Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. 52 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 !g, Seltjari 1680 Jaldvar, dragtir buxiia- dragtir Myndaupphengi 15% afsláttur til páska MIÐSTOÐIN Sóltúni 10 (Sigtún 10) sími 511 1616 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Endurtekin fyrirspum VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Þann 27. febrúar birtist í Velvak- anda sú saklausa ósk mín að fá svar við því hvað þeim gengur til hjá Vöku- Helgafelli að knésetja fólk innan dyra á tilsettum tíma, milli kl. 5 og 6 þijá daga í röð, eftir hátíðlegar símhringingar til móttöku úrtaks á bókarskræðu frá forlaginu, sem var svo bara vindur úr þeirri átt, stofufangelsi? Svarið er ókomið, sím- hringingar þagnaðar það- an. Eg gaf út fyrir nokkru ljóðabók eina, sem tekur vftt og breitt á mannlífínu, og er ekki síður kristilega þenkjandi fyrir þá, sem hafa það hugfast. Hún heitir því virðulega nafni „Sagði mér þögnin“ og skal ég með ekki minni kátínu en þið eruð rausnar- legir býtta á henni og þeirri ókomnu ef úr rætist, því þögnin kann að vera vel til þess fallin að láta til sín heyra í húsaskjóli hjá ykk- ur. Forlag sendir ekki enn úrtakið í hvelli. Vaki, vaki vaskir menn hjá Vöku-Helgafelli. Kristinn G. Magnússon. F atabreytingar BJÖRG hringdi og var hún með svar við fyrirspurn í Lyklakippa LYKLAKIPPA með húslyklum og hengilás fannst við Bragagötu sunnudaginn 9. mars. Upplýsingar í síma 525-4356 eða 562-7717. Gullhringur STÓR gullhringur með bláum lapis-steini tapaðist föstudagskvöldið 7. mars á leiðinni Vesturgata, Garðastræti og Kirkju- garðsstræti. Skilvís fmnandi hafi samband í síma 551-7651. Fundar- lau R poki merktur Velvakanda varðandi fata- breytingar. Vill hún benda fólki á að saumastofan Listsaumur, Kringlunni, tekur að sér fatabreyt- ingar. Tónleika í Sjónvarpið ÉG VIL heilshugar taka undir orð Guðmundar Guð- Tékk-Kristal tapaðist í Kringlunni mánudaginn 10. mars. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565-3741. Kvenúr CANDINO kvenmanns- gullúr með gullkeðju og gylltri skífu tapaðist- þriðjudaginn 4. mars í nágrenni Skeifunnar og Faxafens eða í verslunar- miðstöðinni Kringlunni. Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 567-3537. Fundarlaun. jónssonar í Velvakanda sunnud. 9. mars þar sem hann furðar sig á því að Sjónvarpið skuli ekki kaupa sýningarrétt á sýn- ingum Kristjáns Jóhanns- sonar í Metropólitanóper- unni. Þar sem tónlistar- áhugi íslendinga hefur sýnt sig að vera gífurlegur (það sýna allir þeir tónlist- arviðburðir sem boðið er upp á í hverri viku og stór hluti þjóðarinnar er í kór) finnst mér að Sjónvarpið ætti að sinna þessum hópi betur með því að kaupa oftar sýningarrétt á tón- listarviðburðum bæði hér- lendis og erlendis. Til dæmis er boðið upp á marga frábæra tónleika hér í kringum páska og jól sem væri gaman að fá að njóta í Sjónvarpinu. Nú er Sjónvarpið farið að sjón- varpa í digital stereo sem er alveg frábært og margir búnir að fá sér fullkomin sjónvarpstæki en því miður fáum við sjaldan að njóta tóngæðanna nema í aug- lýsingunum. Sigríður Einarsdóttir. Tapað/fundið Víkveiji skrifar... A ASTÆÐA er til að hvetja fólk til að muna eftir smáfuglun- um þessa dagana. Þörfin er mikil um þessar mundir, snjór yfir öllu, klaki víða og ekkert handa þeim að hafa nema það sem mannfólkið leggur fram. Kunningi Víkveija sem býr á Seltjarnamesi segist hafa verið duglegur við að strá fuglakorni á lóð sína undanfarið og Qöldi fugla sem drifið hafi að sé ótrúlegur. Lóðin nánast fyllist, að sögn kunningjans, um leið og hann er búinn að strá úr pokanum. xxx A ISLENDINGAR hafa greinilega óhemju gaman af knattspymu. Hver veitingastaðurinn af öðmm troðfyllist í höfuðborginni þegar spennandi leikir em sýndir í beinni útsendingu sjónvarps og sömu sögu er að segja af félagsheimilum hinna ýmsu íþróttafélaga. Stuðnings- mannaklúbbar nokkurra knatt- spymuliða í Englandi hafa verið stofnaðir, og síðast en ekki síst er mikið um að menn geri sér ferð héðan af eyjunni fögru, aðallega til Englands, til að horfa á knatt- spyrnu - og slíkt undrast sumir. xxx KUNNINGI Víkveija var í hópi sem fór til Ítalíu í fyrra til að fylgjast með leik Mílanóliðanna Intemazionale og Milan. Flogið var heim í gegnum London og kunning- inn tók einn starfsmann flugvallar- ins tali, þegar hann var að rita sig inn. Englendingurinn varð mjög undrandi, svo ekki sé fastar að orði kveðið, þegar kunninginn sagði honum hvar hópurinn hefði verið og í hvaða tilgangi. En andlitið var fyrst nærri dottið af manninum, þegar kunninginn bætti því við að leikurinn hefði verið í beinni sjón- varpsútsendingu heima á íslandi! xxx SPURT var að því hér í dálkinum í janúar hvort Sigrún Hjálm- týsdóttir hafi sungið sálminn „Helga nótt“ inn á plötu. Tilefnið var að kunningi Víkveija heyrði hana syngja lagið í fimmtugsaf- mæli Hermanns Gunnarssonar á Hótel íslandi, og fór Diddú svo undursamlega með lagið að kunn- inginn vildi fyrir alla muni komast yfir eintak af plötu með þessum söng hennar, væri hún til. Víkveiji fékk bréf frá Sigurði Björnssyni í Garðabæ, fljótlega eftir að hann spurðist fyrir um þetta, þar sem Sigurður - sem er höfundur text- ans við lagið - upplýsti að Sigrún hefði sungið lagið á hljómdiskinum „A hæstri hátíð“ sem söngsveitin Fílharmónía gaf út árið 1992. xxx SIGURÐUR Bjömsson var einn- ig svo hugulsamur að hann sendi Víkveija bæði nótur að nefnd- um sálmi og texta sinn við lagið, sem hann bað um að komið yrði til kunningjans. Það hefur þegar verið gert og em Sigurði færðar bestu þakkir fyrir sendinguna. Kunning- inn var alsæll; hlustar nú á söng Diddúar eins oft og hann getur og er meira að segja farinn að reyna að spila þennan fallega sálm sjálfur á píanóið heima hjá sér, þökk sé nótunum frá Sigurði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.