesi við Reyðarfjörð. Hún var yngst þriggja systkina. Bræður hennar Lárus Al- freð og Jón Björgvin dóu ungir að árum. Helga giftist 1942 eftirlif- andi eiginmanni sínum Ólafi Eyjólfssyni, f. 22. sept. 1914, frá Fáskrúðsfirði. Þau bjuggu lengst af á Reynistað í Fá- skrúðsfirði og eignuðust fimm börn. 1) Jón Alfreð, f. 1943, ógiftur og barnlaus. 2) Eyjólfur, f. 1944, sambýliskona hans er Vilma Brazaite og eiga þau einn son, Ólaf Andrius. Eyjólf- ur á þrjár dætur og sex barna- börn frá fyrra hjónabandi með Björgu Asgeirsdóttur. Dæturn- Mig langar að minnast elsku tengdamóður minnar, Helgu Kjart- ansdóttur, sem lést á Landspítalan- um 21. febrúar síðastliðinn. Tæp 15 ár eru liðin frá því eigin- maður minn, Kjartan Ólafsson, kynnti mig fyrir foreldrum sínum og gleymi ég aldrei þeim degi. Mér var strax tekið opnum örmum og urðum við Helga miklar vinkonur. Ég minnist Helgu minnar sem hjartahlýrrar og yndislegrar vin- konu sem vildi öllum allt sem best. Við áttum margar gleðistundir sam- an á Reynistað en þangað var yndis- legt að fá að koma og eyða frídög- ar eru Hugrún Harpa, gift Daníel Eyjólfssyni. Þeirra börn eru: Eybjörg Helga og Björgvin Logp. Eyrún Björk, gpft Jens Sigurðs- syni. Þeirra börn eru: Jenný Björk, Erla Björg, Sindri Freyr og Sigurður Brynjar. Kristbjörg Helga, sambýlis- maður hennar er Gylfi Arnar Isleifs- son. 3) Þorbjörg, f. 1950, gift Ingabirni Kristinssyni. Þeirra börn eru: Helgi Ólafur og Kristbjörn. 4) Kjartan, f. 1953, kvæntur Elínu Ósk Óskarsdóttur. Þau eiga einn son, Heimi Þór. 5) Elísa- bet, f. 1956, gift Birni Aðal- steinssyni. Þeirra börn eru: Jakobína, Ólafur og Dagur. Unnusti Jakobínu er Þorgeir Einar Sigurðsson. Útför Helgu Kjartansdóttur fór fram frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju föstudaginn 28. febrúar síðastliðinn og minningarathöfn frá Kapellunni á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund, Reykja- vík, laugardaginn 8. mars. um með henni, Óla eiginmanni hennar og Nonna syni þeirra sem bjó hjá þeim. Oft var sest við píanó- ið og spilað og sungið af hjartans lyst, því tónlistin var í hávegum höfð á þeirra heimili. Einnig spilaoi Helga fyrir okkur á píanóið, á svörtu nóturnar eins og hún nefndi það, en hún spilaði oft fyrir dansi á orgel á yngri árum. Þetta voru miklar gleðistundir. Helga var myndarleg húsmóðir og átti hlýlegt og fallegt heimili sem hún bjó eigin- manni sínum og börnum á Reyni- stað. Alltaf var tekið á móti öllum opnum örmum og hlaðin borð af góðgæti. Þegar hún vissi af okkur Kjartani og Heimi Þór syni okkar á leiðinni í heimsókn, setti hún gjarnan upp kjötsúpupottinn því hún vissi að tengdadótturinni fannst kjötsúpan hennar svo góð. Svona var tengdamamma, hugsaði alltaf hvað öðrum kom best. Oft urðum við þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá Helgu til okkar til Reykjavíkur og síðan hingað í Hafn- arfjörð. Margt var sér til gamans gert. Við fórum m.a. oft í verslanir saman og þótti þá alltaf sjálfsagt að enda þá ferð á kaffihúsi og fá okkur „gúmmilaði" eins og við nefndum það okkar á milli. Alltaf ræktaði Helga vinskapinn við æsku- vinkonur sínar og aðra vini og ætt- ingja í þessum ferðum sínum. Það var glatt á hjalla, rifjaðar upp gaml- ar og góðar minningar sem við fengum oft hlutdeild í. Helga var yndisleg amma og sóttu ömmubörnin öll mjög til henn- ar með sín hjartans mál, stór og smá. Hún tók þeim sem jafningjum, vafði þau hlýju og umhyggju. Ég kveð mína hjartkæru tengdamóður, Helgu Kjartansdóttur, með saknað- artárum og þakka henni allar sam- verustundirnar. Kærleikur Guðs og friður fylgi þér, elsku Helga mín. Ég vil einnig biðja góðan Guð að varðveita og styrkja Olaf eiginmann hennar, börn og alla ættingja og vini í þeirra miklu sorg. Elín Ósk. Frænka mín Helga Kjartansdótt- ir er látin eftir erfið veikindi. Mig langar að minnast hennar með fá- einum orðum. Fyrstu minningar mínar um Helgu eru frá þeim tíma, þegar hún sem ung stúlka kom í heimsókn á heimili foreldra minna út í Vattar- nes. Feður okkar voru bræðrasynir og stunduðu sjó saman á sumrin og eru minningamar um þennan frænda minn sérstaklega ljúfar. Eftir að Helga giftist kom hún svo með elstu drengina sína tvo, meðan þeir voru litlir, út i Vattarnes og dvaldi þá gjarnan vikutíma að sumri. Allar mínar minningar um þessa frænku mína eru góðar. Hún var kát og hress hvar sem hún fór. Helga giftist Óla manni sínum ung og bjuggu þau allan sinn bú- skap á Búðum í Fáskrúðsfirði, fyrst í leiguhúsnæði. Alltaf var sérstak- lega vel tekið á móti manni hjá Helgu og Óla. Seinna eignuðust þau húsið sem foreldrar hans höfðu átt, byggðu við það og bættu á allan hátt. Þorbjörg móðir Helgu dvaldi hjá dóttur sinni og tengdasyni eftir að hún missti mann sinn og veit ég að einstaklega gott var milli hennar og barnanna. Síðustu árin var hún orðin sjúklingur, en Helga lét hana ekki frá sér fara og finnst mér það sýna best hvaða mann hún hafði að geyma. Helga hafði mikið yndi af tón- list. I stofunni hennar var píanó sem drengirnir hennar léku á og Elín Ósk tengdadóttir hennar söng þá gjarnan með. Ég var svo heppin að hitta á eina slíka stund. Nú hefur skyndilega komið skarð í þessa góðu fjölskyldu. Ég bið allar góðar vættir að annast þá sem eft- ir lifa. Ég kveð þessa frænku mína með innilegu þakklæti fyrir allt. Steinunn Ulfarsdóttir. Elsku amma mín, Guð geymi þig þangað til við hittumst á himnum. Vertu sæl, elsku amma. Heimir Þór. Þegar þrautin amar þungan huga minn líf og streita lamar lúið geð og sinn heim til þín í huga hef ég mína ferð fer þá létt sem fluga fleyið mitt þú sérð. Móðir mína kæra meta best ég kann sem lét mig forðum læra lífs um konungs- mann móðurhöndin mjúka mild um vanga fer sál og hugann sjúka sínar bætur lér. (Kjartan Ólafsson) Kjartan. Elsku amma. Nú þegar leiðir skilja viljum við þakka þér fyrir allar yndisiegu stundirnar sem við áttum hjá þér. Þegar við vorum litlar var Reyni- staður okkar draumastaður. Þang- að fórum við á hverju sumri til afa og ömmu, og þaðan eru okkar bestu bemskuminningar sprottnar. Við sjáum þig fyrir okkur brosandi með rauða hárið þitt og fallegu augun þín. Þú varst mikilfengleg kona. Á Reynistað var yfirleitt margt í heimili sem naut gæsku þinnar, og hjá þér fengum við mikla ást, umhyggju og hlýju því að þú varst mest gefandi kona sem til var. Kallið kom fyrr en við áttum von á og það er með hryggum huga sem við ritum þessar línur. En við nutum nærveru þinnar hjá okkur í Grinda- vík áður en þú fórst í stóru aðgerð- ina. Okkur grunaði ekki að stuttu síð- ar myndum við kveðja þig hinstu kveðju við dánarbeð þitt. Við nutum þeirrar gæfu að geta kvatt þig með kossi og hvísla ljúfsárum kveðjum í eyra þitt. Ó, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma. Berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. Ó, æska, æska. Þegar dagamir komu eins og undarlegt, heillandi ævintýri, og þeir báru allan fögnuð og fegurð lífsins í faðmi sínum. Þegar við bömin gengum í gróandi túninu, og grasið og blómin og lækirnir voru leiksystkin okkar. Þegar rökkrið vafðist um vötnin og heiðamar eins og vinarfaðmur, og vindurinn söng í sefinu, unz við sofnuðum. Ó, minning. Þú hvíslar svo hljótt, svo hljótt, að það heyrist varla. (Steinn Steinarr) Elsku afi og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minning hennar lifir. Hugrún Harpa og Eyrún Björk. HELGA KJARTANSDÓTTIR ALFREÐ JÚLÍUSSON + Alfreð Júlíusson var fæddur á Akureyri 25. októ- ber 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Júlíus Júlíusson, rafvéla- vörður á Akureyri og Margrét Sig- tryggsdóttir. Hinn 20. nóv. 1948 giftist Alfreð Lukku Ingibjörgu Þorleifsdóttur frá Neskaupstað. Börn þeirar eru: Margrét Steinunn, gift Stefáni Stefánssyni, María, gift Birgi Þór Þórðarsyni, og stjúpsonur, Þór Már Valtýsson, kvæntur Kolbrúnu Guðveigs- dóttur. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin tvö. Útför Alfreðs fer fram frá Matthíasarkirkjunni á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég minnist þess þegar ég sá Al- freð í fyrsta sinn, en það var á Rak- arastofu Sigtryggs Júlíussonar bróð- ur hans sumarið 1936. Ég var þá á síldarskipi frá Akureyri svo og þtjú næstu sumrin og í landlegum fórum við strákarnir mikið á stofuna til Tryggva til þess að láta snyrta okk- ur. Á þessari stofu unnu þá þrír ung- ir, hressir strákar, eigandinn Sig- tryggur, Alfreð og Jón Kristinsson. Andrúmsloftið á rakarastofunni var fijálslegt og vinalegt og stakk veru- lega í stúf við hátíðlegheitin og form- festuna sem þá var áberandi á götum Akur- eyrar og í flestum versl- unum, þar sem menn voru sífellt að lyfta hött- unum og hneigja sig hver fyrir öðrum og ávarpa með þéringum. Svo ólíkt því sem maður átti að venjast í sjávar- þorpum fyrir austan og sunnan þar sem maður hafði áður dvalið. Á Rakarastofu Tryggva var aftur á móti spjallað við mann um daginn og veginn og þá ekki sfst um afla- brögð. Þarna urðum við Alfreð aðeins málkunnugir og þá strax vakti at- hygli mína vinaleg og hógvær fram- koma þessa unga fallega manns. Alfreð dvaldi þó ekki lengi innan veggja rakarastofunnar heldur fór til sjós sem vélstjóri en hann hafði tekið vélstjórapróf árið 1933 þá aðéins 18 ára gamall. Árið 1940 ræðst hann sem vélstjóri til Rafveitu Akureyrar og gegnir því starfi til ársins 1943 að hann ræður sig að Laxárvirkjun. Þar á þessum dásamlega fagra og friðsæla stað festi hann rætur, enda átti umhverfið sérlega vel við hans rólegu og hlýju skapgerð. Haustið 1946 réðst systir mín Lukka Ingibjörg Þorleifsdóttir sem bústýra til hans, en þau rugluðu svo saman reytum sínum og giftu sig árið 1948. Þarna á Laxá, eins og staðurinn var oftast kallaður, bjuggu þau sér einstaklega fallegt heimili og undu hag sínum vel í þessu fagra umhverfi og meðal góðra granna. Þótt einangrun væri nokkur á vet- urna var öðru máli að gegna á sumr- in, því þá mátti segja að heimilið væri eins og opinber gististaður. Aldrei heyrði maður þó kvartað und- an gestanauð, síður en svo. Á móti öllum var tekið af einstakri alúð og hlýju. Ég minnist jafnan þeirra daga sem við hjónin gistum þar og þá oft ásamt börnum okkar, hvað maður slappaði algjörlega af. Allt svo kyrrl- átt og vinalegt. Stundum var farið út með Alla og kastað fyrir silung eða farið í stuttar ferðir um nágrenn- ið, sem hvert sem litið er, er jafn fagurt og heillandi. Já, þetta voru dásamlegir dagar. Þegar systir mín fluttist til Al- freðs átti hún ungan son, Þór Má. Strax frá byijun reyndist Alfreð honum sem besti faðir. Móðir okkar dvaldi og oft hjá þeim hjónum á Laxá þar sem hún naut mikillar ást- úðar og hlýju og lofaði hún mjög mannkosti Alfreðs. Árið 1968 fluttust þau Alfreð og Lukka Ingibjörg til Akureyrar þar sem Alfreð réðst sem vélstjóri að varastöð Landsvirkjunar. Þótt þau hafi bæði saknað Laxár og góðra granna þar, undu þau hag sínum vel á Akureyri. Lengst af bjuggu þau að Eyrarvegi 31, en nú síðustu árin í Víðilundi 24. Árið 1989 lét Alfreð af störfum og hafði þá þjónað Rafveitunum í 49 ár. Þótt ég þekki ekkert inná störf Alfreðs, er ég viss um að hann hefur skilað þeim af vandvirkni og trúmennsku, enda vitnar starfsald- urinn þar um. Hann var og maður vel greindur og lagvirkur. Þótt skipt væri um umhverfi breyttist ekki heimilisbragurinn. Alltaf jafn yndislegt að koma á þeirra fallega og vinalega heimili. I síðustu heimsókn okkar í sumar er leið sáum við að Alfreð var nokkuð brugðið, enda baráttan þá hafin við erfiðan sjýkdóm. Ég átti þó von á því að í fyrirhugaðri heimsókn okkar hjóna til Akureyrar um páskana myndum við hitta hann. En fyrst svo verður ekki, verður þetta okkar hinsta kveðja. Hann mun lifa í minningu okkar sem sann- ur, góður maður sem við og börn okkar höfum mikið að þakka. Þér, systir mín góð, þökkum við allt og allt og vottum þér okkar dýpstu samúð svo og börnum ykkar og fjöl- skyldum þeirra og öðrum vanda- mönnum. Blessuð sé minning Al- freðs Júlíussonar. Stefán Þorleifsson. Það er sárt þegar sorgin knýr dyra í fyrsta skipti meðal okkar systkinanna, ekki síst þegar jafn góður maður og hann afi fellur frá. Hann skilur eftir í hörtum okkur góðar og hlýjar minningar um sig, fremur en sorg og tómleika. Því þannig maður var hann og á þann hátt hefði hann viljað að sín væri minnst. Hann var gjafmildur og góðhjart- aður maður ávallt fús til að rétta okkur barnabörnunum hjálparhönd og oftast án þess að hann væri beð- inn um hana eða þá, án þess að spyija hvers vegna. Ekki fundum við fyrir því að hann hefði reynt að ýta okkur út í eitthvert ákveðið nám eða þess háttar, heldur leyfði hann sérhveijum að finna sína eigin leið og virtist treysta því að maður væri að gera rétt. Engin var Akureyrarferð án þess að líta inn til afa og ömmu í kaffi og brauð, og ræða um daginn og veginn. Hann tók ávallt vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn og ef hann átti von á einhveiju okk- ar beið hjann oft úti í glugga, tilbú- inn að veita okkur viðtöku. Hann var þögull maður og mjög rólegur og lét yfirleitt ekki skoðanir sínar í ljós. Hann hafði mjög ganan af að fara með okkur í bíltúra og þá var oftar en ekki skoðuð spennustöðin, gamla dísilstöðin eða bara keyrt um bæinn. Það verður skrítið að fara til Akureyrar án þess að hitta hann afa, en samt sem áður mun minning- in um hann ávallt vera full af gleði. Kæri afi, þú munt ávallt eiga þinn sess í hjörtum okkar og við viljum þakka þér fyrir að hafa átt þig að. Ég átti afa sem minnti á þig - með hvítt hár og hátt enni, og hann líktist þér mest í því, finnst mér nú þegar hann er farinn að hann sagði aldrei neitt - Samt var návist hans lögmál. Ég óttaðist hann ekki en leit hann sömu augum og ég nú horfi til þín. (Matthías Johannessen) Stefán Alfreð Stefánsson, Gauti Stefánsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Davíð Stefáns- son. Maður veit ekki hvað maður hefur átt, fyrr en maður hefur misst það. Þannig líður manni eftir reiðarslagið í síðustu viku. Þú vildir allt fyrir mig gera og gerðir það. Þú varst maður sem ávallt réttir út hjálpar- hönd til þeirra sem á hjálp þinni þurftu að halda og sama hver vand- inn var. Þín verður minnst af öllum sem þekktu þig að góðmennsku og kærleika. Ég kveð þig hér með mikl- um söknuði og trega, en þú munt ávallt lifa í hjarta mínu um ókomin ár. Og allt sem jörðin af sér gefur aftur í hennar hverfur skaut og það sem getið himinn hefur á himna leitar aftur braut. (Evripides) Þinn Stefán Alfreð Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.