Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 41
KRIS TÍN RA GNHEIÐ UR
JÖRGENSEN
+ Kristín Ragn-
heiður Jörgen-
sen var fædd í
Siglufirði 17. febr-
úar 1934. Hún lést
á heimili sínu 4.
mars síðastliðinn.
Hún var dóttir
Mattheu Halldórs-
dóttur og Ottós
Jörgensen póst- og
símstöðvarsijóra.
Kristín var alin upp
hjá móðurömmu
sinni í Siglufirði,
Kristínu R. Hafliða-
dóttur, og Halldóri
Jónassyni og síðar hjá móður
sinni í Reykjavík. Kristín gekk
í Kvennaskólann í Reykjavík
og síðar í Verzlunarskóla Is-
lands en þaðan útskrifaðist hún
1953. í Verzlunarskólanum
kynntist hún eiginmanni sínum
ÚlfUóti B. Gíslasyni, end-
urskoðanda, f. 26.6. 1930, d.
28.9.1991, og áttu þau tvö börn.
1) Kristín Ragnheiður, hjúkrun-
arfræðingur, f. 31.5. 1954, gift
Sigurgísla Skúlasyni, sálfræð-
ingi, f. 13.5. 1950,
þau eiga þrjú böm,
Kristínu Ragnheiði,
f. 19.9. 1977, Skúla
Helga, f. 10.4. 1985,
og Arnar Atla, f.
16.5. 1989. 2) Björn,
f. 23.2. 1958, við-
skiptafræðingur,
ókvæntur.
Kristin stundaði
nám um tíma í
Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands og
einnig við Iðnskól-
ann í Reykjavík og
útskrifaðist þaðan
1968 sem tækniteiknari. Árið
1973 hóf hún störf sem tækni-
teiknari hjá verkfræðistofunni
Hagverk í Reykjavík, síðar
verkfræðistofu Gunnars Torfa-
sonar. Síðast starfaði hún hjá
verkfræðistofunni Fjölhönnun
eða allt til ársins 1990 er hún
lét af störfum og annaðist eig-
inmann sinn í veikindum hans.
Útför Kristínar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Ég ætla að skrifa nokkur orð til
að kveðja kæra vinkonu og skóla-
systur til margar áratuga. Ég get
ekki ímyndað mér í augnablikinu að
við eigum ekki eftir að sjást aftur,
svo mjög er hún í tengslum við líf
mitt og atburðarás þess. Það er
huggun að ímynda sér í dag að
kærir aðstandendur, eins og amma
og Úlli, hljóti að vera nær henni
núna.
Við hófum saman nám í Kvenna-
skólanum í Reykjavík. Það var þegar
skólinn var í sinni fyrstu kvenna-
skólamynd með aðeins stúlkum en
ekki með bæði drengjum og stúlkum
eins og hann er í dag. Við vorum í
1. A og sátum í fremstu röð, ég,
Kristín, Arnleif og Sigrún. Og þann-
ig sátum við í þrjú ár. Skólastýran
okkar, hún fröken Ragnheiður, var
sko ströng og föst fyrir. Hún kenndi
okkur sögu sem voru ægilega spenn-
andi tímar, hún lét okkur skrifa nið-
ur í litlar glósubækur miklu fleira
en stóð í mannkynssögubókinni
sjálfri. Þegar fröken Ragnheiður fór
að spyrja okkur út úr fannst mér
svo gott að vera lengst frá kennarap-
últinu og geta falið mig bak við hlið-
ina á Kristínu. Jafnvel þó ég vissi
svörin við því sem kennarinn var að
spyija um. Hræðslan var vegna þess
að við vissum aldrei hvort fröken
Ragnheiður myndi fara að tala um
okkur stelpurnar sjálfar og einkamál
okkar, færi að fjalla um fjölskyldu-
mál og viðkvæm einkamál ungra
stúlkna sem við vildum ekki að yrðu
tíunduð fyrir framan allan bekkinn
af þessari ströngu skólastýru okkar.
Það var gaman í teikningu, mér
fannst svo skemmtilegt að setja
saman liti, en Kristín teiknaði fyrir
okkur skólasystur sínar, fólk, dýr,
tré með laufblöðum og ávöxtum inn
í málverkin okkar. Hún hjálpaði okk-
ur með ljúfri lund og teikningamar
hennar voru fagurlega dregnar í svo
fínum hlutföllum sem við hinar gát-
um alls ekki formað. Kristín teikn-
aði oft kjólana á sjálfa sig, og hún
teiknaði fyrir mig minn fallega ferm-
ingarkjól. Og svo var það útsaumur-
inn í skólanum. Dúkana sem frökén
Sigurlaug kenndi okur að bródera
tókum við heim með okkur og heim-
sóttum svo hver aðra til að sauma
saman. Það var svo auðvelt að fara
í strætó vestan úr bæ til Kristínar
upp á Kjartansgötu með Njálsgötu-
Gunnarsbraut og annaðhvort var
saumaður svart- eða hvítsaumur og
eitthvað fleira. Svo var stofnaður
saumaklúbbur hjá okkur bekkjar-
systmnum Katrínu, Rannveigu, Jón-
ínu, Dóru, Völvu, Svönu, Arnleifu,
Sigrúnu og mér og við hittumst tií
að sauma og spjalla yfir kökum og
fíniríi. Síðan voru það dansæfingarn-
ar hjá Kvennaskólanum þegar við
fórum með hælaháa dansskóna með
okkur í poka. Við fómm líka á dans-
æfingar hjá hinum skólunum í bæn-
um. En mest var gaman um jólin.
Þá vom jólaböllin sem við fómm á
í Sjálfstæðishúsinu og þá var sko
tjúttað og Aage Lorange spilaði aft-
ur og aftur fyrir okkur uppáhalds
danslögin á stóra flygilinn. Tilveran
var mjög trygg hjá okkur; Vestur-
og Austurbær, Kvennó, Maró, og
Kjartansgata, dansæfingar í
Kvennó, Sammó og Iðnó og ekki
má gleyma hvað við fómm oft í
Gamla bíó. Kristín vísaði til sætis í
Gamla bíó suma daga eftir að skól-
inn var úti. Fjölskylda hennar var
meðeigandi í Gamla bíói og móðir
hennar vann við miðasöluna. Hvað
ætli við höfum oft séð sömu Walt
Disney-myndimar eða dans- og
söngvamyndirnar amerísku? í 3.
bekk í Kvennó þreyttum við báðar
utanskóla landspróf með átta bekkj-
arsystrum. Við þurftum að sitja
kennslu í aukatímum eftir að venju-
legum skólatímum lauk langt fram
eftir degi. Kvennaskólinn var ekki
kominn með landsprófsdeild þá. Sér-
staklega man ég eftir stærðfræðinni
sem var algebra og okkur fannst svo
skemmtileg. Við náðum báðar góðri
einkunn um vorið og innrituðum
okkur í Menntaskólann í Reykjavík.
Þá voru það skólasystur okkar tvær
sem höfðii ákveðið að fara í Verslun-
arskóla íslands og við snerum við
blaðinu og létum innrita okkur í
Versló og hófum nám þar um haust-
ið. Nú fóru hjólin að snúast hraðar.
Hinni öguðu og ströngu kennslu úr
Kvennaskólanum var lokið. Og við
settumst í bekk með strákum. Hvort-
tveggja var okkur mjög framandi.
Við vorum afar feimnar fyrsta árið.
Næsta vetur vorum við orðnar vanar
því að vera í bekk með strákum.
Nú fórum við á dansæfingar og
árshátíðir með strákum jafnt sem
steipum. Kristín eignaðist vin í skól-
anum sem hún tók mikilli tryggð
við og sú tryggð entist allt lífíð. Það
var Ulfljótur Gíslason sem varð síðan
eiginmaður hennar. Saumaklúbbur-
inn var staðfastlega stundaður eftir
að við vorum allar komnar með
mann, börn og heimili. Við héldum
áfram okkar nánu vináttu gegnum
búskap og barnauppeldi. Nú gekk
handavinnan út á peysuprjón og
barnaföt.
Hinir miklu listrænu hæfíleikar
Kristínar komu fram í fögru heim-
ili, listafögrum barnaflíkum, óend-
anlegri natni við matar- og köku-
gerð. Kristín menntaði sig í tækni-
teiknun og vann sem tækniteiknari
á Verkfræðistofu Gunnars Torfason-
ar og í Prentsmiðjunni Odda. Kristín
hafði góðan fatasmekk, klæddist
aldrei ósmekklega hvort sem var í
önnum dagsins eða í tómstundum,
Kristín hafði mikinn metnað og var
tíguleg í framkomu og háttum. Hún
var mjög fær píanóleikari og jafnvel
þótt hún hefði átt píanó alla ævi
varð minna úr því að hún léki á
píanóið eftir að hún eignaðist sína
eigin fjölskyldu. Kristín var háttvís
og gáfuð kona sem hafði sínar skoð-
anir um flest, en hún flíkaði sjaldan
tilfínningum þínum. Eftir að Ulfljót-
ur veiktist stundaði hún hann af
stökustu natni eins og allt sem hún
tók að sér.
Saumaklúbburinn er hálfniður-
brotinn þessa dagana. Okkur finnst
það ótrúlegt að við séum að fara
að bera Kristínu í kistunni hennar.
Við söknum Kristínar sárt og biðjum
Jesú að vernda minningarnar um
fallega og elskulega skólasystur um
leið og við færum okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur til barnanna hennar,
Kristínar Ragnheiðar og Bjöms,
tengdasonar, barnabarnanna og
allra annarra aðstandenda og vina.
Skólasystir,
Þóra Benediktsson.
Öllu er afmörkuð stund, og sér-
hver hlutur undir himninum hefur
sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma
og að deyja hefur sinn tíma. (Prédik-
arinn 1:3.)
Kristín Jörgensen, kær skólasystir
okkar og æskuvinkona, er látin.
Kallið kom óvænt og við sem eftir
lifum erum harkalega minntar á að
öllu er afmörkuð stund.
Við kynntumst á vori lífsins þegar
leiðir okkar lágu saman í Kvenna-
skólanum í Reykjavík um miðja öld-
ina, en Kristín er sú fyrsta úr bekkn-
um sem kveður þennan heim.
Á mikilvægu mótunarskeiði æsk-
unnar bundumst við vináttuböndum
sem aldrei hafa rofnað. Á Kvenna-
skólaárunum stofnuðum við, nokkr-
ar skólasystur, svokallaðan sauma-
klúbb, sem staðið hefur af sér brim
og boða lífsins. Alls urðum við tíu
og þótt þijár úr hópnum flyttust til
Bandaríkjanna höfum við alla tíð
haldið svo nánu sambandi að þegar
þær koma í heimsókn til ættjarðar-
innar er eins og aldrei hafi verið vík
milli vina. Og þegar Kristín varð
sextug fyrir þremur árum bauð ein
þessara góðu skólasystra henni að
heimsækja sig suður á Flórída og
halda þar upp á afmælið. Kristín
þáði boðið og fékk með sér aðra
saumaklúbbssystur sem ferðafélaga.
Þær fengu höfðinglegar móttökur
og áttu ógleymanlegar stundir fyrir
vestan sem síðan var minnst með
gleði.
Saumaklúbburinn hefur hist
nokkuð reglulega í nær hálfa öld.
Við höfum tekið þátt í lífi hver ann-
arrar og reynt að styðja hver aðra
í gleði og sorg. Slík gamalgróin vin-
átta og tryggð eru lífsgæði sem við
kunnum æ betur að meta.
Kristín var vel af Guði gerð. Hún
var góður námsmaður; hafði sér-
stakan áhuga á landafræði og sögu.
Hún hafði mikla listræna hæfileika,
var góður teiknari og spilaði á píanó.
Hún unni því sem var fagurt, hafði
öruggan smekk og naut þess að
klæðast fallegum fötum. Kristín
hafði ágæta kímnigáfu, sá glöggt
hinar skondnu hliðar lífsins og sagði
vel frá. Hún var skemmtilegur félagi
og einstaklega vönduð til orðs og
æðis.
Að loknu landsprófi úr þriðja bekk
Kvennaskólans fór Kristín í Verslun-
arskólann. Síðar á ævinni fékk hún
réttindi sem tækniteiknari og vann
við það fag um árabil.
Stærstan hluta lífs síns helgaði
Kristín því hlutverki að vera móðir,
eiginkona og húsmóðir. Hún giftist
ung Úlfljóti Gísiasyni, skólabróður
sínum úr Verslunarskólanum, og
börnin þeirra Kristín og Björn voru
stolt hennar og gleði sem og bama-
bömin eftir að þau fæddust. Börn
Kristínar reyndust líka móður sinni
einstaklega vel og gerðu allt sem í
þeirra valdi stóð til að gleðja hana
og styrkja.
Kristín var góð húsmóðir, allt lék
í höndunum á henni og vel var vand-
að til verka, hvort sem pijónuð var
flík eða saumuð eða önnur störf
unnin. Hún var frábær kokkur og
stíll var yfir öllu því sem hún tók
sér fyrir hendur. Til dæmis gat hún
lagt svo fagurlega á borð að minn-
ingamar gleðja okkur jafnvel ára-
tugum síðar. Verk sín vann hún af
einstakri alúð og listrænni skynjun,
allt var í samræmi, litir og form,
hvorki of né van. Hún var sannkall-
aður fagurkeri.
Kristín hafði yndi af ferðalögum
og þau hjónin höfðu farið víða, oft-
asttil Grikklands og Svíþjóðar. Éinn-
ig fóm þau í ævintýraferðir, m.a.
til Mexíkó og Suður-Ámeríku. Krist-
ín bjó sig vandlega undir ferðalögin
og las sér til um þjóðmenningu og
landafræði eftir því sem kostur var.
Eftir að Kristín var orðin ein fór hún
nokkrar ferðir til útlanda en írland
og írsk menning eignuðust þá sterk
ítök í henni.
Segja má að skil hafí orðið í lífí
Kristínar þegar heilsa hennar tók
að gefa sig skömmu eftir fímmtugt
og gekk hún aldrei heil til skógar
eftir það þótt hún reyndi að bera
sig vel og láta sem ekkert væri. Hún
sýndi mikla staðfestu og kjark þegar
Úlfljótur missti heilsuna fyrir aldur
fram. Hún hjúkraði honum og sinnti
þar til yfír lauk af aðdáunarverðri
umhyggju og fórnfýsi, þótt hún
væri sjálf ekki heil heilsu.
Á kveðjustund minnumst við
Kristínar, vinkonu okkar, með virð-
ingu og söknuði og þökkum henni
tryggðina og allt það góða og dýr-
mæta sem var.
Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni
eilíft og fagurt, - dauðinn sætur biundur.
Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og
þrotni,
veit ég að geymast handan stærri undur,
þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni,
bíður vor allra’ um síðir Edenslundur.
(Jakob J. Smári.)
Við sendum börnum Kristínar,
þeim Birni og Kristínu, og fjöl-
skyldu hennar innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð.að
styrkja þau í sorginni.
Rannveig og Katrín.
Það var mikið reiðarslag þegar
Björn sonur Kristínar kom til mín
og sagði að mamma sín væri látin.
Ég hafði hitt Bjöm fyrir örfáum
klukkustundum í tröppunum og
spurt um líðan Kristínar, en hún
hafði fengið verk í maga og hann
hafði því litið til hennar. Björn taldi
þó að ekki væri mikið að henni.
Böm Kristínar bám mikla umhyggju
fyrir móður sinni og fylgdust vel
með henni eftir andlát eiginmanns
hennar. Það duldist engum að á
seinni árum gekk Kristín ekki heil
til skógar, þó hún gerði ætíð lítið
úr þeilsufarslegum málum sínum.
Ég sá Kristínu í fyrsta sinn þegar
haldin var fermingarveisla fyrir hana
í Húsmæðraskóla Reykjavíkur þar
sem ég var þá kennari við skólann
nýkomin til Islands. Ég man hve ég
dáðist að þessari myndarlegu ungu
stúlku.
Mörgum ámm seinna vildi svo til
að hún og eiginmaður hennar Úlf-
ljótur Gíslason keyptu íbúð í húsinu
sem bömin mín og ég bjuggum í.
Dætur okkar sem eru jafnaldra urðu
fljótlega miklar vinkonur og heima-
gangar hvor hjá annarri. Sú vinátta
hefur haldist æ síðan þótt leiðir
þeirra liggi ekki saman lengur. Við
Kristín höfum hins vegar búið í sama
húsi í um 30 ár.
Sambúðin hefur ætíð verið með
ágætum, við höfum rétt hvor ann-
arri hjálparhönd þegar á hefur þurft
að halda, drukkið saman kaffi þegar
það átti við, deilt með okkur gleði-
og sorgarstundum og aldrei höfum
við verið ósáttar. Að sjálfsögðu höf-
um við haft ólíkar skoðanir á málum
sem varðaði húseignina en ætíð gát-
um við gert út um þau mál.
Kristín var glæsileg og dugleg
kona. Á seinni árum hennar settist
hún á skólabekk og gerðist tækni-
teiknari. Hún stundaði það starf í
mörg ár en hætti þegar maður henn-
ar veiktist. Hún var honum ómetan-
leg hjálparhella í erfiðum veikindum
hans en hann dó fyrir aldur fram
eins og Kristín nú.
Börnin mín og ég vottum börnum
þeirra, þeim Kristínu og Bimi, sam-
úð okkar og jafnframt þökkum við
hjónunum Kristínu og Úlfljóti fyrir
góða sambúð á liðnum árum.
Sigríður Haraldsdóttir.
Minningamar hrannast upp við lát
minnar góðu vinkonu Kristínar R.
Jörgensen, tækniteiknara og hús-
móður. Andlát hennar bar brátt að,
hún veiktist skyndilega 3. mars og
lést daginn eftir.
Það er erfítt að koma orðum að
þeim hugsunum er gagntaka hugann
þegar góð vinkona kveður. Leiðir
okkar lágu fyrst saman fyrir 53
ámm á Siglufírði. Þegar þau elsku-
legu hjón Ingibjörg Karlsdóttir móð-
ursystir mín og Kristinn Halldórsson
móðurbróðir hennar tóku að sér að
passa tvær 10 ára stelpur yfir sum-
artíma. Ég kom frá Akureyri, Stína
frá Reykjavík. Ég man hvað mér
þótti Stína fin og falleg með löngu
fléttumar, langt niður á bak. Það
var yndislegur tími sem við áttum
saman hjá þeim hjónum.
Þau áttu verslun þar sem við feng-
um að hjálpa til við afgreiðslu og
listrænir hæfileikar Stínu fengu að
njóta sín í gluggum verslunarinnar.
Það var margt um manninn á Siglu-
fírði í þá daga og nóg að gera við
að afgreiða allt það fólk sem kom í
verslunina. Þá vorum við Stína í al-
vöm búðarleik. Við áttum eftir að
hittast aftur á Siglufirði, þá orðnar
12 ára gamlar, komnar þangað til
að passa litlu prinsessuna á heimii-
inu, hana Guðnýju Dóru, sem var
orðin eins árs og lékum við okkur
með hana eins og dúkku.
Árin liðu og aldrei bar skugga á
vináttu okkar, þó fjarlægð væri á
milli um tíma, vegna búsetu. En
þegar ég fluttist til Reykjavíkur
fjölgaði samverustundunum. Við
giftumst með stuttu millibili og
bjuggum nálægt hvor annarri um
tíma. Mennimir okkar urðu góðir
vinir og saman áttum við margar
ógleymanlegar stundir. Við fórum
saman öll fjögur til Ameríku og
Grikklands. Það voru skemmtilegar
ferðir. í Aþenu kynntumst við grísk-
um vinum Stínu og Úlla, og var
okkur boðið á heimili þeirra og feng-
um þar frábærar móttökur. Stína
var alltaf til í glens og grín, og mik-
ið hlógum við í Grikklandsferðinni.
Minningamar eru geymdar en ekki
gleymdar.
Élsku Kristín, Bjöm, tengdason-
ur, barnaböm, bróðir og mágkona.
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar
allra frá okkur Birni.
Ég er þakklát fyrir allar góðu
samverustundimar sem ég átti með
Kristínu og bið algóðan Guð að
blessa minningu hennar.
Guðný S. Sigurðardóttir
(Dídí).
Crfisdrykkjur
GftPi-mft
Sími 555-4477
Erfidrykkjur
HOTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í síma 568 9000