Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Garðar Sig-
mundur Jónsson
fæddist á Akranesi
25. nóvember 1932.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness hinn
6. mars siðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Jóns Sig-
mundssonar fram-
kvæmdasljóra og
Hendrikku Andreu
Finsen. Garðar bjó
lengst af á Laugar-
braut 3, en síðar á
Einigrund 2. Hann
starfaði að bréfaút-
burði fyrir Landsbankann á
Akranesi og fleiri stofnanir,
var félagi í KFUM og Stúkunni
Akurblóm nr. 3.
Utför Garðars fer fram frá
Akraneskirlq'u í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Góður drengur er óvænt genginn.
Nú sést frændi minn, Bósi, ekki
lengur á göngu um bæinn sinn en
allir Skagamenn, ungir sem aldnir,
þekktu hann undir þessu nafni.
Hygg ég að sjálfur hafi hann
þekkt allflesta bæjarbúa því hann
kom víða við sem bréfberi í nær
50 ár og á vegi hans urðu margir
sem síðar gerðust góðir kunningjar
hans og vinir. Kunni hann góð skil
á íbúum við þessa götuna og hina
og var vel minningur á nöfn og
húsnúmer. Á rölti sínu leit hann
gjaman inn hjá sumum kunningj-
anna, þáði kaffisopa og átti við þá
tal um daginn og veginn. Já, það
má með sanni segja að hann hafi
sett svip á bæinn.
Þau voru ófá skiptin sem Bósi
kom við í Bókabúðinni. Væri ég
ekki frammi í búð kíkti hann bara
bakatil þartil hann hitti á mig og
áttum við þá saman stutt spjall.
Við göntuðumst oft og átti hann
þá til að reka upp mikinn hlátur
sem fylgdi honum jafnvel út á götu.
Foreldrar Garðars
voru trúræknir, sungu
báðir í kirkjukórnum
um árabil og hafði Jón
faðir hans með að gera
bókhald kirkjunnar til
margra ára. Var Garð-
ar því alinn upp í anda
kristninnar og bar það
með sér alla tíð.
KFUM átti hug hans
óskiptan og veitti hon-
um andlegan styrk og
næringu. Sótti hann
fundi þar og naut þess
að vera meðal krist-
inna vina sinna í
Vatnaskógi. Átti hann fast sæti í
kirkju sinni og sótti flestar guðs-
þjónustur. Held ég að prestinum
hafi stundum brugðið væri Garðar
ekki til staðar. Að auki lét hann
sér annt um hag Góðtemplararegl-
unnar, var félagi í stúkunni Akur-
blómi og stundaði stúkustarfið af
áhuga.
Garðar gekk ekki heill til skógar
og kom það meðal annars fram á
mæli hans. Skildu hann þó þeir sem
lögðu eyrun við. Hann var heiðar-
legur, trúr sínum og starfi sínu en
gat á stundum verið ansi viðkvæm-
ur. Það eitt sýndi hvern innri mann
hann hafði að geyma. Frændrækinn
var hann með afbrigðum, leit iðu-
lega inn og fylgdist með líðan skyld-
menna sinna. Og afmælin fóru ekki
fram hjá honum - vissi upp á hár
hvenær hver átti afmæli.
Þegar móðursystur hans, Ása og
Svava, fluttu á Dvalarheimilið
Höfða kom Garðar við hjá þeim á
hverjum einasta degi og fór sendi-
ferðir fyrir þær er með þurfti og
bar yfirleitt mikla umhyggju fyrir
þeim. Þetta kunnum við í ijölskyld-
unni vel að meta.
Við kveðjum nú góðan og sannan
frænda með orðinu sígilda sem
hann viðhafði svo oft.
Sjáumst.
Þinn frændi,
Ólafur Björn.
Gefðu mér tákn
um að ég lifí
en gangi ekki bara í hringi
eins og skuggi.
Réttu mér hönd þína
og snertu mig
svo að ég finni
líkama minn.
Hvíslaðu nafn mitt hægt
aftur og aftur
svo að ég gleymi ekki
hver ég er.
(Þýð. H.H.)
Þessar ljóðlínur eru fengnar að
láni úr bók norska skáldsins Finn
Carling, bók sem nefnist „Resten
er taushet" og inniheldur hugleið-
ingar um dauðann.
Bósi var fæddur heilbrigður en
veiktist á fyrsta ári og varð eftir
það það sem í dag kallast þroska-
heftur. En nú er Bósi fijáls, sálin
er laus úr hömlum þess hefta, nú
er hann jafningi meðal jafningja.
Það er hægt að spyija hvers vegna
svona kross er lagður á sumar sál-
ir. Hver er tilgangur almættisins?
Við hljótum öll að eiga að læra
eitthvað af þessu.
Stundum reyndist tilveran Bósa
erfið, hann fann til vanmáttar síns
og þá sérstaklega þegar grimmd
mannanna beindist að honum,
minnimáttar. Það var á stundum
hræðilegt, það nísti merg og bein
að heyra grát Bósa þegar hann
varð fyrir aðkasti. Hann var t.d.
einu sinni vændur um að syngja
falskt og gat það verið, en falskur
var hann aldrei í samskiptum og
dæmi nú hver sem vill hvort er
betra.
Bósi var alinn upp í guðsótta og
góðum siðum og kirkjuræknari
mann hef ég aldrei þekkt. Eitt sinn
nefndi ég það við hann hvort hann
væri ekki orðinn leiður á að fara í
messu á hveijum sunnudegi. Hann
var fljótur að svara: „Heiða mín,
það verður einhver að mæta.“
Bósi var félagi í KFUM og stúk-
unni Akurblóm og stundaði það af
sinni barnslegu einlægni og trú.
Síðustu æviárin bjó hann í þjón-
ustuhúsi við Dvalarheimilið Höfða
og líkaði honum það mjög vel, enda
hafði hann þar mikinn félagsskap.
Aðstandendur Bósa kunna öllum
þeim þakkir sem sýndu honum hlý-
hug og ræktarsemi. Guð blessi
minningu Bósa frænda.
Heiðrún.
Góður vinur er genginn.
Mig langar að minnast í fáum
orðum góðs vinar míns, Garðars
Sigmundar Jónssonar, eða Bósa,
eins og hann var jafnan kallaður.
Okkar samskipti hófust fyrir um
það bil 25 árum. Ég ólst upp í
nágrenni við heimili hans. Við móð-
ir mín fórum yfirleitt í hverri viku
að spila félagsvist yfir vetrartím-
ann og þá þróaðist það svo, að
Bósi fór að sitja í bílnum hjá okk-
ur. Eftir að móðir mín lést fyrir
mörgum árum, héldum við Bósi
alltaf áfram að fara að spila. Hann
varð minn fasti herra í fyrsta spil-
inu. Ef hann gat ekki mætt, sem
var nú ekki oft, lét hann mig vita
og það var gagnkvænt, svo ekki
færum við fýluferð. Alltaf spurði
hann mig, hvort Rúnar væri á sjón-
um og hvort allt væri í lagi hjá
dætrum mínum og um barnabörn-
in. Hann var svo sannarlega vinur
vina sinna.
Það tekur tíma að venjast því,
að Bósi, sé ekki lengur á meðal
okkar. Svona er lífið, enginn veit
hvað það ber í skauti sínu. Ég veit
að núna líður honum vel. Hann
átti oft erfítt, en nú er hann hjá
Guði sínum og ég veit að nú er
hann hamingjusamur.
Við Rúnar þökkum þér af alhug
alla tryggðina og hlýjuna í okkar
garð í gegnum árin. Vertu sæll,
elsku vinur. Systkinum þínum og
fjölskyldum þeirra sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín vinkona,
Guðný (Níný).
Garðar Sigmundur Jónsson,
Höfðagrund 4 á Akranesi er lát-
inn. Garðar starfaði um hálfa öld
að blaða- og bréfaútburði fyrir
Morgunblaðið, Landsbankann og
fleiri aðila. Hann var félagi í
KFUM og stúkunni Akurblóm nr.
3 IOGT. Það var í stúkunni Akur-
blóm sem leiðir okkar lágu saman.
Hann var þar traustur og- mjög
áhugasamur félagi. Það kom varla
fyrir að Garðar léti sig vanta á
fund og hann tók þátt í ferðalögum
á vegum stúkunnar og samskiptum
við félaga úr öðrum stúkum.
Áður er minnst á starf hans, sem
var hans ævistarf. Það er eflaust
fátítt, ef ekki einsdæmi á þessari
öld hraða og breytinga, að menn
hafi stundað sama starf ævilangt.
En þetta starf rækti Garðar af
dugnaði og einstakri trúmennsku
og munu þeir dagar hafa verið
fáir að tiltölu, sem hann lét veður
eða færð aftra sér við störf og
segir það mikið um skapgerð hans.
Við félagar Garðars í stúkunni
Akurblóm munum sakna vinar í
stað. Vil ég fyrir okkar hönd þakka
honum samstarfið og vináttuna
gegnum árin.
Blessuð sé minning hans.
Hannes Á. Hjartarson,
ritari st. Akurblóm nr. 3.
Með þessum fátæklegu orðum
langar okkur til þess að kveðja vin
okkar Garðar Sigmund Jónsson,
sem er látinn eftir stutta sjúkdóms-
legu á 65. aldursári.
Bósi, eins og hann var kallaður
í daglegu tali, starfaði hjá okkur
í Landsbankanum á Akranesi við
bréfaútburð í hartnær aldarfjórð-
ung. I byijun sá hann um allan
bréfaútburð fyrir bankann á Akra-
nesi, en eftir að bærinn stækkaði
einangraðist útburðurinn hjá hon-
um við smærri hverfi.
Þrátt fyrir fötlun sína sinnti
hann starfi sínu af samviskusemi
og dugnaði. Varla féll úr dagur
hjá honum við starf sitt þótt slæm
veður og ófærð gætu reynst honum
erfið yfir vetrarmánuðina.
Bósi var vissulega fastur punkt-
ur í tilveru okkar í Landsbankan-
um. Á hveijum morgni kom hann
áður en bankinn var opnaður fyrir
viðskiptavini og sótti póstinn sinn.
Okkur er margt minnisstætt í sam-
skiptum okkar við Bósa á þessum
morgunstundum og oft var stutt í
grínið. Hann fylgdist til að mynda
mjög vel með því hvort allir væru
mættir á tilsettum tíma. Ef ein-
hveijum varð á að mæta aðeins
of seint til vinnu fékk hann að
heyra það hvers konar svefnpurka
hann væri. Og reyndar enga mis-
kunn næstu daga og fékk viðkom-
andi að heyra það að hann væri
nú greinilega hressari í dag en í
gær og fyrradag og hló Bósi inni-
lega að öllu saman.
En Bósi hafði ákveðnar skoðan-
ir á hlutunum. Hann hafði sínar
meiningar í pólitík og svo var hann
einlægur stuðningsmaður sinna
manna á Skaganum í fótboltanum.
Hann gladdist innilega þegar
Skagamenn höfðu sigrað, en var
dapur í bragði þegar verr gekk. Á
síðustu árum voru sigurstundirnar
í knattspyrnunni margar. Hann
starfaði mikið innan raða KFUM
á Akranesi og átti þar marga góða
vini sem reyndust honum vel. Okk-
ur er einnig minnisstæð tilhlökkun
hans þegar hann fór í Vatnaskóg
á hveiju hausti til helgardvalar á
vegum KFUM.
Kæri vinur, að leiðarlokum
kveðjum við þig með söknuði og
trúum því nú að að jarðvist þinni
lokinni bíði þín fagurt líf á æðri
tilverustigum.
Við sendum systkinum hans,
mökum þeirra og öðrum ættingjum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Garðars Sig-
mundar Jónssonar (Bósa).
Starfsfólk Landsbankans
á Akranesi.
t
Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
INGIBJARGAR RUNÓLFSDÓTTUR,
Safamýri 17,
Reykjavík,
verður gerð frá Grensáskirkju á morgun, föstu-
daginn 14. mars, kl. 15.00.
Haraldur Ragnarsson, Svava Guðmundsdóttir,
Sólveig Þóra Ragnarsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson,
Guðný Ragnarsdóttir, Jón Steindórsson,
Sólrún Ragnarsdóttir, Gunnar Þórmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGA JENNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Ölverskrossi,
síðast til heimilis
í Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
andaðist mánudaginn 10. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigríður S. Óskarsdóttir,
Þórdís Óskardóttir Kámpe,
Jakobína Óskarsdóttir,
Bergleif Joensen
Auður Óskarsdóttir,
Kjartan M. ívarsson,
Áki Kámpe,
Örn Óskarsson,
Guðmundur Einarsson.
bamabörn og barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
STEINAR PÁLSSON,
Hlfð,
lést á heimli sínu laugardaginn 8. mars.
Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugar-
daginn 15. mars kl. 13.00.
Jarðsett verður á Stóra-Núpi. _________
Afþökkum vinsamlega blóm og kransa, en
minnum á Krabbameinsfélagið eða önnur líknarfélög.
Sætaferðir frá BSÍ kl. 11.00.
Katrín Árnadóttir,
Páll Steinarsson, Sigfríður Lárusdóttir,
Tryggvi Steinarsson, Anna María Flygenring,
Elín Steinarsdóttir, Indriði Birgisson
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Garði,
Mývatnssveit,
verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju laugar-
daginn 15. mars kl. 14.00.
Kristján Sigurðsson,
Valgerður Halldórsdóttir,
Anna Guðný Halldórsdóttir,
Árni Halldórsson,
Guðbjörg Halldórsdóttir,
Hólmfríður Halldórsdóttir,
Arnþrúður Halldórsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Guðbjörg Eyjólfsdóttir,
Guðmundur Laugdal,
Jón Albert Kristinsson,
GARÐAR SIGMUND-
UR JÓNSSON