Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________FRETTIR_____________________________________i Þremenningarnir sem skipulögðu undirskriftasöfnun með byggingn álvers á Grundartanga > Við erum engir stóriðjumenn Áhugamönnum um byggingu álvers við Hvalfjörð finnst sem minna hafi borið á meirihlutanum sem styðji álverið en háværum minnihluta sem sé á móti. Helgi Þorsteins- son talaði við þrjá íbúa á Hvalíj arðarsvæðinu sem hafa verið áberandi meðal stuðningsmanna álvers en sögðust þó ekki hafa minni áhyggjur af mengun en andstæðingamir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓN Sigurðsson, Pétur Ottesen og Rafn Guðlaugsson. í baksýn glittir í járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. ÁLVER, já takk, er ekki félag heldur slagorð áhugamanna um atvinnuuppbygginu á Vestur- landi sem barist hafa fyrir byggingu álvers við Hvalfjörð. En óhjákvæmilega er leitað eft- ir einhveijum forsvarsmönnum og fulltrúum þessara sjónarmiða. Þá hafa oft orðið fyrir valinu þeir Jón Sigurðsson, verkamaður hjá íslenskum aðalverktökum, Rafn Guðlaugsson, verslunareigandi og trésmiður, og Pétur Otte- sen, bæjarfulltrúi og afgreiðslumaður. Þeir þrír stóðu fyrir undirskriftasöfnun til stuðn- ings álveri við Hvalfjörð og virkjuðu þar með hinn „þögla meirihluta" sem að þeirra áliti hefur fengið minni athygli en lítill hópur há- værra mótmælenda. „Við gerðum þetta meðal annars til þess að leiðrétta þann misskilning að meirihluti væri á móti álverinu. Fréttamenn af Reykja- víkursvæðinu^ virtust meðal annars trúa því,“ segir Pétur. Á þeim þremur dögum sem safn- að var nöfnum skráðu sig 2.927, eða 70% kosningabærra manna af svæðinu. „Við Pétur höfum báðir skemmt á sviði og upplifað að heill salur fari í keng af hlátri en þetta var ennþá betra, stemmningin var svo gríðarleg í kringum þessa söfnun,“ segir Jón. „Vinnustöðum var lokað fyrr en venjulega til að fólk kæmist til að skrifa undir og heilu ijölskyldurnar þyrptust að. Bara á fyrsta klukkutímanum skrifuðu sig 700 manns. Við þurftum ekki að ganga á eftir neinum." Rafn segir að vel hefði verið hægt að fá enn fleiri nöfn. „Fólk hefur haft samband við okkur og sagt að söfnunin hafi staðið allt of stutt. Togaraflotinn var til dæmis allur úti meðan hún stóð yfir og ég held að við hefðum getað bætt við 3-400 nöfnum í viðbót." Þeir félagar leggja áherslu á að þeir séu ekki neinir ofstækisfullir stóriðjumenn. „Við höfum engra hagsmuna að gæta, öðruvísi en sem íbúar á þessu svæði og það er engin póli- tík í þessu. Við þrír erum allir úr mismunandi áttum í stjórnmálunum. “ segir Jón. „Við erum engir sérstakir stóriðjumenn og ef einhver maður kæmi og vildi leggja 10 milljarða í eitt- hvað annað værum við líka jákvæðir." Þurfum ekki að grenja til okkar stóriðju Þremenningarnir segja það mikilvægt að umhverfisins verði gætt við byggingu álvers, og þeim finnst margt athugunarvert hafa kom- ið fram hjá andstæðingum álversins í þeim efnum. Þeir taka sérstaklega fram að allar málefnalegar athugasemdir um framkvæmd- ina séu þakkarverðar, hvaðan sem þær koma. Þeir segjast ekki síður hræddir við mengunina en andstæðingarnir. „Við erum ekkert þró- unarríki sem þarf að grenja til sín stóriðju og fórna til þess umhverfinu. Náttúra og stóriðja getur og verður að fara saman,“ segir Pétur. Þeir benda einnig á að mengun komi frá allri atvinnustarfsemi, hvort sem er landbúnaði, bílaverkstæðum eða öðru. í öllum tilviKum þurfi að reyna að halda henni í lágmarki. Jón segist treysta þeim upplýsingum sem komið hafa frá sérfræðingum Hollustuverndar ríkisins um að ekki þurfí að óttast mengunina frá álveri við Hvalflörð. „Reynsla okkar frá Straumsvík og járnblendinu segir okkur að þeir hafi rétt fyrir sér. Vissulega mun verða mengun frá álverinu en tækninni fer stöðugt fram. Hreinsitækin í nýju kerskálunum í Straumsvík ná til dæmis 20% meiru en tækin í þeim gömlu. Ég trúi því að bráðum verði hreinsitækni það góð að nánast ekkert af mengandi efnum sleppi frá stóriðju," segir Jón. Jón bendir á að skoða verði mengunina frá verksmiðjum i víðara samhengi. „Álverksmiðj- an mun ekki aðeins valda mengun heldur líka draga úr henni. Ef við klæðum hús með áli þarf ekki að fella tré. Það þyrfti meiri orku til að bera uppi flugvélar ef þær væru ekki úr áli og nú er talið að helsta leiðin til að draga úr eldsneytisnotkun bíla á næstu árum sé að nota meira ál í þá. Með því móti er talið að mengunin frá bílum muni dragast saman um 15-falt meira en álverksmiðjan sem býr til álið mengar. Þetta er að líta á mengun í víðasta samhengi." Þeir félagar taka undir að sjónmengun geti orðið af verksmiðjum og Rafn bendir í því sambandi á álverksmiðjuna í Straumsvík. Truflar ekki ferðamenn Jón segir litla hættu á að álver muni trufla ferðamenn nokkuð og atvinnustarfsemi veki raunar áhuga þeirra. „Við höfum aldrei orðið varir við það að þeir finni neitt að því að við þurfum að sjá fyrir okkur. Eftir að hvalstöðin lagðist af er reyndar lítið um það að ferða- menn staldri við hér nema til að fara í sjoppu." } Pétur segir hvalstöðina hafa verið mestu „gulrótina“ fyrir ferðamenn á svæðinu. „Ásóknin var svo mikil að það var smíðaður pallur fyrir ferðamenn þaðan sem þeir gátu fylgst með hvalskurðinum. Það þurfti að vera maður sérstaklega í því að halda fólkinu frá. Það eru líka ferðamenn sem koma til að skoða járnblendiverksmiðjuna og ég geri ráð fyrir að það verði ámóta með álverksmiðjuna.“ Stóriðja stöðvar fólksflóttann Þeir félagar trúa því að með byggingu ál- versins megi stöðva og koma í veg fyrir og jafnvel snúa við fólksflóttanum úr byggðinni. Aðspurðir hvort fólksfjölgun á svæðinu sé eitt- hvert takmark í sjálfu sér, segja þeir að mik- il vannýtt þjónustu sé fyrir hendi. Þeir benda einnig á að stærri einingar séu hagkvæmari en litlar og því sé betra að hafa margt fólk en fátt. Vinna í stóriðju sé auk þess vel launuð og miðað við þá reynslu sem orðið hefur af i járnblendiverksmiðjunni og sementsverksmiðj- unni sé vel búið að starfsfólki, til dæmis sé því boðið upp á að mennta sig og félagsstarf- semi sé öflug. Þeir benda einnig á að járnblendi- verksmiðjan og fleiri stórfyrirtæki hafi lagt sitt af mörkum til umhverfísverndar og líklegt sé að álverksmiðjan nýja fari sömu leið. Aðspurðir um neikvæðar hliðar álversins, aðrar en mengunina, verður þeim helst hugsað til vandamáls sem einnig hefur hijáð álverk- smiðjuna í Straumsvík. „Það virðist erfitt að fá konur til að vinna í álverum hér á landi. • Rannveig Rist hefur reynt að fá til sín konur | í Straumsvík en það er eins og þær vilji ekki vinna þar. Þetta er ólíkt því sem gerist í Banda- 1 ríkjunum til dæmis, þar sem 40% starfsmanna álvera eru konur. Þetta verður auðvitað til þess að finna þarf einhver störf fyrir konur á móti þeim sem skapast í álverinu." Aðspurðir hvort bæta eigi meiri stóriðju við á svæðinu eftir að álverið er komið, segja þeir of snemmt að taka ákvarðanir um það. „Auðvitað eru takmörk fyrir því hvað svæðið ber mikið, en það hefur reyndar ekki verið , gert ráð fyrir meiru en einni verksmiðju í við- bót. Það verður að skoðast hveiju sinni hvað við á,“ segir Pétur. Jón segir nægan tíma til umhugsunar og ekki þurfi að taka ákvarðanir ' strax. „Það er búið að taka tuttugu ár að fá þessa verksmiðju og við höfum sennilega tutt- ugu ár til að hugsa fyrir þeirri næstu. Það má samt alveg auglýsa það að það er ein lóð laus hjá okkur.“ Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Tvöföldun Reykjanesbrautar U ndir búningur hefjist nú þegar ÞINGMENN Reykjaneskjördæmis hafa lagt fram tillögu til þingsá- lyktunar um að þegar verði hafinn undirbúningur að tvöföldun Rf ykjanesbrautar. Flutningsmenn- iri ir benda á aukna áherslu sveitar- st órnarmanna á Suðurnesjum á þetta verkefni. Þeir segja álag á Reykjanesbraut mikið vegna auk- innar umferðar um Keflavíkurflug- völl og líkur séu á að það muni enn aukast vegna fyrirhugaðrar virkj- unar jarðhita og hugsanlegrar byggingar álvers á Keilisnesi. Eldsneytis- áfyllingarkerfi flarlægt Vogum. Morgunblaðið. Á KEFL A VÍKURFLU G YELLI er unnið að því að fjarlægja gamalt eldsneytisáfyllingarkerfi. f verk- inu felst að grafa úr jörðu 20 stóra eldsneytisgeyma fyrir flugvélar við akstursbraut K, ásamt tilheyr- andi búnaði, svo sem dælubúnaði, lögnum og öðrum mannvirkjum þeim tengdum. Kostnaður við verkið er 112 milljónir. Myndin sýnir framkvæmdirnar og er flug- skýli Flugleiða í baksýn. Félagsmálaráð Um þrjátíu 1 milljónum út- hlutað í styrki Kvennaathvarfið fær 7,7 milljónir BORGARRÁÐ hefur staðfest sam- þykkt félagsmálaráðs um úthlutun á tæplega 30 milljónum króna í styrki til 40 umsækjenda en 49 umsóknir bárust á tilsettum tíma. Hæstan styrk, 7,7 milljónir króna, fær Kvennaathvarfið en Samhjálp Hvítasunnumanna fær 3,9 milljónir króna og Stígamót 3 milljónir. Félag einstæðra foreldra fær 2,8 millj., Blindrafélagið 2,4 millj., Vernd 1,8 millj., Geðhjálp 1,4 millj., Félag eldri borgara fær 1,3 millj., Mæðrastyrksnefnd fær milljón og Miðstöð fólks í atvinnuleit fær sömu upphæð. SÁÁ fær 700 þús., Landssam- tökin Þroskahjálp fá 650 þús., Samtökin ’78 fá 600 þús. og Sjálfs- björg á höfuðborgarsvæðinu fær sömu upphæð. Félag heyrnar- lausra, Krabbameinsfélag Reykja- víkur og Kvennaráðgjöf fá 500 þús., hvert félag. Gigtarfélagið og HL-stöðin fá 400 þús. og fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar fær 375 þús. Barnaheill, Krýsuvíkursamtökin og SPOEX fá 300 þús., hvert fé- lag. Alnæmissamtökin og Lauf fá j 250 þús., Vímulaus æska fær 200 þús. og sömu upphæð fá Fræðsl- umiðstöð í fíknivörnum, Fjölskyldu- | þjónusta kirkjunnar og KFUM- skógarmenn. Ný dögun, Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna, Úlfljótsvatns- ráð, Umhyggja og Umsjónarfélag einhverfra fá 150 þús. hvert. Sam- vinna 7 félaga um rekstur, Banda- lag kvenna í Reykjavík, Dauf- blindrafélag íslands og F.K.B., ! Fræðslustarf um kynlíf og barn- eignir, fá 100 þús. hvert. Loks fær ■ Félagsstarf aldraðra, kór og Hús- * mæðrafélagið 50 þús. hvort félag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.